Morgunblaðið - 16.02.1999, Page 4

Morgunblaðið - 16.02.1999, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Leigubílstjóri tilkynnti lögreglu um óðan farþega „Varðstjórinn gaf mér engan gaum4í SIGURÐUR Olafsson, bifreiða- stjóri í Reykjavík, sem lenti í því að þurfa að horfa á eftir leigubíl sín- um með drukkinn farþega undir stýri, sem stal bílnum fyrir utan lögi-eglustöðina á Hverfisgötu að- faranótt laugardags, segir fram- göngu lögreglunnar óviðunandi, þegar hann leitaði eftir aðstoð hennar vegna farþegans. „Varðstjórinn var að tala við út- lending og sá benti varðstjóranum á að mér lægi meira á en sér, en varðstjórinn gaf því engan gaum Lést er bifreið ók á staur BIFREIÐ var ekið á ljósa- staur á gatnamótum Bústaða- vegar og Sogavegar um klukk- an 1 að- faranótt sunnudags. Ökumaður reyndist látinn við komu á slysadeild. Lögregl- an telur að ýmislegt bendi til að skyndileg veikindi ökumanns hafi valdið árekstr- inum. Farþegi í bifreiðinni fékk skurð á hnakka og heila- hristing og var einnig fluttur á slysadeild. Hinn látni hét Sigurður 0. Markússon, skipstjóri, til heimilis að Lautarsmára 1 Kópavogi, áður til heimilis að Skógargerði 5, Reykjavík. Sig- urður var 74 ára gamall, fædd- ur 12. maí árið 1924, og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. Banaslys í Skagafirði Sauðárkróki. Morgunblaðið. RÉTT um kiukkan 10 á sunnudagsmorgun barst lög- reglunni á Sauðárkróki til- kynning um slys við bæinn Sleitustaði, en þar hafði mað- ur farið á vinnuvél til að hreinsa krapa og ís úr inn- takslóni rafstöðvar, sem notað er fyrir Sleitustaðaþéttbýlið. Þegar komið var að var vél- in á hvolfi í lóninu, en fljótlega náðist hún upp á land, og var notaður til þess öflugur krani, en lík mannsins fannst nokkru síðar. Hafði honum tekist að brjóta rúðu í vélinni og komast út úr henni en ekki til lands. Björgunarsveitarmenn frá Sauðárkróki og kafarar, sem komu á vettvang, fundu lík mannsins í vatninu. Hinn látni hét Ólafur Jóns- son, 66 ára að aldri, búettur að Artúni við Sleitustaði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin böm. og hélt bara áfram að tala við út- lendinginn.“ Sigurður tók farþegann upp í bíl- inn á mótum Hverfisgötu og Snorrabrautar og þegar hann spurði hann hvert hann vildi fara svaraði hann: „Snú, snú!“ Ég sagði honum að ég gæti ekki ekið honum neitt nema hann segði mér hvert hann ætlaði. Þá ýtti hann við mér og sagði „snú, snú!“ Ég sagði hon- um að hann yrði að fara út úr bíln- um ef hann vissi ekki hvert hann vildi fara. Því ansaði hann engu þrátt fyrir að ég endurtæki þessi tilmæli. Þá sagði ég honum að ég yrði að rúlla niður á lögreglustöð til að fá hjálp þar, en hann hélt áfram að segja „snú!“.“ Þegar Sigurður kom að lög- reglustöðinni sté hann út úr bíln- um og gekk að farþegadyrunum og opnaði þær, en þá streittist far- þeginn á móti og skellti dyrunum og læsti. „Þá fór ég inn á lögreglustöð og sagði varðstjóranum að ég væri með brjálaðan mann úti í bíl, en varðstjórinn var að tala við annan mann og skeytti erindi mínu engu. Ég var inni á lögreglustöðinni í a.m.k. fimm mínútur án þess að varðstjórinn gerði neitt." Sá manninn aka á brott Sigurður leit nokkrum sinnum út um glugga lögreglustöðvarinnar til að gæta að bíl og farþega og í eitt skiptið sá hann að farþeginn vai- kominn í ökumannssætið og ók burt. „Ég hljóp inn og sagði að maður- inn væri farinn á bílnum og þá birt- ist fullt af lögregluþjónum sem byrj- uðu að elta manninn. Ef varðstjór- inn hefði sinnt erindi mínu strax hefði þetta aldrei komið fyrir.