Morgunblaðið - 16.02.1999, Side 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Námskeið
og fyrirlestur
hjá MHÍ
GRAFÍK II er námskeið hjá MHÍ
þar sem kenndar eru aðferðir í
málgrafík sem eru framkvæmdar án
sýru. Kennari er Ríkharður Valtin-
gojer myndlistarmaður. Kennt verð-
ur í grafíkdeild MHÍ í Skipholti 1 og
hefst námskeiðið 22. febrúar.
Helga Pálína Brynjólfsdóttir og
Ösp Karlsdóttir halda námskeið um
að vinnu með litaætingu og hvítæt>
ingu á sellulósa- og silkiefni og bruna
á blönduðu efni. Þær halda ennfrem-
ur fyrirlestra um efnisfræði textílefna
og litun. Kennt verður á textílverk-
stæði, Vitástíg 3, og hefst námskeiðið
fímmtudaginn 22. febrúar.
Ólöf Erla Bjarnadóttir leirlistar-
maður kynnir verk sín í Barmahlíð,
fyrirlestrasal MHÍ í Skipholti, mið-
vikudaginn 17. febrúar kl. 12.30.
----------------------
Síðustu sýningar
Borgarleikhúsið Mávahlátur
SÍÐASTA sýning á Mávahlátri eftir
Kristínu Marju Baldursdóttur verð-
ur fimmtudaginn 18. febrúar. Leik-
gerð er eftir Jón Hjartarson.
LEIKLIST
|{æjarleikhúsið,
Mosfcllsbæ
JARÐARFÖR ÖMMU SYLVÍU
Leikfélag Mosfellssveitar. Unnið í
spuna leikara í Soho Jewish Theatre
i New York. Þýtt af Gunnhildi Sig-
urðardóttur, Guðnýju Maríu Jóns-
dóttur og Maríu Guðmundsdóttur,
með aðstoð Alizu Kjartanson. Leik-
stjóri: Guðný María Jónsdóttir. Að-
stoðarleikstjóri: Bóel Hallgrímsdótt-
ir. Leikendur: Vilhjálmur Gislason,
Sigurður Jóhannesson, Lilja Huga-
dóttir, Valgerður Arnardóttir, Harpa
Svavarsdóttir, Örn Ragnarsson, Guð-
rún Esther Árnadóttir, Gunnar H.
Gunnarsson, Gunnhildur Sigurðar-
dóttir, Kristvin Guðjónsson, María
Guðmundsdóttir, Sigrún Þórðardótt-
ir, Hjalti S. Kristjánsson, Böðvar
Sveinsson, Hrefna Vestmann, Hilmar
Þór Hilmarsson, Gunnar Kristleifs-
son, Þórdís Una Gunnarsdóttir,
Marta Hauksdóttir, Bogi Eggertsson,
Snæbjörn Sigurðarson og áhorfend-
ur. Ljósahönnnun: Alfreð Sturla
Böðvarsson. Hljóð- og ljósastjórn:
Guðmundur Atli Jónsson. Frumsýnt
föstudaginn 12. febrúar 1999.
ÞEIR sem eru virkir félagar í
einhvers konar áhugasamtökum
kannast án efa við húsnæðisvand-
ann sem þeim vill oft fylgja.
Látin
Meðlimir Leikfélags Mosfellssveit-
ar ættu a.m.k. að kannast við hann.
Bæjarleikhúsinu var sökkt í sæ ‘97,
því breytt í hárgreiðslustofu ‘98 og í
ár er þar útfararþjónusta gyðinga.
Útfararþjónustan sú er rekin af
mæðginunum Vlad og Helgu Hel-
senrott (Kristvin Guðjónsson og
María Guðmundsdóttir). Vlad hefur
reyndar áform um að breyta útfar-
arstofunni í erótískan hommadans-
klúbb, þótt útlit hans henti núver-
andi starfi afar vel. Helga fær þá
væntanlega frí, starfíð trekkir taug-
ar hennar ansi mikið.
Minningarathöfnin var um ömmu
Sylvíu - sú látna var amma og hét
Sylvía, hún var ekki amma neinnar
Sylvíu. Kista hennar fór reyndar á
rangan stað svo ættingjar og vinir
urðu að bíða dálitla stund eftir
henni. En það var allt í góðu lagi, sá
tími var vel nýttur til kynninga og
kveðja fólks í millum.
