Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Kennarar semja í Þorlákshöfn Þorlákshöfn - Kennarar í grunn- skólanum í Þorlákshöfn og sveitar- stjóm Ölfushrepps hafa náð sam- komulagi um viðbót við gildandi kjarasamning. Viðbótin felur í sér hækkun sem er á bilinu 11-14%. Þeir fá mest sem lengstan starfs- aldur hafa. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðan í haust. Ekki kom til þess að kennarar við skólann segðu upp störfum til að leggja áherslu á kröfur sínar. Tilboði sem kennaramir fengu fyrir áramót var hafnað en nú var tilboðið samþykkt með 22 atkvæðum gegn 2. Sesselja Jónsdóttir sveitarstjóri sagði að hún teldi almenna ánægju ríkja með samkomulagið, búið væri að samþykkja það í hrepps- ráði. Sveitarstjórnin á eftir að fjalla endanlega um málið en engin ástæða er til að ætla annað en það verði samþykkt þar, sagði Sess- elja. Heildaraukning útgjalda sveit- arfélagsins vegna þessa viðbótar- samnings er á fimmtu milljón. Eldd er fyrirhuguð hækkun gjalda í Ölfushreppi í ár. Stórgjöf til Safna- hússins á Húsavík Húsavík - Nýlega barst Safnahús- inu á Húsavík stór dánargjöf, 20 millj. kr., frá Jóni Jónassyni bónda og hreppstjóra á Þverá í Laxárdal. Jón fæddist 29. október 1935 en lést 1. október sl. Hann var bóndi á Þverá alla sína starfsævi en gegndi jafnframt ýmsum trúnað- arstörfum fyrir sitt sveitarfélag og sýslu sem og ýmsar stofnanir í Suður-Þingeyjarsýslu. A Þverá er enn ein af fáum bændakirkjum í landinu og hefur svo verið í fleiri ættliði. Eins og þeim er kunnugt sem þekkja til byggingarsögu Safna- hússins á Húsavík hefur uppbygg- ing þess mikið byggst á framlög- um frá einstaklingum, félagasam- tökum og fyrirtækjum. Hafa fjölmargir gefið til Safnahússins þau 32 ár sem liðin eru frá því að framkvæmdir hófust. Dánargjöf Jóns Jónassonar er ein allra stærsta gjöfin sem borist hefur og gefur stjórnendum möguleika á að hraða ýmsum verkum sem beðið hafa árum sam- an og má þar nefna að koma upp fullkomnu öryggiskerfi í Safna- húsið. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir SLÖKKVILIÐ Brunavarna Rangárvallasýslu við nýja slökkvibílinn. Nýr slökkvibíll hjá Bruna- vörnum Rangárvallasýslu Hvolsvelli - Nýr og fullkominn slökkvibíll hefur verið tekinn í notkun hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu bs. Bfllinn er af MAN gerð, fjórhjóladrifínn 460 hö. og er að sögn Agústar Inga Ólafssonar sveitarsljóra Hvol- hrepps einn fullkomnasti slökkvi- bfll landsins og tvímælalaust einn sá öflugasti. BíIIinn er með 3.400 1 vatnstank og 100 I froðutank, og þrýstidæl- um samkvæmt nýjustu kröfum. Það var norska fyrirtækið Rosen- bauer sem byggði yfir bflinn. Að sögn Agústar Inga er langþráðum áfanga náð í bruna- vörnum í Rangárvallasýslu með tilkomu bflsins. Atta af tíu sveit- arfélögum sýslunnar hafa lagt ákveðið gjald í sjóð til að fjár- magna kaupin og kostar bfllinn með öllum búnaði 15,3 milljónir eða 19 milljónir með vaski og er þá meðtalinn búnaður sem Rauðakrossdeild Rangárvalla- sýslu gaf, en það eru bflaklippur og björgunarbúnaður fyrir 1,5 milljónir. Böðvar Bjarnason er nýráðinn slökkvistjóri hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu í 30% starf og einnig hafa verið gerðir samning- ar til að bæta kjör slökkviliðs- manna hjá Brunavörnum Rangár- vallasýslu. Kolbrún Yr íþróttamað- ur Akraness Akranes - Sunddrottningin Kol- brún Yr Kristjánsdóttir var út- nefnd íþróttamaður Akraness 1998 við hátíðiega athöfn sem fór fram í Iþróttahúsinu á Jað- arsbökkum á þrettándanum. Hlaut hún að launum Friðþjófs- bikarinn, sem nú var afhentur í 20. sinn Hvert