Morgunblaðið - 12.02.1999, Side 38
^38 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGIRÍÐUR
JÓHANNESDÓTTIR
>
+ Ingiriður Jó-
hannesdóttir
fæddist á Móbergi í
Engihlíðarhreppi í
Langadal í A-Hún.
8. september 1900.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Akraness að
kvöldi 2. febrúar
síðastliðins. For-
eldrar hennar voru
Elísabet Þorleifs-
dóttir og Jóhannes
. ^ Halldórsson á Mó-
bergi. Systkini
Ingiríðar eru Oskar
bóndi í Fagranesi í
Langadal, f. 21.6. 1897; Björg
kennari við Húsmæðraskólann
á Löngumýri í Skagafirði, f. 6.8.
1899; Halldór, f. 9.12. 1901;
Guðmundur Jóhann, f. 9.10.
1904; Jón, f. 19.5. 1906; Helga
Kristín, f. 6.8. 1909; Ottó
Svavar, f. 1.7. 1912; og Axel
Þorbjöm, f. 27.2.1916.
Árið 1931 giftist Ingiríður
Þorsteini Bjarnasyni og hófu
þau búskap á Undirfelli í Vatns-
dal. Þorsteinn var fæddur í
Stykkishólmi 13.
júlí 1899 og lést í
Ási 23. janúar 1945.
Foreldrar hans
vom Kristín Guð-
mundsdóttir og
Bjami Magnússon
járnsmiður og
fangavörður í
Hólminum. Hann
átti mörg systkini.
Börn Ingiríðar og
Þorsteins era: 1)
Kristín, f. 22.4.
1934, maki Jón
Stefánsson, f. 20.8.
1931. Börn þeirra
Þómnn Jónatansd., f. 18.5.
1951, Eh'sabet, f. 25.10. 1955,
Stefán, f. 28.5. 1957, og Hörður,
f. 20.8. 1965. 2) Bjarni, f. 19.6.
1939, maki Hallfríður Gunn-
laugsdóttir, f. 23.1. 1939. Sonur
Þorsteinn Kári, f. 24.8. 1960, og
fóstursonur Hjalti Nflsen. Lan-
gömmubörnin em 13 og langa-
langöinmubörn tvö.
Utför Ingiríðar fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
_ ^ Ingiríður Jóhannesdóttir er látin
á nítugasta og níunda aldursári.
Ung og í blóma lífsins flutti hún í
Vatnsdalinn ásamt móðursystur
sinni og fóstru Ingiríði Þorleifs-
dóttur frá Stóra-Búrfelli í Svína-
vatnshreppi er alltaf var einhleyp
en hafði tekið nöfnu sína til umönn-
unar og uppfósturs af systur sinni
og mági er búsett voru að Móbergi
í Langadal. Áttu þau hjón margt
bama og voru fátæk. Ingiríður
Þorleifsdóttir hafði alist upp í
A iStóradal í Svínavatnshreppi hjá
Salóme Pálmadóttur, sem Ingiríð-
ur virti og elskaði. Vitnaði hún oft í
fóstru sína, ekki síst í trúmálum,
og efaði aldi'ei að það sem fóstra
hennar hefði sagt í þeim efnum
væri rétt. Hlutskipti Ingiríðar Þor-
leifsdóttur um ævina varð að vinna
öðrum eða í besta tilfelli að vera
„húskona" en það var að vera að
nokkru leyti sjálfrar sín, hafa sér
matseld en vinna húsbændum að
öðru leyti. Ingiríður Þorleifsdóttir
miðlaði samfélaginu af manngæsku
og kærleika og virtist hveijum
manni vel sem henni kynntist.
Við þessar ástæður og áhrif ólst
+
Elskuleg móðir okkar,
BJÖRG VALDEMARSDÓTTIR
frá Hrísey,
Dalbraut 27,
Reykjavík,
er látin.
Börnin.
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi,
VILBERT STEFÁNSSON,
Borgarbraut 65,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag,
föstudaginn 12. febrúar, kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjarta-
vemd og Krabbameinsfélag íslands.
Börn og aðrir
aðstandendur hins látna.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir,
tengdafaðir og afi,
ÞORBJÖRN FINNBOGASON
fyrrverandi veiðieftirlitsmaður,
Ofanleiti 25,
Reykjavík,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 4.
febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til deildar A-7, Sjúkrahúss Reykjavíkur og læknis og
starfsfólks Hlíðarbæjar.
Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á félag áhugafólks og
aðstandenda Alzheimers-sjúklinga og annarra minnissjúkra (FAAS).
Þökkum innilega veittan stuðning og samúð.
Þórdís Karelsdóttir,
Jónína Þorbjörnsdóttir, Hjalti Magnússon,
Ágústa Þorbjörnsdóttir, Guðmundur Harðarson,
Hlédís Þorbjörnsdóttir, Valdimar Ólafsson,
Karel Kristjánsson
og barnabörn.
Ingiríður Jóhannesdóttir upp og
má fullyrða að hún bjó ríkulega að
áhrifum uppeldisins sína löngu
ævi. Blómatíminn í lífi hennar varð
í Vatnsdalnum er hún kynntist
ungum Vatnsdælingi Þorsteini
Bjamasyni fæddum á Orrastöðum
í Torfalækjarhreppi 13. júlí árið
1899, en dvaldi í Koti í Vatnsdal
(nú Sunnuhlíð) á unglingsárum.
Varð Þorsteinn eiginmaður
Ingiríðar og bjuggu þau um nokk-
urt árbil á hluta af Ási og síðar
Undirfelli á fjórða og fimmta tug
aldarinnar. Eignuðust þau börnin
Kristínu sem varð húsmóðir á
Akranesi og Bjama útsölustjóra
ÁTVR fyrst á Seyðisfirði og síðar í
Kópavogi. Þorsteinn Bjarnason
varð skammlífur og dó frá eigin-
konu og bömunum ungum.
Ingiríður dvaldi þó áfram í Vatns-
dalnum og hélt heimili með böm-
um sínum og fóstm meðan hennar
naut við, en að því kom að hún
flutti til Akraness og naut skjóls
hjá dóttur sinni og eiginmanni
hennar en flutti svo á dvalarheim-
ilið Höfða er eigin kraftar vora að
mestu þrotnir til sjálfsbjargar.
Þannig er í stóram dráttum lífs-
hlaup Ingiríðar Jóhannesdóttur.
Við ævi hennar era aðeins tengdar
góðar minningar um konu sem var
umburðarlynd og nægjusöm, gerði
mestar kröfur til sjálfrar sín, var
fómfús og lagði öllum gott til. Slík-
ir hæfileikar skapa farsæld og gott
samfélag hið næsta sér og auð-
velda umgengni við fólk. Sá er
þetta ritar fylgdist nokkuð náið
með þessari fjölskyldu meðan hún
dvaldi í Vatnsdalnum. Kom oft á
heimili Ingiríðar og Þorsteins og
síðar eftir að hún var orðin ein
með bömum sínum. Nokkrum
sinnum leit ég líka til hennar eftir
að hún flutti til Akraness og með-
an kraftar hennar leyfðu kom hún
hvert sumar til þess að hitta vini
og ættingja hér í Húnavatnsþingi,
þar sem rætur lífs hennar liggja.
Ljúft er að minnast þess að aka
með hana að leiði nöfnu hennar og
fóstra í kirkjugarðinum að Holta-
stöðum í Langadal þar sem sú
góða kona kaus sér legstað.
Líf Ingiríðar Jóhannesdóttur
varð langt. Það fylgdi tuttugustu
öldinni svo til allri. Gott er að hún
hefir nú fengið hvíld eftir farsæla
lífsgöngu. Hennar verður gott að
minnast.
Börnum Ingiríðar, þeim Krist-
ínu og Bjarna, ásamt öðram nán-
um afkomendum og venslafólki
vottum við hjónin einlægan sam-
hug okkar.
Grímur Gislason.
í örfáum orðum langar mig að
minnast þín og þakka fyrir öll árin
sem við voram saman.
Sé varslan örugg og skortir ei skjól,
er skeiði gróandans nemur.
Pá geturðu reitt þig á nætumar þar
er reynslu frostnóttin kemur.
(Indriði Þórkelsson, Fjalli.)
Eg var ársgömul þegar amma
mín tók mig í fóstur. Við voram
samstiga í gegnum árin og aldrei
rofnaði það kærleiksband, sem
batt okkur saman í byrjun ævi
minnar.
