Morgunblaðið - 28.01.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 18
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
Gluggaþvottur í vetrarstillu
Ný frumvörp frá
landbúnaðarráðherra
Skógráð geri
tillögu um áætl-
un í skógrækt
Samtökin SÓL í
Hvalfírði
Ummæli
Hollustu-
verndar katt-
arþvottur
SAMTÖKIN SÓL í Hvalfirði lýsa
furðu sinni á þeim ummælum for-
svarsmanna Hollustuverndai- ríkis-
ins í fjölmiðlum um að of há flúor-
mengun álversins Norðuráls við
Grundartanga sé eðlileg fyrsta
starfsárið og í samræmi við undan-
þáguákvæði í starfsleyfi fyrirtækis-
ins. Segja samtökin í fréttatilkynn-
ingu að þessi ummæli séu kattar-
þvottur sem sæmi ekki stofnun eins
og ílollustuvernd.
Ólafur M. Magnússon, formaður
samtakanna SÓL, segir þessi um-
mæli undrunarefni ekki síst í ljósi
þess að samtökin hafi undir höndum
ýmsar athugasemdir sem Hollustu-
vernd hafi gert við starfsemi álvers-
ins á síðasta ári. Vísar Ólafur þar
m.a. tO bréfs Hollustuverndar til
Norðuráls hinn 20. október sl. þar
sem Hollustuvernd gerir athuga-
semdir um frágang úrgangsefna.
Jafnframt vísar hann til eftirlits-
skýrslu um mengunarvarnir, sem
unnin er af fulltrúa Hollustuverndar
frá 29. september sl., þar sem kemur
m.a. fram að umgengni við uppfyll-
ingu við höfnina sé ábótavant. Þar
mætti m.a. sjá timburdrasl, kola-
salla, malbik, málmleifai’ og for-
skiljuryk.
„Samtökin h'ta það mjög alvarleg-
um augum að lífríki Hvalfjai’ðar
skuli ógnað með óviðunandi írágangi
úrgangsefna sem eiga greiða leið í
fjörðinn ef ekkert verður aðhafst,"
segir m.a. í fréttatilkynningu sam-
takanna.
GLUGGAÞVOTTUR er snar
þáttur í starfseminni á Lauga-
vegi og víðar. Um vetur sest á
gluggana salt, tjara og sót, sem
nauðsynlegt er að hreinsa
reglulega til að gera andlit
verslana aðlaðandi fyrir vegfar-
endur. Kaffíhúsin eru þar engin
undantekning og Oddnýju Arna-
dóttur á Tíu dropum á Lauga-
veginum er vel kunnugt um þá
staðreynd.
RÁÐGEFANDI nefnd um skógar-
mál, svokallað skógráð, sem skipað
verður af landbúnaðarráðherra, er
meðal helstu nýmæla í frumvarpi til
laga um skógrækt og skógvemd,
sem Guðmundur Bjarnason land-
búnaðarráðherra kynnti á ríkis-
stjórnarfundi á þriðjudag Frum-
varpið er afrakstur þeirrar heildar-
endurskoðunar sem átt hefur sér
stað á núgildandi lögum um skóg-
rækt og viðauka þeirra.
Hlutverk skógráðs verður m.a. að
koma með tillögu um svokallaða
landsáætlun í skógrækt, sem Al-
þingi þarf að samþykkja, til ákveð-
ins árafjölda í senn. Ætlunin er að í
skógráðinu eigi sæti fulltrúar aðila
eins og Skógræktarfélags íslands,
Landssambands skógareigenda,
Náttúrufræðistofnunar, Land-
græðslu ríkisins, Sambands ís-
lenski-a sveitarfélaga og Rannsókn-
arstöðvarinnar á Mógilsá. Að öðru
leyti tekur frumvarpið m.a. mið af
áralangri þróun Skógræktar ríkis-
ins úr því að sjá nær eingöngu um
gróðursetningu og framleiðslu á
skógarplöntum í það að vera eins
konar ráðgjafar- og rannsóknar-
stofnun í skógræktarmálum.
Ráðherra kynnti sömuleiðis nýtt
frumvarp til laga um landshluta-
bundin skógræktarverkefni og er
með því verið að koma á einum lag-
aramma fyrir skógræktarverkefni á
landinu á borð við Suðurlandsskóga.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir því
að ráðherra hafi heimild til að koma
á fót átaksverkefnum í skógrækt án
þess að setja um það sérstök lög.
Ríkisstjómin heimilaði ráðherra
að leggja frumvöi-pin fyrir stjórnar-
þingflokkana á Alþingi og er stefnt
að því að hann mæli fyrir þeim nú á
vorþingi.
Fréttir á Netinu
mbl.is
__ALLTAf= &/TTH\SA£J /MÝTT
+U|en<|i Í$|aii<1s
- fjársjóður þjóðarinnar
skipulag til framtíðar
Athygli er vakin á því að út er kominn
bæklingur með upplýsingum um
stjórnskipan á miðhálendi íslands.
Er almenningur hvattur til að kynna sér
efni þessa bæklings enda varðar
skynsamleg skipan á nýtingu auðlinda
hálendisins hag þjóðarinnar allrar um
ókomin ár.
Bæklinginn má nálgast með því að
hafa samband við forsætis-, umhverfis-
iðnaðar- eða félagsmálaráðuneyti
í síma 560-9000.
Efni hans er einnig að finna á vefsíðunni
www.stjr.is