Loks kom þó kistan og rabbí Wol-
fe (Snæbjörn Sigurðarson) mælti
nokkur blessunarorð, í fermingar-
jakkanum sínum. Svo minntust
nokkrir meðlimir úr fjölskyldunni
hinnar látnu. Var það lítillát, kær-
er...
leiksrík og samheldin fjölskylda
með afbrigðum. Bróðir Sylvíu, Dave
(Vilhjálmur Gíslason), sem flest
borgaði, þ.m.t. útförina, minntist
ekkert á það, nema í mesta lagi í
þriðja hvert skipti sem hann opnaði
munninn. Gary dóttursonur hennar
(Sigurður Jóhannesson) var heldur
ekkert svo voðalega mikið að hamra
stöðugt á að það var hann sem ann-
aðist ömmu sína mest af öllum.
Hann flutti líka frumsamið lag, en
hann var m.a. óuppgötvaður söngv-
ari. An þess að ég sé nú nokkuð að
setja út á söng hans þá verður hann
án efa „óuppgötvaður" töluvert
lengi enn. Fleiri mættu með
skemmtiatriði, s.s. Melissa (Lilja
Hugadóttir) frænka Garys. Hún
spilaði á flautu, eftir langan inngang
á sambandi sínu og ömmu sinnar.
Eg kom laginu reyndar ekki fyrir
mig - ef hægt er að kalla þrjá eða
fjóra blokkflaututóna lag - en það
skipti ekki máli, það var hugurinn
sem gilti. Þriðja barnabarnið,
Skygirl gjörningalistamaður (Val-
gerður Arnardóttir), leyfði gestum
að njóta hæfileika sinna, með afar
framúrstefnulegum leikþætti sem
hófst á Also sprach Zarathustra eft-
ir Strauss, en það lag var notað við
upphafsatriði kvikmyndarinnar
2001. Það hefði kannski ekki veitt af
að fá eina ferstrenda steinsúlu í
hlutföllunum 1:4:9 líka. Þá kynni að
hafa kviknað eitthvert vitsmunalíf
meðal fjölskyldumeðlimanna.
Örlítið Elektru-/Ödípusarstef í
enda sýningar tengdi svo verkið við
leikbókmenntimar.
Ahorfendur eru látnir taka
nokkurn þátt í sýningunni og ræður
„meðvirkni“ þeirra miklu um hvern-
ig sýning tekst. Auk þess sitja
nokkrar persónur verksins meðal
áhorfenda og skapar það nálægð.
Sýningin byrjaði um leið og komið
var inn í Bæjarleikhúsið; fólk kaup-
ir ekki miða heldur er látið gefa í
minningarsjóð og karlar eru látnir
fá litlar gyðingahúfur sem þeir bera
meðan á athöfninni stendur. I lok
sýningar kvaddi Heiga Helsenrott
gesti (ekki María Hauksdóttir
áhorfendur), full samúðar, með
handabandi og persónur héldu
kvabbi sínu og pexi áfram.
Að þýða og „flytja inn“ tiltölulega
óþekkt leikverk er áhættusamt og
djarfhuga uppátæki. En á þeirri
áhættu og djarfhug hafði Leikfélag
Mosfellssveitar vel efni á.
Endilega; meira af þessu og til
hamingju.
Heimir Viðarsson
Þétt og
persónulegt
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
UNNUR Sveinbjarnardóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Einar Jóhannesson á æfíngu í Salnum.
Kammertónleikar í Salnum
LISTnWS
Borgarleikliúsið
í s I c n s k i
dansfIokkurinn
FLAT SPACE MOVING:
RUIHORTA
Önnur sýning íslenska dansflokksins
á þremur dansverkum fór fram síð-
astliðinn fimmtudag. Á þeirri sýn-
ingu voru mannabreytingar og því
ástæða til að fjalla um dansverkin á
nýjan leik. Dansarar: Chameron
Corbett, Chad Adam Bantner, Hildur
Óttarsdóttir, Julia Gold, Jóhann
Freyr Björgvinsson, Katrín Ingva-
ddttir, Katrín Á. Johnson, Lára Stef-
ánsdóttir. Tónlist: Philippe
Deschapper, Ground zero, Beautiful
people, Yens & Yens, Norbert
Zacharias. Lýsing: Rui Horta, Elfar
Bjarnason. Sviðsmynd: Rui Horta.
