Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 37 Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík t Guðbjörnsddttir, Sighvatur Björgvinsson og Margrét Frímannsdóttir kynntu málefnaskrá Samfylkingarinnar. íir berjast Tsta sætið á milli þeirra fjögurra. Af hálfu Alþýðuflokks stefna þau Jóhanna Sigurðar- ins stefna þau Árni Þór Sigurðsson og Bryndís Hlöðversdóttir á sama sæti. félagshyggjufólks, sem styður „frjáls- lynda kratastefnu“, en stór hluti þessa fólks mun kjósa í Alþýðuflokkshólfinu. Akvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur og Marðar Amasonar um að bjóða sig fram undir merkjum Alþýðuflokksins er talin hafa veikt framboð Bryndísar vegna þess að þau þrjú sækja stuðning til sama fólksins. Þetta fólk verður nú að gera upp við sig hvort það á að kjósa Bryndísi eða frambjóðendur Alþýðu- flokksins. Þessi hólfaskipting veikh' einnig frambjóðendur eins og Mörð, Viihjálm H. Vilhjálmsson, fyrrverandi formann Stúdentaráðs, sem býður sig fram undir merkjum Alþýðubandalags- ins, og Ástu Ragnheiði Jóhannesdótt- ur. Reglumar í prófkjöri It-listans gerðu það að verkum að Ái'ni Þór missti sæti sitt í borgarstjórn þrátt fyr- ir að hafa fengið öflugan stuðning í prófkjörinu. Sumh' telja að hann muni njóta þess nú að hafa misst sæti í borg- arstjóm óverðskuldað í eins konar samúðai'fylgi. Það hefur einnig verið rifjað upp að Ámi Þór var kosninga- stjóri Steingríms J. þegai' hann keppti við Margréti Frímannsdóttur um for- mannsstól í Alþýðubandalaginu og að hann var andsnúinn tillögu Mai'grétar á aukalandsfundi sl. sumar að ganga til sameiginlegs framboðs með Alþýðu- flokki og Kvennalista. Ekki telja allh- að þetta þurfí að virka neikvætt fyrh- hann og minna t.d. á að það kunni að vera kostur eftir kosningar að hafa mann í forystunni sem sé persónulegur vinur Steingríms J. því vinstrimenn verði að vinna saman eftir kosningai' þó þeir hafí deilt fyrh' kosningar og ekki boðið fram í einu lagi. Gamlar illdeilur í Alþýðubandalaginu Ýmsh' fullyrða að bai'átta Árna Þórs og Bryndísar verði það hatrömm að margir stuðningsmenn Árna Þórs kjósi ekki Bryndísi og öfugt. Hvorki Árni né Bryndís hafa gefíð fyrirskipanir til stuðningsmanna sinna um að útiloka keppinautinn, en gamlar illdeilur innan Alþýðubandalagsins eru hins vegar sagðar valda því að margir stuðnings- menn þeirra geti ekki einu sinni unnt keppinautinum að vera í öðra sæti. Það er því ekki hægt að útiloka að einhver annar frambjóðandi skjótist upp á milli Ái'na Þórs og Bryndísar. Þau sem eru talin í mestri baráttu um næstu sæti eru Guðrún Sigurjóns- dóttir, forstöðumaður sjúkraþjálfunar á Landspítala, Heimh- Már Pétursson, framkvæmdastjóri Alþýðubandalags- ins, og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, laganemi og fyrrverandi fonnaður Stúdentaráðs. Guðrún var í 5. sæti framboðslista Alþýðubandalagsins fyr- ir síðustu kosningar og er því varaþing- maður. Hún er vel látin innan flokksins hjá báðum fylkingum. Á fundi kjör- dæmisráðs þar sem ákvörðun var tekin um hverjir tækju þátt í prófkjörinu fékk hún öll 54 atkvæðin og var efst. Guðrún er hins vegar ekki mjög þekkt persóna og það kann að há henni í próf- kjörinu. Guðrún styður Árna Þór í fyrsta sætið og Bryndísarfólk segir að þau séu í bandalagi, en sjálfur kannast Ámi Þór ekki við bandalög í prófkjörinu. Búast má við að Guðrún fái einnig tals- verðan stuðning frá fólki sem styður Bryndísi og raunar höfðu sumir stuðn- ingsmenn Bryndísar á orði að rétt væri að kjósa Guðrúnu í annað sæti. Það gæti leitt til þess að Árni Þór lenti í þriðja sæti. Vilhjálmur stefnir á þriðja sætið. Hann hefur ekki tekið þátt í störfum fyrir Alþýðubandalagið og er þvi ekki brennimerktur af þeim átökum sem hafa verið í flokknum. Vilhjálmur von- ast eftir stuðningi þvert á öll flokksátök. Reglm’ prófkjörsins tak- marka hins vegar möguleika