Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 51 fyrst við verslunarstörf en síðan lengst af sem umsjónarmaður við íþróttahús Háskóla íslands, þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Mér er kunnugt um að hann var vinsæll í því starfi bæði meðal íþróttakennara og stúdenta við Há- skólann. í tómstundum var söngur mikið áhugamál hans, enda var hann ágætur söngmaður sjálfur og þátttakandi í kórsöng en naut líka að hlusta á söng. Annað áhugamál Hjálmars var lista-tréskurður, og slípun íslenskra steina og gerð háls- festa og eyrnalokka með skraut- steinum. Margir þessara skraut- muna eru listasmíð, og tréskurðar- myndir hans á gestabókum sem hann bjó til gerði hann gjaman eftir eigin teikningum. Eftirlifandi eiginkona Hjálmars er Sigríður Pétursdóttir og fóstur- sonur Ásgeir Guðnason. Vil ég að lokum þakka Hjálmari fyrir alla hans tryggð, alúð og vinsemd á liðn- um þeim árum sem ég hefi notið samfylgdar hans. Þá vl ég þakka hjartanlega vinsemd og^ gestrisni þeiri-a hjóna og Sigríði, Asgeiri og afabömunum flyt ég innilegar sam- úðarkveðjur. Hjálmar R. Bárðarson. Vinur okkar og nágranni í tæp 29 ár er kvaddur í dag. Það er tóm- legt heim að líta, engin ljós í gluggum, engin hreyfing. Hjálmar stendur ekki lengur á tröppunum á góðviðrisdögum með pípuna sína og veifar yfir til okkar. A hátíðum og tyllidögum er fáninn ekki leng- ur dreginn að hún. Samverustundirnar okkar á laugardögum, sem var orðinn fast- ur liður í hinu daglega lífi, verða ekki fleiri. Ég sakna þeirra, það var svo notalegt að eiga þær með ykkur Siggu, sem um þessar mundir dvelur á Landakoti. Þegar hárrúllurnar hennar voru komnar á sinn stað var sest yfir kaffibolla og gjarna líkjörstaupi, sagðar sög- ur og ljóð frá liðnum tíma, ijóð sem trúlega eru hvergi skráð. Þau höfðu frá svo mörgu skemmtilegu og fróðlegu að segja. Þar sem við erum ættuð frá sama stað, Flat- eyri, bar margt á góma þaðan frá gamalli tíð. Hjálmar var mikill nátturuunn- andi. Nú göngum við ekki lengur um garðana og gróðurhúsin okkar, skoðum rósir, brögðum á jarðar- berjauppskerunni eða skiptumst á fræjum og afleggjurum. Eða fylgj- umst með gróðrinum frá þvi hann stingur upp kollinum á vorin, og lýtur að lokum höfði til uppruna síns að hausti. En það er raunar saga okkar allra. Margt annað í ríki náttúrunnar átti líka hug Hjálmars. Hann átti gott steina- safn og þekkti þá alla með nafni. Suma slípaði hann og bjó til eigu- lega skartgripi. Hagur var hann einnig á tré og skar út marga fal- lega hluti úr þeim efniviði. Ekki má svo frá þessum kafla ganga að minnast ekki á fuglana, sem nú hafa misst góðan við, vin sem vék að þeim ýmsu á köldum vetrardög- um. Fræðimaður var Hjálmar í góðu meðallagi og listelskur. Veðurfars- dagbækur hélt hann í marga ára- tugi. Eru þær gagnmerkar heim- ildir, þar sem hægt er að lesa sér nákvæmlega til um veðurfar frá degi til dags. Söngelskur var hann mjög, var hann bæði í kirkjukór Áskirkju og kór eldri borgara. Hafði hann af þessu hið mesta yndi, enda félagslyndur. Nágranni var hann góður og traustur. Þegar við brugðum okk- ur af bæ, gætti hann hússins, vökvaði blómin úti sem inni, og fylgdist með að allir hlutir væru í lagi. Hjálmar veiktist af alvarlegum sjúkdómi í mars á síðasta ári, en varð að lokum að lúta í lægra haldi, og gerði það af sömu reisn og einkenndi allar hans gerðir. Hafðu, Hjálmar, þökk fyrir sam- fylgdina, samfylgd sem aldrei bar skugga á. Guð styrki Siggu, Ásgeir og fjöl- skylduna. Kolbrún og Erling. Móðir mín, FRIÐRIKA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt mið- vikudagsins 27. janúar. Heimir Guðjónsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALDIMAR JÓHANNSSON bókaútgefandi, Fornuströnd 5, Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt miðviku- dagsins 27. janúar. ingunn Ásgeirsdóttir, Ásgeir Már