Morgunblaðið - 28.01.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.01.1999, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Heimur einhverfra ÞORSTEINN Antonsson rithöf- undur sendi frá sér tvær bækur nú fyrir jölin, Síðasta innsiglið og ritgerð um íslenska dulfræði sem hann nefnir Veraldar- húsið. I Síðasta inn- siglinu er aðalefnið einhverfa barna og fullorðinna og þroska- frávik sem einhverfu fylgja. Höfundur styðst einkum við kenningar austurríska sálfræðingsins Hans Asperger, en hann setti fram kenningar um sjálfbjarga ein- hverfa sem vakið hafa vaxandi athygli hin síðari ár. Þorsteinn Ilnnur einhverfuein- kenni á ritum ýmissa höfuðsnillinga fræða og bókmennta, og varpar fram þeirri tilgátu að þeir hafi notfært sér einhverfuein- kenni sín við sköpun verka sinna. Bókin er öðrum þræði ævisöguleg og borin uppi af sjálfsskoðun höf- undarins. „Kveikjan að bókinni var sú að ég vann með einhverfum og kynntist þeirra heimi. Ég upp- götvaði liversu lítið hefur verið skrifað um þá,“ segir Þorsteinn. „I fræðiritum sem ég las braut ýmislegt í bága við reynslu mína af samskiptum við einhverfa, því ákvað ég að tjá mig sjálfur um málið. I öðru lagi hef ég Iengi haft áhuga á öðruvísi mannh'fi, og hef skrifað talsvert um það, en undir öðrum formerkjum. Af þessu leiðir að það eru persónuleg sjónarmið sem ráða allmiklu um efnisval og frágang bókarinnar." Þú skrifar um sjáifbjarga ein- hverfa! Hver eru lielstu einkenni þeirra? „Sjálfbjarga einhverfir geta tjáð sig og þroskast. Þeir geta náð miklum málþroska og tjá sig með sérstæðum talanda sem á köflum er ærið skringilegur. Þeir eiga sér oft sérviskuleg áliugamál sem flestum öðrum þykja fáranleg, svo sem bflnúmer. Þeir kynna sér mál- ið til hlýtar og safna miklum upp- lýsingum. Þeir eru bókstafstrúar og hugsa vélrænt! Græskuleysi einkennir þá. Það er afar vanda- samt að skrifa um einhverfu, sér- fræðingar í einhverfu eiu fáir. Þetta er þverfaglegt svið, það koma að þessu fræðisviði margar fræðigreinar. Menn greinir á um or- sakir einhverfu, hvort orsakanna sé að leita í sálrænmn afóllum eða í erfðum. Ég reyndi að gera efnið aðgengi- legt. Annar hver kafli er beinar frásagnir af fólki með einhverfu- einkenni, aðrir kaflar eru á almennari nót- um og enn aðrir þá meira fræðilegs eðlis. Svo kanna ég hvort um sé að ræða ein- hverfuehikenni hjá sjálfúm mér, rétt eins og ég hef áður leitað shkra einkenna hjá öðrum, og notaJ>au til tilfínninga- legs uppgjörs. Eg er ekki fræði- maður eða sérfræðingur! En ég valdi þessa leið vegna þess að bestu bækur um efnið sem ég hef sjálfur lesið, em eftir einhverft fólk eða fólk með einhverfuein- kenni.“ s Eg hef reynt allt til að hemja sjálfan mig. Flestir reyna að gera mikið úr sér, stækka við sig, sníða sér umhverfi í samræmi við óskir sínar um eigið gildi og mikilvægi. Þessu er öfugt farið með mig. Feg- urð, smæð, samræmi er í alvöru markmið mitt. (Þetta sagði Rob- espierre líka með sanni.) Ekkert á eins illa við mig og græðgi og sam- keppnissjónarmið. Verst er þó þeg- ar slíkt hugarfar býr að baki alls hins fagra og jafnvel góða. Svo er um líknarmál í dag. Og skáldskap. Mér finnst fækka frá ári til árs af- drepum fyrir fólk eins og mig. En meðferðarúrræðum fjölgar að sama skapi! Eg hef litla hæfileika til að hafa sjálf, minni en gerist. Ég reyni að gera sjálf annarrar manneskju að mínu. Brot úr Síðasta innsiglinu Þorsteinn Antonsson Hlynur og Hlynur MYJVULIST Gallerí Sævars Karls, Bankastræti BLÖNDUÐ TÆKNI HLYNUR HALLSSON OG HLYNUR HELGASON Til 29. janúar. Opið á verslunartíma. SÝNING nafnanna Hlyns Halls- sonar og Hlyns Helgasonar hjá Sævari Karli er ekki ónýt því þeim hefúr svo oft verið ruglað saman. Þeir eru þó gjörólíkir þótt þeir vinni oft með svipaða miðla. Hlynur Hallsson er mjög staðfræðilega - topografískt - hneigður og gæti því kallast raunsæismaðurinn. Gatna- snið hans og landamæralínur eru til marks um þörf hans til