Morgunblaðið - 10.02.1999, Síða 52
52 • MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Ljóska
Ð&tfarstiorinh
irtcuSurinn, /7 Otkar..
Otj/m er iO \ \ fCcUlar mia
dfumynQfO 1 ^ - ■'
htyt/d&dnú 'SBcuvc.'fyrirc&
þctta céfátSa?] \ verco þú^_J
r4 m
Ferdinand
Smáfólk
Stans! Þetta er nógu langt!
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Súnbréf 569 1329
Negld eða
ónegld dekk
Frá Guðvarði Jónssyni:
NIÐURSTAÐA könnunar sem gerð
hefur verið á öryggisgildi nagla-
dekkja í umferðinni eru taldar
benda til þess að gagnsemi þeirra
sé fremur lítil. Ég tel þó að nagla-
dekk hafí öryggisgildi við vissar að-
stæður, ef bílstjórinn kann að meta
þær rétt. Það er töluverður munur á
veðurfari hér og erlendis. Þess
vegna gætu kannanir sem gerðar
eru þar haft lítið gildi fyrir okkur.
Hér eru ör skipti í veðurfari milli
hita og kulda, sem veldur miklum
svellalögum á vegum utan þéttbýlis.
Við þessar aðstæður eiga nagladekk
að geta veitt aukið öryggi, séu akst-
ursaðstæður rétt metnar. Ónegld
dekk veita ekkert öryggi á svelluð-
um vegi, þó ný séu.
Mín reynsla er sú, hvort heldur
ég hef verið á venjulegum fólksbíl
eða stórum bflum, að þeir láti mun
betur að stjórn og spyrnugrip sé ör-
uggara á negldum dekkjum, þegar
ekið er á svelluðum vegi. Hraðinn
þarf aftur á móti að vera réttur til
þess að naglarnir veiti slíkt öryggi.
A blautu svelli getur þurft að færa
hraðann niður í 20-30 km og enn
neðar ef ekið er undan halla, svo
naglarnir geti veitt viðnám. Þetta
ætti að vera öllum ökumönnum ljóst
að nokkrir naglaoddar hafa ekki
grip á svelli þegar bremsað er, ef
hraðinn er það mikill að vatnslag
myndast undir hjólbörðunum svo
þeir fljóti, því þá ná naglarnir ekki
niður.
Það er kannski lítil von til þess að
fólk almennt kunni að meta aksturs-
aðstæður í hálku, þegar menn geta
ekki ekið á þurru malbiki án þess að
það kosti tugi manna lífið. Þess
vegna munu nagladekk eða korna-
dekk ekki hafa neitt öryggisgildi
fyrir stóran hluta ökumanna, en því
ætti að vera hægt að breyta með því
að skapa aðstæður fyrir kennslu í
hálkuakstri.
Aðstæður ökukennara tfl þess að
kenna fólki akstur í hálku við raun-
verulegar aðstæður hér í Reykjavík,
eru nánast engar.
Það er einnig neftit í matsgerðinni,
að þeir sem aka á negldum dekkjum
hafi valdið færri slysum, en þeir sem
óku á ónegldum. Ekki er talið hægt að
rekja það beint til notkunar naglanna,
heldur muni þeir sem aki á nagla-
dekkjum vera gætnari ökumenn en
hinir.
Það er ekki ólfldegt að þeir sem aka
á negldum dekkjum leggi meira upp
úr því að aka af öryggi og aki því á
nagladekkjum. Það eru einnig miklar
líkur á því að stór hluti þessara manna
kunni að nýta sér naglana til öryggis.
Rétt er að hafa það í huga að fólks-
bíla-nagladekk þarf helst að skipta
um árlega, en þau eru of dýr til þess
að bíleigendur almennt hafa efni á því.
Vegna svellalaga úti á landsbyggð-
inni teldi ég það mjög varhugavert að
banna nagladekk. Aftur á móti er
hugsanlegt að hægt væri að hætta
notkun nagladekkja hér í Reykjavík,
ef hálkueyðing væri framkvæmd víðar
í borginni en á strætisvagnaleiðum.
Það er aftur á móti spuming hvort
yrði þá dýrara, hálkueyðingin eða
malbikunin og einnig hversu stór hluti
ökumanna í Reykjavík þyrfti að vera
á negldum dekk,jum, vegna ferða út á
land.
Það vekur aftur á móti furðu mína,
að í allri þessari umræðu um nagla-
dekk og malbikseyðingu, skuli aldrei
vera talað um þá malbikseyðingu sem
verður vegna aksturs bíla á mjög
breiðum dekkjum, sem hitna svo að
þau ausa malbikinu upp úr götunum.
Það væri ekki úr vegi að huga aðeins
að þeim þætti.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5, Reykjavík.
V araborgarstj óri
Frá Steinþóii Jónssyni:
í STJÓRNKERFI borgarinnar er
ekki til embætti varaborgarstjóra. I
forföllum borgarstjóra kemur forseti
borgarstjórnar fram fyrir hönd
borgarinnar og er því eins konar
varaborgarstjóri. Að vísu hefur R-
listinn skapað embætti aðstoðar-
manns borgarstjóra, sem Arni Þór
Sigurðsson gegnir nú um stundir.
Ekki gerir maður ráð fyrir því að að-
stoðarmaðurinn sé staðgengill borg-
arstjórans. Hlutverk aðstoðar-
mannsins er frekar óijóst og ekki er
alveg sannað að þörf sé á slíku emb-
ætti við stjórnun borgarinnar.
A.m.k. hafa fyrri borgarstjórar kom-
ist af án aðstoðarmanns. Kannski er
það fullt starf fyrir hina ýmsu að-
stoðarmenn að sækja þá fundi sem
borgarstjóri telur ekki vert að
sækja? Líkt og í hafnarstjórn! Fundi
sem borgarstjóri fær þó greitt fyrir
að sitja _ að sjálfsögðu!
Krónprinsinn
Nú liggur fyrir að skipti verða á
forseta borgarstjórnar í vor og mun
Guðrún Ágústsdóttir víkja fyrir
krónprinsi R-listans, Helga Hjörvar.
Þannig mun Helgi Hjörvar verða
annar æðsti embættismaður borgar-
innar á eftir borgarstjóra. Mun
Helgi væntanlega njóta töluverðra
valda sem slíkur og vera í aðstöðu til
að beita áhrifum víða í borgarkerf-
inu.
Komi til þess að Ingibjörg Sólrún
ákveði að draga sig út úr borgarmál-
um er Helgi Hjörvar sá sem líkleg-
astur er til þess að taka við af henni.
Nú hefur Ingibjörg Sólrún að vísu
sagt að ekkert slíkt standi til en
reynsla Reykvíkinga undanfarið ætti
að segja þeim að treysta varlega því
sem fulltrúar R-listans segja þeim
hvað standi til og hvað ekki. Ef Helgi
yrði síðan borgarstjóri, sem ekki er
hægt að útiloka, væri honum í lófa
lagið að ráða fóstbróður sinn,
Hrannar B. Amarson, sem aðstoðar-
mann sinn. Væru þeir félagar þá al-
deilis komnir í feitt og bóksölubiss-
ness þeirra forðum daga væri sem
flóamarkaður miðað við það sem þeir
gætu gert í slíkri aðstöðu. Þessum
staðreyndum er Reykvíkingum skylt
að velta fyrir sér.
STEINÞÓR JÓNSSON
bakari, Hléskógum 18, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.