Morgunblaðið - 28.01.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 53
MINNINGAR
fluttust þá suður og hafa lengst af
búið í Reykjavík.
Pau eignuðust fjóra syni, Krist-
ján, Magnús, Veigar og Hafþór,
sem dó í blóma lífsins.
Segja má að fyrir nokkrum ár-
um hafí þau lokið sinni annasömu
starfsævi þegar heilsa þein-a þraut
svo að bæði þörfnuðust þau um-
hyggju og ummönnunar. En gæf-
an hafði gefið þeim góða syni og
umhyggjusamar tengdadætur svo
allt fór vel. Að síðustu hafði þó
heilsu þeirra hnignað svo að þau
gátu ekki lengur dvalið heima.
Eftir að Óskar fluttist til
Reykjavíkur stundaði hann ýmsa
vinnu sem í flestum tilvikum
snertu akstur og bíla. Síðan hóf
hann störf á smurstöð Skeljungs
innst á Laugavegi, sem leiddi til
þess að hann fór að annast rekstur
stöðvarinnar. Óskar sinnti starfí
sínu af mikilli samviskusemi. Hann
var kurteis og lipur við alla sem til
hans sóttu þjónustu, enda jukust
viðskipin stöðugt svo að fjölga
þurfti starfsliði. Þessa vinnu
stundaði hann til starfsloka enda
veitti hún honum bæði starfsgleði
og góðar tekjur. Margrét og Óskar
höfðu mikið yndi af ferðalögum og
fóru víða um lönd.
Margrét lifir mann sinn og nýt-
ur ágætrar aðhlynningar á sjúkra-
deild DAS í Reykjavík.
Þegar ég horfi til liðinna ára
rifjast upp minningar um fjöl-
margar ánægjustundir á heimili
Óskars og Öddu og vel man ég vin-
semd þeirra og gestrisni.
Að lokum vil ég votta öllum að-
standendum hluttekningu.
Sigfús Kristjánsson.
Nú ríkir kyrrð í djúpum dal
þótt duni foss í gljúfrasal.
I hreiðrum fúglar hvíla rótt
þeir hafa boðið góða nótt.
Nú saman leggja blómin blóð,
er breiddu faðm mót sólu glöð,
í brekkum fjalla hvfla rótt,
þau hafa boðið góða nótt.
Nú hverfur sól við segulskaut
og signir geisli hæð og laut
er aftanskinið hverfúr fljótt,
það hefúr boðið góða nótt.
Elsku afí, augun lokast, hjartað
fer að sofa svefninum langa. Minn-
ingarnar lifa og blossa upp og
minna okkur á þig. Elsku afi, til
dæmis þegar við horfðum á Dallas,
eða þegar við sáum Frissa fríska
og banana sem þér fannst alltaf
svo gott. Ef ekki væru minningar
vitum við ekki hvað við myndum
gera, en sem betur fer eru þær til
og þær eru góðar minningarnar
okkar sem við eigum um þig og
munum geyma í hjarta okkar,
elsku afi.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Margrét Inga og
Margrét Kristjánsdóttir.
Elsku afi. Nú ertu farinn á ann-
an stað og við vonum að þér líði
vel þar. Það er svolítið skrítið að
geta ekki farið til þín og fengið
blátt Ópal og súkkulaði úr ís-
skápnum og Emil skilur ekki að
nú fórum við ekki með bjór til afa.
Þig sem langaði svo að sjá okkur
fimleikastúlkurnar í sjónvarpinu.
Nú getur þú ekki lengur fylgst
með Dallas, uppáhalds sjónvarps-
þættinum þínum. En við ætlum að
muna vel eftir þér, elsku afi, og
heimsækja hana Öddu ömmu fyrir
þig-
Hér er bæn:
I bljúgri bæn og þökk til þín
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Þínar afastelpur
Stefanía Kristjánsdóttir og
Kristjana Ósk Veigarsdóttir.
+ Arinbjörn Árna-
son fæddist á
Ncðri-Fitjum í Víði-
dal í V-Húnavatns-
sýslu 16. ágúst 1904.
Hann lést á Land-
spítalanum 11. janú-
ar siðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Fíladelfíukirkj-
unni 19. janúar.
Elsku Arinbjöm
minn. Nú ert þú farinn
frá okkur öllum. Þegar
ég sest niður og byrja að skrifa til þín
hellist yfir mig söknuður og fallegar
minningar um þig.