“ Aðspurður segir Sigurður að hann hafi ekki minnst á það við lögregluna að lyklarnir væru í kveikjulásnum og segir líklegt að lögreglan hafi haldið að farþeginn færi varla langt og því þyldi málið smábið. Sex ára strákur vann allt að helmingi eldri keppinauta í skák TORFI Ólafsson við taflborðið. Morgunblaðið/Golli „Ætla aldrei að hættaa SEX ára gamall drengur, Torfi Ólafsson, sigraði örugglega skákmót sem Landakotsskóli hélt fyrir skömmu en þar kepptu á fjórða tug nemenda á aldrinum sex til ellefu ára. Torfi vann sjö skákir en það fyrir- komulag var haft á að þeir sterkustu tefldu í hverri umferð þangað til einn sigurvegari stóð uppi. Mótið hefur ekki verið haldið um nokkurra ára skeið en þátt- taka að þessu sinni var mjög góð og skráði um þriðjungur nem- enda í skólanum sig til keppni, ekki síður stúlkur en strákar. Torfí var útnefndur skólameist- ari og fékk auk viðurkenningar- skjals ritsafn með norskum æv- intýrum í verðiaun. Telst vera afrek „Ég vil nú ekki segja að þarna hafi skáksnillingar keppt. en hins vegar var Torfi mjög góður og það telst afrek að vera aðeins sex ára og vinna miklu eldri krakka í röðum. Hann gerði sér lítið fyrir og vann alla sína andstæðinga," segir Þorkell Ólafsson, kennari við skólann, en hann hafði veg og vanda af skipulagningu keppninnar. Torfi kveðst ekki hafa átt von á að vinna mótið og hann hafi verið svolítið undrandi þegar úr- slitin lágu fyrir. Hann eigi hins vegar von á að hinir krakkarnir reyni að bera sigurorð af honum á næsta taflmóti skólans. Það verði þó ekki á næstunni. Torfi segir að hann hafi feng- ið skákforrit lánað hjá vini sín- um og sett það í tölvuna eftir seinustu jól. „Mér finnst gaman að tefla og tefli mest við tölv- una. Ég vinn hana oft,“ segir Torfí. Hann segir að honum finnist „allt“ í sambandi við tafl- ið skemmtilegt. „Ég ætla að tefla miklu meira. Ég ætla aldrei að hætta.“ Oktavía Guðmundsdóttir, móðir Torfa, segir að hvorki hún né faðir hans, Ólafur Torfa- son, hafi lagt áherslu á að kenna stráknum að tefla. Þau hafi að- eins teflt lítilsháttar við hann. Kom foreldrum á óvart „Pabbi hans kenndi honum mannganginn og hann var fljót- ur að læra hann, en það skrýtna við þetta var að hvorki við né eldri bróðir hans höfum gefið okkur sérstaklega mikinn tíma til að tefla við hann eftir það, aðeins eina og eina skák. Niðurstöður skákmótsins komu okkur því í rauninni mjög á óvart. Hann er að vísu með ágæta rökhugsun og efnilegur í meðferð talna og stærðfræði, en við áttum ekki von á að hann ynni mótið. Hann hefur þó aðgang að skákforriti í tölv- unni og seinustu þrjár eða fjór- ar vikur eða svo hefur hann annað slagið verið að tefla við hana. Sennilega hefur hann lært mest á því,“ segir Oktavía. Hún segir að þau hafi óttast í fyrstu að úrslit skákmótsins myndu stíga Torfa til höfuðs, en í ljós hafi komið að hann virðist ekki leiða hugann að því að hann hafí unnið sér eldri krakka með meiri reynslu af skáklist- inni. „Ég var líka hissa á að hann gæti einbeitt sér svona lengi í einu, en það virtist ekki vefjast fyrir honum þegar skákirnar hófust," segir Oktavía. Norsk Hydro