Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 55
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Opinn fundur
um sorg haldinn
í Laugar-
neskirkju
SORGIN gleymir engum. Öllum
heilsar hún í ýmsum myndum við
breytilegar aðstæður í lífí einstak-
linga. Pví er brýnt að þekkja háttu
sorgarinnar og kunna sem best við
hana glímutökin. Hún yfirgefur
okkur aldrei varanlega og getur
ætíð birst og gerst förunautur okk-
ar þegar minnst varir.
Föstudaginn 29. janúar verður
haldinn opinn fundur um málefni
sorgarinnar í Laugarneskirkju.
Fundurinn hefst í kirkjuskipinu
sjálfu kl. 20:30 þar sem sr. Bragi
Skúlason sjúkrahúsprestur mun-
flytja erindi og félagar úr karla-
kórnum Fóstbræðrum munu ylja
okkur með söng sínum.
Þá verður boðið upp á kaffispjall
og kertaljós í safnaðarheimilinu þar
sem syrgjendum gefst kostur á að
skrá sig í fámenna sjálfshjálpar-
hópa sem koma munu saman nokk-
ur skipti undir handleiðslu Irisar
Eiríksdóttur, Maríu Bjömsdóttur
og Guðrúnar K. Þórsdóttur, djákna-
kandídats.
Er sjálfsagt fyrir allt fólk að
kynna sér málefni sorgarinnar og
hvetjum við syrgjendur sérstaklega
til að nýta sér þetta tilboð um
fræðslu og samfélag á notalegri
kvöldstund.
Sjálfshjálparhópurinn
Von, Laugameskirkju.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs-
hópa kl. 14-17. Biblíulestur kl. 20.30
í safnaðarheimili Áskirkju. Jóhann-
esarbréf lesin og skýrð. Árni Berg-
ur Sigurbjömsson.
Bústaðakirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12.
Dómkirkjan. Opið hús í safnaðar-
heimilinu á milli kl. 14-16.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, íhugun, altaris-
ganga. Léttur málsverður í safnað-
arheimili eftir stundina. Æskulýðs-
félagið Örk (yngri deild) kl. 20.
Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára
börn kl. 17.1 auga stormsins, kyrrð,
íhugun, bæn, lofsöngur og fræðsla.
Kl. 19.30 innri íhugun. Kirkjan opn-
uð kl. 19.15 til kynningar fyrir þá
sem em að koma í fyrsta skipti. Kl.
20.15 trúarreynsla - fræðsla, kl. 21
Taizé-messea.
Langholtskirkja. Opið hús fyrir for-
eldra yngi-i barna kl. 10-12.
Fræðsla frá Heilsuverndarstöð,
Jóna Margrét Jónsdóttir hjúkrun-
arfræðingur. Söngstund.
Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Gunnar Gunnarsson leikur á
orgel frá kl. 12. Léttur málsverður
að stundinni lokinni.
Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir
9-10 ára börn kl. 17-18.15.
Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn
á fóstudögum kl. 10-12.
Digraneskirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdóttur
og Björgu Geirdal. Leikfimi aldr-
aðra kl. 11.15. Kl. 14 LLL ráðgjöf
um brjóstagjöf í umsjá Arnheiðar
Sigurðardóttur. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 18. Bænarefnum má koma
til sóknarprests eða kirkjuvarðar,
einnig má setja bænarefni í bæna-
kassa í anddyri kirkjunnar.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
11-12 árakl. 17.
Grafarvogskirkja. Mömmumorgn-
ar kl. 10-12. Áhugaverðir fyrirlestr-
ar, létt spjall og kaffi og djús fyrir
börnin. Kyrrðarstundir í hádegi kl.
12.10. Fyrirbænir og altarisganga,
léttur hádegisverður.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. St-
arf fyrir 7-9 ára börn kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Starf eldri borg-
ara í dag kl. 14-16 í safnaðarheimil-
inu Borgum. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum
má koma til prests eða kirkjuvarð-
ar.
Seljakirkja. Fundur KFUM fyrir
9-12 ára stráka er í dag kl. 17.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús
fyrir 10-12 ára börn frá kl. 17-18.30
í safnaðarheimilinu, Linnetstíg 6.
Æskulýðsfundur kl. 20-22.
Ilafnarfjarðarkirkja.
Mömmumorgnar kl. 10-12 í Vonar-
höfn. ÁTN-starf fyrir 8-9 ára kl.
17-18.30 íVonarhöfn.
Vídalínskirkja. Bæna og kyiTðar-
stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bibl-
íulestur kl. 21.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgunn
milli kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12
ára börn kl. 17-18.30.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl.
18.30.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl.
16-18. Kyrrðar-, fyrirbæna- og
fræðslustund í kirkjunni kl.
17.30-18. Lilja G. Hallgrímsdóttir
kynnir djáknastarfið.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl.
18.30.
