Morgunblaðið - 16.02.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 25
ERLENT
Spenna á stjórnarheimili jafnaðarmanna og græningja í Þýzkalandi
Schröder hvetur græningja
til stefnubreytingar
MIKIL spenna ríkir þessa dagana á
þýzka stjómarheimilinu í Bonn. Viku
eftir ósigur héraðsstjórnar jafnaðar-
manna (SPD) og græningja í sam-
bandslandinu Hessen gengu um helg-
ina fleiri „eftirskjálftar“ yiir miðju-
vinstri-stjóm Gerhards Schröders
kanzlara, sem sömu tveir flokkar
standa að og „tapliðið“ í Hessen.
Schröder hvatti græningja í sjón-
varpsviðtali á sunnudag til að gera
leiðréttingar á stefnu sinni. Sam-
starfsflokkurinn yrði að hans sögn
að miða stefnu sína að meira leyti við
„hina þjóðfélagslegu miðju“ - og
raunveruleikann.
„Of kreddufastir“
I Welt am Sonntag gagnrýndi
Heide Simonis, forsætisráðherra
nyrsta þýzka sambandslandsins,
Slésvíkur-Holtsetalands einnig stefnu
græningja. Að hennar sögn væra þeir
í dagsönn stjómarsamstarfsins „of
kreddufastir". Auk þess hefði stjóm-
in í Bonn gengið í að hrinda kosninga-
loforðum í framkvæmd með of mikl-
um asa. Áhyggjum almennings hefði
verið of lítill gaumur gefinn. Réttara
hefði verið að fara hægar í salamar í
málum á borð við fyrirhugaða lokun
kjamorkuvera landsins og breytingar
á lögum um ríkisborgararétt - sem
hvort tveggja era mikil hjai'tans mál
græningja.
Jiirgen Trittin umhverfisráðherra
er sá fulltrúi græningja í stjórninni,
sem gagnrýnin hefur hvað harðast
beinzt gegn. Schröder hefur sagt
græningja þurfa á „meiri Fischer og
minni Trittin" að halda, en þar með á
Kosningar 1 sambandslandinu Hessen fyrir
skömmu hafa valdið miklu umróti í þýzkum
stjórnmálum. Auðunn Arnórsson segir að
þótt hrikti í stoðum stjórnar Gerhards
Schröders haldi hún að öllum líkindum velli.
Gerhard Jiirgen
Schröder Trittin
hann við að stjórnarstíll Joschka
Fischer utanríkisráðherra, sem er
einnig einn af leiðtogum græningja,
væri ábyrgur og nyti stuðnings al-
mennings, ólíkt stjómarstíl Trittins.
Hann einkenndist um of af því að
höfðað væri til „lítilla minnihluta-
hópa“. Sagði Schröder í sjónvarps-
viðtalinu á sunnudag að hann vonað-
ist til að Trittin velti fyrir sér þeirri
gagnrýni sem starf hans hefur sætt.
Trittin aftur á móti gagnrýndi
kanzlarann, án þess þó að nefna hann
á nafn, í viðtali við Berlínarblaðið Ta-
gcsspiegel á sunnudag. „Eg hef fram
að þessu reynt að hella ekki olíu á
eldinn. Skortur á samhæfingu og ein-
hliða framsetning opinberlega hefur
því miður leitt til þess, að komið hef-
ur upp tortryggni milli samstarfs-
flokkanna," hefur blaðið eftir honum.
Kvartaði Trittin yfir því að í stað
þess að gert væri upp um deilumál í
bróðerni innan stjórnarinnar væri
ágreiningur borinn á torg. Þetta væri
báðum stjómarflokkum skaðlegt.
Græningjar óttast meiri
„útvötnun“ stefnumiða sinna
Það sem kemur stjóminni í Bonn
verst við að hafa tapað í Hessen er að
þar með tapaði hún sjálfkrafa einnig
hreinum meirihluta sínum í efri deild
þjóðþingsins, Sambandsráðinu, þar
sem fulltrúar sambandslandanna 16
eiga sæti. Þessar aðstæður knýja
Schröder-stjómina til að leita mála-
miðlana við kristilega demókrata,
jafnvel þótt þeir hafi heldm' ekki
meirihluta í Sambandsráðinu. Að
sumu leyti kemur þetta Schi-öder vel.
