Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 47V
Jóhanna I
Reykjavík -
Valdimar á
Reykjanesi
Jan Agnar Ingimundarson,
Bæjarási 5, Mosfellsbæ, skrifar:
Úrvals fólk býð-
ur sig fram í próf-
kjöri Samfylking-
arinnar í Reykjavík
og á Reykjanesi. I
Reykjavík fer
fremstur meðal
jafningja alþingis-
maðurinn Jóhanna
Sigurðardóttir,
sem býður sig fram
í fyrsta sætið. Fólk, sem hefur
starfað lengi að málefnum fatlaðra,
þekkir störf Jóhönnu í hlutverki
þingmanns og ráðherra. Það gera
einnig fatlaðir, aðstandendur
þeirra, aldraðir, sjúkir og þeir sem
minna mega sín í samfélagi okkar.
Fólk vill Jóhönnu í fyrsta sætið, en
sigur fæst ekki nema fólk mæti í
prófkjörið. Það er skylda jafnaðar-
manna að standa vörð um velferðar-
kerfið. Hverjum er betur treystandi
til þess heldur en Jóhönnu?
Styðjum Valdimar Léó Friðriks-
son, framkvæmdastjóra Aftureld-
ingar, í 5. sætið í Reykjaneskjör-
dæminu. Þar fer maður sem mun
berjast af heilindum og sannfær-
ingu að velferðarmálum, að málefn-
um fatlaðra, aldraðra, fjölskyldunn-
ar, að málefnum láglaunafólks og
íþróttahreyfingarinnar. Valdimar
hefur metnað til að gera vel. Styðj-
um Valdimar í 5. sætið í Reykjanes-
kjördæmi, styðjum Jóhönnu í fyrsta
sætið í Reykjavík.
Vilhjálm í
þriðja sætið
Dagur B. Eggertsson,
háskóiastúdent, skrifar:
Sameinaðir
vinstri menn þurfa
ekki aðeins víðsýnt
fólk og jafnréttis-
sinnuð göfugmenni
sem tala af yfirveg-
un og kurteisi.
Þegar á móti blæs
þarf ekki síður að
tala upp í vindinn
og kveða sér hljóðs
svo að eftir sé tekið. Það er kominn
tími til að bjóða íhaldinu birginn.
Boða réttlæti og nýja hugsun. Þess
vegna er ég feginn að Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson gefur kost á sér í kom-
andi prófkjöri Samfylkingarinnar.
Ekki að hann sé ekki kurteis þegar
það á við, mikil ósköp.
Frá því ég kynntist Vilhjálmi
fyrst á vettvangi hagsmunabaráttu
námsmanna hefur hann hins vegar
margsannað fyi’ir mér að hann dug-
ir best þegar á reynir. Hann hefur
kraft og baráttuþrek til að draga
vagninn þegar aðrir vilja fara sér
hægar og skynsemi til að skilja
hvenær helst er lag.
Það er ástæða til að skora á alla
þátttakendur á prófkjörinu á laug-
ardaginn að ætla Vilhjálmi í það
minnsta þriðja sætið á lista Alþýðu-
bandalagsins. Um minna verður
vart beðið.
Ég mæli
með Merði
EUert B. Schram, forseti ÍSÍ, skrifar:
Eg er ekki kjós-
andi Samfylkingar-
innar. Engu að síð-
ur tel ég mikilvægt
að gott fólk úr
hennar röðum velj-
ist á þing. Satt að
segja þurfum við
góða frambjóðend-
ur og alþingis-
menn, hvar í flokki
sem þeir standa.
Af þeim sökum vil ég gjarnan
mæla með framboði Marðar Árna-
sonar. Mörður hefur vakið athygli
mína og margra annarra fyrir mál-
flutning sem er í senn skeleggur og
málefnalegur. Hann hefui’ tekið
þátt í þjóðmálaumræðu um langa
Ellcrt B.
Schram
hríð og hefur góða þekkingu á þeim
málum sem hann hefur skoðun á.
Hann bullar enga vitleysu og virðir
röksemdir annarra. Það er góður
kostur á manni sem þarf að hafa yf-
irsýn og víðan sjóndeildarhring.