heldur áfram hagkvæmnisathugun vegna álvers á Reyðarfírði Ekki ákvörðun um fjár- festingu í náinni framtíð HAGNAÐUR norska stórfyrirtækisins Norsk Hydro var næstum helmingi minni á síðasta ári en 1997 og hefur verið ákveðið að fækka störfun- um um 1.500. Samtímis verða nýjar fjárfestingar skornar niður og aðrar endurmetnar. Að sögn Thomas Knutzen, upplýsingafulltrúa Norsk Hydro, hefur niðurskurðurinn engin áhrif á hag- kvæmniathuganir fyrirtækisins á álveri við Reyðarfjörð. „Niðurstöður okkar hingað til eru það áhuga- verðar að við munum halda áfram að rannsaka möguleika á álveri við Reyðarfjörð," segir Thom- as Knutzen. Segir hann að nú sé í framkvæmd 1. stigs hagkvæmnisathugun og niðurstöður hennar muni leiða í ljós hvort ráðlegt þyki að fara yfir í 2. stigs hagkvæmnisathugun. Ékki liggi þó ljóst fýrir hvenær 1. stigs athugun muni Ijúka, né hvenær ákvörðun um bindandi fjárfestingu verði tekin. Þær séu gerðar í mörgum þrepum og taki töluverðan tíma, a.m.k. nokkur ár. „Við erum ekki að tala um ákvörðun um fjárfestingu í náinni framtíð,“ segir Knutzen. „Útkoman á síðasta ári hefði átt að vera 45 milijörðum króna betri en hún er. Nú verðum við að setja okkur djarft en raunhæft markmið," sagði Egil Myklebust, aðalforstjóri Norsk Hydro á blaðamannafundi í gær, en það eru fyrst og fremst minni tekjur af olíunni sem dregið hafa úr hagnaðinum. Þá vegur einnig þungt mikið tap á framleiðslu tilbúins áburðar auk þess sem álverðið hefur lækkað mikið á fá- um árum. Á móti því vegur þó, að Hydro var bú- ið að selja fyrirfram alla álframleiðslu síðasta árs á töluvert hærra verði en þá var á heims- markaði. Hagnaður Norsk Hydro fyrir skatt á síðasta ári var um 53 milljarðar ísl. kr. en búist hafði ver- ið við, að hann yrði um 54 milljarðar kr. Á árinu 1997 var hagnaðurinn um 93 milljarðar kr. Er skýringin á muninum að mestu lægra verð en einnig meiri fastakostnaður. Ekki komist hjá uppsögnum Eins og fyrr segir hefur verið ákveðið að fækka heilsársstörfum um 1.500 og gefur Myklebust í skyn, að helmingurinn muni snerta aðkeypta ráðgjafa en auk þess verði eitthvað um beinar uppsagnir. Segir hann, að þrátt fyrir mikl- ar breytingar á rekstri fyi-irtækisins síðustu 10 árin, hafi verið komist hjá uppsögnum, aðallega með því að flytja fólk yfir í olíustarfsemina, sem hafi farið vaxandi. Um það sé ekki lengur að ræða þar sem nú blasi við samdráttur í þeirri grein. Hydro ætlar einnig að spara með því að draga úr fjárfestingum, sem munu svara til 109 millj- arða ísl. kr. á þessu ári í stað 123 milljarða á síð- asta ári. Segir hann, að á næstunni muni aðeins verða ráðist í mjög mikilvæg og arðsöm verkefni. Ákvarðanir Norsk Hydro snerta okkur ekki Þórður Friðjónsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, segir að niðurskurður fyrirtækisins muni ekki hafa áhrif á þær athug- anir sem fyrirtækið er að gera á álveri í Reyðar- firði. „Aðalatriðið er að þær ákvarðanir sem Norsk Hydro kynnti í gær snerta okkur ekki og við vinnum áfram samkvæmt þeirri vinnuáætlun sem við höfum sett niður fyrir okkur,“ segir Þórður, og í vísar í samtal sitt við Eivind Reiten, einn af forstjórum Norsk Hydro. Þórður vonast til að fyrir liggi nægar upplýsingar um mitt ár til þess að hægt verði að taka ákvarðanir um fram- hald málsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.