Morgunblaðið - 10.02.1999, Page 25

Morgunblaðið - 10.02.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 25 ERLENT Réttarhaldið yfír fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Malasíu Dómari vísar samsæriskenn- ingum frá Gusmao í stofu- fangelsi INDÓNESÍSK stjórnvöld munu í dag færa Xanana Gusmao, skæruliðaleiðtoga A- Tímorbúa, úr fangelsi í Jakarta í stofufangelsi. Vilja þau með þessu móti koma til móts við frelsishreyf- ingu A- Tímor en stjórnvöld í Indónesíu léðu ný- lega máls á því að A-Tímor hlyti sjálfstæði, færu íbúar landsins fram á það. Bin Laden ekki vísað úr landi TALEBANAR, sem fara með völd í Afganistan, sögðust í gær geta leitt Sádí-Arabann Osama bin Laden íyrir rétt ef nægilega sterk sönnunargögn þættu sanna aðild hans að alþjóðlegum hryðjuverkum. Sögðust þau hins vegar ekki munu vísa honum úr landi. Bandaríkjamenn vilja leiða bin Laden fyrir rétt í Bandaríkjun- um vegna aðildar að sprengju- tilræðunum í Tanzaníu og Kenýa á síðasta ári og hafa farið fram á það að hann verði gerður brottrækur frá Afganistan. Hagur Khat- amis vænkast QORBANALI Dorri Najafa- badi, innanríkisráðherra Irans, sagði af sér í gær og þykir fyrir vikið staða Mo- hammads Khatamis, forseta Irans, hafa styrkst verulega en Khatami hefur átt í valda- baráttu við íhaldsöfl í landinu. Afsögn Najafabadis er hins vegar talin til marks um að íhaldssamir bókstafstrúar- menn eigi nú undir högg að sækja í stjórnmálum landsins eftir hrinu pólitískra morða í landinu. Er talið líklegt að Khatami útnefni bandamann sinn, AIi Yunesi, í hið valda- mikla ráðherraembætti, en innanríkisráðherra er ábyrgur íyrir bæði öryggismálum inn- anlands og njósnum erlendis. Enn fækkað í her Rússa? RÚSSLAND verður að fækka liðsmönnum herja sinna um helming miðað við þá fjármuni sem hernum er úthlutað í ár. Þetta er mat vikurits sem gef- ið er út af rússneska hernum. Til að bregðast við breyttri heimsmynd og erfíðum ríkis- fjárhag fækkuðu stjórnvöld í Moskvu í hemum um fjögur hundruð þúsund í fyrra, og er mannaflinn nú um 1,2 milljónir manna. Vikuritið Neza- visimoye Voyennoye Obozr- eniye segir hins vegar að rannsóknir þess hafi leitt í ljós að enn frekari niðurskurður sé nauðsynlegur, einungis sé hægt að halda úti um 600.000 manna her með þeim fjárveit- ingum sem nú séu til staðar. Kuala Lumpur. Reuters. VERJENDUR í réttarhöldunum yf- ir Anwar Ibrahim, fyrrverandi að- stoðarforsætisráðherra Malasíu, „töpuðu leik“ í málaferlaþráteflinu í gær, þegar dómarinn vísaði frá röksemdum þeirra um að ákærurnar á hendur Anwar væru sprottnar upp úr pólitísku samsæri. A mánudag létu verjendurnir það verða sitt fyrsta verk, er þeir hófu málsvörnina, að kalla Anwar sjálfan í vitnastúkuna. Hélt Anwar því þar fram að hann væri fórnarlamb fyrr- verandi samstarfsmanna í ríkis- stjórn landsins sem koma hefðu viljað í veg fyrir rannsókn á spillingu í stjórnkerfinu. En í gær sagði dómarinn, Augustine Paul, að „hvers konar kenningar um að sakborningurinn sé fómarlamb pólitísks samsæris" væru óviðkomandi málinu sem fyrir réttinum væri. Réttarhöldin yfir Anwar hafa nú staðið í þrjá mánuði. Hefur Anwar á þeim tíma reynt að færa sönnur á þær staðhæfingar sínar að hann sé fórnarlamb samsæris pólitískra and- stæðinga sinna. Anwar var rekinn úr ríkisstjóminni í september og stuttu síðar handtekinn. Hann hefur lýst sig saklausan af öllum tíu ákæmatriðum um spillingu og kynferðisafbrot. Anwar, sem lék á als oddi í vitnastúkunni á mánudag, sagði að í störfum sínum sem forseti nefndar sem rannsakaði spillingu í malasísk- um stjómmálum hefði sér borist fjöldi kvartana um slæma stjórnar- hætti og mútuþægni ráðamanna. Sagði hann að fram hefðu komið ásakanir á hendur ýmsum háttsett- um aðilum, jafnvel sjálfum forsætis- ráðherranum, Mohamad Mahathir. Þetta skýrði hvers vegna samstarfs- menn sínir í ríkisstjórn hefðu haft hom í síðu sinni. Sækjendur málsins sögðu þessi mál hins vegar með öllu óviðkomandi málarekstrinum gegn Anwar og úr- skurðaði Augustine Paul, dómari í málinu, þeim í hag. Neitaði verjandi Anwars því að þetta markaði mikinn ósigur fyrir vömina og sagði að þeir myndu áfram reyna að sýna fram á að samsæri hefði verið til staðar á æðstu stöðum um að bregða fæti fyr- ir Anwar. Miklabraut - Skeiðarvogur Nú er að hefjast á vegum Vegagerðarinnar og Borgarverkfræðings Reykjavíkur gerð nýrra mislægra gatnamóta á Miklubraut við Skeiðarvog. Miðvikudagskvöldið 10. febrúar verður Skeiðarvogi lokað frá Miklubraut að Fákafeni og Mörkinni. Umferð af Miklubraut til norðurs verður beint um bráðabirgðaveg sem nær yíir á Suðurlandsbraut. Umferðarljós verða á gatnamótum Miklubrautar og bráðabirgðavegarins. Hér eru á döfinni viðamiklar framkvæmdir sem skipt er niður í nokkra áfanga. Gatnamótin verða opnuð fyrir umferð í september nk. Lokað framkvæmdasvæði Bráðabirgðavegur Umferðarljós m Vegagerðin Borgarverkfræðingur VEGAGERÐIN Gusmao

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.