Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 55 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Opinn fundur um sorg haldinn í Laugar- neskirkju SORGIN gleymir engum. Öllum heilsar hún í ýmsum myndum við breytilegar aðstæður í lífí einstak- linga. Pví er brýnt að þekkja háttu sorgarinnar og kunna sem best við hana glímutökin. Hún yfirgefur okkur aldrei varanlega og getur ætíð birst og gerst förunautur okk- ar þegar minnst varir. Föstudaginn 29. janúar verður haldinn opinn fundur um málefni sorgarinnar í Laugarneskirkju. Fundurinn hefst í kirkjuskipinu sjálfu kl. 20:30 þar sem sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur mun- flytja erindi og félagar úr karla- kórnum Fóstbræðrum munu ylja okkur með söng sínum. Þá verður boðið upp á kaffispjall og kertaljós í safnaðarheimilinu þar sem syrgjendum gefst kostur á að skrá sig í fámenna sjálfshjálpar- hópa sem koma munu saman nokk- ur skipti undir handleiðslu Irisar Eiríksdóttur, Maríu Bjömsdóttur og Guðrúnar K. Þórsdóttur, djákna- kandídats. Er sjálfsagt fyrir allt fólk að kynna sér málefni sorgarinnar og hvetjum við syrgjendur sérstaklega til að nýta sér þetta tilboð um fræðslu og samfélag á notalegri kvöldstund. Sjálfshjálparhópurinn Von, Laugameskirkju. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30 í safnaðarheimili Áskirkju. Jóhann- esarbréf lesin og skýrð. Árni Berg- ur Sigurbjömsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús í safnaðar- heimilinu á milli kl. 14-16. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun, altaris- ganga. Léttur málsverður í safnað- arheimili eftir stundina. Æskulýðs- félagið Örk (yngri deild) kl. 20. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17.1 auga stormsins, kyrrð, íhugun, bæn, lofsöngur og fræðsla. Kl. 19.30 innri íhugun. Kirkjan opn- uð kl. 19.15 til kynningar fyrir þá sem em að koma í fyrsta skipti. Kl. 20.15 trúarreynsla - fræðsla, kl. 21 Taizé-messea. Langholtskirkja. Opið hús fyrir for- eldra yngi-i barna kl. 10-12. Fræðsla frá Heilsuverndarstöð, Jóna Margrét Jónsdóttir hjúkrun- arfræðingur. Söngstund. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel frá kl. 12. Léttur málsverður að stundinni lokinni. Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9-10 ára börn kl. 17-18.15. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn á fóstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdóttur og Björgu Geirdal. Leikfimi aldr- aðra kl. 11.15. Kl. 14 LLL ráðgjöf um brjóstagjöf í umsjá Arnheiðar Sigurðardóttur. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Bænarefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar, einnig má setja bænarefni í bæna- kassa í anddyri kirkjunnar. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 árakl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorgn- ar kl. 10-12. Áhugaverðir fyrirlestr- ar, létt spjall og kaffi og djús fyrir börnin. Kyrrðarstundir í hádegi kl. 12.10. Fyrirbænir og altarisganga, léttur hádegisverður. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. St- arf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimil- inu Borgum. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarð- ar. Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir 9-12 ára stráka er í dag kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6. Æskulýðsfundur kl. 20-22. Ilafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar- höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl. 17-18.30 íVonarhöfn. Vídalínskirkja. Bæna og kyiTðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl- íulestur kl. 21. Víðistaðakirkja. Foreldramorgunn milli kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára börn kl. 17-18.30. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl. 16-18. Kyrrðar-, fyrirbæna- og fræðslustund í kirkjunni kl. 17.30-18. Lilja G. Hallgrímsdóttir kynnir djáknastarfið. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Norðmennirnir vörðu Macallan-titilinn í London BRIPS Umsjón Guðin. Sv. II c r m a n n s s « n MACALL AN-tvímenningm’inn, arftaki Sunday Times tvímennings- ins gamalfræga, var haldinn í London um síðustu helgi og þar unnu Norðmennimir Tor Helness og Geir Helgemo öruggan sigur annað árið í röð. Norðmennirnir era að skipa sér á bekk með sigursælustu pörum heims á síðari árum en þeir hafa einnig tvívegis unnið hollenska boðsmótið Cap Gemini. Helness er 41 árs gamall verðbréfasali og hann segist spila orðið svo lítið á alþjóð- legum mótum að hann verði að nota Cap Gemini-mótið til að hita upp fyrir Macallan en venjulega er vika á milli mótanna. Helgemo, sem er 28 ára, er hins vegar atvinnumaður í íþróttinni og hefur nóg að gera í spilamennsku út um allan heim. Þátttakendalistinn í London var prýddur þekktum nöfnum en þang- að er venjulega boðið 16 pörum til keppni. Þessi pör lentu í verðlauna- sætum: Helgemo - Helness Alfredo Versace - Laurenzo Lauria Omar Sharif - Christian Mari Gabriel Chagas - Howard Weinstein Andy Robson - Zia Mahmood Bob Hamman - Paul Soloway Zhuang Zejun - Xu Hongjun Glæsileg sagnröð Norðmennirnir spila afar einfalt sagnkerfi og treysta frekar á út- sjónarsemi og e.t.v. orstírinn en flóknar gervisagnir til að ná ár- angri. Þetta spil er ágætt dæmi um það og það kæmi mér raunar ekki á óvart að þessi sagnröð yrði valin sú besta í heimi á árinu: Norður A Á97 ¥ Á5 ♦ ÁD96 ♦ ÁG105 Austur A 642 ¥ KG9862 ♦ 10 * K74 Suður A KD1053 ¥ 74 ♦ K8753 A 6 Vcstur A G8 ¥ D103 ♦ G42 A D9832 Morgunblaðið/Amór GEIR Helgemo og Tor Helness spiluðu á Bridshátfð fyrir nokkrum árum. Vestur Norður Helness Austur Suður Helgemo 1 lauf pass 1 spaði pass 2grönd pass 3tíglar pass 4tíglar pass 4 spaðar pass 4grönd pass 5t%lar pass 5grönd pass 7 tíglar// Helness spurði um lykilspil með 4 gröndum og þegar Helgemo sýndi eitt, tígulkónginn, sagði Helness með 5 gröndum að allir ásamir væra fyrir hendi og trompliturinn væri tapslagalaus. Þá sá Helgemo að hægt var að henda hjartatöpur- um á norðurhendinni niður í spaða- litinn í suður, og sagði tígulalslemmuna með nokkru ör- yggi en eins og sést fást aðeins 12 slagir í spöðum. Aðeins eitt annað par, Chagas og Weinstein, náði 7 tíglum, þrjú pör spiluðu hálfslemmu en þrjú pör létu sér nægja að spila geim á spilið, enda eru hápunktarnir aðeins 27 samtals í NS. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson íslandsmót í parasveitakeppni 30.-31.jan. 1999 í FYRRA var metþátttaka, en þá mættu 26 sveitir til leiks. Spila- mennska hefst kl. 11.00 báða dagana og lýkur með verðlaunaafhendingu kl-. 17.45. Skráning í s: 587 9360. Landsliðskeppnin Nú fer hver að verða síðastur að skrá sveit í landsliðskeppnina 5.- 7.febrúar. Lokað er fyrir skráningu mánudaginn 1. febrúar kl. 17.00. Bridshátíð 12.-15. febrúar 1999 Skráning fer mjög vel af stað í tví- menning og sveitakeppni bridshátíðar. Pláss er fyrir 100 sveitir og 132 pör. Hægt er að skrá sig á heimasíðu BSÍ eða á skrifstofunni. Síðasti skráning- ardagur er miðvikudagurinn 3. febrú- ar. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 19. jan. sl. spiluðu 20 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S: Gísli Kristjánss. - Ólafur Lárusson 258 Þórhildur Magnúsd. - Sigurdur Pálsson 246 Þorleifur Þórarinss. - Þórarinn Arnason 233, Lokastaða efstu para í A/V: Bent Jónsson - Valdimar Lárusson 281 Helga Helgad. - Júlíus Ingibergss. 