Morgunblaðið - 16.02.1999, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 35
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ALDARAFMÆLI
KNATTSPYRNUFÉLAGS
REYKJAVÍKUR
IDAG eru liðin 100 ár frá því að ungir drengir komu sam-
an í verslun Guðmundar Olsens í Aðalstræti í Reykjavík,
til að stofna félag um að kaupa knött frá Englandi - og
lögðu fram 25 aura hver til kaupanna. Þennan dag, 16. febr-
úar 1899, var Fótboltafélag Reykjavíkur, síðar Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur, stofnað. Frá þeim tíma hafa fjöl-
margir komið við sögu og gengið sameinaðir til verka, ekki
látið bugast þótt stundum hafi á móti blásið.
Knattspyrnufélag Reykjavíkur er meira en íþróttafélag.
Félagið er fjöldahreyfing fólks, sem hefur það markmið að
hlú að æskulýð, ala upp börn og unglinga til frekari fram-
fara og afreka innan sem utan vallar.
KR hefur fyrir löngu öðlast virðingu; samheldni félags-
manna er mikil svo og metnaður. Oft hefur heyrst setning-
in: Einu sinni KR-ingur, alltaf KR-ingur. Þessi setning lýsir
styrk félagsins.
KR, sem önnur íþróttafélög í landinu, vinnur mikið for-
varnar- og uppbyggingarstarf æskulýðs landsins. Menn í
sjálfboðavinnu eru í hlutverki uppalanda. Það hefur lengi
verið vitað að börn og unglingar sem stunda íþróttir eru
betur búin undir lífið en aðrir. Það er vitað að forvarnar-
starf íþróttafélaga hefur skilað miklum árangri.
Ríki og sveitarfélögum ber skylda til að styrkja og hlú að
íþróttafélögum, fjöldahreyfingum sem hafa unnið mikið for-
varnarstarf. Það á að skapa KR og öðrum góðum félögum
starfsgrundvöll. Það er nú ljóst að KR þarf meira landsvæði
til að geta haldið áfram farsælu uppeldisstarfi. Borgaryfir-
völd þurfa að bregðast skjótt við þörfum KR og finna félag-
inu nýtt landsvæði.
Morgunblaðið óskar KR-ingum til hamingju með daginn.
Þeir geta stoltir haldið upp á aldarafmæli Knattspyrnufé-
lags Reykjavíkur.
HÁSKÓLI, SÖFN OG
SAMFÉLAG
ÞAÐ HEFUR ÓNEITANLEGA viljað brenna við hjá op-
inberum stofnunum að vera ekki nægilega opnar og
sýnilegar. Almenningur á ekki alltaf greiðan aðgang að
þessum stofnunum eða hreinlega þekkir ekki nægilega til
starfsemi þeirra til þess að láta sig þær einhverju varða.
í samtali við Ástráð Eysteinsson, prófessor í almennri
bókmenntafræði við Háskóla íslands, voru tengsl Háskól-
ans við samfélagið gerð að umræðuefni. Ástráður telur að
háskólakennarar hér á landi taki talsverðan þátt í samfé-
lagsumræðunni en það þurfi hins vegar að gera miklu meira
í því að skapa ákveðnar samskiptaleiðir milli Háskólans og
almennings. „Háskólinn þarf að gera meira af því að bjóða
almenningi til sín. Ég held að fólk hafi heilmikinn áhuga á
því sem er að gerast hérna innanhúss.“ Ástráður sagði enn-
fremur að Háskólinn hefði skyldum að gegna við rannsóknir
og uppfræðslu en hann yrði jafnframt að varast að verða
eingöngu einhvers konar fagskóli, „honum ber að stunda
gagnrýna umræðu sem er í alþjóðlegu samhengi og miðla
henni út í samfélagið“.
