Morgunblaðið - 10.02.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 10.02.1999, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hreinsson fararstjóri sagði að ekki hefði snjóað á því svæði og skíða- færi væri gott, en öðru máli gegndi um suðurhluta Þýskalands og Austurríki. „Fannfergið hefur valdið skaða, manntjóni og skemmdum á mannvirkjum. Þeir sem eru að renna sér á skíðum í Austurríki eru á kafi í snjó,“ segir hann. Halldór kvað hópa á vegum ferðaskrifstofunnar og Úrvals-Út- sýnar hafa orðið iýrir talsverðum töfum á leiðinni, bæði frá skíða- svæðinu að flugvellinum í Miinchen og þaðan til flugvallarins. „Menn eru að rekast saman í hálkunni, auk þess sem tré hafa brotnað niður. Áhrif óveðursins hafa því verið mikil. Þessar um- ferðarstíflur hafa sérstaklega verið slæmar á austurrísku vegunum og hópamir sem vom á leið heim vora um 12 tíma á leiðinni. Hópamir sem vora að koma töfðust einnig talsvert,“ segir hann. Hilmar Björnsson fararstjóri sem annast hóp Islendinga á veg- um ferðaskrifstofunnar Urvals-Út- sýnar í bænum Val di Fassa, tók í sama streng, sagði snjókomuna endalausa en ekki væri þó sama fannfergi og í Austurríki og Sviss. Hins vegar hefðu spár bent til að veður gæti orðið tvísýnna á þessum slóðum. „Hér era um tveir flug- farmar af íslendingum, eða á milli 200 og 300 manns, sem hafa aðal- lega orðið fýrir töfum á ferðum sín- um, en ekki lent í neinum óhöpp- um,“ segir hann. Miklir hvellir og sprengingar Theódór Sólonsson var staddur, ásamt tuttugu og tveimur Islend- ingum sem ferðast undir nafninu SIS-Reisen, i bænum Serfaus í Austurríki þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Fleiri Is- lendingar era væntanlegir þangað næsta laugardag. „Síðan við komum á laugardag- inn er búið að kyngja niður snjó og heimamenn tala um að ekki hafí snjóað svona mikið í fjölda ára. Frostið er á milli 11 og 12 gráður. I allan morgun hafa menn sprengt snjóhengjur umhverfis okkur. Við sjáum ekkert en við heyrum mikla hvelli og sprengingar og sumar lyftur hafa verið lokaðar vegna snjóflóðahættu,“ segir hann. „Við höfum samt sem áður farið á skíði og vel hefur farið um okkur.“ Mikil snjóflóðahætta í Sviss og Austurríki Hættulegur snjór á þökum um Islendinga Guðrún Berner-Vemharðsdóttir kveðst aldrei hafa upplifað aðra eins snjókomu síðan hún fluttist til Göschenen, norðan við Gotthard- göngin í hjarta svissnesku Alpanna, fyrir 15 árum. „Það er rosalega mikill snjór,“ sagði hún í gærmorgun. „Þvottasnúrastang- imar fýrir utan gluggann hjá mér era að fara í kaf og þær eru öragg- lega tveggja metra háar.“ Það er vetrarfrí í þorpinu en bömin geta ekki verið úti að leika sér. „Það er svo mikill snjór á hús- þökum að hættulegt getur verið að verða fýrir honum þegar hann hrynur niður.“ Snjóflóð féll við Göschenen árið 1974 og hafði alvarlegar afleiðingar í fór með sér. „Margir óttast að það endurtaki sig núna,“ sagði Guðrún. „Búið er að flytja fólk úr húsum í fjalladalnum. Skyggnið er svo slæmt að það er ekki vitað hversu mikill snjór hefur safnast saman þar fýrir ofan. En fólk vonar það besta. Flestir hér eru kaþólskir og margir þeirra hafa kveikt á sér- stökum snjóflóðakertum. Þau eiga að forða þeim og þeirra frá snjó- flóðum." Fólk hefur einnig verið flutt úr húsum á ýmsum stöðum í Bem- Reuters SNJÓSKAFLAR hreinsaðir af götum Ziirich, en þar snjóaði mikið í gær eins og seinustu daga. Slæmt veð- ur, fannfergi og snjókoma ásamt snjóflóðum, olli öngþveiti víða á meginlandi Evrópu um seinustu helgi og hefur áhrifanna einnig gætt seinustu daga. Ölpunum. Anna Birna Furrer- Michelsen býr í Interlaken. „Ástandið er ekki slæmt héma niðri á láglendinu en það er alvar- legt í fjöllunum fyrir ofan.