Morgunblaðið - 16.02.1999, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
3.288 kusu í prófkjöri Samfylk-
ingar á Norðurlandi eystra og
2.478 kusu á Norðurlandi vestra
Sigbjörn og
Kristján leiða
listana
Úrslit í prófkjörum Samfylkingarinnar í kjör-
dæmunum tveimur á Norðurlandi komu
s
mörgum á óvart. I eystra kjördæminu sigraði
Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri og munaði
10 atkvæðum á honum og Svanfríði Jónas-
dóttur alþingismanni. I Norðurlandi vestra
var mikil þátttaka. Kristján Möller, alþýðu-
flokksmaður á Siglufírði, sigraði og Anna K.
Gunnarsdóttir, alþýðubandalagskona á Sauð-
árkróki, varð í öðru sæti. Ómar Friðriksson
kynnti sér niðurstöður og ræddi við frambjóð-
endur í efstu sætunum.
SIGBJÖRN Gunnarsson, sveitar-
stjóri í Skútustaðahreppi og fyrr-
verandi alþingismaður fyrir Alþýðu-
flokkinn, varð efstur í prófkjöri
Samfylkingarinnar á Norðurlandi
eystra sem fram fór sl. laugardag.
Sigbjörn hlaut 961 atkvæði í fyrsta
sætið, aðeins 10 atkvæðum fleira í
það sæti en Svanfríður Jónasdóttir
alþingismaður, sem einnig bauð sig
fram undir merkjum Alþýðuflokks-
ins. Hún hlaut 951 atkvæði í fyrsta
sætið en færist niður í þriðja sætið
vegna prófkjörsreglna um skiptingu
Úrslit prófkjörs Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra
Röðá
lista Frambjóðandi Flokkur Lsæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti
1. 1. Sigbjörn Gunnarsson Alþýðuflokkur 961 1.353 1.765 2.079
3. 2. Svanfríður Jónasdóttir Alþýðuflokkur 951 1.537 1.984 2.316
2. 3. Örlygur Hnefill Jónsson Alþýðubandalag 840 1.400 1.766 2.089
4. 4. Kristín Sigursveinsdóttir Alþýðubandalag 173 940 1.532 2.122
5. 5. Finnur Birgisson Alþýðuflokkur 96 507 1.144 1.882
6. 6. Pétur Bjarnason Alþýðuflokkur 43 391 1.001 1.768
Alls tóku 3.288 þátt í prófkjörinu. Gild atkvæði voru 3.064.
Úrslit prófkjörs Samfylkingarinnar á Norðurlandi vestra f
Frambjóðandi Flokkur 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1 .-4. sæti
1. Kristján Möller Alþýðuflokkur 852 1.018 1.153 1.344
2. Anna Kristín Gunnarsdóttir Alþýðubandalag 810 1.117 1.359 1.600
3. Signý Jóhannesdóttir Alþýðubandalag 89 571 1.060 1.468
4. Jón Bjarnason Alþýðubandalag 580 844 1.038 1.306
5. Jón Sæmundur Sigurjónsson Alþýðuflokkur 26 663 1.020 1.274
6. Steindór Haraldsson Alþýðuflokkur 11 208 614 974
7. Pétur Vilhjálmsson Alþýðubandalag 12 144 504 876
8. Björgvin Þ. Þórhallsson Alþýðubandalag 14 223 434 734
Alls tóku 2.478 þátt i prófkjörinu. Gild atkvæði voru 2.394.
sæta milli frambjóðenda af hálfu
flokkanna. Svanfríður hlaut hins
vegar flest atkvæði í efstu tvö sætin
eða 1.537 en Sigbjörn 1.353.
Fyrirfram var búist við því að al-
þýðuflokksmaður yrði í efsta sæti í
prófkjörinu m.a. vegna þess að Al-
þýðubandalagið er klofíð í kjör-
dæminu eftir að Steingrímur J. Sig-
fússon þingmaður sagði sig úr
flokknum. Var því talið líklegast að
baráttan um forystusætið stæði á
milli Svanfríðar og Sigbjörns. Var
Svanfríður talin standa sterkar að
vígi en hún var kjörin alþingismað-
ur fyrir Þjóðvaka 1995 en hafði áður
starfað í forystusveit Alþýðubanda-
lagsins. Sigbjörn var þingmaður Al-
þýðuflokksins 1991-1995.
Örlygur í 2. sætið
Tveir alþýðubandalagsmenn
buðu sig fram í prófkjörinu, Örlyg-
ur Hnefill Jónsson, héraðsdómslög-
maður á Húsavík, og Kristín Sigur-
sveinsdóttir, iðjuþjálfí á Akureyri.
Örlygur stefndi á 1. sætið en Kristín
á 1.-2. sætið. Örlygur bar sigurorð
af Kristínu og hlaut 1.400 atkvæði í
sæti 1-2 og hreppir því annað sætið
á framboðslista Samfylkingarinnar
en Kiistín fékk 940 atkvæði í 1.-2.
sæti. Skipar hún 4. sætið á lista
samfylkingarinnar.
