Morgunblaðið - 10.02.1999, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 53
BREF TIL BLAÐSINS
Gætið varúðar í viðskiptum við Tal hf.
Frá Kristjáni Friðbert
Friðbertssyni:
SERT þú að hugsa um að festa
kaup á gsm-síma ber að huga að
mörgu. Það fyrsta sem flestir at-
huga er verðið. Tal hf. hefur að
undanförnu boðið gsm-síma á, að
því er virðist, mjög hagstæðu verði.
Þetta ætti fólk þó að athuga betur.
Ekki ætla ég að nefna hér mörg
dæmi, en þó hyggst ég benda á
eitt. Eftir því sem að mér skildist á
sölumanni Tals hf. þarf maður að
borga 1.700 á mánuði í eitt ár
(12x1700=20400) aukalega við
kaupvirði símans. Þetta fannst mér
soldið mikið og spurði hvort hér
væri um að ræða raðgreiðslusamn-
ing á síma, sem væra þá kaup á allt
öðram forsendum en auglýst væri,
því svaraði hann neitandi. Við nán-
ari athugun kom í Ijós að hér var
um að ræða mánaðargjald fyrir
notkun símkerfis Tals hf. (en með
kaup á síma hjá Tali hf. skuldbind-
ur maður sig til 12 mánaða notkun-
ar á þeirra þjónustu) - samskonar
gjald og hjá símanum-gsm nema
hvað að þar er gjaldið u.þ.b.
500-600 kr. Innifalið í þessu gjaldi
hjá Tali hf. er reyndar einnar
klukkustundar notkun. Kaupi mað-
ur símann annars staðar og fari
síðan til Tals hf. getur maður valið
annan möguleika. Þar er mánaðar-
gjaldið um 600 kr. og hringi maður
úr Tal gsm í Tal gsm kostar mínút-
an 10 kr. (60x10=600;
600+600=1200; 1700-1200=500).
Þá borgar maður 500 kr. minna á
mánuði - eða 14.000 á ári í stað
20.000 - era þá þessar 6.000 kr.
ekki greiðsla upp í símann? Enn-
fremur ber að varast SMS þjónust-
una hjá Tali hf. og þann hluta Tal-
hólfsins sem lýtur að SMS (skilji
einhver eftir skilaboð er maður lát-
inn vita gegn um SMS).
Að mæla tímann
með tommustokk
Frá Finni Jónssyni:
VANDAMÁLIÐ 2000 hefur á sér
tvær býsna ólíkar hliðar. Annars-
vegar vanda þeirra sem allt sitt
eiga undir tölvukerfum, sem ekki
gera ráð fyrir aldamótum. Hins-
vegar er vandi þeiri-a sem ekki
geta komið sér saman um hvenær
ný öld hefst og henni skuli fagnað
á viðeigandi hátt. Reiknað hefur
verið fram og aftur, reikningslist-
arinnar vegna, en lítið fengist um
forsendur. Þær era svo leiðinlegar
og flækja bara málin. Lausn þessa
vandamáls snýst eins og svo oft vill
verða um skilgreiningar og for-
sendur, og í þessu tilfelli má senni-
lega rekja misklíðina að miklu
leyti til óvandaðra skilgreininga í
töluðu máli, jafnt manna á milli
sem í fjölmiðlum. Oft heyrist talað
um „áramótin 1998“. Vora þetta
áramótin þegar árið 1998 hófst eða
áramótin þegar árinu 1998 lauk?
Orðið áramót þýðir auðvitað þann
tímapunkt þegar ár mætast, það
ár sem er að renna sitt skeið og
það sem er að byrja. Ef skýrt á að
tala eða rita ber að tiltaka tvær
tölur í sambandi við orðið áramót
og fer þá ekki á milli mála við hvað
er átt. Nefna má áramótin 88/89,
áramótin 88-89 eða hvernig menn
kjósa að tjá þetta. Sama gildir um
aldamót. Það er sá tímapunktur
þegar aldir mætast, ein öld rennur
sitt skeið og ný byrjar.