Vilhjálms. Enginn vafi er á að hann gæti fengið stuðning frá mörgum sem kjósa í Alþýðuflokkshólfinu. Heimir Már Pétursson var fyrstur til að tilkynna þátttöku í prófkjörinu. Hann hefur til skamms tíma gegnt stöðu framkvæmdastjóra Alþýðu- bandalagsins og unnið náið með Margréti Frimannsdóttur, formanni flokksins. Heimir Már stefnir á öruggt sæti á listanum, en flestir viðmælendur blaðsins töldu að staða hans væri held- m- veikari en staða Guðrúnar og Vil- hjálms. Magnús Ingólfsson, framhaldsskólakennari og stjórnmálafræðingur, hefur unnið mikið að framboði sínu, en hann tók áður þátt í starfí Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum. Hann er stuðningsmaður Bryndísar. Bai’átta hans og annarra frambjóðenda er hins vegar erfið vegna forskots sem hinir hafa. Aðrir sem bjóða sig fram fyrir hönd Alþýðubandalagsins eru Arnór Pétursson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar, Elísabet Brekkan, kenn- ari og útvarpsmaður og Herbert Hjelm, fyn-verandi bæjarfulltrúi í Ólafsvík. Hörð barátta Jóhönnu og Ossurar Mikil bai'átta er um efstu sæti Alþýðuflokksins í prófkjörinu. Fyrir- fi’am er búist við að Jóhanna og Össur verði í tveimur efstu sætum flokksins. Pólitísk staða beggja virðist hafa verið að styrlq'ast eftir því sem liðið hefur á kjörtímabilið. Margir kjósendur bera virðingu fyrir Jóhönnu og baráttu hennar gegn óhófi og spillingu í ríkis- kerfinu. Hún á auk þess að baki langan ráðherraferil. Því fer hins vegar fjarri að allir alþýðuflokksmenn hafi fyrirgef- ið Jóhönnu að hún skyldi kljúfa Alþýðu- flokkinn fyrh' síðustu kosningar. Akveðinn hópur alþýðuflokksmanna, sem stóðu með Jóni Baldvini í deilum hans og Jóhönnu, er sagður vinna gegn því að hún fái fyrsta sætið. Jóhanna er heldur ekki með jafn öfluga „kosn- ingamaskínu" og Össur er með á bak við sig. Jóhanna þarf því að treysta á góða kosningaþátttöku og að henni tak- ist að draga óflokksbundna kjósendur, sem stutt hafa hennar pólitík, á kjör- stað. Prófkjörið kemur til með að verða mikill prófsteinn á pólitískan styrkleika Össurar. Takist honum ætlunarverk sitt, að ná fyrsta sætinu í Reykjavík, má telja líklegt að hann geri ki'öfu til að verða leiðtogi Samfylkingai'innar, sem í dag líður fyi-ir að vera leiðtogalaus. Það kann að hjálpa Össuri í baráttunni að hafa starfað í mörg ár í Alþýðubanda- laginu því sumir óttast að það geti skapað innri vandamál í Samfylking- unni ef alþýðuflokksmenn verða í for- ystu bæði í Revkjavík og á Reykjanesi. Stuðningsmenn Össurar segja að þetta verði ekki stórt vandamál ef fyrrver- andi alþýðubandalagsmaður verður í forystusæti í Reykjavík. Um þetta eru hins vegar skiptar skoðanh' því efa- semda gætir um leiðtogahæfileika Öss- urar meðal keppinauta hans í prófkjör- inu úr Alþýðubandalagi og Kvennalista. Vinsældir Össurai’ meðal kjósenda virðast því ekki ná með sama hætti inn í raðir samstarfsmanna hans í Samfylk- ingunni. Margir stefna á þriðja sætið Baráttan um þriðja sætið hjá Alþýðuflokknum er mjög hörð. Alþingismenn- irnh' Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og Magnús Árni Magnússon, Stefán Benediktsson, fyrr- verandi alþingismaður, Mörður Árna- son varaþingmaður og Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður koma til með að berjast um þetta sæti. Sum þeirra setja reyndai’ stefnuna á annað sætið þó þau muni vafalaust sætta sig ágætlega við þriðja sætið. Ásta Ragnheiður hefur verið mjög virkur og áberandi þingmaður og er auk þess ágætlega látin innan Alþýðu- flokksins. Prófkjörsreglurnar eru henni hins vegai' óhagstæðar því að mai'gh' Mestar líkur á að Össur eða Jóhanna verði efst stuðningsmanna hennar munu kjósa Alþýðubandalagið til að styðja Bryndísi Hlöðversdóttur. Framboð Marðar veikir einnig Ástu Ragnheiði, en þau voru bæði í framboði fyrir Þjóðvaka í síðustu kosningum og sækja því að hluta til fylgi