Morgunblaðið - 16.02.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 16.02.1999, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR GUÐNÝ Halldórsdóttir, leikstjóri, snýr baki í myndavélina, en það sem hún segir kætir Fahad Fali Jabali aðstoðarleikstjóra, Ragnhildi Gísladóttur og Ghitu Norby. Dagar í lífi U ungfrúarinnar ÞESSU er ég hrifin af,“ segir Ghita N0rby og skellir upp úr er Guð- ný Halldórsdóttir kvikmyndaleikstj óri útskýrir íyrir dönsku kvikmyndastjörnunni að það sé oft freistandi fyrir íslendinga erlendis að stytta sér leið framhjá leyfum og vottorðum. Ghita Narby fer með lít- ið hlutverk í kvikmynd Guðnýjar, „Ungfrúin góða og húsið“ eftir sam- nefndri smásögu föður hennar, Halldórs Laxness, en Guðný hefur undanfarið stjómað um 40 manna hópi íslendinga og Svía við tökur í Svíþjóð, auk þess sem hópurinn var nokkra daga í Kaupmannahöfn áður en leiðin lá heim. En það eru fleiri sem áttuðu sig á að Islendingar hafa nokkuð sérstakt verklag miðað við útlendinga. „Við fundum það fljótt út að íslendingar hafa ofnæmi fyrir fundum,“ segir Sophie á leið frá Gautarborgarflug- velli að dvalarstað íslendinganna, en hún vinnur hjá Göta Film, sam- starfsaðila kvikmyndafélagsins Umba. En þó það hafi tekið hana og fleiri Svía í hópnum nokkum tíma að átta sig á verklagi íslendinganna er hún firna hrifin af kynnunum. „Islendingar era hreinir og beinir og þora að fylgja hugdettum. Svíar eru stífari og leiðinlegri og gætu heilmikið lært af íslendingum," seg- ir hún. En jafnvel á íslandi þarf meira til kvikmyndagerðar en hugdettur. „Það fer enginn lengur út í að gera kvikmynd á íslandi án þess að hafa lagt niður íyrir sér hvemig hún verði fjármögnuð, þó það hafi ekki alltaf verið algengt áður fyrr,“ segir Halldór Þorgeirsson, framleiðandi myndarinnar. Kvikmyndagerð snýst meðal annars um að fá stóran hóp af fólki til að taka á í samein- ingu. Samstarfsfólk Guðnýjar lætur vel af henni sem stjórnanda, því undir stjóm hennar verði vinnan skemmtileg. Sjálf segir Guðný að vinnan krefjist mikils. „Andrúms- loftið má því ekki vera þrúgandi." Með því að fylgjast með tveimur dögum í tilurð kvikmyndar má verða margs vísari Um þá miklu vinnu, sem liggur að baki því að skemmta kvikmyndaáhorfendum í Vá klukkustund eða svo, þar sem myndin líður fyrirhafnarlaust yfir tjaldið. Raunvemleikinn þar að baki er öllu fyrirhafnarsamari. Skrifstofuverkin með morgunmatnum „Það velur enginn að verða fram- leiðandi," segir Halldór Þorgeirsson framleiðandi spaugandi, „heldur gerist það bara.“ Hann hefur verið viðloðandi kvikmyndagerð síðan í myndinni um Snorra Sturluson 1979 og eitt tekið við af öðm. Þegar Guðný gerði „Kristnihald undir jökli“ æxlaðist það svo að Halldór varð framleiðandi, „mest af því eng- inn annar var til þess“, bætir hann við árla morguns á litlu hóteli rétt við Gautaborg. Utan sviðs era þau Halldór og Guðný hjón. Morgunverðurinn er innbyrtur um leið og hugað er að skrifstofu- vinnunni. Starf framleiðanda er varla nema fyrir þá sem hafa yndi af því að taka hraustlega á. Farsím- inn hans er í stöðugri notkun og ef marka má samtölin þá snýst starfið bæði um bankamálin á Islandi og minni reddingar. Helga Jónsdóttir, ein af hjálpar- hellum Halldórs, kemur til að ráð- færa sig við hann. „Hvað geri ég hér?