Finnur Birgisson arkitekt varð í
fímmta sæti í prófkjörinu en hann
stefndi á eitt af efstu sætunum.
Hann fékk 1.882 atkvæði í fyrsta til
fjórða sæti. Pétur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Fiskifélags Islands,
stefndi einnig á eitt af fjórum efstu
sætunum. Hann hlaut 1.768 atkvæði
í sæti 1—4 og lenti í 6. sæti á listan-
um í prófkjörinu. Finnur og Pétur
buðu sig báðir fram undir merkjum
Alþýðuflokksins.
Mikil þátttaka var í prófkjörinu
og voru alls greidd 3.288 atkvæði,
þar af 451 utan kjörfundar. Auð eða
ógild atkvæði voru 224. Þetta er
talsvert meiri þátttaka en í próf-
Sigbjörn
Gunnarsson
Blússandi
sigling á Sam-
fylkingunni
SIGBJÖRN Gunnarsson sveitar-
stjóri í Mývatnssveit fór með sigur
af hólmi í prófkjöri Samfylkingarinn-
ar á Norðurlandi
eystra. Hann
segir að enginn
vafí leiki á því að
erfitt sé að etja
kappi við sitjandi
þingmann.
Sigbjöm sagð-
ist þakka árang-
urinn því, að
hann ætti mjög
trausta og duglega stuðningsmenn í
kjördæminu. „Þetta er í fjórða sinn
sem ég tek þátt í prófkjöri og þetta
er líka í fjórða sinn sem ég næ því
marki sem ég stefni að í prófkjöri,“
segir hann.
Sigbjöm segir að þátttakan í próf-
kjörinu hafi verið glæsileg. „Hún var
mun meiri en ég átti von á. Ég átti
þó von á meiri kjörsókn en flestir
frambjóðendurnir en hún fór fram
úr mínum björtustu vonum,“ segir
hann.
„Það er blússandi sigling á Sam-
fylkingunni. Hún kemur alls staðar
fram,“ segir Sigbjörn ennfremur.
Hann segir alveg Ijóst að Samfylk-
ingin fái að lágmarki kjörna tvo
þingmenn á Norðurlandi eystra í vor
og þriðja sætið verði baráttusæti.
vörulistinn
Ármúla 17a,
símí 588 1980.
Svanfríður
Jónasdóttir
Urslitin
ekki í sam-
ræmi við
væntingar
„NIÐURSTAÐAN kom mér og
fleirum á óvart. Hún var ekki í
samræmi við þær væntingar og
þá bjartsýni
sem menn
höfðu fyrir
mína hönd,“
segir Svanfríð-
ur Jónasdóttir
um úrslit próf-
kjörsins en hún
beið lægri hlut
fyrir Sigbirni
Gunnarssyni í prófkjörinu á
Norðurlandi eystra um helgina og
skipar þriðja sæti á lista Samfylk-
ingarinnar.
Svanfríður segir að bæði fólk í
kjördæminu og fjölmiðlar hafí
gert því skóna að hún myndi bera
sigur úr býtum. „Þá gengu menn
út frá því að lögmálið um sitjandi
þingmann myndi duga mér. Sjálf
gekk ég út frá því að verk mín og
framganga í pólitíkinni myndi
duga mér. Ég ferðaðist mikið um
kjördæmið og hitti fólk og öll við-
brögð voru á þann veg að ég mátti
vera bjartsýn," segir hún.
Svanfríður segir að hugsanlega
hafi það einnig unnið gegn sér að
margir hafi sagt sem svo að hún
myndi ná öruggri kosningu og því
e.t.v. ekki mætt á kjörstað.
Aðspurð hvort hún tæki þriðja
sæti á listanum sagði Svanfríður:
„Ég tek eftir því að menn horfa
ekki allir sömu augum á þessar
reglur um bindandi sæti og ég
hlýt auðvitað að hlusta á þá sem
eru að benda mér á annað en eins
og staðan er í dag blasir við að ég
fari eftir reglunum eins og ég las
þær.“
Mikil þátttaka vegna óánægju
Svanfí-íður var spurð um heild-
arþátttökuna í prófkjörinu og seg-
ist hún hafa orðið þess vör að fólk
liti á þátttöku í prófkjöri af þessu
tagi sem merki um óánægju með
stöðu mála og viðvörun, enda séu
þeir margir sem ekki hafí orðið
varir við margumtalað góðæri.
„Ég tel að þessi mikla þátttaka
hafi að hluta til verið tjáning þess-
arar óánægju,“ segir hún.
Örlygur Hnefíll
Jónsson
Sáttur og
bjartsýnn
ÖRLYGUR Hnefill Jónsson, lög-
maður á Húsavík, sem bauð sig
fram á vegum Alþýðubandalags-
ins, verður í
öðru sæti á
framboðslista
Samfylkingar-
innar í vor.
