Morgunblaðið - 10.02.1999, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.02.1999, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lvfjabúð Háskóla íslands Rekstri Reykjavíkur Apóteks hætt STJÓRN Lyfjabúðar Háskóla ís- lands hefur með samþykki Háskóla- ráðs ákveðið að hætta rekstri Reykjavíkur Apóteks frá 31. mars næstkomandi. I fréttatilkynningu frá stjórn Lyfjabúðarinnar segir að vegna breyttra aðstæðna á lyfjamarkaði á undanfórnum árum sé Háskóli ís- lands ekki heppilegur aðili til þess að reka fyrirtæki á slíkum markaði. A fyrri hluta ársins 1998 var rekstur Reykjavíkur Apóteks boð- inn til sölu og boðið upp á þann möguleika að nýr rekstraraðili fengi iangtíma leigusamnig vegna hús- Storebrand býður„ekki nógu hátt“ Ósi(í. Reuters. STJÓRN Finansbankens í Ósló segir að 40 norskra króna tilboð á hlut Storebrand trygg- ingafélagsins í bankann sé ekki nógu hátt, en mælir með því að hluthafar samþykld það, ef hærri boð berist ekki. Finansbanken kvaðst hins vegar ekkert hafa á móti stefnumótandi áætlunum á bak við tilboð Storebrand. Sam- kvæmt tilboði Storebrand er Finansbanken metinn á 1,6 milljarða norskra króna, 14,4 milljarða íslenskra króna. næðis apóteksins. Samkvæmt til- kynningunni bárust engin gild til- boð og því er ekki um annað að ræða en að hætta rekstri Reykja- víkur Apóteks, segir í tilkynning- unni. Óhagkvæmt húsnæði „Það er því miður staðreynd að húsnæði Reykjavíkur Apóteks í Austurstræti 16 hentar ekki fyrir rekstur apóteks í dag. Húsnæðið er mjög óhagkvæmt og friðun innrétt- ingar hefur þau áhrif að mjög erfítt er að hagræða í rekstrinum eins og nauðsynlegt væri. Af þessum sökum er ekki lengur grundvöllur fyrir rekstri Reykjavíkur Apóteks,“ segir í tilkynningunni. Erfiður rekstur Ingjaldur Hannibalsson, formað- ur stjórnar Lyfjabúðar Háskóla Is- lands, segir að rekstur apóteksins hafi verið erfiður á undanförnum árum og staðsetning apóteksins sé ekki lengur góð. „Það eru fáir íbúar í miðbænum og ekki margir læknar með skrifstofu í grenndinni auk þess sem bílastæðavandamál eru fyrir hendi,“ sagði Ingjaldur. Háskóli íslands tók við rekstri apóteksins árið 1982 og keypti síðan húsnæði þess árið 1995. Um síðustu áramót seldi Háskólinn fyrirtækinu Kirkjuhvoli húseignina. Reykjavíkur Apótek er elsta fyr- irtæki landsins, það var stofnað árið 1760 sem Nesapótek en fiuttist síð- an til Reykjavíkur árið 1823. Apótekið hefur verið til húsa í Austurstræti 16 í um 70 ár. Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni. Skráning þingvíxla Kaupþings hf. á Verðbréfaþing íslands Veröbréfaþing íslands hefur samþykkt að taka þingvíxla Kaupþings hf. á skrá. Bréfin verða skráð mánudaginn 15. febrúar nk. Skráningarlýsingu er hægt að fá hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Kaupþingi hf. Þar er einnig hægt að nálgast þau gögn sem vitnað er til í skráningarlýs- ingunum. KAUPÞING HF Fjárfestingarbanki Ármúla 13A, 108 Reykjavík Sími 5151500, fax 5151509 S Hagnaður Þróunarfélags Islands 492 m.kr. árið 1998 Mesti hagnaður í sögu félagsins Þróunarfélag Islands hf. Úr ársreikningi 1998 Rekstrarliðir Milljónir króna 1998 1997 Breyting Fjármunatekjur Fjármagnsgjöld 706,0 31,8 685,4 44,1 +3,0% ■27.9% Hreinar fjármunatekjur Rekstrargjöld 