aðildarfélag IA tilnefn- ir sinn íþróttamann og í lok árs- ins voru þeir tíu að þessu sinni. Ur þeim hópi er svo valinn sá er hlýtur sæmdarheitið Iþrótta- maður Akraness. Eins og áður segir var Kolbrún Yr valin að þessu sinni, en næstur var kylfingurinn Þórður Emil Ólafs- son og í þriðja sæti Steinar Ad- olfsson knattspyrnumaður. Þrátt fyrir ungan aldur er Kolbrún Yr í hópi bestu sund- kvenna landins, því auk glæsi- legs árangurs á sundmótum heima og erlendis, setti hún þrjú Islandsmet í kvennaflokki og átta íslensk telpnamet. Þá varð hún margfaldur Islands- meistari í flokki kvenna og ung- linga. Samráð kennara á Snæfellsnesi Hellissandi - Kennarar á norðan- verðu Snæfellsnesi hafa tekið upp á því að halda reglulega sam- starfs- og samráðsfund fyrir kennara við skólana í þorpunum á norðanverðu Nesinu. Síðasta fund sóttu um níutíu kennarar af Hellissandi, úr Ólafsvík, Grund- arfirði og Stykkishólmi. Síðastliðinn föstudag fór slíkur samráðsfundur fram í Grunn- skóla Hellissands. Þar gafst kennurunum tækifæri til að bera saman ráð sín og ræða málefni nemenda og einstakra bekkjar- deilda. Fyrirlesari á fundinum var Guðni Kolbeinsson íslensku- fræðingur. Fjallaði hann um lest- ur og hvernig megi auka lestrar- hraða og lesskilning. Að fyrirlestrinum loknum lét hann kennarana reyna aðferðir sínar og greindist strax verulegur árangur. Samstarfs- og samráðs- fundi kennnaranna lauk með sameiginlegri samverustund í Félagsheimilinu Röst. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson FRÁ sainstarfs- og samráðsfundi kennara á Snæfellsnesi. Grunnskólanemar á Selfossi mótmæla Morgunblaðið/Sig. Fannar. NEMENDUR grunnskólanna ásaint Gísla Sigurðssyni, fulltrúa kenn- ara, afhenda Ingunni Guðmundsdóttur, forseta bæjarstjórnar Árborg- ar, mótmæli vegna launadeilu sveitarfélagsins og grunnskólakennara. Hörmung- arástandi ljúki Selfossi - Nemendur í 10. bekk grunnskólanna tveggja á Selfossi, Sandvíkur- og Sólvallaskóla, gengu fylktu liði til fundar við fulltrúa bæjarstjórnar Arborgar til þess að vekja athygli á því „hörmung- arástandi" sem yfir þeim vofir eins og segir í fréttatilkynningu um málið. Nemendur skora á bæjaryfirvöld að beita sér sem fyrst til þess að leysa megi launadeilu kennara við sveitarfélagið Ái'borg. í áskorun grunnskólanema kemur fram að ef ekki verði gengið að kröfum kenn- ara þá muni flótti kennara af svæðinu verða óumflýjanlegur og í beinu framhaldi muni sveitarfélagið verða af vel menntuðum og hæfi- leikaríkum kennurum. Það var Ingunn Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem veitti áskoruninni viðtöku. Ing- unn þakkaði krökkunum sýndan áhuga á málinu. Hún kvað bæjar- stjórn vera reiðubúna til þess að gera allt svo að málið hljóti farsæl- an endi. Akranes á Netinu Akranesi - Heimasíða Akranes- bæjai' á Veraldarvefnum var formlega opnuð á þriðjudag. Síð- an er á slóðinni: http://www.- akranes.is Tilgangurinn með heima- síðunni er að nýta þá tækni og þægindi sem Internetið býður upp á við að koma á framfæri upplýsingum til bæjarbúa og taka við upplýsingum frá þeim. Á heimasíðunni er m.a. kynning á starfsmönnum og starfsemi bæjarins. Þai' ei-u birtar fundar- gerðir bæjarstjórnar, bæjan-áðs og nefnda og frétta- og fróðleiks- punktar úr stjórnsýslunni. Ytra útlit og hönnum var unnin af Hrannari Haukssyni en síðla árs 1998 tók íslensk upplýs- ingatækni við vefnum. Ritstjóri efnis er Björn S. Lárusson, markaðs- og atvinnufulltrúi Akranesbæjar, en yfirumsjón með netvæðingu bæjarins hefur verið í höndum Jóns Pálma Páls- sonar bæjarritara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.