Morgunblaðið - 10.02.1999, Page 64

Morgunblaðið - 10.02.1999, Page 64
www.vr.is Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Drögum í ðag! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ISLANDS vænlegast til vinnings MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mikið tap á La Bacaladera Yfírmaður hjá danska rikissjónvarpinu Dreifíng Breiðbands- ins á efni DR ólögmæt DREIFING á efni danska ríkis- sjónvarpsins DR TV á Breiðbandi Landssímans er ólögmæt og brýt- ur í bága við samning DR TV við fyrirtækið Telenor, sem annast hefur endurvarp á efni norrænna sjónvarpsstöðva. Þetta kemur fram í bréfi sem Finn Rowold, yfirmaður TV International, deildar innan DR TV, sendi fyrirtækinu World- vision 5. febrúar sl., en Worldvision annast framleiðslu og sölu sjón- _varpsefnis um heiminn. í bréfinu ■ 'Sem Morgunblaðið hefur undir höndum heldur Finn Rowold því einnig fram að endurvarp þessa sjónvarpsefnis á íslandi stangist á við íslensk höfundarréttarlög. Samstarf endurskoðað verði útsendingum ekki hætt Landssíminn hóf að senda út dagskrá sex norrænna sjónvarps- rása í seinasta mánuði, tveggja rása sænska ríkissjónvarpsins, SVTl og SVT2, tveggja rása norska ríkissjónvarpsins, NRKl og NRK2, og dagskrá DRl-rásar danska ríkissjónvarpsins og dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Fram kom hins vegar í Morg- unblaðinu sl. laugardag að Lands- síminn ákvað að hætta að endur- varpa efni TV2 vegna þess að á dagskrá hennar er efni, sem Is- lenska útvarpsfélagið hefur keypt á sýningarrétt á Islandi. í hennar stað var ákveðið að endurvarpa efni annarrar rásar danska ríkis- sjónvarpsins DR2. í bréfi Finns Rowold kemur einnig fram að DR TV hefur til- kynnt Telenor að ef þessu ólöglega endurvarpi á sjónvarpsútsending- um DR TV verði ekki hætt strax muni danska ríkissjónvarpið taka samstarf sitt við Telenor til endur- skoðunar. NORSKA saltfiskfyrh’tækið Troms- fisk og samstai-fsbanki þess, Fokus Bank, hafa tapað hundruðum millj- óna íslenzkra króna á kaupum og rekstri spænsku saltfiskverksmiðj- unnar La Bacaladera. Norðmennim- ir komust upp á milli eigenda La Bacaladera og SIF fyrir rúmum tveimur ái’um, þegar undirrituð hafði verið viljayfirlýsing beggja að- ila um kaup SIF á fyrirtækinu. Norska sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet greinir frá þessum taprekstri La Bacaladera í nýjasta tölublaði sínu. Þar segir að ekki hafi tekizt að fá nákvæmar tölur um tap- reksturinn, en hann sé gífurlegur, hundmð milljóna. Fulltrúar Fokus Bank hafa ekki viljað tjá sig um mál- ið, enda er um trúnaðarmál milli bankans og viðskiptavina hans að ræða. Þegar samningar SIF og eigenda La Bacaladera voru komnir á loka- stig kom inn í þá ákvæði um hækkun eða lækkun kaupverðs á fyrirtækinu í samræmi við afkomu þess. Ymis- legt benti þá til þess að yrði sú leið farin, yi’ði kaupverðið lágt vegna bágrar afkomu. A þeim tímapunkti komu Norðmennirnir inn og buðu betur en SÍF. SÍF hóf þá skaðabóta- mál en hvarf síðan frá þeim mála- rekstri gegn skilvíslegri greiðslu útistandandi krafna vegna saltfisk- sölu SIF til La Bacaladera. Við þær greiðslur hefur verið staðið enda var SIF með trygg veð fyrir þeim. ■ Tromsfisk tapar/Bl Samningur OZ hf. og Ericsson OZ fær verulega hlutdeild í sölu hugbúnaðar SAMNINGUR sá sem hugbúnað- arfyrirtækið OZ hf. hefur gert við stórfyrirtækið Ericsson um sam- starf felur meðal annars í sér að OZ fær verulega hlutdeild í sölu hugbúnaðarins sem Ericsson mun dreifa um allan heim en fyrirtækið er með útibú í 132 löndum. Að sögn Skúla Mogensen, eins af eigendum OZ, felst í samningnum að Ericsson kaupir af OZ ákveðna tækni sem fyrirtækið hefur verið 'áð þróa undanfarin ár. Aukin umsvif á næstunni „I annan stað er um að ræða mjög umfangsmikið samstarf um að þróa áfram þessa tækni á næstu þremur árum að minnsta kosti og að þróa og rannsaka nýjar lausnir innan samskiptageirans. I þriðja lagi munum við fá verulega hlut- deild í sölu þessa hugbúnaðar. Það er eiginlega það sem við bindum mestar vonir við. Þessum hugbún- aði verður dreift og hann seldur og studdur af Ericsson um allan heim,“ segir hann. „Eriesson er með útibú í 132 löndum og með um 100 þúsund starfsmenn. Það hefur gríðarlega möguleika í fór með sér. Sala á þessum búnaði mun hefjast í maí á þessu ári. Þetta er því komið mjög langt á veg,“ segir Skúli. Hann sagði það einnig þýðingarmikið fyrir fyrirtækið að vörumerki OZ muni koma skýrt fram á þessum hugbúnaði. Samstarfið við Ericsson hefur þá þýðingu að umsvif OZ aukast veru- lega en fyrirtækið er með starfs- stöðvar í Reykjavík, San Fransisco og Stokkhólmi. „Ég á fastlega von á að við munum auka töluvert við okkur á öllum vígstöðvum núna á næstunni, ekki síst í Stokkhólmi," sagði Skúli. ■ Hvetur okkur/6 Skólaást Morgunblaðið/Kristinn ÞEGAR ástin tekur völd gleymist bæði staður og stund og tilfínning- arnar stjórna gerðum elskendanna. Ljdsmyndurum er fátt óviðkomandi og með annars konar tilfinningum, svo sem fyrir mynduppbyggingu, lýsingu og þess háttar, hleypa þeir af þegar síst skyldi. Fiskistofa svarar umsdknum um kvóta og veiðileyfí Sumir fá jákvæð svör Á ALLRA næstu dögum fara bréf fi’á Fiskistofu í póst til þeirra sem sóttu um veiðileyfi og kvóta í kjölfar dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannessonar, en u.þ.b. 4.000 aðilar sendu inn umsóknir. Að sögn Þórðar Ásgeirssonar fiskistofustjóra eru svörin ekki á einn veg. Sumir þeirra sem óska eftir veiðileyfi fái jákvæð ^Svör. Hann segir að séu menn ekki ánægðir með svörin geti þeir lögum samkvæmt skotið málinu til sjávar- útvegsráðuneytisins. Flestar umsóknirnar voru send- ar sjávarútvegsráðuneytinu, en lögum samkvæmt gefur Fiskistofa út veiðileyfi og þess vegna voru •^Jmsóknirnar sendar til Fiskistofu. „Það er mikið verk að svara Hægl að skjóta niðurstöðu Fiskistofu til sjávarútvegsráðuneytisins þessu. Þetta voru margar umsókn- ir eins og menn vita og af ýmsum toga. Það hefur verið mikil vinna bara að flokka umsóknirnar eftir því hvað menn era að biðja um og eftir því hvort menn era með skip eða ekki o.s.frv. Menn era enn ekki farnir að fá svör, en útsending á fyrstu svöranum fer að hefjast," sagði Þórður. Svörin ekki á einn veg Þórður sagði að svörin gætu ekki verið á einn veg vegna þess að um- sóknirnar væra svo ólíkar. Um- sóknirnar hefðu verið flokkaðar eftir því hvort menn væra að biðja um veiðileyfi eðá kvóta eða hvort tveggja. Eins þyrfti að taka tillit til þess hvort menn væru með skip og þá hvers konar skip. Þórður sagði að sumir af þeim sem hefðu óskað eftir veiðileyfi fengju leyfi. Hins vegar væri ekki hægt að veita mönnum veiðileyfi nema á eitthvert tiltekið skip. Áð- spurður hvort einhver fengi kvóta sagði Þórður að það væri búið að úthluta öllum kvóta þessa fiskveiði- árs. „Lögum samkvæmt er það Fiskistofa sem gefur út veiðileyfi og þess vegna er það Fiskistofa sem svarar umsóknunum. Ef menn era hins vegar ekki ánægðir með þau svör sem þeir fá hér geta þeir skotið málinu til sjávarútvegsráðu- neytisins sem úrskúrðar," sagði Þórður. Hann sagði að ef menn hefðu hug á að láta reyna á svörin fyrir dómstólum væri hinn eðlÖegi gangur málsins að skjóta málinu fyrst til ráðuneytisins áður en far- ið væri með málið fyrir dómstóla. Það væri ekki sjálfgefið að sjávar- útvegsráðuneytið hefði sömu af- stöðu til einstakra umsókna og Fiskistofa. Ráðherra heimilaði framsal BORGARLÖGMAÐUR kemst að allt annarri niðurstöðu en Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður komst að í álitsgerð sem hann vann fyrir Hafnarfjarðarbæ, um lögmæti og gildi orkusamnings sem Hita- veita Reykjavíkur og Hafnarfjarð- arbær gerðu árið 1973. Lögmanni Hafnarfjarðarbæjar var ekki kunnugt um samþykki iðn- aðarráðherra íyrir framsali á einka- leyfi til rekstrar hitaveitu í bænum. í greinargerð borgarlögmanns seg- ir að í gögnum Reykjavíkurborgar sé að finna bréf iðnaðarráðherra til bæjarstjórans í Hafnarfirði sem heimilar framsal einkaleyfisins. 1 niðurstöðum endurskoðunarfjT- irtækisins Deloitte & Touche kemur fram að Hitaveita Reykjavíkur hefði þurft að selja orku til Kópa- vogs, Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Bessastaðahrepps á um 80% hærra verði en gert hefur verið. Þá hafi fórnarkostnaður Hitaveitunnar vegna viðskiptanna verið samtals um 3,1 milljarður króna fyrir árin 1993-1997. ■ 80% hærra/10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.