Morgunblaðið - 28.01.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 28.01.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 35 í GREIN sinni „Byggðamál og borgar- svæði“ í Morgunblaðinu 7. janúar, fjallar Magn- ús Árni Magnússon 15. þingmaður Reykjavík- ur um byggðastefnuað- gerðir stjórnvalda og hvernig þær eru allar, að hans mati, dæmdar til að mistakast. Einnig ritar hann að íslandi væri fyrir bestu í al- þjóðlegri samkeppni að flestir ef ekki allir landsmenn flyttu suður til „að það besta sem við eigum, borgin okkar Reykjavík og borgar- svæði hennar, geti blómstrað til fullnustu um ókomin ár.“ Eg verð nú að játa það að mitt fátæka landsbyggðarhjarta fylltist gremju vegna þeirrar fáfræði sem greina má í skrifum Magnúsar Arna. Þóttu mér skrifin varla svara verð, en vegna þeirrar ábyrgðar sem ég tel hann verða að axla sem þing- maður, gat ég ekki orða bundist. Magnús Arni á þó ágæta spretti í upphafi greinar sinnar er hann fjallar um margnotaðar kenningar hagfræðingsins Adams Smith um samband þjóðríkis og hagsældar, sem ekki virka í nútíma samfélagi. Síðan heimfærir hann kenningar Smith upp á dreifbýli annars vegar og þéttbýli hins vegar. Orðrétt rit- ar hann: „Borgir eru ávallt þau svæði sem drífa efnahag þjóðanna og sveitanna og þannig hefur það verið frá örófi alda.“ Hér á íslandi verður Reykjavík varla talin borg fyrr en eftir seinna stríð og í byrj- un aldarinnar voru allir landshlut- ar nema Suðurnes og Norður- landskjördæmi vestra, fjölmennari en Reykjavík. Höfuðborgarsvæðið hefur semsagt ekki verið til frá „örófi alda“. Seinna ritar hann: „Með því að taka Reykjavík blóð, eins og æ ofan í æ er lagt til at- hugasemdalaust á Alþingi, erum við að skjóta okkur í fótinn þegar kemur að samkeppni okkar um framleiðið vinnuafl við önnur borg- arsvæði heimsins." Hvað á maður- inn eiginlega við, hver er þessi blóðtaka? Auk þess á ekki að bera saman Reykjavík og önnur borgar- svæði heimsins. Á því borgarsvæði sem Magnús Árni skilgreinir, búa um 170 000 sálir og er það einung- is brot af þeim fjölda sem býr í t.d. New York eða París. Við skulum vara okkur á mikilmennskunni sem gætir víða í orðum þing- mannsins og nær væri að tala um Island í heild í þessu sambandi. Kannski er það meining Magnúsar Árna að í hinu „svokallaða dreif- býli“ búi ekki fram- leiðið vinnuafl? Seinna í greininni talar þingmaðurinn um að allar byggða- stefnuaðgerðir séu dæmdar til að mis- takast og orðrétt segir hann: „Mulið hefur verið undir þær at- vinnugreinar sem menn telja helst henta því fólki sem þeir vilja skilgreina sem lands- byggðarfólk, sjávarút- veg og landbúnað. Meira að segja hefur verið reynt að múta fólki með allt upp í fjórföldum atkvæðisrétti á við íbúa höfuðborgarinnar til að halda sig úti á landi.