Búningar: Kathy Brunner.
í VERKI Portúgalans Rui
Horta „Flat space moving“ leggur
notkun á rými, lýsingu og tónlist
línurnar. Breyting var frá frum-
sýningu á stuttri nektarsenu í
miðju verkinu sem gekk betur upp
í þessari sýningu. Dansarinn
klæddi sig ekki úr fötunum heldur
ögraði hann mótdönsurunum með
því að ætla sér það en var stoppað-
ur af. Þetta virkaði meira spenn-
andi nú en á frumsýningu þar sem
þessi sami kafli hvarf inn í verkið
og þjónaði þar af leiðandi ekki
þeim tilgangi að ganga fram af.
Julia Gold dansaði hlutverk
Katrínar Á. Johnson. Hún hefur
eins og Katrín gott vald á dansgerð
Rui Horta. Þær hafa eiginleika
sem er nauðsynlegur góðum
dönsui'um en það er að gæða
hreyfingamar lífi á persónulegan
hátt. Chameron Corbett skapaði
trúverðuga persónu utangarðs-
manns. Samskipti hans við hópinn
voru nánari og skýrari nú en á
frumsýningunni. Dansararnir voru
ágætlega samstilltir og réðu vel við
dansgerðina.
DIVING: RUI HORTA
Dansarar: Chameron Corbett, Chad
Adam Bantner, Birgitte Heide, Guð-
mundur Helgason, Julia Gold, Jdhann
Freyr Björgvinsson, Katrín Á. John-
son, Lára Stefánsdóttir. Tdnlist:
Etienne Schwarcz. Lýsing: Rui
Hoi-ta, Elfar Bjarnason. Sviðsmynd:
Rui Horta. Búningar: Kathy Brunner.
Aðstoðarmaður höfundar: Jan Kodet.
í „DIVING" fer Chad Adam
Bantner með hlutverk sögumanns.
Lýsing, rennandi vatn og hljóð í
líkingu við skvaldur sundlaugar-
gesta mynda umgjörð verksins.
Chad Adam Bantner tókst vel upp
í hlutverki sögumanns. Óttinn og
ákefðin í texta hans skapaði
spennu sem var í andstæðu við ör-
uggar hreyfingar dansaranna.
Mannabreytingar í verkinu skiptu
ekki sköpum þó áferðin yrði önnur
með nýju fólki.
Listdans er lifandi list af holdi
og blóði. Engar tvær sýningar eru
eins og alltaf verður blæbrigða-
munur á milli sýninga. Þannig var
„Flat space moving“ þéttara og
persónulegra í samspili dansar-
anna og „Kæra Lóló“ léttara yfir-
bragðs og túlkunin skýrari. And-
rúmsloft verkanna var afslappað-
ara á 2. sýningu. 3. sýning er
sunnudaginn 21. febrúar.
KÆRA LÓLÓ: HLÍF
SVAVARSDÓTTIR
Dansarar: Chameron Corbett, Chad
Adam Bantner, Guðmundur Helga-
son, Hildur Óttarsddttir, Julia Gold,
Jdhann Freyr Björgvinsson, Katrín
Á. Johnson, Lára Stefánsddttir. Tdn-
list: Jean-Philippe Rameau. Lýsing:
Elfar Bjarnasson. Sviðsmynd: Krist-
ján Jóhannsson. Búningar: Hjördís
Sigurbjörnsdóttir. Dramatúrg:
Hafliði Arngrímsson.
DANSVERK Hlífar Svavarsdótt-
ur „Kæra Lóló“ er tileinkað móður
höfundar. I því ber fyrir augu
minningarbrot liðinnar tíðar. Ekki
eru mannabreytingar í þessu verki.
Öryggi í túlkun, leikgleði og létt-
leiki var meiri en á frumsýning-
unni. Tvídans Láru Stefánsdóttur
og Chad Adam Bantner var átaka-
lítill og fallegur áhorfs. Sérstök
hreyfimýkt Hildar Óttarsdóttur
var athyglisverð. Ljósagrindur
hliðarsviðs trufluðu hið rólega og
yfirvegaða andrúmsloft og áttu
ekki við ljóðrænan dansinn og ann-
ars rómantíska lýsinguna.
