Morgunblaðið - 28.01.1999, Page 52

Morgunblaðið - 28.01.1999, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Móðir mín og tengdamóðir, SIGRID 0DEGÁRD, lést í Molde, Noregi, mánudaginn 25. janúar. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Molde föstudaginn 29. janúar. Knut Odegard, Þorgerður Ingólfsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, STEFÁN JÓHANNES SIGURÐSSON, Móatúni 7, Tálknafirði, er lést af slysförum laugardaginn 23. janúar, verður jarðsunginn laugardaginn 30. janúar kl. 14.30. Athöfnin fer fram í [þróttahúsi Tálknafjarðar og jarðsett verður í Stóra-Laugardalskirkjugarði. Ferð verður með Breiða- fjarðarferjunni Baldri frá Stykkishólmi kl. 10.00 árdegis 30. janúar og til baka frá Brjánslæk sama dag kl. 18.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð Héraðssam- bandsins Hrafna-Flóka sem stofnaður hefur verið í Eyrasparisjóði nr. 1118-05-430590. Kristín Ólafsdóttir, Ólafur Sveinn Jóhannesson, Árni Grétar Jóhannesson, Eydís Hulda Jóhannesdóttir, Gunnar Smári Jóhannesson, Sigurður Karl Jóhannesson, Egill Sigurðsson, Þórdís Eygló Sigurðardóttir og Gunnar Sigurðsson. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir, tengda- móðir, systurdóttir, systir og amma, ÞÓRUNN BJÖRGÓLFSDÓTTIR, sem lést miðvikudaginn 20. janúar, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 29. janúar kl. 15.00. Ragnar Halldórsson, Ingibjörg Ingimundardóttir, Ingimundur Guðmundsson, Oddný Sigrún Magnúsdóttir, Ólafur Hafsteinn Einarsson, Halldór Ragnarsson, Andrea Ó. Ólafsdóttir, Björgvin Ragnarsson, Sigríður Jóhannsdóttir, Gróa Ingimundardóttir systkini og barnabörn. t Afi okkar, tengdafaðir og langafi, ÁRMANN JAKOBSSON fyrrverandi bankastjóri, Skólavörðustíg 23, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 29. janúar kl. 13.30. Bergljót Njóla Jakobsdóttir, Hildur Svavarsdóttir, Ármann Jakobsson, Ásta Svavarsdóttir, Sverrir Jakobsson, Ingibjörg Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Signý Thoroddsen, Ingibjörg Ásta Egilsdóttir og langafabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGTRYGGUR SVEINBJÖRNSSON frá Sandhólum, sem andaðist á Kristnesspítala mánudaginn 18. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 29. janúar kl. 13:30 Helga Margrét Jóhannesdóttir, Sveinbjörn Sigtryggsson, Jóhannes Rúnar Sigtryggsson, Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir, Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir, Haukur Magnússon, Grétar Sigtryggsson, afabörn og langafabörn. OSKAR G. SUMARLIÐASON + Óskar Guð- mundur Sumar- liðason fæddist á ísafirði 11. júlí 1920. Hann andaðist á Hrafnistu í Reykja- vík hinn 20. janúar siðastliðinn. For- eldrar hans voru Sumarliði Vil- hjálmsson og Sól- veig Silfá Gestsdótt- ir. Hann var fjóröi í röðinni af átta systkinum sem eru Vilhelmína, Guðrún látin, Gestína, látin, Elín, látin, Guðmunda, Gunnar og Jens. Hinn 12. júlí 1941 giftist Ósk- ar Margréti Krisfjánsdóttur, f. á ísafirði 1. febrúar 1921. Börn þeirra eru: 1) Magnús, f. 28.9. 1941, maki Birna Haukdal Garðarsdóttir. Þau eiga þrjú börn, Garðar, Katrínu og Dóru Elsku afi minn, mér hefur alltaf þótt mjög vænt um þig og hvað ég dái þig af öllu hjarta fyrir að vera svona frábær. En það var einsog smellt væri fingri og þú ert horfinn í þann góða heim Drottins. Það er sárt að segja, en einhvern tímann þurfum við að kveðja en það er svo sárt, því enginn er tilbúinn að missa ástvin. En nú er kveðju- stundin komin og ég mun alltaf sakna þín og minnast þín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Þín Berglind. