Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ j44 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR Menntir og menning - efnahagsmál næstu aldar MENNTUN og menningarlíf eru hluti af heilbrigðu lífi hvers einstaklings og mikil- væg í sjálfu sér fyrir fólk og samfélög. Það- an sprettur ekki síst lífsnautnin frjóa sem Jónas orti um. Hann sagði líka að vísindin efldu alla dáð - spak- >mæli sem nú þarf að verða að helstu ein- kunnarorðum stjórn- málanna. Menntir og menning eru nefnilega einhver helstu efna- hags- og atvinnumál framtíðarinnar. Sam- keppnisstaða Islendinga ræðst nú ekki fyrst og fremst af aflabrögð- um og orkuvinnslu heldur veltur á því hvaða vit við höfum til að hag- nýta auðlindir okkar og sækja fram á nýjum sviðum sem menntuð þjóð með það orðspor að gera vel alla hluti. Það hefur loðað við okkur Mör- landa að telja okkur besta í öllu í krafti höfðatölunnar - og stundum í glýju fjarlægðarinnar. Þetta á síðari árin ekki síst við um menntir og menningu. Einfóld at- hugun leiðir þó í ljós að meint forskot okkar er goðsögn. Við verj- um minna opinberu fé til menntamála en grannþjóðir okkar í öðrum norrænum ríkj- um, og stöndum jafn- fætis Tyrkjum og Portúgölum. Ef til vill veldur hér nokkru að við höfum lengi litið á okkur sem frumframleiðendur og mælt árang- ur okkar í fallþunga dilka, þorsktonnum og gígavattstundum. Þegar fram í sækir verða hagsæld og almenn velferð ekki metin fyrst og fremst með því metrakerfi. Skammsýnir stjörnarherrar Núverandi stjómarherrar eru vissulega vinveittir menntum og Við verjum minna opinberu fé til mennta- mála en norrænar grannþjóðir okkar, segir Mörður Árna- son, og stöndum jafn- fætis Tyrkjum og Portúgölum. menningu þegar þeir standa við hljóðnemann með hanastél. I reynd neita þeir að horfast í augu við þá nauðsyn að fjárfesta í þekkingu og hæfni til jafns við grannþjóðir - jafnvel á tímum bullandi góðæris. Vissulega er um nokkra fjárhæð að ræða í upphafi, en það fé fæst margfalt til baka með sterkari samkeppnisstöðu og bættum hag fyrirtækja og skattborgara. Af- staða ráðherranna í menntamálum sést afar skýrt í þeim vanda sem sveitarfélögin eiga nú við að stríða Mörður Árnason hi anuar Klukkan 17:00 föstudaginn 29. janúar eru síðustu forvöð að panta auglýsingu í Símaskrá I 999. Forðist biðraðir og gangið frá auglýsingapöntunum tímanlega. eftir að þau tóku við gi-unnskólun- um. Þröng peningasjónarmið leiddu til þess að ríkið afhenti skól- ana vanbúna og fjársvelta, og hafði vanrækt að taka til í launamálum og vinnuaðstöðu kennara. Það er augljóst verkefni nýrrar stjórnar að koma til móts við sveitarfélögin um úrlausn þessa vanda, og bæta jafnframt aðstæður barna og for- eldra á forskólaaldrí, meðal annars með lengi'a fæðingarorlofi fyrir bæði mæður og feður. Annað dæmi um skammsýni valdsmanna er skilningsleysi þeiira á gildi sí- og endurmenntun- ar. Einstakar stofnanir, til dæmis Háskólinn, fyrirtæki og verkalýðs- félög, til dæmis Rafiðnaðarsam- bandið og MFA, hafa haft forystu um nýskipan á sínum stað en af- skipti ráðuneytanna eru hverfandi og fjárveitingar til endurmenntun- ar dittó. Þessi tegund mennta - og menn- ingar er þó meðal þess sem í fram- tíðinni ræður úrslitum um velgengni þjóða og einstaklinga, og í öflugu sí- menntunarkerfi felast bestu for- vaiTÚrnar gegn atvinnuleysi í næstu lægð eftir þá góðu daga sem Davíð hrósar sér stöðugt af en hefur ekki nógu sterk bein að þola. Það er ekki síst vegna mennta- og menningar- stefnu rfldsstjómarinnar sem við þurfum að losna við hana og koma á nýiTÍ jafnaðarstjóm. Fyrsta skrefið til þess er að velja góða baráttusveit á