Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Valdafýsn flokkaflakk- aranna Sameiningardraumur vinstri manna kristallast í valdajysn flokkaflakkara, en þeim erþab sameiginlegt ab finnast allir flokkar vondir þar sem þeir sjálfir eru ekki í forystu. Þeir sem staðið hafa fremstir í flokki að samfylkingu vinstri manna hér á landi segja fullum fetum að fall SovétiTkjanna hafi skipt sköpum í sextíu ára sögu hins svokallaða „sameiningarferils" þeirra á íslandi. Pá loksins hafi sósíalski draumurinn verið úti - þótt enn sé raunar til fólk sem fer í pílagrímsferðir til harð- stjórans á Kúbu - og vinstri menn hafi þar með getað farið að hrista af sér hlekki fortíðarinnar og séu nú, í aldarlok, loks í stakk búnir að ganga í takt, sameinaðir og smælandi framan í heiminn, inn í nýja öld. En stefnan - hvað á að gera þegar undirstöður mái- staðarins eru VIÐHORF Eftir Jakob F. Ásgeirsson hrundar? Pá er að gera það sem vinstri flokkarnir í Evrópu hafa gert, hrifsa til sín undirstöðurnar frá andstæðingn- um, klæða þær í búning sem er líklegur til að falla í kramið og heyja síðan kosningabaráttu með því að afflytja málstað hægri manna - ekki ósvipað og Sverrir karlinn Hermannsson er nú að reyna með fáránleikatali sínu um Sjálfstæðisflokkinn sem and- stæðing velferðarríkisins. Svo kaldrífjaðar aðfarir kalla á kaldrifjaða forystumenn. Og á þeim er enginn hörgull í bræðra- lagsflokkunum. Hingað til hefur forystumönn- um í röðum vinstri manna, sem átt hafa sér drauminn stóra um samfylkingu, fundist það væn- legast til árangurs að kljúfa flokk og annan. Þessi sérkenni- lega aðferð á sér þær mannlegu skýringar að á bak við drauminn stóra, sem hentugt var að tala fjálglega um á fundum, bjó ann- ar draumur og persónulegri - nefnilega að flokkaflakkararnir sjálfir væru í forystuhlutverki. Sameiningardraumurinn hefur um tíðina verið skálkaskjól óseðjandi valdafýsnar - og er nema von að skrykkjótt hafi gengið. Holdgervingur flokkaflakksins er stjórnmálamaðurinn Olafur Ragnai- Grímsson. Olafur Ragn- ar barðist hart fyrir málstað þriggja ólíkra flokka á stjórn- málaferli sínum. En það kostaði hann ekki andvökunætur að skipta um flokk. Hans keppikefli í pólitík sýnist fyrst og fremst hafa verið að koma sjálfum sér í forystuhlutverk og flokkaflakkið leiddi því aldrei til málefnalegs uppgjörs. Og þess vegna var það honum lítið mál að leggja niður stríðsöxina þegar honum bauðst óvænt aðalhlutverk á stóra svið- inu utan pólitíkur. Lærisveinn Olafs Ragnars í pólitík, Össur Skarphéðinsson, gerir nú tilkall til forystusætis á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Össur hefur verið málsvari a.m.k. fjögurra ólíkra fylkinga í pólitík. Hann byrjaði sem róttæklingur í stúdentapóli- tíkinni, varð talsmaður æstustu Alþýðubandalagsmanna, en skip- aði sér síðai’ í fylkingu með hóf- sömum allaböllum, áður en hann gekk til liðs við Alþýðuflokkinn þar sem þingsæti var í boði. Margir láta vel af Össuri, finnst hann líflegur og skemmti- legur og jafnvel skæður í kapp- ræðu þótt hann risti ekki djúpt. En veit nokkur í rauninni fyrir hvað hann stendur í pólitík? Varla er hægt að segja að Öss- ur hafi verið sjálfum sér sam- kvæmur um dagana (að öðru leyti en því náttúrlega að hlæja alltaf hæst að eigin fyndni). Jú, rétt eins og lærifaðirinn