Norðmennirnir vörðu
Macallan-titilinn í London
BRIPS
Umsjón Guðin. Sv.
II c r m a n n s s « n
MACALL AN-tvímenningm’inn,
arftaki Sunday Times tvímennings-
ins gamalfræga, var haldinn í
London um síðustu helgi og þar
unnu Norðmennimir Tor Helness og
Geir Helgemo öruggan sigur annað
árið í röð.
Norðmennirnir era að skipa sér á
bekk með sigursælustu pörum
heims á síðari árum en þeir hafa
einnig tvívegis unnið hollenska
boðsmótið Cap Gemini. Helness er
41 árs gamall verðbréfasali og hann
segist spila orðið svo lítið á alþjóð-
legum mótum að hann verði að nota
Cap Gemini-mótið til að hita upp
fyrir Macallan en venjulega er vika
á milli mótanna. Helgemo, sem er
28 ára, er hins vegar atvinnumaður
í íþróttinni og hefur nóg að gera í
spilamennsku út um allan heim.
Þátttakendalistinn í London var
prýddur þekktum nöfnum en þang-
að er venjulega boðið 16 pörum til
keppni. Þessi pör lentu í verðlauna-
sætum:
Helgemo - Helness
Alfredo Versace - Laurenzo Lauria
Omar Sharif - Christian Mari
Gabriel Chagas - Howard Weinstein
Andy Robson - Zia Mahmood
Bob Hamman - Paul Soloway
Zhuang Zejun - Xu Hongjun
Glæsileg sagnröð
Norðmennirnir spila afar einfalt
sagnkerfi og treysta frekar á út-
sjónarsemi og e.t.v. orstírinn en
flóknar gervisagnir til að ná ár-
angri. Þetta spil er ágætt dæmi um
það og það kæmi mér raunar ekki á
óvart að þessi sagnröð yrði valin sú
besta í heimi á árinu:
Norður
A Á97
¥ Á5
♦ ÁD96
♦ ÁG105
Austur
A 642
¥ KG9862
♦ 10
* K74
Suður
A KD1053
¥ 74
♦ K8753
A 6
Vcstur
A G8
¥ D103
♦ G42
A D9832
Morgunblaðið/Amór
GEIR Helgemo og Tor Helness spiluðu á Bridshátfð fyrir nokkrum árum.
Vestur Norður Helness Austur Suður Helgemo
1 lauf pass 1 spaði
pass 2grönd pass 3tíglar
pass 4tíglar pass 4 spaðar
pass 4grönd pass 5t%lar
pass 5grönd pass 7 tíglar//
Helness spurði um lykilspil með 4
gröndum og þegar Helgemo sýndi
eitt, tígulkónginn, sagði Helness
með 5 gröndum að allir ásamir
væra fyrir hendi og trompliturinn
væri tapslagalaus. Þá sá Helgemo
að hægt var að henda hjartatöpur-
um á norðurhendinni niður í spaða-
litinn í suður, og sagði
tígulalslemmuna með nokkru ör-
yggi en eins og sést fást aðeins 12
slagir í spöðum.
Aðeins eitt annað par, Chagas og
Weinstein, náði 7 tíglum, þrjú pör
spiluðu hálfslemmu en þrjú pör létu
sér nægja að spila geim á spilið,
enda eru hápunktarnir aðeins 27
samtals í NS.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
íslandsmót í parasveitakeppni
30.-31.jan. 1999
í FYRRA var metþátttaka, en þá
mættu 26 sveitir til leiks. Spila-
mennska hefst kl. 11.00 báða dagana
og lýkur með verðlaunaafhendingu kl-.
17.45. Skráning í s: 587 9360.
Landsliðskeppnin
Nú fer hver að verða síðastur að
skrá sveit í landsliðskeppnina 5.-
7.febrúar. Lokað er fyrir skráningu
mánudaginn 1. febrúar kl. 17.00.
Bridshátíð 12.-15. febrúar 1999
Skráning fer mjög vel af stað í tví-
menning og sveitakeppni bridshátíðar.
Pláss er fyrir 100 sveitir og 132 pör.
Hægt er að skrá sig á heimasíðu BSÍ
eða á skrifstofunni. Síðasti skráning-
ardagur er miðvikudagurinn 3. febrú-
ar.
Bridsfélag eldri borgara
í Kópavogi
Þriðjudaginn 19. jan. sl. spiluðu 20 pör
Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin
pör efst í N/S:
Gísli Kristjánss. - Ólafur Lárusson 258
Þórhildur Magnúsd. - Sigurdur Pálsson 246
Þorleifur Þórarinss. - Þórarinn Arnason 233,
Lokastaða efstu para í A/V:
Bent Jónsson - Valdimar Lárusson 281
Helga Helgad. - Júlíus Ingibergss. 244
Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarss. 241
Á föstudaginn var spiluðu 26 pör og þá
urðu úrslit þessi í N/S:
Eysteinn Einarsson - Lárus Hermannss. 368
Ingibjörg Stefánsd. - Þorsteinn Davíðss. 366
Sigríður Pálsd. - Eyvindur Valdimarss. 3361
Lokastaðan í A/V:
Björn Hermannss. - Sigurður Friðþjófss. 382
Fróði Pálsson - Þorleifur Þórarinss. 362
Halla Ólafsdóttir - Sigurður Pálsson 325
Meðalskor á þriðjudag var 216 en 312
á föstudag.
