Morgunblaðið - 12.02.1999, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999 23
LISTIR
Varpaðu af þér okinu
og vertu barn á ný
AF SYNINGU Gabríelu Friðriksdóttur.
MYNDLIST
Gallcrf Sævars Karls,
ltankastra;ti
MÁLVERK OG HÖGGMYNDIR
GABRÍELA FRIÐRIKSDÓTTIR
Til 19. febrúar. Opið á verslunartíma.
Aðgangur ókeypis.
GABRÍELA Friðriksdóttir hefur
náð merkilegum árangri á þeim ör-
skamma tíma sem liðinn er frá því
hún sagði skilið við listnámið. An
þess að festa sig á einni ákveðinni
bylgjulengd í hinu margradda há-
loftaútvarpi samtíma listhræringa
eins og títt er um listamenn sem
taka frumspor sín, kýs hún að halda
öllum dyrum opnum. Hún brennir
ekki kerti sín frá báðum endum eins
og gjaman hendir þá sem byrja of
þröngt af einskærri hræðslu við
óreiðu frelsisins. Gabríela leyfir sér
að benda til margra ólíkra, og oft
þversagnakenndra átta í verkum sín-
um og nýtur þess bersýnilega að
vasast óheft í listsköpun sinni.
Hins vegar markar hún sér mjög
ákveðinn vettvang með afgerandi
stílbrigðum og samræmdu yfir-
bragði. Hún býr sér til ímyndaðan
heim, ekki óskyldan teygjudýrafrum-
skógi Barbapabba og ættingja hans.
En þegar þeim formræna saman-
burði sleppir virðist nokkuð ljóst að
frá bamaheimi ofurbarbanna er afar-
stutt yfir í aldingarðinn Eden og
syndafallið. Gabríela gerir okkur
einmitt grein fyrir því hve leiðin er
greiðfær frá Piaget til Lacan; bama-
sálarfræðinni til vitundarfræða
hvatalífs og langana.
Allur þessi frumskógur, eiginlegur
og táknrænn, er settur fram af mik-
illi tilfinningu fyrir lífrænu formspili,
sterkum Iitasamsetningum og
grafískum töktum sem oft era
unaðslegir í teiknimyndakenndum
áherslum sínum. Ósjálfrátt verður
manni hugsað til Öyvinds heitins
Fahlström, sænska popplistar-
mannsins, sem virkjaði svo einstak-
lega vel sýningarrýmið með leikræn-
um tilbúningi sínum, sem sýninga-
gestir gátu gjarnan breytt og mótað
eins og böm í sandkassa.
Samanburðurinn við Fahlström er
engin hending því grafískir hæfileik-
ar Gabríelu minna sterklega á þann
leikandi, lokkandi teiknistíl sem dró
listáhugamenn ósjálfrátt að lista-
manninum sænska. Lína hennar er
kvik og skerandi eins og hans. Hins
vegar minna útsagaðar og fagur-
málaðar tréhöggmyndir hennar oftar
en ekki á alþýðufóndur Hohen-
biichler-systranna og skjólstæðinga
þeirra án þess að um bein líkindi sé
að ræða. Höggmyndir Gabríelu eru
uppfullar af galsa og fjöri, sem ekki
verður hermt upp á tvíburana aust>
urrísku. En nota bene; undir húmom-
um kraumar óræð alvara, uppfuU af
getspám og óvæntum spumingum.
Þannig er ekkert sem það er séð
nema ágæti framtaksins. Gæði sýn-
ingarinnar fara ekki mUli mála.
Halldór Björn Runólfsson
leikir
Tíska
01. llil. 22. lirp.
\cr4 Kr.
W;'
Kristine
úsdóttir
Líf að
loknum
skilnaði
Heilsa og
hollusta
Gómsætt
grænmetis-
fæði
luki
hluti af lífinu
Birna Björnsdóttir
tannlæknir og
sálfræðingur
-og baksturínn:
iMrnclSlf jöl^j^lgiunrulá óvart.
JpMunSu efrirbolludeginum!
■ / ■ ■■ ■s'fl ■
mjorlíki
NIIS
Kauptu saltkjöt í
og þú fœrð 2 kíl
kartöfKim í kauftxeti!