674,3 25,5 641,3 26.0 +5,1% ■1.9% Hagnaður f. skatta Reiknaðir skattar 648,8 156.6 615,3 183,0 +5,4% ■14.4% Hagnaður ársins 492,2 432,3 +13,8% Efnahagsiiðir 31/12'98 31/12'97 Breyting | Eignir: | Milliónir króna Fastafjármunir 29,5 30,7 ■4,1% Hlutabréf 2.422,8 1.791,1 +35,3% Aðrir veltufjármunir 582.4 499.5 +16.6% Eigniralls 3.034,7 2.321,3 +30.7% | Skuldir og eigið fé: | Eigið fé 2.339,2 1.922,6 +21,7% Tekjuskattsskuldbinding 466,0 313,9 +48,4% Skuldir 229,5 84.8 +170.7% Skuldir og eigið fé alls 3.034,7 2.321,3 +30,7% Sióðstrevmi og kennitölur 1998 1997 Breyting Eiginfjárhlutfall 77% 83% Arðsemi eigin fjár 26% 28% Innra virði 2,13 1,73 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 677,2 647,0 +4,7% Handbært fé frá rekstri -68,8 185,3 ■ ÞRÓUNARFÉLAG íslands hf. skil- aði 649 milijóna króna hagnaði fyrir skatta á síðasta ári, en 492 m.kr. hagnaði þegar tekið hefur verið tillit til 157 m.kr. skatta. Hagnaður ársins er 16% meiri en árið þar á undan þegar hann nam 425 m.kr. Andri Teitsson, framkvæmda- stjóri félagsins, kveðst mjög ánægð- ur með útkomuna. Hagnaðurinn sé sá mesti sem félagið hafí náð og 1998 er þriðja árið í röð sem hagn- aður er meiri en 400 milljónir króna. „Hækkun á heildarvísitölu Aðall- ista VÞI er 6,3% yfir árið en arðsemi eigin fjár okkar er 26% þannig að miðað við það sem við lögðum upp með er útkoman betri en við gátum þorað að vona,“ sagði Andri í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að þar sem um 80% af eignum félagsins séu í hlutabréfum, hefði verið ljóst að útkoman myndi ráðast af þróun á hlutabréfamarkaði. Hlutabréf í tölvufyrirtækjum skýra afkomuna Andri segir að miklar hækkanir á verði hlutabréfa í tölvufyrirtækjum skýri að mestu leyti góða útkomu. Fyrirtækið átti um áramót 27% hlut í Opnum kerfum og á 11,2% í Nýherja, en verð á bréfum þessara fyrirtækja hafa hækkað mikið að undanförnu. „Þetta eru stærstu hlut- uTiir í hlutabréfasafninu okkar og þessi grein vegur alls 50% í safninu," sagði Andri. Aðspurður hvort hann væri ekki uggandi um að verð bréfanna myndi lækka í ár, miðað við ummæli manna á markaði um að fyrirtækin séu verðlögð of hátt, sagði Andri að vissulega væru þau verðlögð hátt en það væri vegna mikilla væntinga. „Við höfum fulla trú á að þær vænt- ingar muni standast og við ætlum okkur að halda í okkar hlutabréf í fyrirtækjum í þessum geira, þrátt fyrir að í fjárfestingarstefnu okkar eigi einstakar atvinnugreinar ekki að vega meira en 33% af heildareign fé- lagsins. Þetta sýnir því hve mikla trú við höfum á félögunum í þessum geira.“ í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að hlutabréf í félaginu hafi hækkað um 23% að teknu tilliti til 7% arðgreiðslu. Hlutafé félagsins er 1.100 milljónir króna og er félagið ski-áð á Aðallista Verðbréfaþings Is- lands. I tilkynningunni kemur fram að stjórn félagsins leggi til að hluthöf- um verði greiddur 10% arður af hlutabréfaeign sinni í félaginu og munu arðgreiðslur nema 110 m.kr. í ár en voru til samanburðar 77 m.kr. árið áður. Þorsteinn Víglundsson, deildar- stjóri hjá Kaupþingi hf., segir að fyrirtækið hafi verið að gera vel á markaði sem var sveiflukenndur á síðasta ári, og ávöxtun á eignum fé- lagsins sé talsvert betri en