244 Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarss. 241 Á föstudaginn var spiluðu 26 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Eysteinn Einarsson - Lárus Hermannss. 368 Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 366 Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarss. 3361 Lokastaðan í A/V: Björn Hermannss. - Sigurður Friðþjófss. 382 Fróði Pálsson - Þorleifur Þórarinss. 362 Halla Ólafsdóttir - Sigurður Pálsson 325 Meðalskor á þriðjudag var 216 en 312 á föstudag. AÐAUGLÝSINGAR FUINIDIR/ MAIMIMFAGIMAOUR SOLU SMAAUGLYSINGAR Fleiri konur á Alþingi Opinn fundurveröur haldinn í Ráðhúsi Reykja- víkur, Tjarnarsal, í kvöld, fimmtudaginn 28. janúar, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Setning: Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, formaður. 2. Erindi: Elsa Þorkelsdóttir lögfræðingur, fram- kvæmdastjóri Skrifstofu jafnréttismála: Lýð- ræðið krefst þátttöku beggja kynja. Auður Styrkársdóttir Dr., stjórnmálafræðingur: Sér- staðan, jafnréttið og lýðræðið. 3. Pallíettur og píanó, félagar úr Mótettukórn- um flytja nokkur lög. 4. Pallborðsumræðurforustumanna stjórnmála- flokkanna: Friðrik Sophusson, Guðný Guð- björnsdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Páll Pétursson, Sighvatur Björgvinsson, Stein- grímur J. Sigfússon og Sverrir Hermanns- son. Stjórnendur verða Elín Hirst og Steingrímur Ólafsson fréttamenn. Fundarstjóri: Una María Óskarsdóttir, verkefn- isstjóri. Allir velkomnir. Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Gistiheimili til sölu Til sölu er gistiheimili á Snæfellsnesi, 23 tveggja manna herbergi, tvö fjögurra manna herbergi og þriggja herb. íbúð, aukveitinga- og fundaaðstöðu. Upplýsingar gefur Sigur- björn Þorbergsson hdl., í síma 552 7500. STYRKIR Styrkur til tónlistarnáms Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar mun á þessu ári veita íslenskum söngvurum styrki til framhaldsnáms eriendis. Einn eða fleiri styrkir verða veittir. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 15. febrúar nk. til: Söngmenntasjódur Marinós Péturssonar, c/o Haukur Björnsson, íslensku óperunni, Ingólfsstræti, 101 Reykjavík. Umsókninni fylgi hljóðritanir og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. Endurnýja skal eldri umsóknir. DULSPEKI Námskeið: Stjörnumenn og englafólk Dulspekingurinn Asger Lorentsen heldur námskeiö helgina 30,—31. janúar nk. kl. 10—18 báða dag- ana í salarkynnum Lífsýnar, Bol- holti 4, 4. hæð. Námskeiðið byggist m.a. á bók Asgers, Stjörnumenn og englafólk. Kynningarfundur verður haldinn á sama stað föstudaginn 29. janú- ar kl. 20.00. Upplýsingar og skráning í síma 588 4532. Námskeiðið kostar kr. 9.500. Sjöstirnið. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 11 E 1791288'/!=: X.X. Landsst. 5999012819 X \ r—7? KFUM V Aðaldeild KFUM, Holtavegi í kvöld kl. 20.30 er fundur i AD- KFUM. Sverrir Arnkelsson hefur upphafsorð og sr. Frank M. Flalldórsson litast um í Jerúsal- em á dögum Jesú. Allir karlar eru boðnir velkomnir á fundinn. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Ath.: Engin samkoma í kvöld. Á morgun, föstudag, kl. 20.30 tónUstarsamkoma. TILKYNNINGAR V V — - Frá Sálar- rannsóknar- félagi íslands Hugleiðslukvöld Áformað er að hafa hugleiðslu- kvöld annan hvorn fimmtudag umsjá nemenda Friðbjargar Óskarsdóttur og verður fyrsta hugleiðslukvöldið i kvöld, 28. janúar, kl. 20.30 undir hand- ieiðslu Guðlaugar Björnsdóttur. Húsið opnað kl. 20.00. Aðgangs- eyrir kr. 200 fyrir félaga og kr. 300 fyrir aðra. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. SRFÍ. Dilbert á Netinu ALLTAf= mb l.is eiTTHVTAO NÝTl j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.