Tommustokkur, reglustika eða
málband úr saumaskúffunni eru
nytsöm áhöld og getur eitthvert
þeirra greitt úr vanda þeirra sem
ekki eru klárir á því hvenær ný öld
hefst. Að vísu var aldrei til þess
ætlast að mælistikur væra notaðar
til að mæla tíma, en þær gagnast
vel í lausn þessa vanda. Málið má
leysa á eftirfarandi hátt, að gefinni
þeirri forsendu, að tímatal vort
miðist við fæðingu frelsarans, þ.e.
að árið eftii- fæðinguna og fram að
eins árs afmæli hans sé árið 1 eftir
kristsburð (e.k.) eða bara árið 1
eins og við segjum. Lítum á stik-
una, tommustokkinn eða málband-
ið.
Við annan enda áhaldsins stend-
ur talan 0 eða ekki neitt, t.d. á
tommustokk og breytir það engu.
Síðan koma tölumar 1, 2, 3,...7, 8,
9, 10, 11 o.s.frv. Gott er að leggja
pappírsörk undir stikuna, festa
stikuna á pappírinn með límbandi,
og skrifa töluna 1 á pappírinn á
móts við mitt bilið frá 0 til 1 á
stikunni, töluna 2 á móts við mitt
bilið frá 1 til 2 og halda þannig
áfram upp í 11 eða 12.
Tölumar á stikunni þýða eftir-
farandi miðað við ofangreinda for-
sendu: Talan 0 er fæðing frelsar-
ans. Talan 1 er eins árs afmæli
hans, talan 2 er tveggja ára afmæli
hans o.s.frv., talan 11 er ellefu ára
afmæli hans. Tölurnar á pappírs-
örkinni þýða hinsvegar árin eftir
OROBLU
Kynníng
20% afsláttur
af öllum
OROBLU
sokkabuxum
fimmtudagínn
11. febrúar
kl. 14.00-18.00
fæðingu frelsarans, eða eins og við
segjum bara árið 2, 5, 7, 9 eða
1999, sem sagt ártalið. Hvað kem-
ur nú í ljós? T.d. talan 7 á stikunni
þýðir áramótin 7/8, auk þess að
vera 7 ára afmælisdagur frelsar-
ans, þ.e. 7 ár liðin frá fæðingu
hans, talan 10 á stikunni þýðir þá á
sama hátt áramótin 10/11 og jafn-
framt 10 ára afmæli hans. Hann
hafði lifað í einn áratug og næsti
áratugur að hefjast. En gætið nú
að tölunum á pappírsörkinni sem
þýða einmitt ártalið! Þessi merkú
tímamót í lífi frelsarans urðu þeg-
ar árið 10 var á enda og árið 11 að
byrja.
Eigi einhver nógu langa stiku
getur hann haldið þessum leik
áfram og sannfærst um að alda-
mótin era þegar árið 2000 er á
enda.
Þetta var nokkuð löng leið til að
sýna fram á, að milli 5 fingra ann-
arrar handar era 4 bil, en það kom
að gagni.
FINNUR JÓNSSON,
verkfræðingur.
í neyð ber að nota alla aðra
möguleika en SMS skilaboð Tals
hf. Hvort sem um er að ræða stór-
slys, óveður í vændum, viðvaranir
einhvers konar eða bara að ná í
einhvern vin sinn vegna bíóferðar
um kvöldið. Oftar en ekki komast
nefnilega SMS skilaboð ekki til
skila fyrr en mörgum klst. eftir að
þau era send. Mörg dæmi veit ég
þess að menn hafi fengið skilaboð
frá því um 20:00 á fimmtudegi, eft-
ir kl. 01:00 aðfaranótt fóstudags og
skilaboðin oft löngu búin að missa
marks og vita gagnslaus. Verst er
þó með skilaboðin frá Tal-hólfinu,
sem koma oft ekki fyrr en 6-8 tím-
um eftir að_ skilboð eru lögð inn í
Tal-hólfið. Ég vil þó taka það fram
að þetta er mjög algengt en ekki
al-gilt, ég er einungis að hvetja til
varúðar og að biðja um að taka
gagnsemi SMS með fyrirvara.
Þetta var þó ekki svona frá upp-
hafi, heldur hefur þjónusta Tals hf.
versnað til muna undanfarið.