Lilja Ivarsdóttir
KAMMERTÓNLEIKAR verða í
Salnum í Kópavogi í kvöld,
þriðjudag, kl. 20.30. Unnur
Sveinbjarnardóttir, víóla, Einar
Jóhannesson, klarinett, og Anna
Guðný Guðmundsdóttir, píanó,
leika verk eftir J. Brahms, R.
Schumann, Þorkel Sigurbjörns-
NOBELSSKALDIÐ Seamus Hean-
ey virðist líklegastur til að verða
beðinn um að verða næsta lárviðar-
skáld Breta, ef marka má fréttir
breskra fjölmiðla að undanfórnu.
Myndi Heaney þá feta í fótspor
skálda eins og Wordsworths, Tenny-
sons og Teds Hughes, sem lést í
október á síðasta ári.
Engum sögum fer að visu af áhuga
Heaneys á starfínu, en Heaney er
norður-írskur kaþólikki og þykir
nokkuð þjóðemissinnaður. I ljóða-
gerð sinni leitar hann t.d. iðulega
fanga í sögu og menningu írlands, að
ekki sé minnst á vargöldina á N-ír-
landi undanfarin þrjátíu ár. Hefur
Heaney ekki hingað til lýst mikilli
aðdáun á konungsfjölskyldunni
bresku.
Þótt nokkuð komi því á óvart að
Heaney skuli nefndur í þessu sam-
son og M. Bruch.
30 ár eru nú liðin siðan Unnur
Sveinbjarnardóttir og Einar Jó-
hannesson luku einleikaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykja-
vík. Unnur hefur komið fram á
tónlistarhátíðum víða um heim
og m.a. leikið einleik með Sinfón-
bandi segja heimildarmenn The Gu-
ardian að menn telji einfaldlega að
velja eigi besta ljóðskáldið. Sé þetta
haft til viðmiðunar standi Heaney
óneitanlega skör framar en þau
skáld önnur sem nefnd hafa verið til
sögunnar, en Heaney hlaut bók-
menntaverðlaun Nóbels árið 1995.
Óttast menn hins vegar að Heaney
hafni nafnbótinni þar sem hann
myndi vart hafa áhuga á að hafa í há-
vegum helstu stofnanir bresks sam-
félags, eins og t.d. konungdæmisins,
en það er meðal þess sem felst í
starfí láiwiðarskálds.
Harrison hafnar
nafnbótinni á umdeildan hátt
Gert er ráð fyrir því að nýtt lár-
viðarskáld verði útnefnt á næstu
vikum og hafa, auk Heaneys, þrjú
skáld helst verið nefnd til sögunnar
íuhljómsveit Islands. Einar Jó-
hannesson hefur gegnt stöðu 1.
klarinettleikara í Sinfóníuhljóm-
sveit Islands síðan 1981. Anna
Guðný Guðmundsdóttir er laus-
ráðin við Sinfóníuhljómsveit Is-
lands og kennir við Tónlistar-
skólann í Reykjavík.
sem arftakar Teds Hughes. Er þar
um að ræða þau Tony Harrison,
Andrew Motion og Carol Ann Duffy.
Þykh- Motion koma einna helst til
greina, verði Heaney ekki fyrir val-
inu, eða ef hann hafnar nafnbótinni,
ekki síst eftii' að The Guai-dian birti
ljóð eftir Harrison þai' sem hann lýs-
ir því mjög skorinort yfir að hann
kæri sig alls ekkert um starfið.
Kveðst Harrison t.a.m. engan áhuga
hafa á því að fjalla um ómerkilega at-
burði í ævi kóngafólks og vill miklu
fremur „njóta frelsis til að segja
„farðu til fjandans" Tony Blair“.
Greip Harrison einnig tækifærið
og gerði lítið úr samkeppnisaðila sín-
um, Andrew Motion. Sakaði hann
Motion um undh’lægjuhátt og var
þar að vísa í ljóð sem Motion skrifaði
til heiðurs Díönu prinsessu, stuttu
eftir andlát hennar.
Seamus Heaney næsta
lárviðarskáld Breta?
London. The Daily Telegraph.