Fyrstu minningar mínar um þig úr
æsku eru tengdar þér þegar þú
komst ríðandi á hesti fram að
Hrappsstöðum í Víðidal til að ná í mig
í fóstur og þú fórst með mig að N-
Fitjum þar sem ég átti að vera smá
tíma. Þar bjuggu foreldrar þínir, Ami
og Sigríður, í góðu búi. Þau reyndust
mér vel, ólu mig upp sem sitt eigið
barn. Þá man ég vel hvað þú varst
Ijúfur við mig og góður þegar pabbi
þinn dó. Þú hélst á mér og huggaðir
mig eftir bestu getu.
Arinbjörn vann að bústörfum hjá
foreldrum sínum eins og títt var á
þessum tíma, allt slegið með orfi og
ljá og rakað með hrífum, heyið bundið
og reitt heim á klakk.
Ég fór oft í heimsókn til hjónanna
Margrétar og Arinbjöms þegar þau
bjuggu á Melhaganum í Reykjavík.
Þangað var gott að koma. Kærleikur-
inn í fyrirrúmi.
Síðustu ár Arinbjarnar vom á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Selja-
hlíð. Þar kom ég oft og áttum við
góðar stundir, ræddum saman gömlu
góðu dagana.
Ég hafði oft með mér pönnukökur
sem ég hafði bakað, og var hann mjög
þakklátur fyrir, og fyrir jólin bakaði
ég smákökur sem ég nefndi hálf-
mána. Ég man hvað þú varst ánægð-
ur þegar þú sást þetta. Þegar ég kom
til þín í desember varstu mjög hress
og áttum við góða stund saman.
Jæja Arinbjörn minn. Þakka þér
fyrir allt og allt. Guð geymi þig.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur
til fjölskyldu hans og annarra að-
standenda, frændfólks og vina.
Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim,
mig glepur sýn,
því nú er nótt og harla langt er heim.
0, hjálpin mín,
styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt,
ég feginn verð, ef áfram miðar samt.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú logar enn, -
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
Og ég finn aftur andans fógru dyr
og engla þá, sem barn ég þekkti fyr.
(M.Joch.)
Álfheiður Björnsdóttir.
Elsku Arinbjöm
frændi er farinn í ferð-
ina miklu. Bjössi frændi,
eins og við nánustu ætt-
ingjar kölluðum hann,
var móðurbróðir minn.
Ég er þess fullviss að
það voru margir sem
tóku á móti honum í
betri heimi. Þar á meðal
hefur verið Jónína syst-
ir hans sem andaðist
fyrir hálfu ári. Það var
alla tíð mjög kært á milli
þeirra. Éftir að móðir
mín kom norður á
Sjúkrahúsið á Hvammstanga hringdu
þau í hvort annað nánast daglega
þegar annað hvort var lasið. Bjössi
sagði að þeim væri nóg að heyra mál-
róminn hvort í öðru, því þau skildu
hvort annað.
Síðasta ferð Bjössa frænda norður
var síðastliðið sumar til að fylgja
systur sinni til grafar og var máttur-
inn þá farinn að dvína.
Bjössi andaðist daginn sem við vor-
um að kjósa nýtt nafti á sveitarfélag-
ið. Hann sagði mér í sumar að hann
vonaðist til að það myndi heita Húna-
þing (það lægi í augum uppi). En
Húnaþing má segja að sé þjóðsöngur
okkar norðanmanna og er eftir
frænda.
Ég vil þakka frænda fyrir allan
þann kærleika og hlýhug sem hann
sýndi mér og minni fjölskyldu. Ef
eitthvað bjátaði á var svo gott að
hringja í hann og fá alla hans til-
beiðslu. Mér fannst hann alltaf vera
höfuð ættarinnar. Hann munaði ekki
um að gefa út niðjatal foreldra sinna,
Árna V. Gíslasonar og Sigríðar Guð-
mundsdóttur á Neðri-Fitjum í V-
Hún., og drífa af stað ættarmót
frændfólksins í kjölfar þess. Bjössi
frændi var sérlega minnugur og setti
margt á prent þótt skólaganga væri
ekki löng. Meðal þess efnis sem eftir
hann liggur er bókin „Dögun við Dag-
múla“.
Frændi mat mikils hreinskilm,
heiðarleik og traust. Hann var alinn
upp við að virða hinar góðu dyggðir,
trúnað, samviskusemi og umburðar-
lyndi við samferðafólkið, og á þeim
vegi villtist hann aldrei. Síðast talaði
ég við hann á aðfangadag. Þá fann ég
að hverju stefndi. Við kvöddumst vel
og báðum hvort öðru Guðs blessunar
eins og hann gerði alltaf við mig.
Ég bið góðan Guð að blessa minn-
ingu hans og vera með öllu hans fólki.
I lokin ætla ég að kveðja þig með síð-
asta erindinu úr Húnaþingi:
Heill sé þér um ævi alla, æsku minnar
dvalarstaður.