“ spyr hún Halldór gáskafull, þegar talinu víkur að verkefni henn- ar í hópnum og hún fær jafnskjótt það svar að hún sé „unit manager", sjái um fólkið og rétti hjálparhönd þar sem þörf sé. Helga er bókasafns- vörður í Mosfellsbæ og æskuvinkona Guðnýjar, eða Dunu, eins og allir í hópnum kalla hana, en tók sér launa- laust leyfi til að vera með í Svíþjóð- arferðinni. Þennan morgun beinist athyglin að heimsókn á kvikmynda- hátíðina í Gautaborg eftir hádegi, þar sem Guðný leikstjóri á að kynna kvikmyndina á dagskrá um kvik- myndir í deiglunni. Það er gáski í tökufólkinu, sem tínist í morgunmat. Eftir fimm vikna töm er þetta fyrsti frídagurinn og það aðeins sökum ófyrirsjáanlegra dagskrárbreytinga. „Það skemmtilega við vinnuna hér er að Guðný talaði við okkur Röggu fyrir um fimm áram, þegar hún fór að hugsa fyrir handritinu. Við höfum því fylgst með vinnunni síðan og haft langan og góðan með- göngutíma, sem skilar sér núna,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir leik- kona í bflnum á leið til Gautaborgar, en hún og Ragnhildur Gísladóttir söng- og leikkona fara með tvö aðal- hlutverkin í myndinni, þær leika systurnar Þuríði og Rannveigu. Hún hefur einnig á orði hve gaman sé að fá tækifæri til að vinna með leikkonum eins og Ghitu Norby og Anitu Ekmanner, sem er ein þekktasta leikkona Svía af eldri kynslóðinni og þá eins norsku leik- urunum Björn Floberg og Reine Brynjolfsson. A vel sóttri kynningunni á kvik- myndahátíðinni segir Guðný frá þvi að móðir hennar hafi fyrir löngu bent sér á að sagan væri gott kvik- myndaefni og faðir sinn síðan gefið sér ýmsar góðar ábendingar. Þegar handritið var tilbúið eftir nokkurra ára umþenkingu var hafist handa við tökur í haust. Fyrsti hlutinn var tekinn í október í Flatey, sem er hin ytri umgerð sögustaðarins Eyvíkur. „Við hefðum aldrei getað gert þessa kvikmynd, ef Flatey væri ekki eins og hún er,“ segir Guðný. Það hefði verið alltof dýrt að byggja upp ís- lenskt aldamótaþorp. I bítið 2. janú- ar hélt hópurinn svo í kvikmynda- ver í Trollháttan og hófu sumir ferðina í sparifötunum, komnir beint úr áramótagleðskap. í byrjun febrúar var tökum haldið áfram á herragarðinum Naas skammt frá Gautaborg, síðan fóru nokkrir dag- ar í tökur í Kaupmannahöfn, en heim komst hópurinn svo í vikunni, eftir um sex vikna útlegð. „Það eru allir búnir að fá nóg. Nú viljum við bara klára þetta,“ segir Guðný þeg- ar talið berst að þessari löngu út- legð. „Þetta er eins og Smuguveiðar," segir Ásdís Thoroddsen kvik- myndagerðarmaður, sem starfar sem skrifta hjá „Ungfrúnni". Og það þarf heldur ekki að dvelja lengi FRAMLEIÐENDURNIR Christer Nilsson og Halldór Þorgeirsson bera saman bækur sínar. með hópnum til að átta sig á að þar ríkir gálgahúmor og gleðskapur, eins og oft er í samstæðum hóp. I hópnum era reyndar þrenn hjón, því auk þeirra Guðnýjar og Hall- dórs er Egill Ólafsson leikari með Tinnu konu sinni, því hann fer með hlutverk í myndinni og leikmuna- stjórinn Guðný Óskarsdóttir er gift Fahad Fali Jabali aðstoðarleik- stjóra. Og Rannveig Jónsdóttir, annar aðstoðarleikstjóri, Gagga eins og hún er kölluð, er systurdótt- ir Guðnýjar. En spenna liggur í lofti, því dagskráin er stíf og aldrei slegið slöku við. Kannski þess vegna sem flestir hafa sígarettuna á lofti. Og svört sólgleraugu setja svip á hópinn, hvort sem það er nú sökum töffheita eða til að hylja þreytu- bauga eftir langa töm. Skriffinnar og eljumenni Þegar rætt er um ólíkt vinnulag Svía og íslendinga kemur fjármála- hliðin einnig til tals. Fjárlagarammi myndarinnar er 150 milljónir króna. „Það dytti engum hér í Svíþjóð í hug að ráðast í mynd af þessu tagi með svo lága upphæð," segir Hall- dór framleiðandi. En hvemig geta íslendingarnir þetta þá? „Með því að vinna eins og svín,“ bætir hann við með bros á vör, að ógleymdri mikilli útsjónarsemi. Halldór viðurkennir fúslega að kvikmyndagerð sé erfitt starf, en bætir því jafnóðar við að skemmti- leg sé hún. Svo er það aukaálag að vera í útlöndum. „Við íslendingar eram vanir því að það gerist allt hraðar," segir hann. „Hér er miklu meiri skriffinska. Svíar eru ekki Kvikmynd verður ekki til á áhuganum einum saman, eins og Sigrún Davíðsdóttir komst að er hún heimsótti Guðnýju Hall- dórsdóttur kvikmyndaleikstjóra og lið hennar við tökur í Svíþjóð. HERRAGARÐURINN Náás baðaður síðdegissól - tökuliðið í stuttu hléi á tröppunum. &

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.