“ Mig skortir orð til að lýsa hræsni og skilningsleysi Magnúsar Árna. Auðvitað hafa sumar byggðastefnuaðgerðir mis- Byggðamál Mitt fátæka lands- byggðarhjarta fylltist gremju, segir Rúnar Óli Karlsson, vegna þeirrar fáfræði sem greina má í skrifum Magnúsar Arna. heppnast, en margar hafa tekist með ágætum t.d. efling smáiðnað- ar, samgangna, heilsugæslu og nú síðast fjarkennsla á háskólastigi sem ég veit að hefur gert fólki kleift að búa áfram í heimabyggð. Það gætir andúðar í orðum Magn- úsar Árna í garð þess hluta þjóðar- innar sem vinnur við sjávarútveg og landbúnað. Sjávarútvegur skil- ar 50% af útflutningstekjum okkar og er ekki ríkisstyrktur eins og tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar. Það er misskilningur hjá Magnúsi Árna að mismunandi vægi atkvæða eftir kjördæmum hafi verið hrein og klár byggða- stefnuaðgerð. Það sem fyrst og fremst olli þessu var ósveigjanleiki kosningalöggjafarinnar til að laga sig að búferlaflutningum milli kjördæma og hann veit það vel að engum var mútað. Allavega hef ég ekki heyrt neinn tala um að hann búi úti á landi vegna þess að at- kvæði hans sé ígildi fjögurra á höf- uðborgarsvæðinu. Magnús Árni fjallar að síðustu um þær fárán- legu hugmyndir, að hans mati, sem verið hafa uppi um að létta UMRÆÐAN greiðslubyrði námsfólks sem sótt hefur sér menntun til Reykjavík- ur, en vill flytja aftur heim. Gerir Magnús Árni sér grein fyrir þeim mikla kostnaði sem felst í því að flytja til Reykjavíkur eða Akur- eyrar til að afla sér frekari mennt- unar? Að vissu leyti er það mis- munun að námsmenn á höfuborg- arsvæðinu geti náð sér í nauðsyn- lega menntun og lifað í foreldra- húsum á meðan, þegar aðrir þurfa að flytja búferlum og lifa í rándýru leiguhúsnæði í 3-4 ár og eftir þann tíma er oft erfitt að flytja til baka. Það erum við öll sem leggjum í púkkið til að menntakerfið geti sinnt því hlutverki sem því er skylt að gegna. Við verðum að tryggja jafnan rétt allra til menntunar í þessu landi. Þessi námslánaaðferð hefur gefist vel í Noregi. I athyglisverðri rannsókn sem Stefán Olafsson prófessor við Há- skóla Islands vann fyrir Byggða- stofnun um orsakir buferlaflutn- inga, kemur fram að flestir lands- menn sem búa úti á landi eru í heildina séð ánægðir með sitt hlut- skipti. Miklar framfarir hafa orðið á flestum sviðum þjónustu og sam- gangna. Aftur á móti er mest kvartað undan þróun atvinnumála og launakjara, samgöngum í viss- um landshlutum og húsnæðismál- um. Einnig er það merkilegt að samkvæmt rannsókninni ætla 11% íbúa á höfuðborgarsvæðinu að flytja burt á næstu tveimur árum, en af hverju? Samkvæmt Stefáni eru það aðallega umhverfisþættir eins og hætta af völdum umferðar, mengun og ofbeldi. Hérna er kannski farið að gæta þess sem kallað er andborgvæðing (counter urbanization) af fræðimönnum, þar sem neikvæðir þættir borgar- menningar snúa þróuninni við og fólk tekur aftur að flytja út í minni byggðarlög og jafnvel út í sveitirn- ar, eins og gerst hefur víða í stór- borgum Evrópu og Bandaríkj- anna. Samkvæmt spá Byggða- stofnunnar er þó enn búist við fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2010 og stöðnun fólks- fjölgunar á landsbyggðinni. Reykjavík er góð borg og hér er gott að búa, en mikill fjöldi fólks vill frekar búa í dreifðari byggðum með þess kostum og göllum og verða íslensk stjórnvöld að gefa því kost á því svo sú uppbygging og fjárfesting sem átt hefur sér stað um allt land glatist ekki held- ur nýtist sem best. Að sjálfsögðu vona ég að Reykjavík og nágrenni hennar eflist á allan hátt í