Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir BOTNLEÐJA í efsta sæti úrvalsdeildar. VEL skipuð framlína Ensíma; Hrafn Thoroddsen, Franz Gunnarsson og Kjartan Róbertsson. Stefnumót við Ensíma og Botnleðju TOJVLIST Stefnumót UiidirtMiia GAUKUR Á STÖNG Þriðja Stefnumót Undirtóna haldið á Gauk á Stöng, að þessu sinni helgað árslista Undirtóna. Fram komu hljómsveitirnar Ensfmi og Botn- leðja. Þriðjudagur 26. janúar. TÓNLISTARTÍMARITIÐ Undirtónar hef- ur lagt sitt af mörkum til að auka fjölbreytni í tónleikahaldi hér á landi með svonefndum Stefnumótum sínum. Á fyrsta Stefnumótinu var íslensk raftónlist í aðalhlutverki, annað stefnumótið var lagt undir fönk, en nú var ársuppgjör Undirtóna þema kvöldsins og fram komu þær hljómsveitir sem fengu besta útkomu í vali lesenda blaðsins, Ensími og Botnleðja, en Botnleðja var valin hljómsveit ársins, Ensími var þar í þriðja sæti og átti að auki besta lag ársins að mati lesenda Undir- tóna. Ensími er með björtustu vonum í íslensku rokki og plata sveitarinnar sem kom út fyrir jól var um margt athyglisverð. Tónlist sveit- arinnar virkar enn betur á tónleikum en á plasti og Ensími var ákveðin og þétt og keyrslan mögnuð. Framlína sveitarinnar er og vel skipuð, fyrirtaks gitarpar, Hrafn Thoroddsen og Franz Gunnarsson, og þéttur, hugmyndaríkur bassaleikari, Kjartan Ró- bertsson. Oddný Sturludóttir stóð síðan til hliðar og skreytti með hljómborðum en Jón Öm Arnarson keyrði sveitina áfram með frá- bærum trommuleik. Hljómaheimur Ensíma er þéttofíð og þæft vaðmál glitsaumað gi-íp- andi laglínum. Á stundum hurfu laglínumar reyndar í hamaganginum og hlustandi þurfti að ímynda sér þær eða draga fram með harð- fylgi, en annars staðar skáru þær sig úr og vörpuðu ljósi á það sem fram fór á sviðinu. Botnleðja sendi einnig frá sér breiðskífu fyrir jól, framúrskarandi plötu og fékk fyrir góða dóma. Botnleðjungar voru öllu afslapp- aðri en Ensími og tóku tónleikahaldinu létt. Framan af var sveitin nánast kæruleysisleg en þunginn jókst eftir því sem á leið og um miðbik tónleikanna var mulningsvélin komin í gang og malaði allt sem á vegi varð. Eftir því sem Heiðari Erni Kristjánssyni, gítarleikara og söngvara sveitarinnar, hitnaði í hamsi varð hamagangurinn markrissari og þó Ragnar Páll Steinsson bassaleikari hafi leikið með vafninga á hægri hendi gaf hann ekkert eftir í bassafléttum, vel studdur af frábærum trommuleik Haraldar Freys Gíslasonar. Kristinn Gunnar Blöndal vex sem orgelleikari og sýndi á sér nýja hlið þegar hann greip til gítarsins. Óvæntasta uppákoma kvöldsins var þegar Botnleðja breyttist í AC/DC í laginu Highway to Hell, en það var flutt af krafti og innlifun eins og annað, þó spunakafli Heiðars á gítarinn í þri lagi hafí verið módernískt and- sóló frekar en frasafyllerí að hætti Angusar Youngs. Það orkar trimælis að etja saman hljóm- sveitum eins og um sé að ræða íþróttamenn; að velja þá sem hlaupa hraðast, stökkva hæst og lengst þegar listir eru annars vegar. í þri ljósi er vafasamt að halda því fram að önnur þessara sveita sé betri en hin, svo ólíkar eru þær að upplagi og stefnu, en ekki hjá því kom- ist samt. Botnleðja hefur reynsluna framyfir Ensíma í sriðsframkomu og tónleikaspila- mennsku og einnig skýrari stefnu og mark- vissari. Ensími er með efnilegustu hljómsveit- um landsins og á eftir að ná langt, en Botn- leðja löngu komin í efsta sæti úrvalsdeildar. Ámi Matthíasson Samfylking jafnaðarmanna verður að auka fylgi sitt meðal ungs fólks. Magnus Arna í 3. sætiðí Setjum fulltrúa ungu kynslóðarinnar í öruggt þingsæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. balan Útsalan enn meiri verðlsekknn <9 Cinde^ella BYOUIVG ctioir Laugavegi 83 • Sími 562 3244 Bellatrix á tónleikaferðalagi Bleiknefj- ar yfir meðallagi ► BELLATRIX lýkur tdnleikaferð sinni um Evrópu á laugardag. Sveitin hefúr á undanförnum rik- um spilað í Hollandi, Belgíu, á ír- landi og Englandi við fádæma góð- ar undirtektir fjölmiðla, hvaða nöfnum sem þeir nefnast. í Times segir að breiðskífa sveitarinnar hafí verið áheyrileg og að þetta sé fyrsta hljómsveitin frá fslandi til að hrífa Breta síðan Sykurmolarn- ir hófu innreið sína á siðasta ára- tug. Ennfremur segir að þótt sum- um hafi sem of miklu væri smurt á þróttmikil lög sveitarinnar í upp- tökum á breiðskífunni þyki Bellat- rix kraftmikil á sviði og því geti verið fyrirhafnariimar rirði að skoða sveitina á tónleikum. Evening Standard lofar Bellat- rix og segir sveitina velgja Björk undir uggum sem einu fslensku poppstjörnunni. Og í Independent segir að tónleikarnir liafi lofað góðu. Borið er lof á Elízu Geirs- dóttur söngkonu og henni líkt við Polly Harvey hvað varðar radd- styrk og íjölhæfni. Knippi af þróttmiklum og melódískum lög- um og heillandi söngkona eru sögð nóg til að hljómsveitin haldi velli. Engu að síður þurfi hún að skapa sér meiri sérstöðu ef hún á aðná lengra. I tónlistartímaritinu New Musical Express er einnig borið lof á Bellatrix. Þar segir að Elíza gangi af göflunum á sviðinu, sveifli fiðluboganum í kringum sig án nokkurs tillits til þeirra sem eru við sviðið og í kringum hana vafri hljóðpúkar um allar tónlistarstefn- ur. Og þetta fiimst gagnrýnandan- um uppskrift að góðri skemmtun!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.