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guði þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku afi, við viljum með nokkrum orðum þakkar fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman með þér og ömmu. Alltaf var jafn gaman að koma til ykkar í Hlaðbæinn og það eru margar góðar minningar sem skjótast upp í hugann á stundu sem þessari. Bestu og Ijúfustu minningarnar um þig verða ekki festar á blað, þær geymum við í huga okkar. Þegar við vorum á Islandi síðast- liðið sumar heimsóttum við þig að sjálfsögðu en að það væri síðasta skiptið sem við ættum eftir að hitt- Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svemr Otsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ og fimm barnabörn. 2) Hafþór, f. 18.6. 1943, d. 16.8. 1978. Maki var Margrét Finnbogadóttir. Þau áttu þijú böm, Ósk- ar, Bergeyju og Finnboga, og þijú barnabörn. 3) Veig- ar, f. 7.5. 1948, maki Hallfríður Krist- jánsdóttir. Þau eiga þijár dætur, Mar- gréti Ingu, Berg- lindi og Krisljönu Ósk. Fyrir átti Veig- ar Brynhildi. 4) Kristján, f. 20.9. 1957. Maki Sal- ome Einarsdóttir. Þau eiga fimm böm saman, Guðmund Ar- inbjöm, Hafþór, Margréti, Stef- aníu og Emil Öm. títför Óskars fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufúneskirkjugarði. ast hvarflaði ekki að okkur. Búseta okkar erlendis gerir okkur það erfitt að fylgja þér síðustu sporin, en hugurinn er hjá þér. Bless afi og Guð geymi þig. Elsku amma, pabbi, Veigar og Diddi, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð vera með ykkur. Garðar, Katrín og Dóra. Mig langar að skrifa nokkrar línur til minningar um hann Oskar afa. Þegar ég og Linda vorum í heimsókn hjá afa hvarflaði ekki að mér að ég væri að tala við hann í síðasta sinn. Hann var bara hress og glaður og sagðist ætla að koma að heimsækja okkur út til Tulsa fyrir sumarið og síðustu orðin voru bara; sjáumst í sumar. Síðan fékk ég hringingu frá pabba og ég heyrði strax á röddinni að það var eitthvað að. Þá sagði hann mér að afi væri farinn og að Veigar hefði verið hjá honum. Eg varð hálfdof- inn eftir að fá þessar fréttir og eft- h- símtalið lagðist ég upp í rúm og grét. Ég fór að hugsa um allar góðu stundirnar sem ég átti með afa. Ég man t.d. þegar ég kom út á smurstöð og afi gaf mér alltaf litla kók úr sjálfsalanum og um helgar var uppáhaldið að fá að gista hjá ömmu og afa í Hamrahlíðinni, leigja vídeó kaupa nammi og ísbílt- úrinn niður á höfn á sunnudögum. Það var alltaf dekrað við mann og mér leið alltaf vel hjá þeim. Afi var svo ánægður með okkur Haf- þór, að við værum úti að læra og var alltaf að hrósa okkur fyrir það hvað við værum duglegir. Hann Óskar afí var góður maður sem vildi allt fyrir mann gera og mun ég alltaf minnast hans svoleiðis svo lengi sem ég lifi. Guðmundur Arinbjöm. Síðast þegar við heimsóttum afa á DAS þá vorum við Herdís að kveðja hann, því að við vorum á leið aftur til Tulsa, Oklahoma í nám eftir jólafrí. Okkar síðustu orð voru „sjáumst í sumar“. Þessi orð var ég ekki búinn að hugsa mér sem þau síðustu, enda finnst mér erfitt að hugsa til þess