úrvals- vísitala Aðallista VÞÍ. „Þetta er mjög gott uppgjör. Þeir njóta mikilla hækkana í tölvufyrir- tækjum á síðasta ári, Opin kerfi ríf- lega tvöfólduðust t.d. að mark- aðsvirði og Nýherji hækkaði álíka mikið. Einnig eiga þeir talsvert í öðrum fyrirtækjum sem sýndu góða ávöxtun á síðasta ári, eins og t.d. Granda og ÚA,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að út frá innra virði fyrirtækisins kynni að vera eitthvert svigrúm til hækkana á gengi félagsins en menn yrðu þó að hafa í huga að þær miklu hækkanir sem orðið hefðu á tæknifyrirtækj- um að undanförnu, kynnu að ganga til baka með tilheyrandi áhrifum á gengi Þróunarfélagsins." Leitarvélin AltaVista aðskilin frá Compaq New York. Reuters. ALTAVISTA, ein vinsælasta leit- arvélin á Netinu, verður aðskilin frá nýjum eiganda sínum, Compaq, og gerð að sjálfstæðu fyrirtæki. Um leið hefur AltaVista stofnað til bandalags með Microsoft og verður AltaVista aðalleitarvél tölvuþjónustu fyrirtækisins, Microsoft Network. Þar með er vonað að hið nýja fyrirtæki verði enn þekktara þegar hlutabréf í því verða boðin til sölu. Hátækniverðbréf hafa stigið mjög í verði að undanfórnu - til dæmis hækkaði verð bréfa í net- fjármálablaðinu MarketWatch.com um 474% eftir að þau voru boðin út í fyrsta sinn fyrir skömmu. Vinsæl leitartæki AltaVista var uppgötvun Digital Equipment fyrirtækisins. Þegar Compaq keypti Digital í fyrra fyrir 9 milljarða dollara fylgdi AltaVista með í kaupunum. Sérfræðingar telja að hægt verði að afla 2-3 milljarða dollara með aðskilnaði AltaVista og skyldra deilda. Fyrr í þessum mánuði var önnur netleitarvél, Excite, seld dótturfyrirtæki kapalfyrirtækisins TCI fyrir tæpa 7 milljarða dollara. Hið nýja AltaVista fyrirtæki mun hafa bækistöð í Palo Alto í Kaliforníu og forstjóri þess verður Rod Schrock, sem hefur verið yfir- maður neytendavörudeildar Compaq. Nýlega hafði Schrock for- göngu um að Compaq keypti vin- sæla verzlun á Netinu, Shopp- ing.com. Bandalag Microsoft og AltaVista er alvarlegt áfall fyrir Inktomi, sem Microsoft hefur stuðzt við á Netinu. AltaVista er 12. vinsælasti stað- ur á Netinu í Bandaríkjunum sam- kvæmt könnun sem var gerð í des- ember. I Bretlandi er AltaVista í fímmta sæti. Nýjung hjá Tali hf. Sala á Tal- frelsiskortum FARSÍMAFYRIRTÆKIÐ Tal hf. hefur hafið sölu á fyrirfram- greiddum símakortum undir heitinu Talfrelsi. Segir í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu að notend- ur greiði fyrirfram fyrir notkun- ina og fái því ekki símreikninga og greiði ekkert fast mánaðar- gjald. Segir í tilkynningu að Tal- frelsi henti vel þeim sem sjá öðr- um fyrir takmörkuðum afnotum af farsíma, t.d. foreldrum, fyrir- tækjum og stofnunum. Þá henti Talfrelsi fyrir þá sem hringja lít- ið úi- farsíma, en vilja geta látið hringja í sig. „Mínútugjaldið í Talfrelsi er 15% lægi-a en hjá GSM Frelsi Landssímans, eða 28 kr. mínút- an í stað 33 kr. á dagtaxta. Mín- útugjald á kvöld- og næturtaxta er einnig lægra,“ segii- í tilkynn- ingu frá Tali. Fjölbreytt þjónusta er sögð fylgja Talfrelsi. Notendur fá tal- hólf, geta tekið á móti smáskila- boðum og geta látið skrá síma- númerið jafnt í símaskrána, 118 og netsímaskrá Tals.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.