Amma mín var sérlega vel gerð
kona, hæglát, ástrík, umhyggju-
söm, hláturmild og með gott skop-
skyn.
Börnin mín nutu einnig um-
hyggju hennar. Hún spilaði við
þau, kenndi þeim að lesa með
bandprjónsaðferðinni og gaf þeim
fallega forskrift. Hún hafði sérlega
fallega rithönd ásamt því að hafa
gott vald á íslensku máli.
Amma var afar starfsöm kona.
Þegar tómstundum fjölgaði fann
hún sér alltaf eitthvert viðfangs-
efni. Hún hafði mikla ánægju af
ýmiss konar handmennt og lék allt
í höndunum á henni. Hún var lag-
in og listfeng eins og hún átti kyn
til.
Við amma höfðum alltaf mikið
samband, bæði með heimsóknum
og símtölum. Eftir að hún flutti á
elliheimilið fyrir um fjórum árum
töluðum við iðulega saman á
hverju kvöldi. Síðast þegar ég
heimsótti hana minntist ég á að nú
töluðum við ekki eins oft saman og
áður, en heyrnin var orðin léleg
hjá henni. Þá sagði hún þessa
setningu, sem vora hennar síðustu
orð til mín: „Það gerir ekkert til,
elskan mín, þótt við tölum ekki
saman á hverju kvöldi. Mér þykir
jafn vænt um þig og ykkur og mér
hefur alltaf fundist, þó að við
heyrumst ekki jafn oft og fyrr.“
Þarna gat hún ennþá gefið ást og
kærleik í svona ríkum mæli þó að
hún væri að missa bæði sjón og
heyrn, 98 ára gömul.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Elsku amma mín. Eg vil kveðja
þig með þeim orðum sem þú notað-
ir svo oft sjálf: „Hafðu þökk fyrir
allt og allt.“ Blessuð sé minning
Hjartans þakkir fyrir liðnar
samverastundii', alúð og umhyggju
sem þú sýndir alltaf.
Hjarta þitt var hlýtt og gott
hugurinn rór og mildur
fas þitt allt bar fagran vott
um fómarlund og skyldur
Trúin var þitt traust og von
trú á föður hæða
trú á guð hinn góða son,
er gekk um til að fræða.
Heimilið var heimur þinn,
heimur starfs og vona,
þama gekkstu út og inn
sem ung og dáðrík kona.
Nægjusöm og nýtin varst,
að nema reynslan kenndi,
gleði starfs úr býtum barst
og barn á hvorri hendi.
(Valgeir Helgason)
Elsku langamma, blessuð sé
minning þín.
Jón Þór og Björn.
I örfáum orðum vH ég minnast
elskulegrar langömmu minnar
sem farin er, og sit ég með söknuð
í hjarta og hlýjar minningar sem
ég mun ávallt eiga um hana.
Efstar era mér í huga heim-
sóknir þínar til okkar. Þá var mik-
ið spilað á spil og oft glatt á hjalla
enda af ýmsu að taka. Alltaf vildir
þú gleðja þá sem í kringum þig
vora.
Það lék allt í höndunum á þér.
Þú heklaðir, prjónaðir, málaðir,
mótaðir í leir og leður svo nokkuð
sé nefnt. Þessa naustu best með
því að gefa vinum og vandamönn-
um hannyrðir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfúr ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Það er svo að enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur.
Langamma mín var afar yndisleg
og hjartahlý. Ég þakka kærlega
fyrír þá dýrmætu lífsreynslu, að fá
að kynnast henni.
Hver minning dýrmæt perla að Uðnum lífs-
ins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku langamma, far þú í friði
og bestu þakkir fyrir samfylgdina.
Þín
Jóhanna Kristfn.
Mín elsta og besta vinkona
Ingiríður Jóhannesdóttir hefur
lokið sinni löngu æviferð, en hún
hefði orðið 99 ára á þessu ári. Nú
era liðin 64 ár síðan ég kynntist
henni þegar ég kom til hennar sem
drengur í sveit, þá á tíunda ári.
Það er ekki hægt að minnast Ingu,
nema frænka hennar, fóstra og
nafna fylgi með því þær fylgdust
að, meðan báðar lifðu. Mér vai’
sögð sú saga að þegar Elísabet
hafði eignast þriðja barnið, sem
var Inga, hafi henni þótt nóg kom-
ið og farið til föður síns Þorleifs á
Stóra-Búrfelli, og beðið hann að
taka af sér barnið í fóstur, en feng-
ið það svar að hún gæti alið upp
sín böm sjálf. Ingiríður Þorleifs-
dóttir hafði þá sagt að þá tæki hún
bamið.
