Morgunblaðið - 16.02.1999, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 33
LISTIR
Fögur
fyrir-
heit
SJÓIWARP
GUÐRÚN Ásmundsdóttir og Dofri Hermannsson í hlutverkum
sínum í Deginum í gær.
N u n nudagsleikhiisið
DAGURINN í GÆR
Eftir Árna Þórarinsson og Pál Kr.
Pálsson. Búningar: Filippía Elísdótt-
ir, leikmynd: Sigríður Guðjónsdóttir,
tónlist: Hróðmar I. Sigurbjörnsson,
leikstjóri: Hilmar Oddsson, framleið-
andi: Jón Þór Hannesson. Leikendur:
Dofri Hermannsson, Guðrún Ás-
mundsdóttir, Björk Jakobsdóttir,
Valdimar Orn Flygenring, Viðar Eg-
gertsson, Hanna María Karlsdóttir,
Margrét Vilhjálmsdóttir, Olafur
Darri Olafsson o.fl.
FRUMSÝNING fyrsta þáttar á
Deginum í gær lofaði að mörgu leyti
góðu um framhaldið. Jafnframt vai’
þetta fyrsta frumsýning ársins í
Sjónvarpinu eftir endursýningar
undanfarinna vikna á Föstum lið-
um. Ef allt væri með felldu ætti að
endursýna gamalt íslenskt efni síð-
degis um helgar og nota aðaltíma
dagskrárinnar til frumsýninga ein-
göngu. Þetta er gert þar sem litið er
á nýtt, innlent, leikið efni í sjónvarpi
sem menningarlega nauðsyn en
ekki óþarfa lúxus. Jafnframt er það
sterkasta vopnið í samkeppninni um
hylli áhorfenda.
Aðalpersónan Dagfínnur, blað-
burðarpiltur og húsvörður, er kó-
mísk persóna þrátt fyrir spennu-
kennt ívaf sögunnar. Útlit hans og
tilburðir minntu einna helst á
bræðing af Chaplin og Buster
Keaton og skemmtilega stílfært út-
lit myndarinnar skapaði henni eins
konar períódískan ramma í þeirri
nútíma Reykjavík sem hún á ann-
ars að gerast í. Kvikmyndaþekking
höfundanna og leikstjórans birtist í
ótal stílbrögðum sem í þessum
fyrsta þætti virtust allt að því bera
ofurliði hinn ósköp einfalda sögu-
þráð. Auk gi-unnupplýsinga um
helstu persónur kom fátt annað
fram en að maður nokkur hefði
orðið fyrir slysi í húsinu og í lokin
var spurning hvort kven-
mannsöskrið hefði heyi’st úr sjón-
varpinu eða úr húsinu. Spjallfélagi
Dagfínns af Netinu gæti haft meiri
áhrif þegar á líður. Vonandi dýpk-
ar sagan og flækjast þræðirnir
þegar á líður.
Það vekur strax athygli að hér
er á ferðinni annars konar meðferð
á efni en hingað til hefur sést í
Sunnudagsleikhúsinu. Efnistök
leikstjórans eru á kvikmyndavísu
og handbragðið er framúrskarandi.
Kvikmyndatakan, tónlistin, leik-
myndin, litasamsetningin, búning-
ar og umhverfi er gi-einilega þaul-
hugsað og lýtur listrænni lögmál-
um en hefðbundin vinnsla á sjón-
varpsefni gerir alla jafna. Vitnar
það hvort tveggja um kunnáttu og
metnað aðstandenda þáttaraðar-
innai’ og að misjafnar forsendur
eru lagðar til grundvallar fram-
leiðslu þátta fyrir Sunnudagsleik-
húsið. Hvort innihaldið rís svo und-
ir íburðarmikilli meðhöndluninni
kemur í ljós næstu sunnudaga.
Hávar Sigurjónsson
Osýnilegi
blökkumaðurinn
UM HÁLFRI öld eftir
útkomu skáldsögunn-
ar Ósýnilegi maður-
inn eftir Ralph EIli-
son, hyggst Randoni
House útgáfan
bandaríska gefa út
aðra skáldsögu höf-
undarins, „Junet-
eenth“ sem hann
vann að í fjörutíu ár
og skildi eftir ófull-
gerða þegar hann
lést 1994.
Ellison fæddist
1914. Hann byrjaði á
skáldsögunni 1954,
hafði nærri lokið
henni 1967, en varð fyrir ýmsum
hremmingum, m.a. brann hand-
ritið og hann þurfti að byrja að
nýju.
