Morgunblaðið - 12.02.1999, Page 8

Morgunblaðið - 12.02.1999, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Öldungadelld Bandaríkjaþings lokar enn að sér: ÞAÐ er ekki illa meint Monica litla, bara aldurinn góða ... ÍSAL og Eimskipafélagið gegn Sjómannafélagi Reykjavíkur Héraðsdómur staðfest- ir ólögmæti aðgerða AÐGERÐIR félaga í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur, þegar þeir hindr- uðu affermingu álskauta í Straums- nesi í október á síðasta ári, voru úr- skurðaðar ólögmætar af Jónasi Jó- hannssyni héraðsdómara í dómi á dómþingi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp á þriðjudag. Héraðsdómari staðfesti allar kröf- ur stefnenda í máli íslenska álfélags- ins hf. og Eimskipafélags Islands gegn Sjómannafélagi Reykjavíkur. Dómkröfurnar voru þrjár: Farið var fram á staðfestingu lögbannsins, staðfestingu á ólögmæti aðgerða stefnda og að stefndi greiddi stefn- endum málskostnað. Tildrög málsins voru aðgerðir fé- lagsmanna Sjómannafélags Reykja- víkur í þá veru að hindra affermingu á álskautum úr leiguskipi Eimskipa, ms. Hanseduo, þar sem það lá við höfn í Straumsvík, mánudaginn 26. október 1998. Þetta gerðu félags- menn m.a. með því að setjast á lyft- ara í eigu ISAL og komu þannig í veg fyrir að staiísmenn ISAL gætu unnið störf sín. Að beiðni stefnenda lagði sýslu- maðurinn í Hafnarfírði lögbann við aðgerðum stefnda. Lögregla fór í framhaldi á vettvang og stöðvaði að- gerðir. Astæður fyrir aðgerðum félags- manna Sjómannafélags Reykjavíkur voru þær að félagið taldi sig eiga í vinnudeilum við hinn þýska útgerð- araðila m.s. Hanseduo, út af kjara- samningum áhafnar skipsins. En af ellefu manna áhöfn voru níu erlendir ríkisborgarar og tveir íslenskir. Til- gangur aðgerðanna var sá að knýja á um gerð nýs kjarasamnings við út- gerðarfélagið en eldri kjarasamning- ur var fallinn úr gildi vegna van- efnda útgerðarfélagsins. Stefíiandi Eimskip hélt því hins vegar fram að ekkert vinnuréttar- samband væri milli þeirra og skip- verja á ms. Hanseduo „og eigi heldur milli þeirra og stefnda“, eins og segir í dómnum. Dómsorð Jónasar Jóhannssonar héraðsdómara er orðrétt þannig: „Staðfest er lögbann, sem Sýslumað- m’ í Hafnarfírði lagði 27. október 1998 við því að stefndi, Sjómannafé- lag Reykjavíkur, hindri losun og lestun á vörum stefnenda Islenska álfélagsins hf. úr og í leiguskip stefn- enda HF Eimskipafélags Islands, m.s. Hanseduo, með veru og aðgerð- um félagsmanna stefnda á hafnai’- bakkanum í Straumsvík. Stefndi greiði hvorum stefnenda fyrir sig 100.000 kr. í málskotnað." Þú getur látiðþau segja nánast hvað sem er, við hvem sem er. ÍSLENSK GARÐYRKJA - okkar allra vegna Mjólkursamsalan og Islensk málstöð Samningurinn endurnýjaður Baldur Jónsson AMSTARF Mjólk- ursamsölunnar í Reykjavík og Is- lenskrar málstöðvar hef- ur staðið í nokkur ár, eða frá árinu 1994 þegar þessir aðilar skrifuðu undir viijajd'irlýsingu þess efnis að vinna saman að íslenskri málrækt. í þessum samningi kemur m.a. fram að Mjólkur- samsalan muni leggja sitt af mörkum til þess. að örva umræðu um íslenskt mál og efla þekkingu í samráði við Islenska mál- stöð, en að sögn Baldurs Jónssonar, markaðsstjóra hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík, hefur Mjólk- ursamsalan ekki litið á það sem hlutverk sitt að kenna fólki íslensku, það telur hann vera iyrst og fremst verk- efni heimili og skóla. En hvemig hefur þessu samstarfí þá verið háttað? - Þegar samstarfið hófst árið 1994 háði fjárskortur starfsemi Is- lenskrar málstöðvar. Til að koma að litlu leyti til móts við það vandamál þá hafði Mjólkursam- salan forgöngu um að endurnýja tölvubúnað hjá málstöðinni. í mars næstkomandi stendur til að Mjólkursamsalan og íslensk mál- stöð endurnýi samstarfssamning sinn til næstu ára. Við sama tæki- færi mun Mjólkursamsalan form- lega afhenda