Hann segist
vera mjög sátt-
ur við úrslitin á
laugardaginn og
er bjartsýnn
fyrir kosningamar í vor.
„Það var að vísu öllum ljóst að
ég stefndi á fyrsta sætið en fæ
annað sætið. Ég fékk 840 atkvæði í
fyrsta sætið og samtals 1.400 at-
kvæði í fyrsta og annað sætið,“
segii' hann.
Órlygur segir að hlutur alþýðu-
bandalagsmanna hefði mátt vera
betri í prófkjörinu. „Þátttakan í
prófkjörinu var mjög góð. Það ber
að þakka fyrir hana,“ sagði Örlyg-
ur. Hann sagði ennfremur að í al-
þingiskosningunum í vor hlyti
Samfylkingin að stefna að því að
ná þremur mönnum á þing í kjör-
dæminu.
Kristján Möller
Fullur til-
hlökkunar
„ÉG ER mjög ánægður með þessa
niðurstöðu, fyrir mína hönd og fyrir
Samfylkinguna," segir Kristján
Möller, verslun-
armaður á Siglu-
firði, sem hlaut
fyrsta sætið á
lista Samfylking-
arinnar á Norð-
urlandi vestra í
prófkjörinu á
laugardaginn.
„Þetta gat far-
ið á hvorn veginn
sem var. Ég varð þess áskynja síð-
ustu dagana fyrir prófkjörið að bar-
áttan stæði á milli mín og Önnu
Kristínar Gunnarsdóttur. Ég sagði
við mína stuðningsmenn að þeir
skyldu vera búnir undir að við fengj-
um annað sætið og að við mættum
vera ánægðir með það. Við hefðum
unnið vel og sigurinn yrði þrátt fyrir
það mikill. Ég er fullur tilhlökkunar
að fara í þessa baráttu,“ segir Krist-
ján.
Kristján segist líta svo á að bæði
hann og Anna Kristín séu í baráttu-
sætum í kosningunum í vor. Hann
segir að heildarþátttakan í prófkjör-
inu hafi verið mjög góð, líkt og í öðr-
um prófkjörum sem haldin hafa ver-
ið undanfarið. „Ég fann það í seinni
viku kosningabaráttunnar að fólk
ætlaði sér að taka þátt í prófkjör-
inu,“ segir hann.
Höfum talað sem ein fylking
Aðspurður hvort ójafnvægi á milli
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags á
listum eftir prófkjör Samfylkingar-
innar að undanfórnu kunni að valda
ei'fiðleikum svaraði Kristján því að
sameiginlegt framboð A-flokkanna á
Siglufirði í seinustu sveitarstjómar-
kosningum hefði tekist mjög vel. „Við
erum hætt að tala um alþýðuflokks-
menn og alþýðubandalagsmenn á
Siglufirði. Við höfum bara talað sem
ein fylking frá seinustu kosningum,
sem samherjar og ég get alveg eins
verið félagi í Alþýðubandalagsfélag-
inu eins og Alþýðuflokksfélaginu og
það er styttra en menn halda í að
þetta verði sameinað og stofnað eitt
apparat. Ég vona að þannig verði því
varið annars staðar' á landinu að við
munum horfa á þetta sem samherjar.
Hér á Siglufirði eru margir minna
bestu stuðningsmanna félagar í Al-
þýðubandalaginu."
Anna Kristín
Gunnarsdóttir
Verð í bar-
áttusætinu
ANNA Kristín Gunnarsdóttir, kenn-
ari á Sauðárkróki, stefndi á fyrsta
sæti í prófkjörinu á Norðurlandi
vestra en hafnaði
í öðru sæti. Hún
segir að það hafi
valdið sér von-
brigðum.
Skýringarnar
eru tvær, að mati
Önnu. „Siglfirð-
ingar sameinuð-
ust um einn
mann og þar var
metþátttaka, ætli hún hafi ekki sleg-
ið heimsmet," segir hún. Hin skýi'-
ingin er sú að mati Önnu að þrír
frambjóðendur á vegum Alþýðu-
bandalagsins stefndu á fyrsta sætið
en einn Alþýðuflokksmaður og tveir
alþýðubandalagsmannanna þriggja
eru búsettii' utan Siglufjarðar.
Aðspurð segist Anna munu taka
annað sætið. „Ég fæ í rauninni mjög
góða kosningu og fékk góðan stuðn-
ing alls staðar í kjördæminu nema á
Siglufirði og Alþýðubandalagið kem-
ur glæsilega út úr þessu með mjög
mikinn stuðning í fyrsta sætið, þrátt
fyrir að atkvæðin hafi dreifst á
fjóra,“ segir hún.
Bai-áttan í vor snýst um annað sæt-
ið að mati Önnu. „Eg verð í baráttu-
sætinu og það verður að taka saman
höndum um það. Kannski verður það
jafnvel auðveldara heldur en ef Krist-
ján Möller hefði verið í öðru sæti. Það
er hugsanlegt,“ segir hún.