I persónulegum samskiptum hef-
ur Mörður reynst mér traustur,
orðheldinn og sjálfum sér sam-
kvæmur. Hann er einlægur jafnað-
armaður og mér líkar við það fólk.
Jafnaðarmenn hafa styrk af slíkum
manni.
Af hverju
Heimir Már?
Aibert R. Aðalsteinsson BFA,
framkvæmdastjóri Félags
vídeólistamanna, skrifar:
Heimir Már Pét-
ursson stjórnmála-
fræðingur gefur
kost á sér í próf-
kjöri samfylkingar-
innar í Reykjavík í
hólfi Aiþýðubanda-
lagsins og óskar
eftir stuðningi til
að ná forystusæti.
Heimir Már, sem
undanfarin misseri hefur gegnt
starfi framkvæmdastóra Alþýðu-
bandalagsins, á stóran þátt í að
draumur okkar jafnaðarfólks um
samvinnu félagshyggjuaflanna er
loks að rætast og á því víst fylgi
mitt.
Heimir Már hefur getið sér gott
orð á undanförnum árum sem
fréttamaður á Stöð 2 og sýnt þar og
sannað að hann er málefnalegur,
fylginn sér, heiðarlegur og rökfast-
ur. Allt þetta eru mikilvægir eigin-
leikar í því starfi sem hann nú sæk-
ist eftir að gegna og munu nýtast
vel í baráttunni gegn hægri flokk-
unum og frjálshyggjunni. Hann er
Vestfirðingur að ætt og uppruna, al-
inn upp í verkalýðsstétt, og þekkir
af eigin raun á hverju þessi þjóð lif-
ir. Veitum Heimi Má brautargengi í
prófkjöri Samfylkingarinnar á laug-
ardag.
Styðjum Borg-
þór S. Kjærne-
sted ofarlega
í A-hólfið
Jónas Garðarsson og
Ragnhildur Sigurðardóttir skrifa:
Nú líður óðum að
prófkjöri Samfylk-
ingar vinstri flokk-
anna 30. janúar.
Borgþóri S.
Kjærnested, fram-
bjóðanda á hsta A-
hólfsins, eigum við
auðvelt með að
treysta. Hann hef-
ur unnið að hags-
munamálum ís-
lenskrar sjó-
mannastéttar í
baráttu hennar við
að halda störfum
sínum til sjós, en er
jafnframt formað-
ur Félags leiðsögu-
manna. Borgþór
Ragnbildur hefur áratuga
Sigurðardóttir reynsju af alþjóða_
samstarfi verkalýðshreyfmgarinnar
og situr sem fulltrúi íslenskra flutn-
ingamanna í stjórn Norræna fiutn-
ingamannasambandsins. Borgþór
hefur 10 ára reynslu af starfsemi
samnorrænna félagasamtaka, fyrst
sem framkvæmdastjóri Sambands
non’ænu félaganna 1984-88 og síð-
an sem framkvæmdastjóri Norræna
flutningamannasambandsins 1990-
96.
Borgþóri treystum við til að vera
heiðarlegur málsvari launafólks,
aldraðra og öryrkja í réttindabar-
áttu þeirra á næstu árum. Launa-
fólk vantar fleiri málsvara inn á Al-
þingi. Fólk sem þorir að bera fram
þau sjónarmið almennings sem allt
of sjaldan heyi’ast í þingsölum.
Við hvetjum allt launafólk sem
hyggst taka þátt í prófkjörinu í A-
hólfinu að tryggja Borgþóri fjórða
sætið í A-hólfinu. Kjósið Borgþór
Kjærnested í 4. sæti A-hólfsins.
► Meira á Netinu
Albert R.
Aðalsteinsson
Olafur
Björnsson í
1.-3. sæti
Samúel Smári Hreggviðsson,
umdæmisstjóri og bæjarfulltrúi
í Árborg, skrifar:
Kosningar til Al-
þingis eru í nánd,
af því tilefni verður
efnt til prófkjörs
Sj álfstæðisflokks-
ins í Suðurlands-
kjördæmi 6. febrú-
ar nk. til röðunar á
væntanlegan fram-
boðslista hans.