málstöðinni tölvu- búnað í framhaldi af því sem þegj ar hefur verið gert á því sviði. I Ráðhúsinu í Reykjavík mun þá einnig verða fjölskylduskemmtun og upplestrar á vegum Mjólkur- samsölunnar. - Hvemig hefur þetta samstarf helst birst almenningi? - Það hefur verið sýnilegast í 132 ábendingum alls um íslenskt mál sem birst hafa á mjólkurumbúð- um, sem hefur vonandi glætt áhuga almennings á móðurmál- inu. Þessar ábendingar hafa m.a. vakið athygli skólafólks og í fram- haldi af áhuga þeirra aðila þá höf- um við gefið út safnmöppur í tvígang og dreift til kennara í grunnskólum. Þessar möppur er hægt að nálgast hjá okkur og þær eru komnar á heimasíðu Mjólkur- samsölunnar á Netinu, (MS.IS) þannig að fólk gæti prentað þær út ef áhugi er fyrir hendi. A heimasíðunni er þó nokkuð mikið af ítarefni um það sem Mjólkur- samsalan hefur látið til sín taka til þess að glæða áhuga íslensku þjóðarinnar á sínu móðurmáli. Þá má geta þess að í upphafi fyrr- greinds samstarfs var birt aug- lýsing þar sem Alexandra Gunn- laugsdóttir söng ljóð Þórarins Eldjárns, sem var frumsamið af þessu tilefni og er við lag Atla Heimis Sveinssonar. Þessi aug- lýsing birtist á hátíðis- og tylli- dögum og er orðin nokkuð svo sí- gild. - Hvernig veljið þið áletranir á umbúðirnar? - Það höfum við gert í samráði við verktaka sem fæst við almannatengsl, þessir textar hafa síðan verið valdir í samráði við íslenska mál- nefnd og hefur nefndin verið leið- beinandi varðandi það efni. Á næstunni koma út nýir textar á umbúðum. Þar er dregið úr ábendingum og umvöndunum en dregnir fram athyglisverðir text- ar sem sýna fjölbreytileika ís- lenskra bókmennta og íslenskrar ► Baldur Jónsson er fæddur í Reykjavík 13. júlí 1947. Hann Iauk verslunarskólaprófi 1966 og hóf störf eftir það við sölu- og markaðsmál og hefur unnið óslitið siðan að þeim málum. Nú starfar hann sem markaðs- stjóri hjá Mjólkursamsöluuni í Reykjavík, en Mjólkursamsal- an á um þessar mundir hlut að samstarfi við íslenska málstöð með það að markmiði að styðja íslenskt mál. Baldur er kvænt- ur Ragnheiði Brynjólfsdóttur fíugfreyju og eiga þau þrjú börn. tungu. Það verður minna talað um málnotkun en íslenskan látin tala fyrir sig sjálf. Birt verða m.a. brot úr ýmsum bókmennta- textum, svo sem úr verkum Hall- dórs Laxness, Einars Benedikts- sonar og fleiri höfunda. - Hafíð þið gert fleira til þess að styðja við móðurmálið? - Já, við höfum tekið þátt í Degi íslenskrar tungu, árlega hafa ver- ið birtar auglýsingar á vegum Mjólkursamsölunnar í Reykjavík til þess að vekja athygli á þessum degi. Við gáfum m.a. út vegg- spjald með mynd af Jóni Sigurðs- syni forseta og á bakhlið þessa spjalds var nafnalisti yfir sex hundruð Islendinga en myndin var sett saman með ákveðinni Ijósmyndatækni þar sem myndir af þessum Islendingum mynduðu heildarmyndina af Jóni. Þess má einnig geta að Mjólkursamsalan hlaut viðurkenningu Lýðveldis- sjóðs árið 1995 íyrir að hafa sýnt hugmyndaauðgi og lofsvert fram- tak til þess að vekja athygli á ís- lenskri tungu. - Hvers vegna var ákveðið að styðja á þennan hátt við íslenska tungu? - íslensk menning og íslenskt at- vinnulíf eiga sameiginlegra hags- muna að gæta í síauknum alþjóð- legum samskiptum. Mjólkursam- salan og samstarfsfyrirtæki í mjólkuriðnaði vinna á íslenskum markaði úr íslensku hráefni frá íslenskum framleiðendum og fyrir íslenska neyt- endur. Þessi tengsl öll og tengslin við Is- lenska málstöð hafa skotið styrk- ari stoðum undir neyslu á okkar framleiðsluvörum. Loks má geta þess að til stendur að bregða á leik í Kringlunni 12. og 13. febrú- ar nk. þar sem nýir textar á um- búðum Mjólkursamsölunnar verða kynntir, efnt verður til upplestra og getrauna og rithöf- undar og söngvarar flytja eigið efni. mjólkur- Islenskan látin tala fyrir sig sjálf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.