Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.02.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ______________MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 39C UMRÆÐAN/PRÓFKJÖR Erum við ekki lausir við Technopromexport? LAUGARDAG 6. febrúar birtist í Mbl. viðtal við einn fram- kvæmdastjóra Technopromexport, þar kemur fram að fyr- irtækið hafi áhuga á að taka að sér virkjana- framkvæmdir hér á landi. Hann heldur því fram að þeir hafi átt mjög góð samskipti við alla hér á landi utan stéttarfélögin, þrátt fyrir að staðið hafi ver- ið við alla samninga og greidd of há laun! Þess- ar yfirlýsingar koma ekki á óvart ef litið er til háttalags starfsmanna samtaka atvinnurekenda og opinberra emb- ættismanna eftir deilurnar í haust. Yfírlýsingar framkvæmdastjóra hvað varðar tæknilega getu eru ósvífnar. Allir vita að þegar að byggingu línunnar var komið þá réð Teehnopromexport ekki við tækni- lega hluti eins og að reisa hæstu möstrin og þaðan af síður við út- drátt og strekkingar á línum. Það eina sem þeir réðu við var að skrúfa saman lægstu möstrin og reisa þau. Til þess að bjarga málinu varð Landsvirkjun að taka af þeim öll fióknari verkefnin og setja þau í hendur íslenskra og norrænna raf- iðnaðarmanna. Það væri með ólík- indum ef Landsvirkjun ætlar síðan að ganga fram hjá íslenskum fyrir- tækjum og án útboðs að semja við Technopromexport um Sultar- tangalínu. Rafiðnaðarsambandið og Landsvirkjun hafa ítrekað fengið bréf frá framleiðanda mastranna með beiðnum um að séð verði til þess að Technopromexport standi við samninga og greiði möstrin svo að þeir geti gi'eitt starfsmönnum sínum laun. I haust lýsti ég því ítrekað yfír að þessi barátta snerist í raun ekki um þetta eina verkefni, hún snerist um stöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum fyi-irtækjum. Afstaða starsfmanna samtaka atvinnurek- enda kom á óvart, þegar þeir ítrek- að tóku upp hanskann fyrir Technopromexport. Framkvæmda- stjóri VSI viðhafði þau ummæli að laun við línuna væru of há. Laun við línuna voru samkvæmt þeim kjara- samningi sem hefur gilt um allar línur. Islenskir og norrænir línu- flokkar, sem voru að störfum við línuna á vegum Landsvirkjunar og norsks fyrirtækis, voru með um 30% hærri laun en starfsmenn Technopromexport og undirverk- taka þeirra. Þeir fengu greitt fyrir atriði sem Technopromexport komst hjá að greiða starfsmönnum sínum fyrir með þeim ógeðfellda hætti að hóta þeim og fjölskyldum þeirra ævilöngum ærumissi og at- vinnuleysi þegar heim kæmi. Is- lensku starsfmennirnir létu þá und- an beiðnum rússneskra félaga sinna um að láta þetta frekar yfír sig ganga. Allir Islendingar vita hvern- ig opinberir embættismenn bái'u fyrirtækið á höndum sér og vörðu það þrátt fyrir að það virti íslenskar reglugerðir um atvinnuleyfi og að- búnað margítrekað að vettugi. Vit- anlega túlka forsvarsmenn Technopromexport þetta á þann veg að hér sé lag og fyrirtækið geti með aðstoð þessara aðila brotið á bak aftur óvinveitta íslenska laun- þegahreýfíngu. Islenskir starfsmenn Technopromexport og undirverk- taka þeirra þurftu að leggja niður vinnu til þess að þvinga fram að staðið væri við gerða kjarasamn- inga og aðbúnaður væri lagaður, m.a. að mötuneyti í bílaverkstæði væri lokað. Islendingar höfðu ítrek- að verið sendir heim um miðja vinnudaga og sagt að athuga hvort þeir mættu kannski koma til vinnu eftir nokkra daga. Hér var ekki síður um hagsmuni undirverk- takans að ræða. Það kom því mörgum í opna skjöldu þegar starfsmenn samtaka atvinnurekenda sendu bréf með hótunum um aðgerðir ef starfsmenn létu ekki af ólöglegum aðgerðum! Síðar reyndu þeir að rétt- læta gerðir sínar með því að halda því fram að starfsmennirnir hefðu verið að knýja fram breytingar á kjarasamningum! Allir vita að í framhaldi af þessu var trúnaðarmaður rafiðnaðarmanna rekinn þegar hann vann að því að staðið væri við samkomulagið um bættan aðbúnað. Lögmaður