Morgunblaðið - 10.02.1999, Side 21

Morgunblaðið - 10.02.1999, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 21 Lycos og USA Networks í eina sæng New York. Reuters. LYCOS, hin kunna nettenging- ar- og vefskoðunarþjónusta, hefur verið seld USA Networks, brautryðjanda inn- kaupa í kapalsjónvarpi. Nýja fyrirtækið nefnist USA/Lycos Interactive Networks og verður kjarni nýs, geysistórs fjölmiðla- og tölvuviðskiptafyrirtækis. USA Networks mun eiga meirihluta hlutabréfa og sam- einar Lycos Home Shopping sjónvarpsneti sinu. Um leið mun USA Networks sameinast símaþjónustunni Ticketmaster. Heildarverðmæti útgefínna hlutabréfa í hinum þremur íyr- irtækjum nemur um 20 millj- örðum dollara. Hluthafar USA Networks munu ráða yfír rúmlega 60% hlutabréfa í hinu nýja fyrir- tæki, hluthafar Lycos 30% og eigendur hlutabréfa í Ticketmaster-afganginum. Næstvinsælastir Lycos er næstvinsælasta miðstöðin á Netinu og kunn fyrir vefsíður eins og tripod.com, angelfire.com, whowhere.com og hotbot.com auk útgáfustaða eins og Suck, Wired News og Hotwired. Sameiginlegar tekjur hins nýja fyrirtækis verða 1,5 millj- arðar dollara og yfirmaður þess verður Barry Diller, gam- alreyndur sjónvarpsmaður. Sjónvarpsnet USA/Lycos nær til 70 milljóna heimila. Home Shopping-sjónvarpið og Ticketmaster afgreiða meira en eina milljón símtala og rúm- lega 200.000 pantana. Skýrsla Landsbankans Von á lækkun af- urðaverðs ÓLÍKLEGT er að útflutning- ur aukist á árinu og enn síður að afurðaverð haldist jafn hátt og á síðasta ári. Pessu til stuðnings er bent á í ársfjórð- ungsskýrslu Landsbanka Is- lands að flakaverð er í há- marki að margra mati og verð á saltfiski. Pjóðhagsstofnun spáir því að útflutningur aukist að magni til um 4,3% á þessu ári og að inn- flutningur dragist saman um 1%. Pó svo að áætluð magn- breyting útflutnings á síðasta ári verði neikvæð um 1,5% þá var afurðaverð mjög hátt og nálægt sögulegu hámarki. „Verð á lýsi og mjöli náði sögulegu hámarki á síðasta ári en hefur lækkað talsvert nú í byrjun þessa árs. Þorskkvóti var aukinn á síðasta ári og reiknað er með að hann verði aukinn aftur á því næsta. Þrátt fyrir aukningu á þorsk- kvóta gerum við ráð fyrir minni kvóta í öðrum bolfisk- tegundum á næsta fiskveiði- ári. Hér nægir að nefna karfa, ýsu og ufsa. Einnig má benda á að rækjuveiðar hafa nánast hrunið. Samantekið er því var- legt að búast við mikilli aukn- ingu á útflutningstekjum vegna sjávarútvegs, bæði í magni og með tilliti til afurða- verðs,“ að því er fram kemur í ársfjórðungsskýrslu Lands- bankans. Fraiikfurt. London. Reuter. Telegraph. NÝ stjóm BMW í Múnchen ætlar að gefa sér hálfs mánaðar frest til að ákveða framtíð dótturfyrirtaek- isins Rovers í Bretlandi eftir óvænta brottvikningu tveggja æðstu manna BMW. Bemd Pischetsrieder stjómarfor- maður og staðgengill hans og keppi- nautur, Wolfgang Reitzle, vom reknir vegna mikils taps á Rover Group, sem BMW keypti 1994. Nýir stjórnendur undir forystu prófessors Joachims Milbergs koma saman í dag til að ræða fram- tíðarstefnu fyrirtækisins í Bret- landi. Verð hlutabréfa í BMW hækkaði um 10% á þýzkum hluta- bréfamarkaði í gær vegna ánægju með mannaskiptin og vegna bolla- legginga um að önnur fyrirtæki reyni að yfirtaka BMW. BMW gefur sér hálfs mánaðar frest Annar tveggja stjórnarformanna DaimlerChrysler, Robert Eaton, sagði að hann gerði ráð fyrir að þrjú eða fjögur tilboð mundu ber- ast í BMW eftir breytingamar í stjórn fyrirtækisins. Hann sagði að fyrirtæki sitt yrði ekki meðal bjóð- enda. Forstjóri Volkswagens, Ferdin- and Piech, vill ekkert segja um fréttir um að VW hyggist kaupa hlut í BMW. Piech hefur oft lagt til að VW, stærsti bílaframleiðandi Evrópu, myndi bandalag með BMW. „Ég vil ekkert segja sem getur valdið óróa,“ sagði Piech í samtali við Der Spiegel. „Starfsfélagar okkar í Múnchen verða að geta ein- beitt sér að starfi sinu.“ Brezk ríkisaðstoð? Framtíð Rover verður helzta mál fundarins í stjórn BMW. Þrátt fyrir margra milljarða dollara fjár- festingu BMW í Longbridge bfla- verksmiðju Rovers í Birmingham er hún meðal hinna afkastaminnstu í Evrópu. Mikið er undir því komið hvort brezka stjórnin er reiðubúin að veita Longbridge verksmiðjunni fjárhagsaðstoð. Stephen Bryers verzlunar- og iðnaðarráðherra ræddi í gær við fulltrúa starfs- manna og stjórnenda Rover verk- smiðjunnar. Hann mun einnig ræða við Milberg, hinn nýja stjóm- arformann BMW, um ríkisstuðning við verksmiðjuna. BMW hefur staðfest að fyrir- tækið hafi átt í samningaviðræðum við brezku stjórnina um aðstoð. Samkvæmt fréttum um helgina kann hún að nema 150-300 milijón- um punda. Nýjar gerðir eiga að koma í stað Rover 200 og 400, sem nú em fram- leiddir í Longbridge, á næsta ári. Til greina kemur að framleiða bflana í Longbridge, en einnig í Austur-Evr- ópu - líklega Ungverjalandi. Lokagjalddagi spariskírteina ríkissjóðs í í.fl.D 1994, - 5 ár (RS99-0210/K) er í dag, miðvikudaginn 10. febrúar 1999. Eigendum þessara skírteina er boðið að innleysa skírteinin hjá Lánasýslu ríkisins. Innlausnarverð er 136.397 kr. fyrir 100.000 kr. skírteini að nafnverði. Atímabilinu 10. - 26. febrúar er aðeins einstaklingum sem eiga þessi skírteini boðið að skipta þeimyfir í ný spariskírteini en öllum er boðið að skipta spariskírteinunum í ríkisvíxla. Vaxtakjör taka mið af daglegum markaðskjörum. Afgreiðsla spariskírteina og ríkisvíxla með skiptikjörum fer aðeins fram hjá Lánasýslu ríkisins en áskilinn er réttur til að takmarka hámarksfjárhæð á skiptum fyrir hvem einstakan aðila. Starfsfólk Lánasýslunnar er reiðubúið að aðstoða á allan hátt við innlausn þessara spariskírteina. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 6040 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is iNmausN Ida£ er innlausn sparisldrteina í 1.FL.D 1994-5 ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.