komandi framtíð, en öfugt við Magnús Árna óska ég landsbyggðinni þess sama. Að lokum vil ég óska Magnúsi Árna til hamingju með þingsætið með von um að í framtíðinni kynni hann sér allar hliðar málsins, áður en hann þýtur fram á ritvöllinn eða lætur móðan mása um hluti sem hann hefur hvorki skilning né vit á. Höfundur nemur landfræði við Háskóla íslands. Allir á malbik- ið, eða hvað? Rúnar Óli Karlsson Loksins grænt framboð SKYLDI loksins fara að rofa tU í umhverfis- málum á íslandi? Ég var um það bil úrkula vonar um að nokkuð gæti kom- ið íslenskri náttúru tíl bjargar eftir að hafa fylgst með aðgerðum, og í besta falli aðgerðar- leysi, gömlu flokkanna fram tU þessa. Aðgerðir ,í umhverfís- málum hafa undanfarin ár og áratugi einkennst af hentistefnu og mála- miðlunum þeirra sem skeyta meira um hags- muni Kðandi stundar en velferð framtíðarinnar. í stað þess að fara fremst í flokki um- hverfisverndarsinna hafa íslending- ar dregist aftur úr nágrönnum sín- um og mun að óbreyttu fljótlega daga uppi sem hver önnur nátttröll í samfélagi ábyrgra þjóða. Reykjanes Nú loksins er komið tækifæri, segir Jóhanna Harðardóttir, til að leggja drög að grænni framtíð okkar. Hvaða framtíð ætlum við að bjóða afkomendum okkar á íslandi? Við sem þykjumst vera komin til vits og ára verðum að gera upp við okkur hvort við ætlum að axla ábyrgðina á framtíðinni. Erum við tilbúin að fórna hverju sem er á altari Mamm- ons? Ef við viljum geta boðið Is- lendingum tuttugustu og fyrstu aldarinnar sómasamleg lífsskilyrði verðum við að snúa við blaðinu. Við verðum að láta af hinu hættulega virðingarleysi sem ríkir í umhverfismálum og hópa okkur saman til að verja hin raunverulegu lífsgildi. Vinstrihreyfingin grænt framboð er að verða að veruleika um allt land, þar er saman- komið fólk sem leggur upp með hugsjón í farteskinu, ekki henti- stefnu eða eiginhags- munapot. Fimmtudagskvöldið 28. janúar verður kjördæmafélag Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs á Reykjanesi stofnað í Gaflinum í Hafnarfírði klukkan 20:30 og ég skora á alla ábyrga um- hverfísverndarsinna að mæta á fundinn og kynna sér málefnin. Höfundur er hlaðamaður í Mosfellsbæ. r n BIODROGA jurtasnyrtivörur Jóhanna Harðardóttir sæti Kvennalistans i piófkjöri Samfylkinjar Stórbætum fæðin?arorlof ^ o? útrýmum launamun kynjanna jafnretU menn^tn mannsæmant Þ ú getur enn sert frábær kaup á útsölunni hjá Ellinssen - síöasti dasur á lausardasinn Verðdæmi: Regatta-barnaúlpur, 6.990- nú 2.495- Barnaflíspeysur, 2.195- nú 1.495- Regatta-úlpur, fullorðins, 7.990- nú 4.995- Regatta-úlpur með öndun, 12.990- nú 6.995- Regatta-flíspeysur, fullorðins, 9.990- nú 4.995- Franskar peysur, 4.661- nú 2.990- Skór frá 995-, vinnuskyrtur frá 750- Dickies-vinnusamfestingar, st. S og M, nú 1.868- STILLONGS-ULLARNÆRFÖTIN Grandagarði 2, Rvík, sími 552-8855. OPIÐ SÍÐASTA ÚTSÖLUDAGINN (LAUGARD. 30/1) TIL KL. 16 Kragabolir kosta frá ERU MEÐ 15% AFSLÆTTI MEÐAN ÚTSALAN STENDUR YFIR. Stillongs-kragabolinir eru frábærir í útivistina allt árið - í hvaða veðri sem er. Fást bæði tvöfaldir (fóðraðir) og úr 100% ull (Aquaduct).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.