Morgunblaðið - 16.02.1999, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
!
málar á akrýlplötur og myndir
hennar eru ljóðrænar afstraksjónir
sem ná því að vera í senn fínlegar
og áhrifamiklar. Verk hinna verð-
launahafanna, Ulriks Samuelsson
og Thorstens Andersson, eru langt
í frá af sama styrkleika og í raun er
ekki hægt að segja að þau skari
framúr verkum annarra listamanna
á sýningunni svo ekki er vel ljóst af
hverju þeir hafa verið valdir um-
fram hina og veitir rökstuðningur
dómnefndar litla vísbendingu um
það.
Á sýningum af þessu tagi eru
alltaf nokkrir annmarkar hversu
rausnarlega sem að þeim er staðið.
Þegar tekið er fyrir stórt viðfangs-
efni, leitað tilnefninga frá stórum
hópi sérfræðinga og verk síðan val-
in af dómnefnd verður ekki hjá því
komist að niðurstaðan verði nokk-
uð ruglingsleg. Vonandi munu að-
standendur Carnegie í framtíðinni
reyna að þrengja þema sýningar-
innar, en hér hefur það líkast til
verið haft svo vítt til að gefa fyrstu
sýningunni sem víðtækasta skír-
skotun. En hvað sem slíkum at-
hugasemdum líður sést hér svo
ekki verður um villst að málaralist-
in lifir góðu lífí á Norðurlöndum
þrátt fyrir allar hrakspár. Islend-
ingar geta líka verið stoltir af fram-
lagi sinna listamanna sem standast
fyllilega samanburð við það besta
sem á sýningunni er frá öðrum
þjóðum. Að lokum ber okkur að
þakka þetta framtak sænska fjár-
festingarfyrirtækisins enda er það
alltaf fagnaðarefni þegar einkafyr-
irtæki leggja svo veglegt framlag
til menningarinnar. Carnegie-verð-
launin eiga eflaust eftir að verða
mikil lyftistöng fyrh' noirænt lista-
líf og stuðla að kynningu og eflingu
norrænnar listar.
Jón Proppé
VERK eftir Ninu Roos frá
Finnlandi sem er einn
merkasti listamaðurinn á sýn-
ingunni í Listasafni Islands,
en hún hlaut önnur verðlaun
í samkeppni Carnegie.
‘r',-
Norræn málaralist
MYNPLIST
Listasafn íslands
MÁLVERK
ÝMSIR
Listasafn íslands er opið alla daga
nema inánudaga frá kl. 10 til 17. Að-
gangseyrir kr. 300. Sýningin stendur
til 21. febrúar.
í LISTASAFNI íslands má nú
sjá umfangsmikla sýningu á verk-
um tuttugu og fjöguiTa noirænna
málara. Þar er um að ræða sýning-
arverkefni sem efnt hefur verið til
af sænska fjárfestingarfyrirtækinu
Camegie og hefur sýningin þegar
farið um ÖII hin Norðurlöndin.
Camegie mun vera einn stærsti
fjárfestingarbanki á Norðurlöndum
og hafa yfírmenn hans nú ákveðið
að veita fjármuni til árlegrar list-
sýningar og tilheyrandi verðlauna-
veitingar til listamanna. Myndar-
lega er að verkinu staðið og má til
dæmis nefna að verðlaunaféð nem-
ur alls 1.050.000 sænskum krónum,
en það skiptist milli fjöguma lista-
manna og fær sá sem fyrstu verð-
laun hlýtur hálfa milljón í sinn hlut.
Fimm manna dómnefnd hafði
umsjón með vali listamanna á sýn-
inguna og í henni sat meðal ann-
arra Bera Nordal íyrrverandi for-
stöðumaður Listasafns Islands sem
nú stjómar Malmö Konsthall. Verk
þriggja íslenskra listamanna em á
sýningunni, þeirra Georgs Guðna,
Birgis Andréssonar og Kristjáns
Davíðssonar. Fyrstu verðlaun
þetta árið komu í hlut hins sænska
Ulriks Samuelsson, Nina Roos frá
Finnlandi hlaut önnur verðlaun og
Torsten Andersson þau þriðju. Þá
var Finnanum Jussi Niva veittur
sérstakur styrkur dómnefndar.
Það leynir sér ekki að mikið er í
þessa sýningu lagt og að aðstand-
endur hennar hafa ákveðið að ekk-
ert yrði til sparað að gera hana sem
glæsilegasta og vanda umgjörð
hennar eins vel og hægt er. Með
sýningunni fylgir stór innbundin
sýningarskrá með litprentuðum
myndum af verkum allra lista-
mannanna á sýningunni. Til að af-
henda verðlaunin og opna sýning-
una var fengin Vigdís Finnboga-
dóttir fyrrverandi forseti. Sýningin
ber nafn fyrirtækisins sem að
henni stendur - Carnegie Ai't,
Award - en að öðra leyti er því
ekki flaggað svo að áhorfendur
verði varir við.
Þegar sýningin er skoðuð verður
að hafa í huga að henni er ætlað að
gefa einhvers konar heildaryfirlit
yfír norræna málaralist samtímans
svo að ekki er við því að búast að
mikið samræmi sé milli verka
hinna ýmsu listamanna. Þama má
sjá verk eftir fólk á öllum aldri og
af ólíkum stílstefnum, frá hreinflat-
arafstraksjón yfir í landslagsmál-
verk, og kannski mætti segja að
viðfangsefni sýningarinnar hefði
gjaman mátt vera þrengra til að
betra samhengi fengist í hana.
Margir afbragðsgóðir listamenn
hafa verið valdir til þátttöku og má
vel sjá hversu lifandi og fjölbreytt
málaralistin á Norðurlöndum er, en
þó vantar á sýninguna marga af
þeim sem vakið hafa mesta athygli
á undanfömum áram svo hún getur
þrátt fyrir umfangið ekki talist
vera viðunandi yfirlit.
Af þeim mörgu ágætu listamönn-
um sem hér eiga verk er Nina Roos
tvímælalaust einn sá áhugaverð-
asti. Hún er sem fyrr segir finnsk,
fædd árið 1956, og hlaut önnur
verðlaun í samkeppninni. Nina
BILLINN 5EM SLO TOY
ANNAÐ
Ódýrasti 4x4 bíllinn á íslandi
Skemmtilegur bíll sem gott
er að setjast inn í
Öruggur Suzuki fjölskyldu
og fjölnotabíll með ABS
hemlalæsivörn (4x4),
loftpúðum o.m.fh
Sestu inn...
Listræn gjafavara
gallerí
Listakot
LAUGAVEGI 70, SÍMI/FAX 552 8141