Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 41
1= MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 41 UMRÆÐAN Svarta gullið Edda Lilja Sveinsdóttir NATTURUAUÐ- LINDIR eru af ýmsu tagi - flestar þjóðir hafa yfir að ráða ein- hverju nýtilegu frá móður náttúru, svo sem málmum, kolum eða olíu. Þegar talað er um auðlind, kemur oft- ast í hugann gull og góðmálmar, demantar, olía eða hér á landi, vatnsorka. Við fyrstu tilhugsun myndu fáir nefna sand og möl í sama orði og auðlind. I þéttbýlli stöðum Evr- ópu er þannig komið að allur aðgengilegur sandur og möl til mannvirkjagerð- ar er á þrotum. Það verður því að kaupa hráefnið frá öðrum löndum sem betur eru sett. Einnig er farið að setja fram kröfur um að endur- Náttúruauðlindir Þetta hversdagslega efni, sandurinn og grjótið, segir Edda Lilja Sveinsdóttir, stefnir í að vera auðlind á 21. öldinni. vinna efni og nota aftur. í Hollandi eru t.d. kröfur um að ekki megi byggja nýtt mannvirki nema notað sé a.m.k. 20% af endurunnu efni í það. Þetta þýðir aðeins eitt - hækkun kostnaðar við mannvirkja- gerð. Þetta hversdagslega efni, sandurinn og grjótið, stefnir í að vera auðlind á 21. öldinni. Norðmenn kalla olíulindir sínar „svarta gullið". Við íslendingar getum státað af okkar „svarta gulli“ sem er fólgið í sandinum og grjótinu. Flest okkar mannvirki eru byggð úr íslenskum steinefn- um - sandi og möl auk sements, sem einnig er að mestu úr íslensk- um jarðefnum. Þegar rætt er um mannvirki, kemur næst í hugann sá iðnaður sem þau byggja; byggingariðnað- urinn. Því er oft haldið fram að vægi iðnaðar sé lítið hér á landi og byggingariðnaðurinn oft ekki tai- inn til hinna eiginlegu iðngreina. En það þarf ekki annað en líta á öll mannvirki landsins til að sjá að það er einmitt byggingariðnaðurinn sem öll okkar tilvist hér byggist á - í orðsins fyllstu merkingu. Um 80% af þjóðarauði okkar íslendinga liggur í mannvirkjum og yfir 60% af árlegri fjárfestingu er í mann- virkjagerð. Þessi mannvirki eru að mestu leyti gerð úr íslenskum steinefnum, oftast um 70-80%. Talið er að hér á landi séu notuð um 35 tonn af steinefnum á hvern íbúa á hverju ári eða yfir 9 milljón- ir tonna á ári. Það er mikið hærra hlutfall en er í flestum öðrum lönd- um. Astæðan er sú að hér hefur undanfarna áratugi verið mjög hröð uppbygging mannvirkja auk þess sem byggðin er dreifð. Mest magn steinefnanna hefur farið í vegagerð og vegna framkvæmda við vatnsaflsvirkjanir. Steinefnafram- leiðsla hérlendis hefur oftast verið smá í snið- um og byggt afkomu sína á framkvæmdum í næsta nágrenni við námuna. Olíkt öðrum löndum, eru hér marg- ar og litlar námur sem aðallega eru nýttar þegar framkvæmdir eru vegna vegagerðar eða annars á viðkom- andi stað. Þetta er m.a. vegna þess að auðveldast er að nýta þau fáu og dreifðu lausu jarðlög sem til staðar eru á landinu. Þessi jarðlög eru afar misjöfn að gæðum og þeim er misdreift um landið - allt eftir því hvemig jökl- ar, ár og vötn hafa í aldanna rás skilið þau eftir. Hingað til hefur lítið verið hugs- að um það hver staðan er í þessum málum, hve mikið er eftir af þessu auðvinnanlega efni, hver gæði þess eru á hverjum stað eða hvar hvaða gerð steinefna er staðsett með tilliti til skipulags byggðar. Það að vita hver staðan er, sparar miklar fjárhæðir. Þá er auðveld- ara að nýta rétt efni til réttra nota og t.d. ekki byggt ofaná gæða- steypuefni. Sá iðnaður sem byggir afkomu sína á nýtingu steinefna, ætti að láta sér annt um að standa þannig að málum að ekki verði bruðlað með hráefnið. Til þess þarf að- gengilegar upplýsingar um hvar hentugasta efnið er til að nota í hinar ýmsu framkvæmdir, hve mikið af því o.s.frv. Opinberir aðil- ar þurfa að hafa frumkvæðið að því að safna þessum upplýsingum, halda utanum þær og dreifa þeim til viðkomandi aðila. Töluverð vinna hefur verið lögð í að kanna stöðuna og setja fram tillögur að því hvemig haga megi sem best þessum málum. Niðurstöður verk- efnis, sem styrkt var af Rann- sóknaráði Islands, Vegagerðinni og umhverfisráðuneytinu, er að finna í skýrslunni „Námur - Efn- isgæði og umhverfi. 