Það er augljóslega mikilvægt að stofnun eins og Háskóli
íslands sé í góðum tengslum við almenning og taki virkan
þátt í almennum umræðum sem fram fara í samfélaginu. En
það sama á við um fleiri stofnanir, til dæmis á sviði menn-
ingar og lista. Þannig er afar brýnt að vel sé staðið að kynn-
ingarstarfi listasafna og menningarstofnana, að skapaðar
séu ákveðnar samskiptaleiðir á milli safnanna og almenn-
ings, svo notað sé orðalag Ástráðs. Með því móti er hægt að
gera söfnin að meiri þátttakendum í samfélaginu og al-
menning að meiri þátttakendum í söfnunum. Slíku kynning-
arstarfi hefur verið sinnt að nokkru leyti í skólum landsins
og í fjölmiðlaumfjöllun en svo virðist sem söfn hérlendis
hafi verið smeyk við að fylgja slíkum kynningum eftir á af-
gerandi hátt.
Vafalaust er hér fjárskorti um að kenna en ljóst má vera
að með því að leggja meiri áherslu á kynningarstarf er hægt
að fjölga þeim gestum sem leggja leið sína í listasöfn og aðr-
ar menningarstofnanir verulega.
hefur verið nokkuð til umræðu síðustu vikur.
Talsmenn útgerðanna segja hátt leiguverð
og lítið framboð á leigukvóta gera rekstur
þessara skipa ógerlegan og vilja gagngerar
breytingar á leigumarkaðnum. Ekki eru þó
allir á sama máli og segja vanda útgerðanna
sjálfskapaðan. Helgi Mar Arnason ræddi við
menn um stöðu þessa útgerðarhóps.
TJÓRN Landssambands út-
gerða kvótalítilla skipa
hefur síðustu daga setið á
rökstólum í Reykjavík og
m.a. blásið til opins fundar um mál
félagsmanna á Hótel Loftleiðum á
laugardag. Forsvarsmenn LÚKS
segjast vilja freista þess að ná eyr-
um yllrvalda um stöðu sinna mála
og vonast til að þannig megi leita
leiða um lausn vandans. Þeir hafa
hinsvegar ekki tekið ákvörðun um
viðbrögð eða aðgerðir náist ekki
samkomulag um slíkt. Enn sem
komið er hefur aðeins eitt skip,
Vatneyri BA frá Patreksfirði, róið
til fiskjar án þess að aflaheimildir
séu íyrir hendi.
Vatneyri BA er kvótalaust skip
en landaði engu að síður um 20
tonnum af fiski í gáma á Eskifirði í
síðustu viku. Skipið hélt að lokinni
löndun til veiða á ný og var ráðgert
að afla veiðiferðarinnar, um 35 tonn-
um af fiski, yrði landað á Patreks-
firði í morgun. Svavar Guðnason, út-
gerðarmaður Vatneyrar BA, sagðist
í gær með þessu vilja láta reyna á
réttlæti fiskveiðistjórnunarkerfisins
með því að láta draga sig fyrir dóm.
„Eg vil að ég verið kærður og málið
komi fyrir dóm. Þannig vonast ég til
að öll lög um stjórnun fiskveiða
verði dæmd ógild. Ég er ekki að
sækjast eftir kvóta á skipið, heldur
aðeins að mér verði gert kleift að
gera út og framfleyta þannig mér og
mínum. Það er ekki grundvöllur til
þess í dag og hefur reyndar ekki
verið til margra ára. Eg tel það
engu máli skipta til hvaða
aðgerða verður gripið, vit-
leysan viðgengst á meðan
þessi fiskveiðistjómun er
við lýði.“
Svavar sagðist í gær
ekki hafa fengið nein við-
brögð frá yfirvöldum vegna veiða
skipsins, enda liti hann svo á lögbrot
sé ekki framið fyrr en búið sé að
landa aflanum og vigta hann. Svavar
sagðist heldur ekki hafa fengið nein
viðbrögð vegna fyrri veiðiferðar
Vatneyrar BA án kvóta, enda verð-
ur afli veiðiferðarinnar ekki seldur
fyrr en í dag.
Aðgerðirnar ekki að
undirlagi LÚKS
Svavar sagðist ekki hafa notið
stuðnings Landssambands kvótalít-
illa útgerða í aðgerðum sínum til
þessa, hvað svo sem síðar verði.
