Morgunblaðið - 16.02.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913
38. TBL. 87. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
170 ára
gömul kona
í Kenýa?
Nairobi. The Daily Telegraph.
ÍTALSKUR mannfræðingur
segist hafa fundið konu í
Iíenýa sem sé að minnsta kosti
150 ára gömul. Hann segir
konuna jafnvel geta verið 170
ára gamla. Konan, sem heitir
Wangui, er af Kikuyu-ætt-
bálknum og býr í strákofa í
þorpi um 35 km frá höfuðborg-
inni Naírobí.
Giovanni Perrucci, prófessor
við Chieti-háskólann, segist
trúa fullyrðingum þorpsbúa
um að Wangui sé 170 ára göm-
ul. Gamla konan er orðin blind
og gerir vart annað en að biðj-
ast fyrir. Hún er sögð nærast á
kornmeti og ávöxtum en sjald-
an leggja sér kjöt til munns.
Engin opinber gögn eru til
sem geta sannað aldur konunn-
ar en prófessorinn segir að
auðveldlega megi færa sönnur
á hinn háa aldur með því að
rekja munnmælasögur liðinna
tveggja alda með Wangui og
ættingjum hennar.
Vesturveldin sögð sek um stríðsglæpi efni þau til árása á Serbíu
Líkur á samkomu-
lagi sagðar litlar
Rambouillet. Reuters, Thc Daily Telegraph.
LÍKUR á samkomulagi í viðræðum
um frið í Kosovo sem fram fara í
Rambouillet í Frakklandi minnkuðu
í gær þegar fulltrúar stríðandi fylk-
inga þrjóskuðust enn við að ganga að
kröfum vesturveldanna. Höfnuðu
fulltrúar Frelsishers Kosovo (UCK)
kröfum um að herinn afvopnaðist og
Milan Milutinovic, forseti Serbíu,
ítrekaði þá afstöðu sína að ekki
kæmi til greina að leyfa veru alþjóð-
legi-a friðargæslusveita í héraðinu.
Sagði Milutinovic að aðildarríki Atl-
antshafsbandalagsins (NATO)
myndu fremja „stríðsglæpi" ef þau
efndu til loftárása til að refsa Ser-
bum fyrir að ná ekki samkomulagi
við Kosovo-Albana í friðarviðræðun-
um.
„Við erum andsnúnir því að er-
lendar hersveitir komi til Kosovo,"
sagði Milutinovic á fréttamanna-
fundi. „Ef samningm- sá sem vestur-
veldin vilja að við gerum er svo góð-
ur og svo viðunandi fyrir íbúa
Kosovo, hvers vegna þarf þá herlið
til að þvinga honum upp á fólk?“
Bætti Milutinovic því við að Serb-
um yrði nauðugur einn kostur að
verja hendur sínar ef vesturveldin
gripu til aðgerða gegn þeim. „Loft-
árásir munu ekki leysa nein vanda-
mál. Þær myndu einungis valda gífur-
legri eyðileggingu og kosta mannslíf,"
sagði Milutinovic, en Madeleine Al-
bright, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, hafði á sunnudag ítrekað að til
hernaðaríhlutunar NATO kæmi ef
ekki næðist samkomulag.
ívanov spáir samkomulagi
Albright tókst á sunnudag að fá
deilendur til að hittast augliti til
auglitis og var í kjölfarið tekin sú
ákvörðun að framlengja um eina
viku þann frest sem Serbar og
Kosovo-Albanar hafa til að ná sam-
komulagi. Mun Albright þó hafa ver-
ið allt annað en bjartsýn á árangur
er hún yfirgaf Ramþouillet.
I gær hitti Igor Ivanov, utanríkis-
ráðherra Rússlands, sendinefndir
deilenda og sagði að fundunum lokn-
um að samkomulag væri væntanlegt.
Fréttaskýrendur sögðu afstöðu
Ivanovs hins vegar svo mjög taka
mið af kröfum Serba að ólíklegt væri
að hann fengi ósk sína uppfyllta.
Sagði ívanov að ætlaði NATO að
senda 30.000 manna friðargæslulið til
Kosovo, eins og ráðgert er, þá yrði að
nást samkomulag um það fyrirfram
við stjórnvöld í Belgrad. Serbar hafa
hins vegar hafnað utanaðkomandi
hemaðaríhlutun og sögðu frétta-
skýrendur að líklega yrðu loftárásir
að koma til áður en Slobodan Milos-
evic, forseti Júgóslavíu, sambandsrík-
is Serbíu og Svartfjallalands, gæfi
eftir hvað þetta varðar.
■ Þrýstingur eykst/24
Kúrdi
kveikir
í sér
UM sextíu Kúrdar efndu í
gær til mótmælaaðgerða fyr-
ir framan þinghús Aþenu-
borgar í Grikklandi gegn
þeirri ákvörðun grískra
stjórnvalda að veita Abdullah
Ocalan, skæruliðaleiðtoga
Kúrda, ekki pólitískt hæli í
landinu. Greip einn Kúr-
danna til örþrifaráða þegar
óeirðalögregla gerði sig lík-
lega til að fjarlægja fólkið,
bar olíu að sjálfum sér og
kveikti síðau í. Varð maður-
inn fyrir alvarlegum bruna-
sárum og einnig slasaðist
annar Kúrdi þegar eldurinn
barst í föt hans. Félögum
mannanna tókst hins vegar
um síðir að slökkva eldinn og
voru mennirnir báðir fluttir
á sjúkrahús. Grísk stjórnvöld
segja að Öcalan hafi aldrei
sóst eftir hæli og segja líka
útilokað að hann fengi það.