VSÍ tapaði því máli glæsilega. Mikill fjöldi forsvarsmanna íslenskra fyr- irtækja hefur haft samband við mig og þakkað baráttu okkar í þessu máfi og um leið fordæmt afstöðu Verkalýðsmál Það eina sem Technopromexport réð við, segír Guðmundur Gunnarsson, var að skrúfa saman lægstu möstrin og reisa þau. starfsmanna atvinnurekendasam- takanna. Sömu menn hafa ásamt fjölda launamanna lýst óblandinni fyrirlitningu á vinnubrögðum opin- berra embættismanna. Island er í þeirri ógeðfelldu stöðu að vera Evr- ópumeistari í að vilja ekki staðfesta lög og reglugerðir er vernda rétt- indi launamanna. Landsmenn hafa orðið vitni að því undanfarið að dómstólar kveði upp hvem dóminn á fætur öðrum sem tryggir réttindi íslenskra þjóðfélagsþegna. Það er mikil skammsýni hjá embættis- mönnum og starfsmönnum atvinnu- rekendasamtakanna að halda að það sé íslendingum til hagsbóta að inn í landið sé hleypt álíka fyrir- tækjum og Technopromexport. Hver á að borga skatta og hver á að greiða félagsgjöld í samtök atvinnu- rekenda? Með leyfí, halda þessir menn virkilega að Technopromex- port komi til með að gera það? Höfundur er formaður Rafíðnaðar- sambands íslands. Guðmundur Rafn Geirdal skólastjóri og félagsfræðingur Ég meeli elndreglð gegn hugsanlegri þingsályktunartillögu á Alþingi um að hef)a skuli hvalveiðar að nýju. Sam- kvæmt nýlegri skoðanakönnun kemur fram að meirihluti erlendra ferðamanna telur að hvalvelðar og hvalaskoðunar- ferðir fari ekki saman. Jafnframt kemur fram að „...44,3% sögðust líklega myndu styðja harkalegar aðgerðir gagnvart íslendingum ef hvalvelðar yrðu hafnar á ný“ (Mbl. 29.1.99). Guðmundur Gunnarsson Blessað barnalán UM 1/3 íslensku þjóðarinnar er undir tvítugu og er það hærra hlutfall en þekk- ist annars staðar í hin- um vestræna heimi. Is- lenskai- konur eiga að jafnaði um tvö börn, sem er helmingi meira en tíðkast á Italíu eða Þýskalandi. Reykjavík telst vel birg af æsku- lýð miðað við aðrar evrópskar borgir þar sem 30% Reykvíkinga eru undir 20 ára aldri. Bamalán landsbyggð- unga er þó mun meira. En í nýlegri skýrslu Háskólans á Akureyri kemur fram að konur í dreifbýli á Norðurlandi vestra eignast nálægt því fjögur Munurinn á efnislegum lífskjörum, segir Jón Bjarnason, virðist vera orðinn of mikill dreif- senda böm sín langa vegu til menntunar og halda þeim uppi í öðr- um sveitarfélögum. Hlutir sem teljast sjálfsagðir í uppeldi barna í þéttbýli, s.s. félagsstarfsemi, standa oft ekki til boða eða krefjast fórna af hálfu foreldr- anna. Þar fyrir utan kostar meira að fæða og klæða bömin því verðlag er hæma úti á landi. Að vega og meta Foreldrar úti á landi standa því oft í þeim spomm að þurfa að vega saman þau lífs- gæði sem fylgja búsetu í heima- byggð og fjárhagslegan ávinning af þvi að flytja í meira þéttbýli. En því miður virðist munurinn á efnis- legum lífskjöram vera orðinn of mikill, dreifbýlinu í óhag. A þessu kjörtímabili hafa stórir hópar fólks Jón Bjarnason flust af landsbyggðinni til suðvest- urhornsins og margt af því bama- fjölskyldur. Hér verður að grípa inn í áður en við missum kjamann úr byggðunum og jafna efnalegar^ aðstöðumun með sérstökum bama- bótum eða menntunarstyrkjum. Með þessu vinnst tvennt. Fjöl- skyldufólki er gert kleift að búa áfram í sinni heimabyggð og jafn- framt verður eftirsóknarverðara að flytja út á land. En eftir því sem meiri stórborgarbragur kemst á Stór-Reykjavíkursvæðið munu lífs- gæði landsbyggðarinnar verða eft- irsóttari fyrir barnafólk. Styrkir til barnafjölskyldna er milliliðalaus og skjótvirk leið til þess að stemma stigu við þeirri^- byggðaröskun sem nú á sér stað. Hins vegar breyta þeir ekki þeim kerfisbundna vanda sem lands- byggðin þarf að glíma við í atvinnu- málum og það óhagræði sem skatt- kerfið veldur í þeim efnum. En í það minnsta gefa slíkir styrkir tíma til þess að bregðast við þeim málum. A næstu áram mun þetta gjöi-va æskufólk yfirgefa foreldra- hús og