hefur Össur verið sjálfum sér sam- kvæmur í því að stjórnmálabar- átta hans hefur fyrst og fremst snúist um að tryggja honum sjálfum aðalhlutverk á stjórn- málasviðinu. Þess vegna hefur það verið honum áreynslulaust að ganga á milli flokka og flokks- fylkinga - hans pólitíski drif- kraftur er ekki málefnastefna heldur fýsnin til valda. Og þess vegna hefur hann aldrei talið sig þurfa að gera sérstaka grein fyr- ir kollsteypunum sem óhjá- kvæmilega hafa fylgt málflutn- ingi hans á fylkingaflakkinu, þótt þar hafi það vissulega hjálpað honum að hann heldur sig jafnan við yfirborðið í stjórnmálaum- ræðu. Össur blaðabani, eins og hann er stundum nefndur (hann rit- stýrði tveimur blöðum í þrot en var látinn fara frá þriðja blaðinu þegar illa horfði), hefur nú gengið í fóstbræðralag með gömlum samherja af Þjóðviljan- um, flokkaflakkaranum Merði Ámasyni. Mörður byrjaði sem froðufellandi Alþýðubandalags- maður, varð síðan ráðsettur alla- balli, en bauðst aldrei þingsæti og hoppaði því vongóður á Þjóð- vaka-skútuna þegar hún sigldi þöndum seglum með 30% fylgi í skoðanakönnunum, og býður sig nú fram sem Alþýðuflokksmað- ur. Það er athyglisvert að þessir flokkaflakkarar reyna allir að telja okkur trú um að undir niðri hafí þeir alltaf talað einni tungu þótt þeir af ýmsum ástæðum hafí neyðst til þess opinberlega að tala tungum þrem (eða fjór- um). Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þeim Þjóðvilja- mönnum reiðir af í hinu hólfaða girðingaprófkjöri Samfylkingar- innar. Sagt er að mikil herferð sé nú í gangi meðal Alþýðu- bandalagsmanna að telja menn á að kjósa í hólfí Alþýðuflokksins, eins og það er kallað, þvi Össur eigi talsvert fylgi meðal núver- andi flokkssystkina í Alþýðu- flokknum og ef gamlir samherj- ar hans úr Alþýðubandalaginu leggi sitt lóð á vogarskálina megi hugsanlega tryggja hinum gamla ritstjóra Þjóðviljans forystusæt- ið á listanum. En þar er við ramman reip að draga. Tveir harðskeyttir flokka- flakkarar standa í veginum: 2ja flokka flakkarinn Jóhanna og 3ja flokka flakkarinn Asta Ragn- heiður! Skíðagöngnkennsla fyrir almenning ÍSLENDINGAR hafa gengið á skíðum síðan land byggðist. Upphaflega voru gönguskíðin notuð til þess að auðvelda fólki að komast ferða sinna á vetuma og voru því mikilvæg samgöngu- tæki í þá daga. Með breyttum tímum hafa gönguskíðin öðlast nýtt hlutverk. Sífelld um- ræða um mikilvægi lík- amlegrar hreyfingar hefur orðið til þess að skíðagangan hefur orð- ið að almenningsíþrótt. Rík hefð er fyrir skíða- göngu á fjölmörgum stöðum á ís- landi. Stafai- það einkum og sér í lagi af því að snemma var farið að keppa á skíðum á þessum stöðum. Þar er aðsókn almennings yfirleitt góð og eykst stöðugt. En skíða- gangan á ekki að vera einskorðuð við nokkra staði. Iþróttin á alls staðar við svo fremi sem einhver snjór er fyrir hendi. Undanfarin fimm ár hefur Skíðasamband Is- lands (SKI) staðið fyrir útbreiðslu- átaki sem ber yfirskriftina „skíða- göngukennsla fyrir almenning". Markmið þessa átaks er að bjóða almenningi um land allt upp á kennslu í gi-unnatriðum skíðagöng- unnar sér að kostnaðarlausu. Skíðasambandið hefur til umráða skíðaútbúnað fyrir um 65 manns sem lánaður er út án endurgjalds við kennsluna. Þátttakan hefur verið framar öll- um vonum þau ár sem átakið hefm- verið