“ Leiðinni til Grindelwald frá Interlaken var lokað um miðjan dag í gær og einnig til Murren. Fólk komst til Wengen en allar skíðalyftur þar fyrir ofan voru lok- aðar. Þessi þorp era helstu skíða- staðir Bem-Alpanna. Peter Wengen, talsmaður Jungfrauba- hnen, sem rekur lestir og lyftur á svæðinu, sagðist ekki muna eftir öðru eins ástandi í þau þrjátíu ár sem hann hefur starfað hjá lestar- félaginu. „Snjónum kyngir niður,“ sagði hann. „Það er ekki hægt að hafast neitt að vegna snjókomu. Við get- um ekkert gert nema beðið og von- að það besta.“ Skíðafærið var gott og lyftumar gengu í Lech í Austurríki í gær. „Snjórinn í þorpinu er þriggja metra djúpur," sagði Armin Eckart, ferðamálastjóri. „Hér ríkir rómantískt andrúmsloft. En leiðin hingað uppeftir er lokuð og það er auðvitað slæmt fyi-ir þá sem þurfa að komast leiðar sinnar." I bænum Madonna di Campiglio í ítölsku Ölpunum er staddur um fjörutíu manna hópur frá Sam- vinnuferðum-Landsýn. Halldór Ekki væsir Zttrích. Morgunblaðið. SNJÓ kyngdi niður í svissnesku Ölpunum og í vesturhluta Austur- rílds í gær og alla fyrrinótt. Leiðin til Lech í Vorarlberg er lokuð og svipaða sögu er að segja af mörg- um stöðum í Sviss. Hraðbrautinni á Göschenen var lokað seinni partinn á þriðjudag. Hætta á snjóflóðum er mikil. Ekki væsti um þá íslendinga sem Morgunblaðið hafði spurnir af í austurrísku og ítölsku Ölpunum í gær. Hjón fórust í snjóflóði fyrir ofan Wengen í Bern-Ölpunum aðfara- nótt mánudags og ungur Þjóðverji varð úti á sunnudag. Þá hrifsaði snjóflóð með sér nokkur mannlaus hús í kantónunni Wallis aðfaranótt þriðjudags. Snjókomu var spáð áfram fram á miðvikudag. Nýr stjórnarformaður íshúsfélags fsfírðinga hf. Fyrirtækið verður áfram í fiskvinnslu NÝR stjórnarformaður íshúsfé- lags ísfirðinga hf., Guðni Geir Jó- hannesson, segir að framundan sé að breyta rekstri félagsins til að snúa tapi í hagnað en hann leggur áherslu á að fyrirtækið muni starfa áfram að bolfisk- vinnslu. Nýja stjórnin vinnur nú að úttekt á stöðu fyrirtækisins með fulltrúum viðskiptabanka þess, sem er íslandsbanki, og fleiri ráðgjöfum. Guðni Geir kvaðst ekki reiðubú- inn að tjá sig um taprekstur und- anfarinna ára, sagði tap einnig hafa verið á síðasta ári en minna en árin áður og nú væri ætlunin að snúa þessu við. Hjá íshúsfélagi ís- firðinga starfa um 100 manns og sagði Guðni fyrirtækið mikilvægt starfsmönnum, eigendum og bæj- arfélaginu og það yrði áfram í rekstri. í aðalstjórn Ishúsfélagsins sátu Magnús Reynir Guðmundsson, sem var stjórnarformaður, Gunn- ar Þórðarson og Jón Kristmanns- son. Töldu fulltrúar eigenda rétt að þeir vikju úr stjórn m.a. vegna þess að þeir hafa einnig starfað hjá félaginu og staðfesti Guðni þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Sagði hann eigendur ekki hafa fundið að störfum þeirra en ekki talið rétt að þeir sætu bæði í stjórn og væru starfsmenn, væru beggja vegna borðs, nú þegar taka þyrfti ákvarðanir um fram- tíðarrekstur fyrirtækisins. Ásamt Guðna í stjórn eru Jón Ólafur Þórðarson og Kristján G. Jó- hannsson. Á liðnu hausti fjárfesti Ishúsfé- lagið í rækjuvinnslubúnaði sem hefur þó ekki verið tekinn í notkun ennþá, m.a. vegna óvissu á rækju- mörkuðum. Einnig