Áður en Ijóst varð eftir þingkosning-
amar í haust sem leið að SPD og
græningjar næðu öraggum meirihluta
þingsæta í neðri þingdeildinni, Sam-
bandsþinginu, hafði Schröder jafnvel
vonast til að til myndunar „stóra sam-
steypu“ kæmi, þ.e. stjómarsamstarfs
SPD og CDU. Með tilliti til þessa gef-
ur að skilja, að Schröder hefm- minni
áhyggjur af þessum breyttu aðstæð-
um löggjafarstarfsins en græningjar,
sem óttast að með málamiðlunar-
samningum stjómarinnai' við CDU
„útvatnist" baráttumál þeirra, svo
sem ríkisborgararéttai’frumvarpið og
áformin um að hætta nýtingu kjam-
orkunnar, enn meir en orðið er. Þetta
stefni stuðningi grasrótarinnar í
flokknum við forystumennina, ráð-
hen-ana Trittin og Fischer þehTa
fremsta, í alvarlega hættu.
FDP ekki á leið í stjórn
Fyrir helgina skutu upp kollinum
vangaveltur um að jafnaðarmenn leit>
uðu leiða til að skipta um samstarfs-
flokk, þ.e. að slíta samstarfinu við
græningja en fá frjálsa demókrata,
FDP, inn í stjómina í staðinn.
Schröder vísaði þessum vangaveltum
á bug og Wolfgang Gerhardt, formað-
ur FDP, einnig. Sagði hann flokks-
menn sína reiðubúna að styðja stjóm-
ina í ákveðnum málum, svo sem í rík-
isborgararéttarmálinu, ef „skynsam-
lega“ væri að verki staðið. Hann
sagðist ekki búast við öðra en að
stjómarsamstarf SPD og græningja
tylldi út kjörtímabilið. Guido
Westerwelle, framkvæmdastjóri
FDP, sagðist einnig vantrúaður á að
hin „rauð-græna“ stjórn „spryngi“.
Aftur á móti vildi Rainer
Brúderle, varaformaður FDP, ekki
útiloka stjórnarsamstarf við SPD.
Ekki væri óhugsandi að SPD yrði til-
neydd að leita til FDP, hefur Die
Welt eftir honum.
Hörð viðbrögð
við ummælum
Aherns um
afvopnun IRA
Belfast, London. Reuters, Daily Telegraph.
MIKIL spenna ríkti á fundi nýs
heimastjórnarþings í Belfast á Norð-
ur-írlandi í gær en gert er ráð fyrir
að þingið samþykki í dag tillögur um
stofnun tíu manna heimastjórnar,
sem vonast hefur verið til að taki til
starfa 10. mars næstkomandi en
þann dag hafa bresk stjórnvöld
hugsað sér að framselja völd sín á N-
Irlandi í hendur heimastjórninni.
Það setur hins vegar strik í reikning-
inn að deilan um hvort fulltrúar Sinn
Féin, stjómmálaarms írska lýðveld-
ishersins (IRA), fái að setjast í
stjórnina er enn óleyst og magnaðist
hún reyndar mjög með misvísandi
ummælum Berties Aherns, forsætis-
ráðherra Irlands, um helgina.
Ahern lét hafa eftir sér í viðtali við
netútgáfu helgarblaðsins The
Sunday Times að Ijóst væri að IRA
yrði að aívopnast. Voru orð hans
túlkuð á þann veg að írska stjórnin
hefði breytt afstöðu sinni og teldi nú
að IRA yrði að afvopnast áður en
Sinn Féin yrði hleypt í heimastjóm-
ina. Fögnuðu sambandssinnar á N-
Irlandi ummælunum mjög, en þeir
vilja ekki sitja í stjórn með Sinn Féin
nema IRA byrji afvopnun fyrst.
Leiðtogar Sinn Féin fordæmdu um-
mælin hins vegar.
Hafa leiðtogar Sinn Féin margoft
ítrekað að afvopnun IRA sé óhugs-
andi nú og munu hafa óttast að um-
mæli Aherns yrðu til að gefa klofn-
ingshópum úr IRA byr undir báða
vængi. Eftir að hafa átt samtal við
Martin McGuinness, aðalsamninga-
mann Sinn Féin, sagðist Ahern
seinna á sunnudag aldrei hafa sagt
að Sinn Féin yrði „útilokaður“ frá
heimastjórninni'og að orð hans hefðu
verið mistúlkuð.
CZffm ælisyj öfíilfin ?
Auðvelt!
Það er auðvelt að verða
áskrifandi að Frjálsri verslun.
Þú hringir: 561 7575,
faxar: 561 8646 eða sendir okkur
tölvupóst: fv@talnakonnun.is.
,^"orne&
»1 smbimmí, «oras;:r "*'*** a
í tilefni af 60 ára afmæli Frjálsrar verslunar fær einn áskrifandi helgarferð fyrir tvo að
gjöf til einhvers af áfangastöðum Flugleiða. Auk þess fá 60 áskrifendur bíómiða fyrir tvo
í eitthvert Sambíóanna. Gerist áskrifendur fyrir 25. mars!
Borgart ni 23 • 105 Reykjavík • Sími 5617575 • Fax 561 8646