Morgunblaðið - 16.02.1999, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 9
FRÉTTIR
*
Islensk
málnefnd
HÍ falli
frá skil-
yrði um
ensku
ÍSLENSK málnefnd hefur
farið þess á leit við Pál Skúla-
son háskólarektor að skilyrði
þess efnis að umsóknum um
stöður í HI sé skilað á ensku
verði ekki sett í auglýsingar
háskólans.
Islensk málnefnd i-æddi
starfsauglýsingar frá HI á
fundi sínum á þriðjudag. Til-
efnið voru auglýsingar skól-
ans um laust starf prófessors í
sýklafræði í læknadeild og
lektors- og dósentsstörf í
jarð- og landafræðiskor raun-
vísindadeildar. í auglýsingun-
um var þess krafist að um-
sóknum væri skilað á ensku.
Óviðeigandi kröfur
„Islensk málnefnd telur
ekki viðeigandi að krefjast
þess að umsóknir um störf við
íslenskan háskóla séu á ensku.
Málnefndin fer þess vinsam-
lega á leit við Háskóla Islands
að skilyrði sem þessi verði
ekki sett í auglýsingar," segir
í bréfi nefndarinnar til rekt-
ors.
Páll Skúlason háskólarekt-
or segir að ekki sé búið að
taka afstöðu til erindis nefnd-
arinnar en það verði rætt og
málið skoðað í kjölfarið. „Rök-
in fyrir þessu skilyrði eru
ákaflega einföld. I mjög
mörgum tilvikum verðum við
að fá erlenda aðila í dóm-
nefnd. Við þyrftum að kosta
miklu til í þýðingar á umsókn-
um ef þær væru á íslensku, og
sennilega hefur þetta verið
gert með þessum hætti í
sparnaðarskyni. Ég mun hins
vegar láta skoða þetta,“ segir
Páll.
Tvö skip Þormóðs ramma-
Sæbergs eru í slipp
Tæplega 50
atvinnulausir
í Siglufirði
FJÖLDI atvinnulausra í Siglufirði
var 47 við síðustu útborgun bóta 12.
febrúar síðastliðinn en Þormóður
rammi-Sæberg sagði fyrir stuttu
upp 30 manns, einkum vegna sam-
dráttar í rækjuvinnslu. Guðmundur
Guðlaugsson, bæjarstjóri í Siglu-
firði, segir atvinnuástand erfitt í
bænum um þessar mundir en ýmis-
legt sé í bígerð sem bætt geti úr.
Þormóður rammi-Sæberg, sem er
stærsti atvinnuveitandinn í Siglu-
firði, hefur boðið um 70 manns í
rækjuvinnslu íyrirtækisins að vinna
til skiptis eina viku og sitja heima
hina vikuna og þá á Iaunum. Er
þessi tilhögun gerð í samráði við at-
vinnuleysistryggingasjóð og segir
bæjarstjórinn fólk þannig halda at-
vinnuöi’ygginu. Aðeins er unninn
átta stunda vinnudagur í rækjunni.
Guðmundur segir þetta fyrst og
fremst tilkomið vegna samdráttar í
rækjuveiðum en þar íyrir utan eru
tvö skip fyrirtækisins í slipp. Segir
hann ástandið því lagast um leið og
þau verða aftur komin í gagnið á
næstu vikum. Bæjarstjórinn í Siglu-
firði vonast til að atvinna í bænum
glæðist þegar líður að vori en verið
er m.a. að kanna stofnsetningu kít-
inverksmiðju sem veitt gæti 10 til
12 manns atvinnu.
Spurning um móttöku
flóttamanna
Siglufjörður er eitt þriggja bæj-
arfélaga sem sótt hafa um að taka á
móti flóttamönnum sem væntanleg-
ir eru hingað til lands með vorinu.
Guðmundur segir bæinn ekki hafa
dregið umsóknina til baka en erfitt
hafi þó verið að tala fyrir umsókn-
inni rétt á meðan atvinna sé með
minna móti í bænum. Bæjaryfirvöld
hafi hins vegar fullan hug á því að
taka á móti flóttamönnum. Verði
bærinn ekki fyrir valinu nú muni
hann endurnýja umsókn sína vegna
komu flóttamanna á næsta ári.
Gíæsílegt
úrval af
jppspfc *
v e r s 1 u n
, sími 561 5077
Nýjar vor- 09 suman/örur 1
n (ll
Skólavörðustíg 4A, sími 551 3069
Skyrtur, bolir og toppar.
TE5S Stórar stærðir.
V Neðst við Dimhaga,
—A síml 562 2230
Aukin ökuréttindi
Ökuskóii
íslands
(Meirapróf)
Leigubíll, vörubifreið, hópbifreið og eftirvagn.
Ný námskeið hefjast vikulega.
Gerið verðsamanburð.
Sfmi 568 3841, Dugguvogur2
Aukin ökwéttindi; á rútu, vörubíl og leigubíl
Skraðu þia r ÖKU |f)\ JKOMNN V/1 MJODD
anæsta
, námskeið Þarabakka 3, Mjóddinni, Rvík. UPPLÝSINGAR/BÓKANIR í SÍMA 567-0-300
Allra síðasti dagur
lagersölunnar
fy&Sý&afhhíldL
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá ki. 10.00—15.00.
Cinde^ella
SKÓM