Hlut Rússa
í vopna-
viðskiptum
neitað
London. Reuters.
RÚSSNESK stjórnvöld neituðu í
gær fréttum þess efnis að írakar
hefðu samið við Rússa um stórfellda
vopnasölu til landsins í desember
síðastliðnum, skömmu áður en Bret-
ar og Bandaríkjamenn hófu flug-
skeytaárásir á Irak. Sagði í yfirlýs-
ingu stjómvalda í Moskvu að Rúss-
land héldi fast við skuldbindingar
sínar samkvæmt ályktunum öi-yggis-
ráðs Sameinuðu þjóðanna í málefn-
um er vörðuðu Irak.
í frétt breska blaðsins The
Sunday Telegraph á sunnudag var
því haldið fram að írösk stjórnvöld
hefðu samið við Rússa um stórfellda
vopnasölu í desember, skömmu áður
en loftárásir Breta og Bandaríkja-
manna vom gerðar. Var því haldið
fram að Tareq Aziz hefði í heimsókn
sinni til Moskvu í desember átt fund
með ráðamönnum í Kreml um þessi
mál, og að hann hefði m.a. hitt Jev-
gení Prímakov, sem þá var nýskipað-
ur forsætisráðherra Rússlands.
Opinber ástæða heimsóknarinnar
var á sínum tíma sögð hafa verið sú
að ræða stuðning Rússa við Iraka í
deilu þeirra við vopnaéftirlit Sam-
einuðu þjóðanna (UNSCOM), en
The Sunday Telegraph hafði eftir
háttsettum embættismönnum í
Moskvu að á fundinum hefði verið
lagður grunnur að leyfi handa
rússneskum vopnaframleiðendum
til sölu hergagna til íraks. Eftir að
loftárásir bandamanna hófust var
sú ákvörðun tekin að leyfa söluna.
Telur blaðið að Irakar hafi undirrit-
að tvo samninga við Mapo-MiG
samsteypuna, framleiðanda MiG-
herþotna, um endurnýjun, viðhald
og varahluti í herþotur, auk sölu á
nýjum rafeindabúnaði.
írakar hvetja/24
Kosið verður til grænlenska heimastjórnarþingsins í dag
Fylgja Dönum taki
þeir upp evruna
Nuuk. Reuters.
GRÆNLENSKIR stjómmálamenn
virtust sammála um það um helgina
að Grænland myndi líklega íylgja í
kjölfar Danmerkur og taka upp evr-
una ákvæðu Danir að ganga til liðs
við Efnahags- og myntbandalag
Evrópu (EMU). Grænlendingai' not-
ast við dönsku krónuna sem gjald-
miðil en haft hefur verið eftir Poul
Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra
Danmerkur, að haldin verði þjóðar-
atkvæðagreiðsla um það fyrr en síð-
ar hvort Danir fylgi í kjölfar ellefu
ESB-ríkja og taki upp evruna.
„Ef Danir ákveða í þjóðarat-
kvæðagreiðslu að ganga til liðs við
EMU þá held ég að við fylgjum
strax í kjölfar þeirra,“ sagði Jona-
than Motzfeldt, formaður heima-
stjórnarinnar grænlensku og leið-
togi Siumut-flokks jafnaðarmanna.
„Við yrðum þá utan ESB en innan
EMU,“ bætti Motzfeldt við, en
heimastjórn Grænlendinga ákvað
árið 1985 að segja skilið við ESB.
Er tekið undir það í kosninga-
bæklingum Atassut-flokks frjáls-
lyndra, sem aðild á að ríkisstjórn
ásamt Siumut, að óraunhæft sé að
Grænland hafi sinn eigin gjaldmiðil.
Josef Motzfeldt, leiðtogi Inuit
Ataqatigiit-flokks vinstrimanna sem
er í stjórnarandstöðu, tekur í svip-
aðan streng en segir þó aðra kosti
einnig í stöðunni. „Við gætum líka
ákveðið að taka upp kanadíska eða
bandaríska dollarann."
Danir veittu Grænlendingum
heimastjórn árið 1979 og er kosið til
grænlenska heimastjórnarþingsins í
dag. Sýna skoðanakannanir að
mjótt verður á mununum og hafa
flokkarnir þrír ekki útilokað neitt
stjórnarmynstur að kosningum
loknum. Þrjátíu og níu þúsund
manns eru á kjörskrá.
■ Stefnir í/26
Reuters
Clinton hitt-
ir Zedillo
VEL fór á með þeim Ernesto
Zedillo, forseta Mexíkó, og Bill
Clinton Bandarikjaforseta í gær,
en Clinton var í heimsókn í
Mexíkó. Hrósaði Clinton Zedillo
fyrir góðan árangur í baráttunni
gegn eiturlyfjum og sagði að sam-
starf ríkjanna tveggja í þessum
málum hefði „augsýnilega batnað
mjög“ í stjórnartíð Zedillos. Urðu
forsetarnir sammála um það á
fundi sínum í gær að auka enn
samstarf sitt og verður viðbúnaður
við landamæri ríkjanna m.a. auk-
inn til muna til að taka á eitur-
lyQasmygli.
Reuters
■ Repúblikanar/26