Áætlað er að skáldsagan komi
út 19. júní (Juneteenth), en
nafnið vísar til þessa dags árið
1865 en þá varð þrælum í Texas
fyrst kunnugt um frelsisyfírlýs-
inguna sem hafði tekið gildi
tveimur og hálfu ári
áður.
Ralpli Ellison var
blökkumaður. Hann
bjó uin tíma erlendis
eins og annar kunn-
ur svartur höfundur,
Richard Wright, en
sagðist hata of mikið
hatursfull sjónarmið
Bandaríkjamannna
og vera of altekinn
af því sem hann unni
í Bandaríkjunum til
þess að geta verið
tjarri landinu.
Ósýnilegi maður-
inn hefur verið tal-
inn ineðal höfuðverka banda-
rískra samtímabókmennta og
varð metsölubók. Ellison saindi
smásögur, ritgerðir og var
gagnrýnandi og háskólakennari.
Merkir höfundar á borð við Kurt
Vonnegut, Joseph Heller og
Saul Bellow lýstu því yfír við
dauða hans að verk hans hefðu
haft gildi fyrir þá.
Ralph
Ellison
Heldur þú að |
E-vítamín sé nóg ? g
NATEN 1
_______- er nóg /_5
Á fermingaborðið
Borð dúlcaú rval i ð
er hjá okkur
Uppsetningabúðin
Hverfísgötu 74, sími 552 5270.
Láttu ekki deigan
síga Guðmundur
sýnt á Breiðumýri
Morgunblaðið/Atli
SNORRI Kristjánsson, Hörður Benónýsson,
Friðrika B. Illugadóttir og Karl Ingólfsson í
hlutverkum sínum.
Laxamýri. Morgunblaðið.
LEIKDEILD Eflingar í
Reykjadal frumsýndi
um helgina leikritið
Láttu ekki deigan síga
Guðmundur eftir Eddu
Björgvinsdóttur og Hlín
Agnarsdóttur.
Leikdeildin á því láni
að fagna að njóta lið-
sinnis nemenda við
Framhaldsskólann á
Laugum og Litlulauga-
skóla sem gerir það
mögulegt að takast á við
verk þar sem margir
koma fram. í vetur hafa
liðlega fjörutíu manns
verið að undirbúa þessa
fjölmennu sýningu og segja má að
samstarf skólanna og Eflingar hafi
gengið mjög vel.
Láttu ekki deigan síga er leikrit
sem vekur hlátur og léttleikinn er í
fyrirrúmi og söngm’ líflegur. Guð-
mundur, sem er aðalpersónan, er af
68-kynslóðinni og lítur yfir farinn
veg með Garpi Snæ, syni sínum. Þar
rifjast upp stúdentsprófíð, náms-
mannauppreisnir, mótmæli gegn
hernaðarbrölti, hippamenning og all-
ai’ konurnar í lífi hans.
Það eru heimamenn sem fara með
stjórnina á fjölunum, en leikstjóri er
Arnór Benónýsson og Valmar Valja-
ots Reykdælingur af eistneskum
ættum stjórnar tónlistinni.
Með hlutverk Guðmundar fer
Hörður Benónýsson en með hlutverk
Garps fer Garðar Finnsson. Aðrir í
aðalhlutverkum eru Hanna Þór-
steinsdóttir, Friðrika B. Illugadóttir,
Linda B. Guðmundsdóttir, Lára
Kristín Jónsdóttir, Kristrún Krist-
jánsdóttir, Jóhanna M. Stefánsdótt-
ir, Stefán Jónsson, Karl Ingólfsson,
Snon’i Ki’istjánsson, og Sigurveig
Petra Björnsdóttir.
Það er kaffihúsastemmning í fé-
lagsheimilinu á Breiðumýri, en leik-
húsgestir sitja allir við borð, drekka
kaffi og borða vöfflur með rjóma í
hlénu. Fyrir sýningu er leikin djass-
tónlist og syngur Mai’got Kiis meðan
gestir koma sér fyrir.
Segja má að viðtökur áhorfenda á
frumsýningunni hafi verið frábærar
því lófaklappi ætlaði seint að linna
og voru leikstjóra og leikendum
færð blóm í tilefni af velheppnuðu
kvöldi.
Einn ffyrir alla, allir ffyrir einn
Frábær bíll fyrir fjölskylduna, athafnamannlm og í íerðalaqið
Ríkulegur siaðaibúnaður:
- ABS hémialæsivöin
■ 2 loftþúðar
- Rafdnfnar rúöur
- Rafstýnðii b.'lb-’|tastrekk|arar
Verð aðeíns kr. 1.260.000
ístraktor
BÍLAR FYRIR ALLA