Morgunblaðið - 16.02.1999, Side 31

Morgunblaðið - 16.02.1999, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 31 húsinu Austan 3 í Norræna Leikfélag Reykjavíkur HÁSKÓLATÓNLEIKAR verða í Norræna húsinu miðvikudaginn 17. febrúar kl. 12.30. Þá leikur tríó sem nefnir sig ,Austan 3“, en það skipa Svana Víkingsdóttir píanóleikari, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fíðluleik- ari, og Lovísa Fjeldsted sellóleik- Verkið sem Austan 3 leika er hið svokallaða „Draugatríó", op. 70 nr. 1, eftir Ludwig van Beethoven. Það var frumflutt árið 1808 og segir í kynningu að nafnið sé dregið af hægu og drungalegu tema miðkafl- ans, þar sem draugar fara á kreik, og andi Macbeths svífur yfir vötn- unum. Hljóðfæraleikararnir hafa allir stundað framhaldsnám erlendis. Svana Víkingsdóttir starfar sem pí- anóleikari og píanókennari við Tón- listarskólann í Reykjavík og Tón- listarskóla F.I.H. Sigurlaug Eð- valdsdóttir er fiðluleikari í Sinfón- AUSTAN 3 skipa Svana Vfldngsdóttir píanóleikari, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikari, og Lovísa Fjeldsted sellóleikari. íuhljómsveit íslands og kennir við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Auk þess er hún meðlimur í ýmsum tón- listarhópum. Lovísa Fjeldsted er fastráðinn sellóleikari við Sinfóníu- hljómsveit íslands og kennir við Nýja Tónlistarskólann. Verð aðgöngumiða er kr. 400. Ókeypis er fyrir handhafa stúd- entaskírteina. FEGURÐARDROTTNINGIN frá Línakri í samlestri. Fegurðardrottningin frá Línakri til æfinga HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur eru hafnar æfingar á Fegurðar- drottningunni frá Línakri eftir breska leikritaskáldið Martin McDonagh í þýðingu Karls Guð- mundssonar. Leikritið verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleik- hússins í marsbyrjun. OTA COROLLA UT Ð í RÖÐ! Suzuki Wagon R+ var mest seldi bíllinn í Japan árið 1998 (eins og árið 1997).* ______________________________1998 Suzuki Wagon R+ 240.207 230.306 Toyota Corolla 2.38.005 196.498 Aðalpersónur verksins eru mæðgurnar Mag og Maureen, sem búa saman við sérkennilegar aðstæður í litlu þorpi á írlandi. Mag er um sjötugt og getur litla björg sér veitt og Maureen þjónar henni í einu og öllu og á sér enga von um sjálfstætt líf, þótt hún sé komin um fertugt. Samskipti þeirra einkennast af grimmd og gagnkvæmri niðurlægingu. Höfundurinn, Martin McDonagh, fæddist í London árið 1960 og ólst upp í suðurhluta borgarinnar, írska hlutanum. Strax sextán ára að aldri hóf hann að skrifa smásögur og kvik- myndahandrit. Fegurðardrottn- ingin frá Línakri (The Beauty Queen of Leenane) er fyrsti hluti þrfleiks (The Leenane Trilogy). Hin verkin eru The Skull in Connemara og The Lonesome West. McDonagh var tuttugu og sex ára þegar tvö leikrita hans voru samtímis í leikhúsum í West End í London: Fegurðardrottn- ingin og The Cripple of Inishma- an. Bæði verkin eru á fjölum fjölda leikhúsa í Evrópu og Am- eríku um þessar mundir. Leikendur eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Ellert A. Ingimund- arson og Jóhann G. Jóhannsson. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Ljós: Kári Gíslason. Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson. Leikstjóri er María Sigurðardótt- ♦♦♦ Rausnarleg gjöf Mellons Washington. Reuters. MILLJÓNAMÆRINGURINN og listunnandinn Paul Mellon, sem lést nýlega, 91 árs að aldri, ánafnaði Þjóðarlistasafni Bandaríkjanna rúm- lega fimm milljörðum ísl. ki’óna í reiðufé og meira en eitt hundrað af sínum uppáhalds listaverkum í erfðaskrá sinni, að því er segir í frétt The Washington Post á fímmtudag. Sagði Earl Powell, framkvæmda- stjóri safnsins, að gjöf þessi væri sú rausnarlegasta í allri sögu þess. Verkin verða hins vegar ekki afhent fyrr en að eiginkonu Mellons, Rachel, látinni. Meðal þeirra listaverka sem Mellon ánafnaði listasafninu eru tvö olíumálverk eftir Vincent Van Gogh, þrettán verk eftir deplastílistann Ge- orges Seurat, þrjú verk eftir Edou- ard Manet, tíu eftir Pierre Bonnard og mörg fleiri eftir ýmsa franska listamenn, Cezanne, Braque, Delacroix, Monet and Renoir. Mellon, sem lengi var einn mesti velunnari Þjóðarlistasafnsins banda- ríska, hafði áður gefið safninu meira en 900 listaverk en faðir hans, Andrew Mellon, stóð á bak við stofn- un þess árið 1941. Sjálfur gegndi Paul Mellon störfum forseta safns- ins, sem er staðsett í Washington, árin 1963-1979. Mun Mellon einnig hafa ánafnað Cambridge-háskóla í Bretlandi um- talsverðar fjárhæðir en móðir hans var bresk og var hann alla tíð afar hrifinn af breskri arfleið sinni. WACON R+ CL 1.099.000 KR. WACON R+ CL 4x4 1.299.000 KR. $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.