sækja þangað sem tækifær- in gefast. Það er okkar að tryggja að tækifærin skapist um landið allt. Höfundur er skólastjóri Hólaskóla í Hjaltadal og býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingar á Norður- landi vestra. býlinu í óhag. börn að meðaltali. Og víða um ís- land era staðir þar sem æskufólk undir tvítugu er rúmlega 40% af öllum íbúum. Þessi staðreynd býð- ur upp á mjög góða möguleika í byggðamálum þar sem fjöldi ungs fólks er að alast upp úti á landi. Mismunandi gildismat Þessi mismunur í barneignum sýnir fyrst og fremst gildismat. Það fólk sem kýs að búa úti á landi er greinilega mjög fúst til þess að leggja fram tíma og efni til bama- uppeldis. Jafnframt ætti þetta að gefa vísbendingu um að hagur bama vegur þungt þegar þetta fólk velur sér búsetu. Lítil samfélög hafa líka upp á töluverða kosti að bjóða fyrir fjölskyldufólk, s.s. ör- yggi og samhygð, auk þess sem auðveldara er fyrir foreldra að ráða þeim áhrifavöldum sem koma inn í líf bama þeirra. Hins vegar er einnig ljóst að dreifbýlið hefur líka ókosti. Foreldrar verða oft að Effirlits- og öryggiskerfi fyrir fyrirtæki, stofnanir, heimili, ClIííL/X er stærsti sérhæfði framleiðandi öryggismyndavéla í Japan. Meðal notenda hérlendis eru: Verslanir, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar, kirkjur, skólor, sundlougar, íþróttahús, fiskvinnslur o.fl. Sérhæfð rúðgjöf. Leitið upplýsinga. ELBEX Toppgæði á hagstæðu verði! Einar Farestveit&Co. Borgartúni 28, « 562 2901 og 562 2900 Sérhæffl fasteigna- sala fyrir atvinnu- og skrifstofuhús- næði tf STDREIGN FASTEIGNASALA Austurstræti 18 sími 55 - 12345 Amar Sölvason, sölumaður Jón G. Sandholt, sölumaður Gunnar Jóh. Birgisson hrl. löggildur fasteignasali Sigurbjöm Magnússon hrl. löggildur fasteignasali Atvinnuhúsnædi til sölu. Lyngháls 10 Reykjavík Erum með í sölu atvinnuhúsnæði sem skiptist í eftirfarandi einingar: ca 820 fm. Jarðhæð, 4ra metra lofthæð, miklir nýtingarmöguleikar, m.a. hægt að skipta plássinu í tvær til þrjár einingar, á annarri hæð (jarðhæð), er um að ræða ca. 320 fm. Skrifstofu- og lagerhúsnæði, 4ra metra lofthæð, góðar innkeyrsludyr. A þriðju hæð er til sölu 180m2. íbúð auk ca. 80 fm vinnurýmis. Á fjórðu hæð (rishæð) eru til sölu 118 fm. íbúð, fm. íbúð, 130 fm. íbúð auk 130 fm. Veislu- og fundarsalar. Fossháls 1 Reykjavík. Erum með í einkasölu glæsilegt verslunarhúsnæði á jarðhæð u.þ.b. 814 fm. Mjög góð lofthæð, frábær staðsetning. Áhv. -hagst. lán til 20 ára að upphæð u.þ.b. 41 millj. Með 6,25% vöxtum. Stapahraun 7-9 Hf. Erum með í einkasölu iðnaðarhúsnæði á 3 hæðum, samtals 1299 fm auk lóðar undir iðnaðarhúsnæði. Þar af er jarðhæð eignarinnar ca 840 fm. Húsnæðið er í mjög góðu ástandi, mjög hagstætt verð kr. 59.500.000,- Fiskislóð Vorum að fá í einkasölu mjög gott atvinnuhúsnæði á þremur hæðum samtals 617,7 fm, þar af er jarðhæðin 162,7 fm, önnur hæð er 312,9 fm auk tveggja eininga á annarri og þriðju hæð spm eru hvor um sig ca 70,5 fm. Verð kr. 28.000.000,- Ýmis eignaskipti skoðuð. Suðurhraun Gbæ. Erum með í sölu iðnaðarhúsnæði við Suðurhraun í Garðabæ, sem er skipt niður í einingar allt frá ca 150 fm. 8 metra lofthæð. Bíldshöfði Erum með í sölu mjög góða 294,5 fm skrifstofuhæð vel staðsetta við Bíldshöfðann. Eignin getur verið laus nú þegar, hentar vel fyrir t.d. verkfræðinga eða arkitekta. Hagstætt verð. Lækjargata 34b, Hf. - Erum með í einkasölu 149,8 fm verslunarhúsnæði auk tveggja bílastæða í bílgeymslu, til afhendingar strax. Lyngás Gbæ. Erum með í sölu mjög gott atvinnuhúsnæði 189,2 fm. Tvær stórar innkeyrsludyr, eldvarnar- og hljóðeinangrandi efni í lofti, hægt að skipta í tvær einingar. V. 10.000.000.- Seljendur atvinnuhúsnæðis athugið Vegna mikillar sölu undanfarið óskum við eftir öllum gerðum atvinnuhúsnæðis á skrá, skoðum og verðmetum samdægurs. Höfum til ieigu verslunar-, atvinnu- og skrifstofuhúsnæði víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.