AÐAUGLÝSINGAR
FUINIDIR/ MAIMIMFAGIMAOUR
SOLU
SMAAUGLYSINGAR
Fleiri konur á Alþingi
Opinn fundurveröur haldinn í Ráðhúsi Reykja-
víkur, Tjarnarsal, í kvöld, fimmtudaginn 28.
janúar, kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Setning: Siv Friðleifsdóttir alþingismaður,
formaður.
2. Erindi: Elsa Þorkelsdóttir lögfræðingur, fram-
kvæmdastjóri Skrifstofu jafnréttismála: Lýð-
ræðið krefst þátttöku beggja kynja. Auður
Styrkársdóttir Dr., stjórnmálafræðingur: Sér-
staðan, jafnréttið og lýðræðið.
3. Pallíettur og píanó, félagar úr Mótettukórn-
um flytja nokkur lög.
4. Pallborðsumræðurforustumanna stjórnmála-
flokkanna: Friðrik Sophusson, Guðný Guð-
björnsdóttir, Margrét Frímannsdóttir, Páll
Pétursson, Sighvatur Björgvinsson, Stein-
grímur J. Sigfússon og Sverrir Hermanns-
son.
Stjórnendur verða Elín Hirst og Steingrímur
Ólafsson fréttamenn.
Fundarstjóri: Una María Óskarsdóttir, verkefn-
isstjóri.
Allir velkomnir.
Nefnd um aukinn hlut
kvenna í stjórnmálum.
Gistiheimili til sölu
Til sölu er gistiheimili á Snæfellsnesi, 23
tveggja manna herbergi, tvö fjögurra manna
herbergi og þriggja herb. íbúð, aukveitinga-
og fundaaðstöðu. Upplýsingar gefur Sigur-
björn Þorbergsson hdl., í síma 552 7500.
STYRKIR
Styrkur til tónlistarnáms
Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar mun
á þessu ári veita íslenskum söngvurum styrki
til framhaldsnáms eriendis. Einn eða fleiri
styrkir verða veittir.
Umsóknir, með upplýsingum um námsferil
og framtíðaráform, sendist fyrir 15. febrúar
nk. til:
Söngmenntasjódur Marinós Péturssonar,
c/o Haukur Björnsson,
íslensku óperunni,
Ingólfsstræti, 101 Reykjavík.
Umsókninni fylgi hljóðritanir og/eða önnur
gögn sem sýna hæfni umsækjenda. Endurnýja
skal eldri umsóknir.
DULSPEKI
Námskeið:
Stjörnumenn
og englafólk
Dulspekingurinn
Asger Lorentsen
heldur námskeiö
helgina 30,—31.
janúar nk. kl. 10—18 báða dag-
ana í salarkynnum Lífsýnar, Bol-
holti 4, 4. hæð. Námskeiðið
byggist m.a. á bók Asgers,
Stjörnumenn og englafólk.
Kynningarfundur verður haldinn
á sama stað föstudaginn 29. janú-
ar kl. 20.00.
Upplýsingar og skráning í
síma 588 4532. Námskeiðið
kostar kr. 9.500.
Sjöstirnið.
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 11 E 1791288'/!=: X.X.
Landsst. 5999012819 X
\ r—7?
KFUM
V
Aðaldeild KFUM,
Holtavegi
í kvöld kl. 20.30 er fundur i AD-
KFUM. Sverrir Arnkelsson hefur
upphafsorð og sr. Frank M.
Flalldórsson litast um í Jerúsal-
em á dögum Jesú.
Allir karlar eru boðnir velkomnir
á fundinn.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Ath.: Engin samkoma í kvöld.
Á morgun, föstudag, kl. 20.30
tónUstarsamkoma.
TILKYNNINGAR
V V
— - Frá Sálar-
rannsóknar-
félagi íslands
Hugleiðslukvöld
Áformað er að hafa hugleiðslu-
kvöld annan hvorn fimmtudag
umsjá nemenda Friðbjargar
Óskarsdóttur og verður fyrsta
hugleiðslukvöldið i kvöld, 28.
janúar, kl. 20.30 undir hand-
ieiðslu Guðlaugar Björnsdóttur.
Húsið opnað kl. 20.00. Aðgangs-
eyrir kr. 200 fyrir félaga og kr.
300 fyrir aðra. Allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
SRFÍ.
Dilbert á Netinu
ALLTAf= mb l.is
eiTTHVTAO NÝTl j