til sama hópsr Mörður er einnig í þeirri stöðu að hluti af stuðningsmönnum hans kemur til með að kjósa Bryndísi. Mörður er hins vegar harðsnúinn málafylgjumaður og hefur á bak við sig harðan kjarna stuðriingsmanna. Möguleikar Marðar og Ástu gætu því ráðist af þátttöku í prófkjörinu. Magnús Ái-ni tók sæti á Alþingi nú um áramót, en hann vai’ð þingmaður við fráfall Ástu B. Þorsteinsdóttur. Magnús Árni hefur því ekki haft tækifæri til að sanna sig á Alþingi. Þó að hann hafi verið mjög virkur í starfi Alþýðuflokksins á áram áður, m.a. sem formaður SUJ, er óvíst að það dugi honum eitt og sér í öruggt sæti á lista flokksins. Ungliðahreyfingin í Alþýðu- flokknum berst hins vegar ákaft fyrir kjöri hans. Viðmælendur Morgunblaðsins telja að Jakob Frímann eigi möguleika á góðri útkomu í prófkjörinu. Hann hef- ur lagt talsvert mikla fjármuni í barátt- una og hafa stuðningsmenn hans verið mjög duglegh- við að hringja í kjósend- ur. Jakob hefur starfað með Álþýðu- flokknum í nokkur ár, en það hjálpai' honum einnig að hann er þekkt per- sóna af öðrum vettvangi. Það hefur hins vegar ekki reynt mikið á Jakob í skylmingum við pólitíska andstæðinga. Stefán Benediktsson getm- hins veg"» ar státað af talsverðri pólitískri reynslu, en hann var kosinn á þing fyr- ir Bandalag jafnaðarmanna og gekk síðai- í Alþýðuflokkinn. Stefán er sagð- ur eiga möguleika á góðri útkomu, en samkeppnin er hörð. Aðrir sem bjóða sig fram fyrir hönd Alþýðuflokksins eru Borgþór Kjærne- sted, fulltrúi hjá Alþjóðasambandi flutningaverkamanna, og Hólmsteinn Brekkan blikksmiður. Ottast slæma útkomu Kvennalistans Margir stuðningsmenn Samfylking- arinnar óttast að Kvennalistinn fái mjög lélega útkomu í prófkjörinu. Ástæðan er tvíþætt. Harðar deilur urðu innan Kvennalistans um þá ákvörðun að ganga til samstarfs við A- flokkana og er flokkurinn klofinn og flokksstarfið því veikara en áður. Próf- kjör Kvennaíistans vekur einnig ekki sama áhuga og prófkjör hinna flokk- anna auk þess sem takmörkuð hefð er fyrir prófkjörum hjá flokknum. Það er hætt við að óflokksbundnir stuðnings- menn Samfylkingar velji frekar að taka þátt í prófkjörinu undh' merkjum A- flokkanna. Takist Kvennalistanum ekki að fá óflokksbundið fólk til að kjósa flokkinn í prófkjörinu gæti svo farið að- aðeins nokkur hundi'uð manns kjósi hann. Minna má á að í prófkjöri R-lisL ans fékk Kvennalistinn um 1.300 at- kvæði, en það prófkjör var opið. Það er hins vegar útlit fyrir spenn- andi prófkjör hjá Kvennalistanum. Þær sem einkum eru taldar bítast um efstu sætin eru Guðný Guðbjömsdóttir alþingismaður, Guðrún Ögmundsdótt- ir, íyrrverandi borgai’fulltrúi, og Hulda Ólafsdóttir, varaborgarfulltrúi og sjúkraþjálfari. Guðný hefur verið full- trúi Kvennalistans í samningaviðræð- um við A-flokkana, en hún er þó alls ekki talin öragg um að hreppa fyrsta sætið hjá Kvennalistanum. Þau átök sem verið hafa um þátttöku Kvenna- listans í Samfylkingunni hafa reyní_ mikið á kvennalistakonur og störf Guðnýjar era ekki óumdeild. Kvenna- listakonm- eru hins vegar almennt sagðai' tráar þeim sem þær velja sem fulltrúa sína í tránaðarstöðm'. Það verða því að teljast talsverð tíðindi ef kvennalistakonur fella sitjandi þing- mann. Guði'ún Ögmundsdótth' þótti standa sig vel sem borgarfulltrúi og er talin njóta mikils trausts. Hulda Olafsdóttir hefur tekið mikinn þátt í stai-fi R-list- ans og starfað lengi innan Kvennalist- ans. Það er því talið að þær eigi ágæta möguleika á að sigi'a Guðnýju. s, Aðrá' fulltrúai' Kvennalistans í próf- kjörinu eru Ásgerður Jóhannsdóttir, skrifstofumaður og kennari, Fríða Rós Valdimarsdótth’ stúdent og Hólmfriður Garðarsdóttir kennari. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkm’, Kvennalisti og Þjóðvaki fengu samtals 9 þingmenn kjörna í síðustu kosningum í Reykjavík. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.