Það sem einkum
gerir prófkjörið spennandi er sú
staðreynd að Þorsteinn Pálsson,
sem skipað hefur efsta sæti listans
um langt árabil, hefur ákveðið að
láta af þingmennsku og losnar 1.
sætið við brotthvarf hans, margir
frambærilegir frambjóðendur hafa
komið fram á sjónarsviðið sem allir
hafa hug á að veita listanum forystu
eða vera í framvarðarsveit hans.
Olafur Björnsson er einn þeirra
og er ég þess fullviss, af þeim kynn-
um sem ég hef haft af Olafi, að sú
reynsla sem hann býr yfir kemur til
með að nýtast honum vel í starfi
sem þingmaður Sunnlendinga nái
hann til þess kjöri.
Sett hefur verið upp heimasíða
sem ég hvet fólk til að skoða en þar
Samúel Smári
Hreggviðsson
er helstu stefnumálum lýst og ýms-
an fróðleika að finna um Ólaf.
Eg hvet stuðningsmenn Sjálf-
stæðisflokksins til að kjósa Ólaf
Björnsson i eitt af þrem efstu sæt-
unum í prófkjörinu 6. febrúar nk.
Slóð heimasíðunnar er www.olaf-
ur.is.
►Meira á Netinu
Stydjum
Jóhönnu
Svanur Kristjánsson prófessor skrifar:
Jóhanna Sigurð-
ardóttir hefur alla
tíð barist fyrir rétt-
læti og jafnrétti.
Hún var öflugur
ráðherra og sem
þingkona hefur
hún síðustu árin
veitt valdhöfum
þessa lands mikið
aðhald.
Svanur
Kristjánsson
Jóhanna
traustur
leiðtogi
Sigrún Steingrímsdóttir, póstur,
Oidugötu í Reykjavík, skrifar:
Jóhanna Sigurð-
ardóttir hefur
ótrauð barist fyrir
málstað allra
þeirra hópa sem
mest hafa þurft á
að halda öflugum
málsvörum. Og
þegar betur er að
gáð eru það einmitt
þessir hópar sem
Sigrún
Steingrímsdóttir
Jóhanna á nú mjög á brattann að
sækja. Prófkjörsreglumar eru
henni óhagstæðar. Reynslan af
prófkjörum sýnir líka að frambjóð-
endur karlaklúbbanna kalla eftir
stuðningi félaga sinna úr öðrum
flokkum. Þess má einnig vænta að
félagar í stjórnarflokkunum muni
kjósa í prófkjöri samfylkingarinnar
til að koma höggi á öflugasta leið-
toga hennar. Ég hvet eindregið til
stuðnings við Jóhönnu Sigurðar-
dóttur í efsta sæti listans.
mynda þjóðina, amk. alla alþýðu:
öryrkjar, gamalt fólk, börn, ungt
fólk í húsnæðisöflun, þeir sem órétti^
hafa verið beittir og þannig mætti
lengi telja. Allir hafa verið eða eiga
eftir að lenda í þessum hópum.
Jóhanna er í vitund margra ís-
lendinga helsti talsmaður velferðar-
þjóðfélagsins, þjóðfélags sem lætur
sér annt um alla þegnana. Jóhanna
Sigurðardóttir er í mörgu tilliti sú
sem heldur vöku fyrir okkur gagn-
vart valdastofnunum þjóðfélagsins.
Hún er vörðurinn og vitinn sem lýs-
ir hina réttu leið. Við þörfnumst
hennar í stjómmálunum og nú get-
um við endurgoldið henni og tryggt
henni 1. sætið á framboðslista Sam-
fylkingarinnar.
►Meira á Netinu
Skráningardeild Landssímans er opin frá kl. 8.00-18.00
dagana 18. til 29. janúar.
Símaskrá 1999
Síðasti skiladagur nýskráninga
og/eða breytinga vegna
símaskrár 1999 er föstudaginn
29. janúar.
Nánari upplýsingar veitir
skráningardeild Landssímans
■ síma 550 6620.