hefði verið til umræðu að ganga til samstarfs við Hraðfrystihúsið hf. 1 Hnlfsdal. Sagði Guðni bæði þessi mál vera í sérstakri skoðun og væru þau í raun óháð þeim aðgerðum sem gera yrði hjá Ishúsfélaginu varð- andi fiskvinnsluna. Hann sagði ráðgjafa koma vestur til viðræðna næstu daga og leggja fram hug- myndir sínar og væri ekki unnt að greina nánar frá málinu fyrr en þær lægju fyrir og stjórnin hefði fjallað um þær. Björgvin Bjamason, fram- kvæmdastjóri íshúsfélagsins, hef- ur sagt starfi sínu lausu eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær og sagði Guðni hann hafa gert það fyrir nokkru. Engin ákvörðun hef- ur verið tekin um eftinnann hans. Hráefni frá Stefni og llskmörkuðuni íshúsfélag ísfirðinga hf. er nú í eigu útgerðarfélagsins Gunnvarar sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson. Framkvæmda- stjóri þess er Kristján G. Jóhanns- son, einn hinna nýu aðalstjórnar- manna hjá Ishúsfélaginu. Áður átti útgerðarfélagið Hrönn einnig stór- an hlut í íshúsfélaginu, en í eigu Hrannar var m.a. Guðbjörgin. Báðir þessir togarar lögðu upp hjá íshúsfélaginu á árum áður meðan þeir voru ísfisktogarar. I dag gerir Ishúsfélagið út togarann Stefni, sem áður hét Gyllir og var gerður út frá Flateyri, og leggur hann upp afla sinn hjá Ishúsfélaginu. Þá kaupir fyrirtækið hráefni á mörk- uðum og hefur einnig unnið Rússa- fisk. Samfylkingin á Vesturlandi Prófkjörs- reglum hafnað ÁGREININGUR er um prófkjörs- reglur Samfylkingar á Vesturlandi. Alþýðuflokkurinn, eða a.m.k. hluti hans, hefur hafnað þeim reglum sem samþykktar höfðu verið í sam- eiginlegri nefnd flokkanna sem standa að Samfylkingunni. Unnið er að því að miðla málum og er stefnt að niðurstöðu í vikunni. Stefnt var að því að halda prófkjör 20. febrúar, en reiknað er með að því verði frestað. Prófkjörsreglurnar gerðu ráð fyrir að kjósendur mættu aðeins merkja við einn frambjóðanda frá hverjum flokki, þ.e. Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista. Þó nægði að aðeins væri merkt við einn frambjóðanda. Þessar reglur voru samþykktar samhljóða í fram- boðsnefnd flokkanna. Einn af þrem- ur fulltrúum Alþýðuflokksins í nefndinni sat hjá, en bæði formaður og varaformaður kjördæmisráðs flokksins greiddu tillögunni atkvæði sitt. Þrír stefna á fyrsta sætið Fyrirfram er reiknað með að Gísli Einarsson, alþingismaður Al- þýðuflokksins, Jóhann Ásælsson, fýrrverandi alþingismaður Alþýðu- bandalagsins, og Hóhnfríður Sveinsdóttir, stjórnmálafræðingur og alþýðuflokksmaður, berjist um fýrsta sæti listans. Að baki ágrein- ingsins um prófkjörsreglurnar liggja m.a byggðasjónarmið, en bæði Gísli og Jóhann eru frá Akra- nesi, en Hólmfríður er frá Borgar- nesi. Einnig má búast við að fylgi Alþýðuflokksins dreifist að ein- hverju leyti milli Gísla og Hólmfríð- ar, sem væntanlega ætti að auka möguleika Jóhanns á að ná íýrsta sætinu. Gísli hefur lýst efasemdum sínum um ágæti reglanna, en Hólmfríður sagði í samtali við Morgunblaðið að hún sætti sig við reglumar eins og þær væra. Hún sagði að byggða- sjónarmið væru meginskýringin á þessum ágreiningi. Formaður og varaformaður kjördæmisráðs Al- þýðuflokksins, sem era frá Stykkis- hólmi og Borgarnesi, hefðu sam- þykkt reglumar, en þriðji fulltrúi Alþýðuflokksins í framboðsnefnd- inn og sá sem sat hjá í nefndinni, er frá Akranesi. Hólmfríður kvaðst vonast eftir að þessi ágreiningur yrði jafnaður í þessari viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.