hér, svona [ iiiiiiixiixii11: H H H H H H H H H H H H H H h h h Erfisdrykkjur 1 1 P E R L A N Sími 562 0200 H H H H H H H H H H H H H H H H [ xi ixixx'xiixixx i: Áralöng langt í burtu að hann afi minn er látinn og að ég geti ekki talað við hann aftur. Þennan miðvikudag sem faðir minn hringdi og sagði mér að hann hefði slæmar fréttir að færa, heyrði ég það á rödd hans að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir. Þegar hann sagði að afi væri látinn gat ég lítið sagt, enda man ég varla hvað ég sagði þar sem að þetta tók svo á mig. Éftir að ég kvaddi föður minn sat ég kyrr í sófanum og grét. Minningar mínar um afa eru að hann hefur alltaf reynst mér góð- ur. Þegar ég var ungur gisti ég oft hjá ömmu og afa um helgar og afi var þá vanur að leyfa mér að taka spólu á laugardagskvöldum og kaupa nammi, svo á sunnudögum fór hann alltaf með mig og ömmu í sunnudags-ísbíltúr niður að höfn í Reykjavík. Þau tóku mig með til Spánar þegar ég var ungur og dekruðu við mig þar. Þegar ég var í leikriti í Tjarnarbíói var mér alltaf velkomið að gista hjá þeim í íbúð þeirra í Ofanleiti 3 sem ég gerði oft þegar æfingar stóðu yfir í heilan mánuð. Þegar ég hjálpaði til í garðinum eða ryksugaði gaf afi mér pening fyrir og smeygði stundum aukaseðli í jakkavasann minn. A jólunum og þegar ég átti afmæli fékk ég alltaf það sem ég bað um frá ömmu og afa. Þegar ég var á Islandi núna um jólin virtist afi vera nokkuð hress, eins og til dæmis þegar ég og Adda systir fórum á þrettándanum að heilsa upp á afa var bara fjör hjá honum, hann stóð fyrir framan sjoppuna í anddyri á DAS og hélt á bjór í sitthvorri hendi alsæll að sjá okkur á meðan starfsmaður hélt á stafnum (Sumarliða) fyrir hann. Afi var svo hress að ég og Adda kvöddum. Daginn eftir heimsótti ég afa og var hann þá í góðu skapi eftir kvöldið og sagði að hann hefði hitt fullt af gömlum félögum og skemmt sér konung- lega. Allar minningar um afa eru mér góðar og dýrmætar, allt sem hann hefur kennt mér hefur verið mér til góðs. Ég mun minnast og sakna hans svo lengi sem ég lifi. Hafþór Kristjánsson. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nú er hann tengdapabbi okkar dáinn. Ekki áttum við von á að hann færi frá okkur svo skyndilega. Hann var svo stór þáttur í okkar lífi, sterk persóna og skilur svo mikið eftir sig. Hann reyndist okkur svo vel og var svo traustur og góður afi barna okkar. Elsku Óskar, takk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Hallfríður Kristjánsdóttir, Salome Einarsdóttir. Oft er það svo, að sá gestur sem við gamla fólkið eigum öll von á að mæta áður en langt um líður birt- ist snögglega og fyrirvaralaust, og þannig var það með andlát svila míns, Óskars Sumarliðasonar. Hann var fæddur og uppalinn á Isafirði. Þar störfuðu flestir ungir menn við sjósókn og fiskvinnslu og við þau störf hóf Óskar ævistarf sitt. Hann fylgdi félögum sínum einnig í tómstundum þeirra, spilaði knattspyrnu, sönghneigðina lánaði hann Sjómannakórnum. Óskar kvæntist ungur Margréti Krist- jánsdóttur sem kölluð er Adda. Þau bjuggu nokkur ár á ísafirði en Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett, Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is) — vinsamleg- ast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðn- ir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.