1. hluti: Stað- an í dag“ (Bprge Johannes Wig- um, Edda Lilja Sveinsdóttir, Eyjólfur Bjarnason og Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, 1998. Rb-skýrsla nr. 98-02). Þar er sett fram tillaga um nokkurs konar bókhaldskerfi íyrir steinefnin í landinu. Kynn- ingarfundur um niðurstöður verk- efnisins verður haldinn fimmtu- daginn 28. janúar nk. í húsi Sam- taka iðnaðarins, Hallveigarstíg 1, kl. 13-16:30. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málið eru velkomn- ir. Höfundur er deildarstjóri jarð- fræði- ogjarðtæknidcildar, Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins. Framtíð íslenskr- ar ferðaþjónustu UNDANFARIN ár hefur Ferðamálaráð Islands kannað hug er- lendra ferðamanna til fjölmargra þátta hvað varðar íslandsheim- sókn þeirra. í könnun- um kemur í ljós að það atriði sem virðist hafa hvað mest áhrif á ákvarðanatöku okkar erlendu gesta er ís- lensk náttúra. (Um og yfir 90 prósent svar- enda sögðu að íslensk náttúra hefði haft mikil eða einhver áhrif á ákvörðun um íslands- ferð) Að öðrum þáttum sem nefndir eru og virðast Elías Bj. Gíslason ráða miklu um komu hingað til lands eru hreinleiki, friðsæld landsins og há- lendið. Sú ályktun sem hægt er að draga af þessum svörum er sú að það sem heillar okkar gesti umfram annað sé hið ósnortna og víðáttan. í fyiTnefndri könnun Ferðamálaráðs er einnig spurt álits á ástandi ferða- mannastaða. Þar kemur fram að rúmur helmingur eða 55,2 prósent gefur hæstu einkunn (9-10) og 33,1 prósent næst hæstu einkunn (7-8). En hversu lengi er hægt að búast við að svörin verði þetta jákvæð í okkar garð? Hvemig verður um- horfs í og við okkar helstu nátt- úruperlur þegar gestafjöldinn er orðinn um og yfir hálf milljón á ári? Það er kaldhæðni örlaganna að einmitt það sem heillar gesti okkar er það sem verður fyrir hvað mestu hnjaski eftir því sem þeim fjölgar. Hvernig hefur okkur tekist til við að vernda og viðhalda náttúrusvæð- um, hvað þarf mikið fjámagn? Náttúruvernd Ríkisins, Land- græðslan, og Skógræktin em nokkrar af þeim stofnunum sem lagt hafa fé til verndunar og við- halds á náttúrasvæðum. Þá hafa fyrirtæki, félagasamtök og einstak- lingar einnig lagt sín lóð á vogar- skálina og er þar hægt að nefna Eimskip, Olís, Shell, Pokasjóð Verslunarinnar og fl. Þá hafa bænd- ur í auknum mæli lagt málefninu lið á umliðnum árum. Frá 1990 hefur Ferðamálaráð íslands lagt aukna á herslu á umhverfisþáttinn og frá ár- inu 1995 hefur Ferðamálaráð varið um 15 - 20 milljónum árlega til þessa málaflokks. Stórum hluta af þessari upphæð hefur verið varið til umhverfismála á fjölsóttum ferða- mannastöðum. Þá hefur Vegagerðin og sveitafélög á viðkomandi svæð- um lagt umtalsverðar upphæðir til móts við framlag Ferðamálaráðs þannig að heildarupphæðin sem varið hefur verið til þessa mála- flokks hefur vart verið undir 30 - 40 milljónum á ári. Arið 1995 var unnin skýrsla fyrir samgönguráðuneytið varðandi úrbætur á fjölförnum ferðamannastöðum, þar kom fram að til að halda í horfinu á þeim stöð- um sem fá hvað flesta gesti þarf að leggja til a.m.k. 75 milljónir króna árlega á núvirði í um níu ár. Það er því ljóst að þrátt fyrir töluverða aukningu fjármagns til þessa málaflokks þá dugar sú aukning eng- an veginn til að við- halda og eða bæta fjöregg íslenskrar ferðaþjónustu, þ.e. ís- lenska náttúru. Hvaða fjármögnun- arleiðir era færar? Hér á eftir verða nefndar þrjár leiðir sem vert væri að gefa nánari gaum hvað varðar fjár- mögnun viðhalds og uppbyggingar nátt- úraperlna og ferðamannastaða á ís- landi. Sjálfsagt eru fleiri leiðir fær- ar og væri áhugavert ef einhver les- enda myndi koma með ábendingar eða tillögur þar að lútandi. Aðgangseyrir Það er kaldhæðni ör- laganna að einmitt það sem heillar gesti okkar, segir Elías Bj. Gísla- son, er það sem verður fyrir hvað mestu hnjaski eftir því sem þeim fjölgar. Leið I. Beint