Valdimarsson, Anna Valdimarsdóttir, Bragi Kristján Guðmundsson, Jóhann Páll Valdimarsson, Guðrún Sigfúsdóttir, Ingunn Ásgeirsdóttir, Þórunn Ásgeirsdóttir, Steinunn Ásgeirsdóttir, Örn Ásgeirsson, Óðinn Ásgeirsson, Elísabet Ásgeirsdóttir, Elín Ósk Ásgeirsdóttir, Valdimar Sverrisson, Jón Helgi Jónsson, Jóhann Páll Jónsson, Egill Örn Jóhannsson, Sif Jóhannsdóttir, Valdimar Jóhannsson og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Snaefellsási 3, Hellissandi, lést í St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi þriðjudaginn 26. janúar. Útför hennar fer fram frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 30. janúar kl. 14.00 Guðmundur Sölvason, Sölvi Guðmundsson, Aðalheiður Másdóttir, Hafrún Guðmundsdóttir, Georg MTaylor og barnabörn. + Elskulegur stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN G. BJÖRNSSON forstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 18. janúar. Útförin verður gerð frá Dómkirkjunni föstu- daginn 29. janúar kl. 15.00. Erla Sigurðardóttir, Óskar G. Sigurðsson, Sóley Sigurjónsdóttir, Ágústa Sigurðardóttir, Úlfar Sigurðsson, Þór R. Björnsson, afabörn og langafabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA REIMARSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 29. janúar kl. 15.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Maðurinn minn, GEOFFREY LIONEL MATTHEWMAN, lést á Derbyshire Royal Infirmary miðvikudaginn 20. janúar sl. Útför hans fer fram í Derby fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Herdís Ásgeirsdóttir Matthewman. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJÖRN GUÐMUNDSSON byggingameistari frá Böðmóðsstöðum, Laugardal, Vesturhúsum 14, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt miðvikudagsins 27. janúar. Unnur Dóróthea Haraldsdóttir, Arnbjörg Edda Guðbjörnsdóttir, Hafdís Karólína Guðbjörnsdóttir, Kristján Vaiberg Guðbjörnsson, Guðmundur Guðbjörnsson, Sólrún Guðbjörnsdóttir, Ásgerður Guðbjörnsdóttir, Arinbjörn Guðbjörnsson, Jóhanna Guðbjörnsdóttir, Þuríður Guðbjörnsdóttir, Grímur Valdimarsson, Kristján Gíslason, Eygló Eyjólfsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Baldvin Jónsson, Eggert Snorri Guðmundsson, Torfi Markússon, barnabörn og aðrir ástvinir. + Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, EVA ÞORFINNSDÓTTIR, Austurvegi 21B, Selfossi, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 26. janúar. Aagot F. Snorradóttir, Sigríður Snorradóttir, Gunnar S. Snorrason, Þorfinnur Snorrason, Árni Snorrason, Anna María Snorradóttir, Sigurður Hjaltason, Skúli Magnússon, Rannveig Friðriksdóttir, Ingunn Stefánsdóttir, Jóhanna Bogadóttir, Óli R. Ástþórsson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi GUÐJÓN JÓNSSON rafvirki frá Þingeyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði þriðju- daginn 26. janúar. Kristjana Guðsteinsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir, Sigurður Þ. Gunnarsson, Sigurður G. Guðjónsson, Lára Lúðvígsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær móðir okkar, fyrrverandi eiginkona, dóttir og systir, STEINUNN KARLSDÓTTIR, Vatnsholti 8, Keflavfk, sem andaðist þriðjudaginn 19. janúar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 29. janúar kl. 14.00. Þóra B. Hilmarsdóttir, Hildur Hilmarsdóttir, Hilmar D. Hilmarsson, Hilmar Hjálmarsson, Þorbjörg Þorgrímsdóttir, Karl Þorsteinsson og systkini hinnar látnu. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARTA SVEINBJÖRNSDÓTTIR frá Bræðraborg, Fáskrúðsfirði, síðar til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 29. janúar kl. 13.30. Selma Ágústsdóttir, Uni Hjálmarsson, Halla Ágústsdóttir, Þorvaldur Guðmundsson, Birgir Ágústsson, Unnar Ágústsson, Ágúst Sigurðsson, Sigríður Emilsdóttir, Pálmi Stefánsson, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.