starfrækt, en því miður hefur Vetur konungur ekki alltaf verið okkur hagstæður. Það er þó von okkar að vel muni viðra á nýju ári til skíðaiðkana og að við munum sjá sem flesta á gönguskíðum í vetur. Skíðaganga er ein besta alhliða hreyfíng sem völ er á. Hreyfing- arnar eru mjúkar og eðlilegar og meiðsli eru sjaldgæf, því líkaminn verður ekki fyrir neinum höggum sem geta verið slæm fyrir vöðva- festingar, hné og aðra liði. Auk þess er fitubrennslan mikil og við reynum á flesta vöðva líkamans. Þeir sem stíga í fyrsta skipti á gönguskíði tala oft um það hve erfitt er að ná jafn- vægi á þeim. Vissu- lega eru það töluverð viðbrigði fyrir einstak- ling sem er vanur því að vera á svigskíðum sem eru mun breiðari og skíðaklossinn er fastur í bindingunum. En hvað sem því líður þá er það staðreynd að jafnvægið er ótrú- lega fljótt að koma. Það er líka einn kost- ur við skíðagönguna að hver og einn ræður hve mikið hann vill á sig leggja. Það er al- gerlega undir einstak- lingnum sjálfum komið hve hratt hann vill fara yfir, hraðanum stjómar hann alfarið sjálfur. Norrænugreinanefnd SKÍ og að- ildafélögin hafa kappkostað að færa skíðaíþróttina nær almenn- Heilsuefling Markmið átaksins er, segir Bjarni Friðrik Jdhannesson, að bjóða almenningi upp á kennslu í grunnatriðum skíðagöngunnar sér að kostnaðarlausu. ingi með því að gera troðnar göngubrautir við þéttbýlisstaði og á veðursælum stöðum. Góð aðstaða er í Bláfjöllum til að ganga á skíð- um og eru göngubrautir troðnar þar nánast daglega. Mikill fjöldi fólks nýtir sér þá aðstöðu og hefur staðarhaldari í Bláfjöllum sagt að helmingur allra þeirra sem koma í Bláfjöll á skíði, fari á gönguskíði. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Heiðmörk sem er í senn mjög fallegt og skemmtilegt skíða- land. Þar eru troðnar brautir sem lagðar eru eftir afmörkuðum göngustígum um skóglendið. Einnig hafa Akureyringar komið upp frábærri aðstöðu í Kjarna- skógi og í Hlíðarfjalli og sömu sögu er að segja af mörgum öðrum stöð- um á landinu. Skíðagangan þarfnast ekki flók- innar aðstöðu. Göngubraut er hægt að leggja með snjóplóg sem dreg- inn er á eftir snjósleða, sem er þó ekki skilyrði. Það er jafnvel alveg jafn gott að ganga utan slóðar ef svo ber undir. Utbúnaðurinn er heldur ekki fjárfrekur. Skíðabúð- imar hafa verið að bjóða skíða- pakka sem inniheldur skíði, skó, bindingar og stafi frá 15.000 krón- um auk þess sem hægt er að leigja búnað víða um land, eða fá lánað hjá vinum og kunningjum. Síðan er að finna næsta sléttlendi og drífa sig af stað! Það er fátt sem jafnast á við að ganga á skíðum í glamp- andi sól og logni þegar fer að vora. Hringferð skíðagönguátaksins um landið hófst þann 7. janúar sl. og hefur gengið ágætlega til þessa. Þessa dagana erum við á Norður- landi og verðum þar til mánaða- móta. Um síðustu helgi var skíða- helgin á Akureyri haldin í Hlíðar- fjalli og var aðsókn góð. Alls mættu yfir 200 manns í _ skíðagöngu- kennslu þessa helgi. Á þeim þrem- ur vikum sem liðnar eru síðan átakið fór af stað, hafa yfir 1.000 manns tekið þátt, sem er framar okkar björtustu vonum. Við verð- um á Austfjörðum í byrjun febrúar og munum dvelja þar í hálfan mán- uð. Efth' það munum við heim- sækja höfuðborgarsvæðið, Vest- firði, Suðurland og Vesturland. Dagskrá átaksins verður kynnt