framlag úr ríkissjóði. Sjálfsagt myndu margir benda á þessa leið sem þá einu réttlátu, þ.e. að ríkissjóður léti aukið fé af hendi rakna til þessa málaflokks. Því það er jú einu sinni svo að virðisaukinn og margfeldisáhrifin sem ferðaþjón- ustan skapar í samfélaginu skiptir milljörðum króna. Þá innheimtir hið opinbera nú þegai- töluvert gjald af þeim sem sækja okkur heim og má í þessu sambandi benda á bensín- gjald, flugvallarskatt og innritunar- gjald á Keflavíkurflugvelli. Reynsl- an hefur því miður kennt mönnum að það er erfitt og þröngt að seilast í vasa ríkisins jafnvel þó að viðkom- andi tekjustofn sé eyrnamerktur ákveðnum framkvæmdarlið. I fjölda ára var ákvæði í lögum um Ferða- málaráð íslands þar sem kveðið var á um að ákveðið hlutfall tekna Frí- hafnarverslunarinnar skyldi ganga til ráðsins sem svo aftur myndi út- hluta upphæðinni til þeirra verk- efna sem ráðið teldi brýnast í það og það skiptið. Það er skemmst frá því að segja að þessi tekjustofn skil- aði sér aldrei til Ferðamálaráðs. Leið II. Aðgangseyrir á hvern stað/svæði Ferðaskrifstofur og einstaklingar greiði ákveðna upphæð í aðgangs- eyri á hvern stað. Kosturinn við þessa aðferð er sá að þama yrði innkoman mest á þá staði sem yrðu vinsælastir og væntanlega yrðu fyr- ir hvað mestu álagi. Hins vegar er helsti gallinn við þessa aðferð kostnaðurinn við innheimtu, en hann yrði allverulegur og á flestum stöðum dygði aðgangseyririnn vart f fyrir kostnaði. Væntanlega þyrfti að vera opið inn á svæðin stóran hluta sólahringsins sjö daga vikunnar. Þá má einnig gera ráð fyrir því að vel flestir yrðu orðnir nokkuð pirraðir á öllu því „peningaplokki" og áreiti sem þeir yrðu fyrir á leið um landið. Vel mætti hinsvegar hugsa sér ein- hverskonar söfnunarbauka sem komið væri fyrir á þessum stöðum þannig að gestir gætu lagt upp- byggingu og verndun staðanna lið með frjálsum framlögum. Leið III. Aðgangseyrir við komu til landsins. Allir farþegar sem koma til lands- ins bæði flugleiðis og sjóleiðis '• greiða fasta krónutölu við komu til landsins. Arið 1997 komu rúmlega fjögurhundruðþúsund manns til landsins, þar af var rúmur helming- ur Islendingar. Ef upphæðin yrði 250 krónur á hvem einstakling yrði brúttóinnkoman rúmar 100 milljón- ir króna, ef talan yrði hækkuð upp í kr. 450 þá næðust um 180 milljónir króna. Kosturinn við þessa aðferð er að hér væri ekki einungis um það að ræða að við létum erlenda gesti okkar greiða til verndar og viðhalds íslenskrar náttúru , heldur myndum við íslendingar einnig leggja okkar af mörkum og greiða ráman helm- ing þeirrar upphæðar sem hér feng- ist. Leiða má að því líkur að ferða- menn muni virða náttúra landsins meira fái þeir að taka þátt í verndun hennar. Ef þessi leið yrði valin þá verður sú upphæð sem hér fengist að vera sérmerkt viðkomandi mála- flokki en ekki að renna í ríkissjóð sem síðan myndi útdeila upphæð- inni. Helsti gallinn við þessa leið er að einungis þeir Islendingar sem ferðast til útlanda myndu greiða til viðhalds og verndunar íslenskrar náttúra en ekki þeir sem einvörð- ungu ferðast innanlands. Eins og bent var á hér að framan þá hefur nokkuð áunnist á undan- förnum áram hvað varðar skilning á mikilvægi íslenskrar náttúra til handa íslenskri ferðaþjónustu. Það hlýtur að vera krafa okkar allra og ekki síst þeirra sem starfa við ferðaþjónustu að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að viðhalda og vemda fjöregg okkar, þ.e. ís- lenska náttúru, þannig að hagur ís- lenskrar þjóðar af ferðaþjónustu verði sem mestur á komandi árum. En til þess að svo verði þá þurfum við að leggja meira fé til fræðslu, uppbyggingai’ og viðhalds á nátt- úraperlum og ferðamannastöðum en gert hefur verið hingað til. Höfundur er forstöðumaður skrif- stofu FMR Akureyri. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 * Bréfsími: 569 1110 * Netfang: augl@mbl.is 5 |f ú l Klapparstígur 44 Enn betri afsláttur Sími 5623614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.