Hvort orð féllu á þennan veg
eða annan varð atburðarásin
þannig að Inga eldri lagði af stað
með litlu nöfnu sína 30 vikna
gamla í þeirra löngu lífsgöngu.
Fyrsti áfangi er Stóra-Búrfell og
er hún þar í eitt ár. Næsta ár er
hún vinnukona í Hólabæ í Langa-
dal, nokkur ár á Gunnsteinsstöð-
um. Þær færa sig nú lengra inn í
dalinn að Auðólfsstöðum í Ból-
staðarhreppi. Á Torfalæk í Torfa-
lækjarhreppi era þær nokkur ár í
kringum 1915, fara svo að Holta-
stöðum. Næst fara þær að Kornsá
í Vatnsdal.
Á þessu tímabili kynnist yngri
Inga mannsefni sínu, Þorsteini
Bjamasyni. Fljótlega fengu þau
leigðan hluta af Undirfelli og hófu
þar búskap. Nú verða hlutverka-
skipti hjá þeim nöftium. Þau giftu
sig á Undirfelli 1931. Síðan era þau
í Ási 1935, þegar ég kem til þeirra.
Það var á því ári sem foreldrar
mínir tóku þá ákvörðun að mamma
færi í kaupavinnu með okkur
bræðurna Snorra, Björgvin og
Bessa. Mamma fékk vinnu fyrir sig
og mátti hafa með sér yngri bræð-
uma hjá Snæbimi Jónssyni á
Snæringsstöðum í Vatnsdal og
Snæbjöm kom mér fyrir hjá þeim
hjónum Ingiríði og Þorsteini sem
þá vora leiguliðar hjá þeim heið-
urshjónum Guðmundi Olafssyni og
Sigurlaugu Guðmundsdóttur í Ási
sem bjuggu þar 1894-1937.
Víkur nú sögunni að því að
mamma kemur með mig að Ási,
þar stendur í túninu kona og er að
raka. Hún leggur frá sér hrífuna
og gengur á móts við okkur, þær
heilsast, síðan rétti hún mér hönd-
ina og segir: „Ert þú blessaður
drengurinn sem ætlar að vera hjá
okkur í sumar? Gangið í bæinn.“
Hún sagði: „Nafna, hann er kom-
inn drengurinn," við gamla konu
sem stóð með bam á handleggn-
um. Gamla konan horfði á mig eins
og hún læsi eitthvað í mér eða út
úr mér og sagði: „Blessaður
drengurinn, ertu ekki svangur
góði?“ Þarna mætti mér strax sú
mikla umhyggja og mannkærleik-
ur sem þessar konur bjuggu yfir
og ég naut í svo ríkum mæli þau
fjögur sumur sem ég var hjá þessu
góða fólki. Þama var ég hjá þeim
tvö sumur 1935-36 og sumrin
‘37-38 var ég hjá þeim á Undir-
felli. Þau vora leiguliðar hjá þeim
Hannesi Pálssyni og Hólmfríði
Jónsdóttur.
Hjónin Þorsteinn og Ingiríður
vora ákaflega samhent og duglegt
fólk, þau vora bændur af lífi og sál.
Þorsteinn lést aðeins 45 ára gamall.
Þau eignuðust aldrei sína eigin
jörð, en 1950 kaupir Inga Snær-
ingsstaði og er loksins komin í sitt
eigið. En Adam var ekki lengi í
Paradís. Seljendurnir fengu eftir-
þanka og vildu fá jörðina til baka og
var gengið hart eftir því. Inga var
hissa, því þarna vai' um fullfrágeng-
in kaup að ræða. Hún var sár og
vonsvikin, en gaf eftir. Hún fór aft-
ur í Ás, eftir eins árs búskap á eigin
jörð, og er þar til ársins 1972, en
fóstra hennar dó 1960. Til Akraness
fer hún til dóttur og tengdasonar,
sem bjuggu henni fallegt ævikvöld
sem hún mat mikils. Guð blessi
minningu þeirra sem farnir era.
Snorri Bjarnason.