að fást við mælanleg gildi ytri veruleika. Nafni hans Helgason fæst við mun óáþreifanlegra viðfangsefni og mætti því flokka sem fullkominn rómantíker. I staðinn fyrir að leita út íyrh’ sig að áþreifanleik tilver- unnar reynh’ hann að lýsa því sem gerist á óljósum mörkum skynjunar og tilfmninga. Þannig eru Hlynimir gjörólíkir að öllu leyti nema aldri, heiti og framkomu. Til að vekja okkur til vitundai- um staðreyndir málsins bregða nafnaimr á það ráð að slá þessum eilífa íuglingi upp í góðlátlegt grín og sýna saman. Miðpunktm- sýningarinnar er væntanlega myndbandið með þeim félögum, hvoium á sínum hluta skermsins, á venjulegri dagleið gegnum lífið. Myndbandið byggir á tuttugu og fjómm atriðum, teknum í eina mínútu á hveijum heilum tíma. Þannig fá gestir smá innsýn í hversdagslega tilveru listamann- anna. En þó svo annar búi í Hannover í Þýskalandi og hinn á Skólavörðu- holtinu sunnanverðu er hversdags- leg tilvera þeirra ekki svo ýkja frá- brugðin. Hjá báðum fer drjúgur tími í bamapössun, matseld og aðr- ar skyldur. Hjá báðum er tölvan í fyiÚTÚmi. Líkt og aðrir nútíma- menn nýta listamenn samtímans þetta alhliða apparat til að búa til myndverk sín. Stærsta verk þessarar sýningar er felliskiltið yfir Laugaveginum þar sem nafnarnir horfast í augu yfir heiti sýningarinnar „Hlynur vs. Hlynur“. Onnur verk í salnum vitna um aðferðarfræði og áhuga- svið þessara ágætu listamanna. Eftir svona prýðilega kynningu ættu listáhugamenn að fara að átta sig betur á muninum á Hlyni og Hlyni. Halldór Björn Runólfsson GUNTER Schuller stjórnaði flutningnum á tónverkinu A Kypros eftir Leif Þórarinsson á tónleikum Pro Arte-kammerhljómsveitarinnar í Boston. Að snúa upp á sig „Til Kýpur“ vel tekið í Boston TONLIST Iðnó KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Francis Poul- enc. Þriðjudagurinn 16. janúar 1999. FRANCIS Poulenc er að mörgu leyti sérstætt tónskáld, sniðugur, fyndinn, snjall og var því oft sakað- ur um alvöruleysi en viðurkenndur fyrir fagleg vinnubrögð. Hann byrj- aði verkin oft á snjallri hugmynd og nær þar með athygli hlustenda en svo allt í einu snýr hann upp á sig, oft með kaffihúsalegu tónmáli. Þá er lagferlið stundum rofið með þverstæðri hljómskipan, eins og mjög gat að heyra hjá Prokofief og var í tísku á íýrri hluta 20. aldar, ásamt því að vitna í önnur tónverk, líklega til að stugga við fólki og jafnvel fá það til að hlæja. Þá er sérkennilegt hvemig hann endar sum tónverkin, eins og hann vilji banda frá með hendinni. Allt um það, þá eru tónverk hans skemmti- leg og þar getur að heyra margar sniðugar hugmyndir. Poulenc var einn af „sexmenningunum" en hann og Georges Auric voru yngstir fé- laganna og í afstöðu til tónlistar fylgdi þeir hugmyndum Eric Satie og voru því oft nefndir „tónlistar- ti*úðar“, fyrir það að taka sig ekki of alvarlega og snúa upp á sig, þeg- ar síst skyldi. Fyrsta verkið á tónleikunum var dúó-sónata fyrir tvö klarinett, sem Ármann Helgason og Helga Björk Amardóttir fluttu mjög vel. Verkið er samið 1918, þegar tónskáldið var 19 ára, og era jaðarkaflarnir mjög fjöragir en í miðþættinum var tón- málið blítt og fallega mótað, þar sem heyra mátti til Stravinskís og Debussy. Leikur Helgu Bjargar og Armanns var mjög vel útfærður. Annað verk tónleikanna var sónata fyrir fiðlu og píanó (1942-3), sem Hildugunnur Halldórsdóttir og Sól- veig Anna Jónsdóttir fluttu ágæt- lega, þó nokkuð gerði það fiðluleik- aranum erfitt fyrir, að píanistinn lék á köflum alltof sterkt. Þetta er margslungið og skemmtilega samið verk og ekki auðvelt í flutningi, svo að vel má horfa til þess, varðandi samspil og styrkleikajafnvægi á milli hljóðfæra. Sónötu fyrir klarinett og píanó samdi Poulenc árið áður en hann lést og er þetta verk með því besta sem Poulenc samdi og var það sér- lega vel flutt af Miklós Dalmay og Armanni Helgasyni, sérstaklega hægi þátturinn, þar sem þeim fé- lögum tókst að magna upp ákaflega