Einnig skal kannski nefna hinn
ranglega nefnda „þjónustusíma“
Tals hf. en þar er enga þjónustu að
fá. Astæðan fyrir þessu er að það
,er ómögulegt að ná sambandi við
hann. Slæmt er það á daginn en
mun verra seint að kveldi og að
nóttu til. Maður nær hins vegar
sambandi við „skemmtilegan" sím-
svara sem segir manni að maður
hafi náð sambandi en allir séu upp-
teknir og maður skuli bara bíða.
Ég er mjög þolinmóður maður og
hef beðið allt upp í tæpar 20 mínút-
ur, þegar neyðin er stærst, en ekki
hefur það dugað til, aldrei í 15-20
aðskildum tilraunum hef ég náð
sambandi við lifandi vitsmunavera
í „þjónustusíma" Tals hf. Sömu
sögu segir hver einn og einasti,
undantekningalaust, af vinum mín-
um og kunningjum sem nota „þjón-
ustu“ Tals hf. og þeir era ekki fáir.
Besta kenning sem ég hef heyrt
um þessi mál er að einungis sé einn
starfsmaður á kvöld- og næturvakt
og hann sé ýmist sofandi (eftir að
hafa tekið símann úr sambandi)
eða blaðrandi við vini sína í símann
og fylgir þessari kenningu að ráða-
mönnum Tals sé alveg sama, þar
sem kjánar eins og ég og mínir vin-
ir muni ávallt reyna aftur og aftur,
í von um að Tal hf. standi við orð
sín og að við munum láta glepjast
af símsvaranum í hvert skipti. (En
við þurfum að borga Tali hf. fyrir
hverja mínútu sem við bíðum -
þrátt fyrir að þeir haldi öðra fram.)
Geti maður ekki staðið við gefin
loforð á maður að draga þau til
baka og ekki gefa slík loforð fram-
vegis. Þetta lærði ég sem smábarn
og vonandi fer einhver að kenna
ráðamönnum Tals hf. þetta sem
fyrst!
KRISTJÁN FRIÐBERT
FRIÐBERTSSON,
Fífuhvammi 3, Kópavogi.
Hef hafiö s törf á
Snyrti- og nuddstofu
tlönnu Kristínar,
Laugavegi 40a,
sími 561 8677.
Helga Björk Ólafsdóttir,
nuddari.
0
'ÁX
éf
Landsfundur
Sjálfstæðisflokksins
11.-14. mars 1999
Félagsfundir vegna kjörs landsfundarfulltrúa verða haldnir í
sjáífstæðisfélögunum í Reykjavík sem hér segir:
Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt miðvikudaginn 17. febrúar kl. 20.30 í Valhöll.
Heimdallur FUS miðvikudaginn 17. febrúar kl. 20.00 í Valhöll.
Félag sjálfstæðismanna í:
Nes- og Melahverfi miðvikudag 17. febrúar kl. 17.30 í Valhöll.
Vestur- og miðbæ mánudag 22. febrúar. kl. 17.30 íValhöll.
Austurbæ og Norðurmýri þriðjudag 16. febrúar kl. 18.00 í Valhöll.
Hlíða- og Holtahverfi miðvikudag 17. febrúar. kl. 18.00 í Valhöll.
Laugarneshverfi fimmtudag 18. febrúar. kl. 20,00 í Valhöll.
Langholtshverfi mánudag 15. febrúar. kl. 18.00 í Valhöll.
Háaleitishverfi miðvikudag 10 febrúar. kl. 19.00 íValhöll.
Smáíbúða- Bústaða og Fossvogshverfi fimmtudag 11. febrúar. kl. 20.30
íYalhöU.
Arbæjar- Selás og Artúnsholt mánudag 15. febrúar. kl. 20.00 í
Félagsheimili sjálfstæðismanna, Hraunbæ 102b.
Bakka- og Stekkjahverfi mánudag 15. febrúar. kl. 18.00 í Félagsheimili
sjálfstæðismanna, Álfabakka 14a.
Hóla- og Fellahverfi miðvikudaginn 10. febrúar. kl. 18.00 í Félagsheimili
sjálfstæðismanna, Álfabakka 14a.
Skóga- og Seljahverfi laugardag 13. febrúar. kl. 10.30 í Félagsheimili sjálf-
stæðismanna, Álfabakka 14a.
Grafarvogshverfi fimmtudaginn 11. febrúar. kl. 20.00 í Félagsheimili sjálf-
stæðismanna, Hverafold 1-3.
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík