Morgunblaðið - 12.02.1999, Page 1
35. TBL. 87. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Deilt um hvort beita eigi Serba hervaldi hindri þeir samkomulag um frið í Kosovo
Albright segir
að íhlutun hafi
verið ákveðin
París. Reuters.
MADELEINE Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að
þegar hefði verið ákveðið að gera árásir á serbnesk skotmörk ef viðræð-
urnar um frið í Kosovo færu út um þúfur vegna þrákelkni Serba. Rússar
sögðu hins vegar að þeir væru enn andvígir hernaðaríhlutun í Júgóslavíu,
sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, og að Atlantshafsbandalagið ætti
ekki að reyna að hafa áhrif á friðarviðræðurnar með því að hóta árásum.
„Ef Serbar eiga sökina á því að
viðræðumar renna út í sandinn
verða árásir gerðar á serbnesk skot-
mörk,“ sagði Albright í viðtali við
íranska sjónvarpsstöð. „Friðai-um-
leitunum okkar verður fylgt eftir
með valdbeitingu og sú ákvörðun, að
beita hervaldi beri viðræðurnar ekki
árangur hefur þegai- verið tekin.“
Albright sagði að Kosovo-Albön-
um yrði einnig refsað ef þeir hindr-
uðu að samkomulag næðist um frið í
Kosovo. „Ef leiðtogar Frelsishers
Kosovo og Albanar eiga sökina þá
missa þeir þann alþjóðlega stuðning
sem þeir reiða sig á til að ná fram
markmiðum sínurn."
Friðarviðræðurnar hófust í
Frakklandi að tilhlutan tengslahóps-
ins svokallaða og fara fram undir
stjórn þriggja sáttasemjara frá
Bandaríkjunum, Rússlandi og Aust-
un’íki. Vladímír Rakhmanín, tals-
maður rússneska utanríkisráðuneyt-
isins, sagði að Rússar væru andvígir
því að hótunum um hernaðaríhlutun
yrði beitt til að knýja fram friðar-
samkomulag. „Við höfum áhyggjur
af tilraunum til að tengja ákvarðanir
tengslahópsins við áform NATO um
að beita hervaldi," sagði hann.
Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, sakaði í gær fulltrúa
Júgóslavíu í friðarviðræðunum um
að hindra að þær bæru árangur en
taldi líklegt að þeim yrði haldið
áfram í næstu viku. Hann sagði að
Serbar hefðu tafið viðræðurnar með
því að halda til streitu kröfu um að
Kosovo-Albanar undirrituðu yfirlýs-
ingu um grundvallaratriði hugsan-
legs friðarsamkomulags, m.a. um að
landamærum Júgóslavíu yrði ekki
breytt.
Reuters
Kosovo-Albanar bornir til grafar
ALLT að 10.000 manns fylgdu 40 Kosovo-Albönum til
grafar í þorpinu Racak í gær, þremur vikum eftir að
serbneskar öryggissveitir urðu þeim að bana. Willam
Walker, yfirmaður eftirlitssveita Öryggis- og sam-
vinnustofnunar Evrópu í Kosovo, sagði í ávarpi við
jarðsetninguna að drápin væru óréttlætanleg og
ákæra þyrfti þá sem stóðu að þeim. Walker lýsti dráp-
unum sem „fjöldamorði" þegar líkin fundust.
Líkkisturnar voru allar sveipaðar albanska fánan-
um. Jarðsetningin tafðist þar sem líkin urðu peð í
valdatafli serbneskra yfirvalda og Kosovo-Albana,
sem berjast fyrir sjálfstæði héraðsins.
Apar fái
„mannréttindiu
Búist er við að Bandaríkjaforseti verði sýknaður í dag
Minni stuðningur
við vítur á Clinton
Washington. Reuters.
GERT er ráð fyrir að öldungadeild
Bandaríkjaþings greiði atkvæði í
dag um ákæruna á hendur Bill
Clinton og talið er að mikið vanti á
að forsetinn verði sakfelldur og
sviptur embættinu þar sem nokkr-
ir þingmenn repúblikana hafa
lagst gegn sakfellingu. Demókrat-
ar hafa stefnt að því að leggja fram
tillögu um að forsetinn verði víttur
eftir að réttarhaldinu lýkur en
stuðningurinn við hana hefur
einnig minnkað.
Þrír þingmenn repúblikana,
James Jeffords, Arlen Spector og
John Chafee, hafa sagt að þeir ætli
að greiða atkvæði gegn ákærunni og
Jeffords sagði í gær að sex eða sjö af
55 þingmönnum repúblikana kynnu
að greiða atkvæði gegn báðum
ákæruatriðunum.
Búist er við að allir 45 þingmenn
demókrata hafni ákærunni, þannig
að óvíst er hvort rúmur helmingur
þingmannanna samþykkir sakfell-
ingu. Til að víkja forsetanum úr
embætti þurfa tveii’ þriðju þing-
manna öldungadeildarinnar, eða 67,
að sakfella hann og því yrði það mik-
ið áfall fyrir repúblikana ef þeim
tækist ekki einu sinni að tryggja ein-
faldan meirihluta.
Clinton var ákærður fyrir að hafa
framið meinsæri og hindrað fram-
gang réttvísinnar og talið er að
meinsærisákæran verði felld með
miklum mun. Óvissa er hins vegar
um hvort meirihluti öldungadeildar-
innar telur forsetann sekan um að
hafa lagt stein í götu réttvísinnar til
að leyna sambandi sínu við Monicu
Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í
Hvíta húsinu.
Ætla að hindra atkvæða-
greiðslu um vítur
Trent Lott, leiðtogi repúblikana
í öldungadeildinni, sagði í gær að
stefnt væri að því að ákæruatriðin
yi’ðu borin undir atkvæði ekki síð-
ar en kl. 17 í dag.
Tveir þriðju þingmannanna
þurfa einnig að greiða atkvæði með
því að reglum öldungadeildarinnar
verði breytt til að hægt verði að
taka fyrir tillögu demókrata um
vítur á forsetann þegar réttarhald-
inu lýkur. Andstæðingar ályktun-
artillögunnar sögðust ætla að koma
í veg fyrir að hún yrði borin undir
atkvæði með því að hafna breyting-
unni.
„Eg tel að ályktunin um vítur sé
dauð,“ sagði repúblikaninn Connie
Mock.
Lundúnum. Daily Tclegnraph.
FRUMVARP til
dýraverndunarlaga,
sem m.a. kveður á
um réttindi
mannapa, er til um-
fjöllunar í nýsjá-
lenska þinginu.
Verði það að lögum
verða simpansar,
górillur og
órangútan-apar
fyrstu dýrin sem
tryggður er réttur-
inn til lífs, og vernd
gegn grimmilegri
og lítillækkandi
meðferð, sem þýðir
í raun vernd gegn
næstum öllum teg-
undum tilrauna.
Fylgismenn aukinna réttinda
mannapa vilja einnig að Samein-
uðu þjóðirnar samþykki yfirlýs-
ingu um réttindi mannapa, sem
yrði hliðstæð Mannréttindayfir-
lýsingu SÞ.
„Hugmyndin er að sýna öðrum
þjóðum gott fordæmi,“ segir
Penny, líffræðingur við Massey-
háskólann, en hann er í forsvari
38 nýsjálenskra vísindamanna
sem þrýst hafa á um setningu
laganna. Tilraunir á mannöpum
eru bannaðar á Nýja-Sjálandi og
Bretlandseyjum. I Bandaríkjun-
um eru 1.700 apar notaðir til til-
rauna um þessar mundir. Fólk
sem berst fyrir auknum réttind-
um apanna segir dýrin hafa
sjálfsmeðvitund og persónuleika,
þau myndi tilfinn-
ingasambönd og séu
greind. Einnig hafi
aparnir málþroska á
byrjunarstigi og ým-
islegt annað bendi til
þess að þeir séu
„mannlegir" og eigi
því ótvírætt að njóta
þeirrar verndar sem
mannréttindi veita
mannkyni.
Vísindamenn sem
stunda læknisfræði-
legar rannsóknir og
tilraunir á dýrum
telja fylgismenn
aukinna réttinda apa
vilja í raun banna
allar tilraunir á dýr-
um. Frans de Waal, vísindamaður
hjá Yerkes-stofnuninni í Atlanta í
Bandaríkjunuin, telur að með
sömu röksemdafærslu og notuð
er um tengsl apanna við menn
megi færa rök fyrir því að ekki
skuli nota rottur til læknisrann-
sókna.
I grein í tímaritinu New Scient-
ist er varað við því að draga of
víðtækar ályktanir af skyldleika
manna og dýra, þótt hann sé mik-
ill. Þar segir að skyldleiki dýra
við menn hljóti að veita á því
hvort „hugsun um hugsun sé til
staðar. Búi skepna ekki yfir þess-
um hæfileika - og ekkert hefur
sannað að mannapar geri það -
þá er örðugt að færa sönnur á
siðferðilegt eðli hennar.“
Sýknudómi í nauðgunar-
máli harðlega mótmælt
Rdm. Reuters.
DÓMARAR, lögfræðingar og
stjórnmálamenn í öllum flokkum
Ítalíu brugðust í gær ókvæða við
þeirri niðurstöðu æðsta áfrýjun-
ardómstóls landsins að ekki hefði
verið hægt að nauðga konu vegna
þess að hún klæddist gallabuxum.
45 ára ökukennari hafði verið
dæmdur í tæplega þriggja ára
fangelsi fyrir að nauðga 18 ára
nemanda sínum, en áfrýjunar-
rétturinn hnekkti dómnum á
þeirri forsendu að „ógjörningur"
væri að færa konur úr gallabux-
um ef „þær streittust á móti af
öllu afli“.
Italski dómarinn Simonetta
Sotgiu sagði að úrskurðurinn
færði dómskerfið aftur um 30 ár.
Sex þingkonur efndu til mótmæla
við þinghúsið í Róm klæddar
gallabuxum og héldu á spjöldum
með áletruninni: „Gallabuxur: af-
sökunin fyrir nauðgun."