fallega stemmningu. I framhaldi af hugmyndum Satie era Dýrasögurn- ar (Le Bestiaire), gamansamur lagaflokkur við „bullkvæði", sem upphaflega var samin 1919, fyrir söngrödd, strengjakvartett, flautu, ldarinett og fagott en síðar umrit- aður fyrir söngrödd og píanó. Loft- ur Erlingsson og Gerrit Schuil flutti þessa kostulega grínsöngva mjög vel. Sónata fyrir selló og píanó frá ár- unum 1940-48 var flutt af Sigurði Halldórssyni og Daníel Þorsteins- syni og verður að segjast eins og er, að flutningur Sigurðar var ekki í góðu jafnvægi, en geta verður þess, að verkið er á köflum mjög erfitt og það þarf að syngja það „hástöfum“, sem Sigurði tókst ekki að þessu sinni. Tónleikunum lauk með „gaman- verki“ frá 1918, Mouvements per- pétuels, sem upphaflega var samið fyrir píanó en umritað 1946 fyrir kammersveit og þá bættust í hóp- inn flytjendurnir Magnea Árna- dóttir (flauta), Eydís Franzdóttir (óbó), Anna Sigurðardóttir (horn), Kristín Mjöll Jakobsdóttir (fagott), Gréta Guðnadóttir (fíðla), Herdís Jónsdótth’ (lágfiðla), Bryndís Björgvinsdóttir (selló) og Hávarður Tryggvason (kontrabassi) og var þetta elskulega en lítilfjörlega verk ágætlega flutt. Þar með er lokið tónleikaröð, þar sem flutt vora ein- göngu verk eftir Francis Poulenc, til að minnast 100 ára fæðingaraf- mælis hans og við yfirlit á efnisskrá allra tónleikanna mátti sjá að flutt vora nokkur helstu kammerverka hans og m.a. fyrsta verk hans, Rapsodie négre (1917) en megin- tónverk lokatónleikanna var klar- inettsónatan, líklega síðasta kamm- erverk hans, frábært verk sem ásamt sónötunum fyrir fiðlu og selló mættu heyrast oftar. Jón Ásgeirsson TÓNVERKIÐ A Kypros eftir Leif Þórarinsson (1934-1997) var leikið á tónleikum Pro Arte-kammerhljóm- sveitarinnar í Boston undir stjórn Gunthers Schullers 10. janúar sl. Umfjöllun tónlistargagmýnanda The Boston Globe var mjög lofsamleg og í við- tali við stjórnandann í Boston Herald kom fram að bandarískir tónlistarmenn mættu gjarnan líta oftar til ís- lands í leit sinni að góðri nútímatónlist. A Kypros er tileink- að eyjunni Kýpur og innblásið af freskum og íkonum frá 12. öld sem tónskáldið hreifst af á eyjunni. Verkið er samið fyrir strengi og blásturshljóðfæri og var þetta jafnframt frumflutningur verks- ins í Bandaríkjunum. I umsögn gagnrýnanda Boston Globe er verkið lofað fyrir „að vera hreint og tært í einfaldleika sínum. Tónlistin ber vitni um hugmyndaauðgi tón- skáldsins, fjölbreytni og kraft. Hljómur þess virðist brúa bilið milli hinna tveggja ólíku eyja, Kýpur og íslands, og samhliða snerpu og ákveðni er verkið hlaðið hita og ástríðu". Gagnrýnandinn lýkur um- sögn sinni á þann veg að flutningur verksins hafi verið með slíkum ágætum að kveikt hafi löngun til að heyra fleiri verk eftir tónskáldið Leif Þórarinsson. Stjómandinn Gunther Schuller er heimsþekktur fyrir hljómsveitar- stjórn, tónsmíðar og útgáfu á tónlist. Honum hafa hlotnast ótal viður- kenningar fyrir störf sín að tónlist og er ekki síður þekktur fyrir djasstónsmíðar sínar en hljómsveitarstjórn og annars konar tón- verk. Schuller var yfir- maður tónsmíðadeildar Berkshire Music Cent- er í Tanglewood frá 1963-84 og hlaut Pu- litzer-verðlaunin í tón- list 1994. Leifur Þórar- insson var nemandi Schullers í byrjun 7. áratugarins. Schuller hefur síðan fylgst með tónlistarh'fi á íslandi og í viðtali í Boston Her- ald undir fyrirsögninni ^Gunter Schuller kannar hitasvæði Islands" segir hann m.a. að hann vilji hafa á efnisskrá allra tónleika sem hann stjómar verk eftir tónskáld frá landi sem við höldum að eigi enga tónlist. „Hvað vitum við svosem um tónlist frá Montenegro eða íslandi? Fólk heldur að á Islandi sé ekkert nema jöklar og eldfjöll. En þar þrífst geysilega fjölbreytt og sterkt menn- ingarlíf með miklar hefðir á bak við sig. Mér telst til að núna séu þar starfandi 30-40 ágæt tónskáld." Leifur Þórarinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.