Reykjavíkurlista Samiylkingar- innai' á laugardaginn. Höfundur er íslenskufræðingur og varaþingmaður í Þingflokki jafnaðarmanna. Lífríkið njóti vafans Auðlindanýting og umhverfisvernd hafa hagrænar og tilfinn- ingalegar hliðar. Þannig er það, þannig á það að vera. Við viljum varðveita eftir föngum landslag, lífríki og menningu. Varðveisla Dimmugljúfra er, svo dæmi sé tekið, varð- veisla landslags sem hefur fyrst og fremst tilfinningalegt gildi. Fæst okkar hafa séð gljúfrin með eigin aug- um en samt hafa þau menningarlegt gildi í hugum okkar. Þótt ekkert okkar hafi séð Snorra Sturluson erum við samt ekki reiðubúin .til að má hann út úr gagnabönkum okkar. Varð- Við megum ekki sitja aðgerðarlaus, segir Stefán Benediktsson, meðan veröldin tekur stakkaskiptum. veisla Þjórsárvera og Eyjabakka snýst aftur á móti um lífríki, þ.e.a.s. lífið á jörðinni, og gildi þess er eins hagnýtt og líf okkar sjálfra. Land og menning eru eitt Varðveisla lífs er varðveisla okk- ar sjálfra. Við, mennimir, viljum ekki verða ein eftir á þessari jörð, sem okkur er gefin. Stærstur hluti af lífi jarðar er afar sérhæfður og þrífst alls ekki ef við ytri skilyrðum þess er hróflað. Þess vegna eigum við engan kost annan en að láta líf- ríkið njóta vafans þegar óvissa rík- ir um áhrif gerða okkar. Við vitum enn mjög Ktið um lífrfld jarðar annað en að það eyðist af manna völdum og enn hefúr engum tekist að endurskapa horfna lífveru, hvað þá heil vistkerfi. Ólíkt forfeðram okkar, sem þó elskuðu þetta land, getum við ekki skotið okkur bak við vanþekkingu. Við getum metið afleiðingar gjörða okkar. Ekki þarf að fara víða um höfuðborgarsvæðið Stefán Benediktsson til að sjá hvað gróður skipar stóran sess í lífi Reykvíkinga. Við höf- um líka sterk tengsl við náttúra landsins, okkur líður vel í sölum fjalla og rósemd víð- áttunnar. Við metum skynsemi og fræði- mennsku mikils og viljum efnalega vel- ferð allra. Iðnbyltingin er að baki. Sterk fjölskyldu- bönd og tengsl við for- tíðina gæða okkur djörfung og áræði til könnunar nýrra tæki- færa. Innflutningur fornfálegrar stóriðju, sem stenst ekki lengur samkeppni við nútíma kröfur um hreinleika og laun, er aftur á móti hættuspil fyrir ís- lenskt umhverfi og athafnalíf og stórt skref aftur á bak í þróun menningar okkar. Svo íslendingar geti orðið skapandi þátttakendur í atvinnulífi komandi aldar verðum við að setja stefnuna á menntun. Aðrir Evrópubúar hafa sett stefn- una á upplýsingaþjóðfélagið og fyrrverandi austantjaldslönd hafa sagt skilið við spúandi eimyrju efnahagslegrar fortíðar og keppast við að verða þátttakendur í evr- ópsku samfélagi nýrrar aldar, sem byggir á lágmörkun mengunar og hámörkun mannlegrar þekkingar. Islendingar era fímmta tekjuhæsta þjóð Vesturlanda. Við eigum erindi sem fullgildir þátttakendur í þessu nýja evrópska samfélagi. Við meg- um ekki sitja aðgerðarlaus meðan veröldin tekur stakkaskiptum í kringum okkur. Drögum lærdóm af aldalangri reynslu okkar sem einangraður útkjálki Evrópu. Svöram kalli nýrra tíma. Iðnbylt- ingin er að baki og grundvöllur at- vinnulífs og velferðar næstu ára- tuga verða viðskipti opinna mennt- aðra samfélaga með upplýsingar og þjónustu. Veljum velferð og verndun umhverfis í stað einangr- unar og stóriðju. Höfundur er arkitekt og þjóðgarðs- vörður og tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. - Gœðavara Gjafavara — matar- og kaffistell. Allir verðflokkar. * Heimsfrægir hönnudir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugnvegi 52, s. 562 4244. Á»>mb l.i is I ALLT?Kf= 6y7TA/l^l£7 tJÝTl Stjörnuspá á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.