með ýmsum hætti. Auglýsinga- veggspjöldum verður dreift á alla kennslustaði og hægt verður að nálgast upplýsirigar á síðu 379 á textavarpi RUV. Auk þess verður fjallað um átakið á íþróttasíðum DV á hverjum fimmtudegi í vetur. Við viljum því biðja fólk um að fylgjast vel með því dagskráin get- ur breyst með stuttum fyrirvara. Það er ánægjulegt að sjá að sí- fellt fleiri bætast í þann vaxandi hóp sem stunda skíðagöngu sér til ánægju og heilsubótar. Eg vil hvetja alla til að vera með, því góð heilsa er gulli betri. Höfundur situr í norrænugreinn- nefnd SKÍ Bjarni Friðrik Jóhannesson Fiskveiðar VEGNA skrifa Sig- urbjöms Svavarssonar í Mbl. 21. janúar sl. þar sem til mín er vitnað vegna brottkasts á fiski síðustu tíu ár. Gott er að reikningsglöggur maður sem þú ert, skulir vera búinn að reikna út þau ósköp af fiski sem hent hefur verið síðustu tíu árin. Það er ekki rétt hjá þér, Sigurbjörn, að nota alla sjómanna- stéttina sem blóra- böggul í máli þessu. Þar þarf nú meira til. Þú sem útgerðarstjóri hjá Granda og formaður Útvegs- mannafélags Rvíkur, ættir nú að vita betur. Eða ætlar þú að segja mér, að þú vitir ekki um, hver það er um borð í verksmiðjuskipi með 26 manna áhöfn, sem tekur ákvörð- un um hvað gera skal. Auðvitað er það enginn annar en skipstjórinn sjálfur. Það er mikil ábyrgð, sem á honum hvílir að velja eða hafna þeim afla sem í veiðarfærin kemur. Þegar útgerðin tekur um það ákvörðun hvaða tegund af fiski skal veiða og hverju skal hafnað. Þeh- skipstjór- ar sem nú þurfa að búa við núverandi fiskveiði- stjórnkerfi eiga alla mína samúð og dettur mér ekki í hug að væna þá um einhliða ákvörð- un um brottkast á afla. Ef þeir fara ekki að vilja útgerðarinnar þá er eins víst, að þeir geta misst atvinnuna. Að þessu sögðu vísa ég til þín sem útgerðar- stjóra Granda hf. hver það í rauninni er, sem ræður mestu um brottkast á fiski, það eru ekki þeir fimm þúsund sjómenn sem þú nefnir í grein þinni sem settu þær leikreglur, sem þeir hafa þurft að vinna eftir undanfarin ár, og eru neyddir til að henda afla sé tegundin ekki rétt, eða fiskurinn ekki í þeim gæðaflokki sem gefur besta verðið. Séu þeir samvisku- samir og komi með allan aflann að landi er eins víst að nánast öll sjó- mannastéttin sæti í fangelsi vegna samvisku sinnar. En þeir útgerðar- menn sem heima sitja og bera Það er mikil ábyrgð sem á skipstjóranum hvílir, segir Hrólfur S. Gunnarsson, að velja eða hafna þeim afla sem í veiðarfærin kemur. ábyrgð á ósómanum t.d. hjá því fé- lagi sem þú ert í forsvari fyrir geta brosað að öllu saman því ekki verða þeir sóttir til saka fyrir athæfið. Þú nefnir að ekki ætti að vera erfitt að benda á þá seku í máli þessu. Þú nefnir ennfremur að Fiskistofa sé með hundruð dæma sem sanni brottkast á fiski og er það vel, en ekki nóg því örlagavaldurinn, sjálft stjórnkerfið, er sem öllu þessu veld- ur og þeir sem þú vinnur fyrir halda hvað fastast í, sjálft kvótakerfið. Mér finnst ég vera búinn að benda á þá seku í mál þessu, og óska ég eftir því að þú, sem ekki notar gífuryrði og kjaftasögur máli þínu til stuðn- ings, komir með hverjir eru þeir saklausu í málflutningi þínum. Hendi þeir nú fyrsta steininum sem í glerhúsi búa. Höfundur er skipsijóri. Fiski hent Hrólfur S. Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.