Nefna vil ég nafnið þitt.
Ailt frá strönd og upp til fjalla auðnu njóti
sérhver maður,
Húnaþing, þú hérað mitt.
(Arinbjöm Árnason)
Þín frænka
Árný Kristófersdóttir.
JÓN ÁRNIJÓNSSON
+ Jón Árni Jónsson fæddist á
Akureyri 16. desember 1925.
Hann lést á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 7. janúar og fór út-
fór hans fram frá Akureyrar-
kirkju 13. janúar.
Enn fjölgar þeim sem á okkar aldri
færast um set. Jón Ámi, vinur minn
og bekkjarbróðir, hefur nú kvatt þenn-
an heim en minning hans lifir og
mannkostir.
Mig minnir að kynni okkar hæfust
fyrst í 2. bekk MA. Okkur bekkjar-
systkinum hans varð fljótt ijóst hve
góðum námsgáfúm hann var gæddur
og ekki síður ijúfmennska hans og
drenglyndi. Þegar fram liðu stundir óx
með okkur vinátta og í 5. bekk lásum
við saman ásamt Ingimar Einarssyni
bekkjarbróður okkar og í 6. bekk lás-
um við Jón Ami saman tveir. Er mér
ijúft og skylt að þakka hve ég naut
mikils af þessu starfi. Stundum þegar
mér þótti nóg lesið og hðið var á dag
vildi hann gjarnan fara aftur yfir
pensúmið, sem mér leiddist. Svona var
Jón Árni. Hann þurfti þessa ekki sín
vegna, en taldi mér það hollt. Ég átti
því láni að fagna að kynnast foreldrum
hans á þessum áram, ástúðlegu af-
bragðsfólki.
011 kynni min af Jóni Ama eru með
einum hætti. Glaðværð hans, menn-
ingarleg, jafnan temprað, er mér
minnisstæð. Þegar námi lauk fyrir
norðan skildust leiðir og sem vænta
mátti varð minna um samskipti okkar
en þó fylgdumst við hvor með öðrum,
skiptumst á kveðjum og hresstum upp
á kynnin með bekkjarsystkinum af og
tíl.
Eftir skjallegum mönnum, sam-
kennuram og nemendum, hef ég, að
hann hafi verið afbui-ðakennari og
skilningsríkur sem vakti áhuga nem-
enda og menningarlegan metnað.
Jón Árni átti skihð að verða ham-
ingjumaður og hamingjuna hlaut hann
með Maríu sinni, þeirri dýrðarkonu,
og niðjum þeirra og þess naut hann.
Ég hef haft af því sannar fregnir að
allt um þunga banalegu hafi hann til
hinstu stundar haldið andlegu þreki
sínu og glaðværð.
Ég kveð vin minn og bróður og bið
honum blessunar Guðs. Við Kristín
sendum Maríu og allri fjölskyidu inni-
legar samúðarkveðjur.
Guðmundur Benediktsson.
ARINBJORN
ÁRNASON
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og
sonur,
HÖGNI BJÖRN HALLDÓRSSON,
Selbrekku 17,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstu-
daginn 29. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Krabbameinsfélag Islands.
Steinunn Karlsdóttir,
Halldór Karl Högnason,
Unnur Þóra Högnadóttir,
Hrefna Björnsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
PÁLL HJALTALÍN ÁRNASON,
Nónási 3,
Raufarhöfn,
verður jarðsunginn frá Raufarhafnarkirkju
laugardaginn 30. janúar kl. 14.00.
Una Hólmfríður Kristjánsdóttir,
Árni Pálsson, Gyða Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar,
STEFÁN BJÖRNSSON
skipstjóri,
Hamraborg 32,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstu-
daginn 29. janúar kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björn Stefánsson,
Rafn Stefánsson.
+
Bróðir okkar,
ÞORSTEINN FRIÐRIKSSON,
Reynimel 49,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 14. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Systkini.
+
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
INGIBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR,
Furugerði 1.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Furu-
geðis 1 fyrir frábæra umönnun.
Þórdfs Þorbergsdóttir, Gunnar P. Guðjónsson,
Aðalsteinn J. Þorbergsson, Stella Stefánsdóttir,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Guðrún Gunnarsdóttir,
Þórdís Gunnarsdóttir,
Þorbergur Aðalsteinsson,
Aðalsteinn Aðalsteinsson,
Stefán Aðalsteinsson
og langömmubörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför bróður okkar,
SIGURÐAR LOFTSSONAR,
Hlaðhömrum 2,
Mosfellsbæ.
Björn Loftsson,
Katrín Loftsdóttir.