Hilmar Baldursson, framkvæmda-
stjóri LÚKS, segir aðgerðir útgerð-
ar Vatneyrar BA ekki að undirlagi
sambandsins. Hann segir samtökin
vilja láta reyna á vilja stjórnvalda til
að vinna að lausn á vanda umbjóð-
enda sinna, áður en gripið verði til
jafn róttækra aðgerða. „Við eram
enn að vinna að okkar málum og
ætlum okkur þessa viku til þess. Við
teljum aðgerðir útgerðar Vatneyrar
BA einkennast af fljótfærai. Ef við
færum út í slíkar aðgerðir yrðu þær
gerðar á allt öðram forsendum,“
segir Hilmar.
Vatneyri BA var í gær á leið til
heimahafnar á Patreksfu'ði þar sem
landa átti aflanum í morgun. Bjöm
Kristjánsson, skipstjóri, sagðist í
gær gera ráð fyrir að hann yrði sjálf-
ur að sæta ábyrgð fyrir lögbrotinu.
„Við hinsvegar brjótum engin lög
fyrr en við vigtum fiskinn upp úr
skipinu, því það er rúmlega tveggja
tonna kvóti á skipinu. Við ákváðum
hinsvegar að láta reyna á þessi lög
því við höfum ekki getað keypt kvóta
á skipið eins og áætlað var. Veiði-
ferðin var hinsvegar hafin og þá var
skaðinn skeður og þá gildir einu
hvort við föram einu tonni framyfir
eða 20 tonnum,“ sagði Bjöm.
Hefur verið sviptur veiðileyfí
I lögum um umgengni við nytja-
stofna sjávar er kveðið á um að
óheimilt sé að hefja veiðiferð skips
sem leyfi hefur til veiða í atvinnu-
skyni nema skipið hafi aflaheimildir
sem telja má líklegt að dugi fýrir
afla í ferðinni með hliðsjón af þeim
veiðarfæram sem notuð
eru. Afli sem fenginn er
umfram veiðiheimfidir er
ekki gerður upptækur,
heldur er útgerðin sektuð
um fjárhæð sem nemur
andvirði ólögmæts afla.
Fiskistofa hefur þegar sent skeyti
til útgerðar og skipstjóra Vatneyrar
BA þess efnis að skipið verði svipt
öllum heimildum til veiða í atvinnu-
skyni vegna umframafla.
Arni Múli Jónasson, aðstoðarfiski-
stofustjóri, segir lögin kveða skýrt á
um viðbrögð Fiskistofu í málum af
þessu tagi. Fiskistofa muni kæra
málið til viðkomandi sýslumanns,
lögreglan taki síðan málið til með-
ferðar og gefin verði út ákæra telji
menn tilefni til. Hann segir málið
fara í hefðbundinn farveg, skip sem
fiski umfram aflaheimildir séu svipt
veiðileyfi uns kvótastaða þeirra sé
leiðrétt. Hann segir að Landhelgis-
„Menn gátu
séð afleiðing-
ar Kvótaþings
fyrir“
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
VATNEYRI BA frá Patreksfirði hefur í tvígang landað afla, alls um 60 tonnum af fiski, án þess að aflaheimildir sé fyrir hendi á skipinu.
gæslunni sé gert viðvart um veiði-
leyfissviptingar en minnist þess ekki
að skip hafi verið fært til hafnar
vegna þess. Hinsvegar lítur hann svo
á að lagaheimildir séu til að grípa til
slíkra aðgerða virði menn ekki veiði-
leyfissviptingu.
í áðurnefndum lögum kveður á
um að við fyrsta brot um veiðar um-
fram aflaheimildir skuli sekt nema
a.m.k. 400.000 krónum en ekki
meira en 4 milljónum króna eftir
eðli og umfangi brotsins. Við ítrekað
brot skuli sektin ekki verða minni
en 800.000 krónur en ekki hærri en
8 milljónir króna. Ef um stórfelld
eða ítrekuð ásetningsbrot er að
ræða varða þau varðhaldi eða fang-
elsi allt að sex árum. Árni Múli seg-
ist telja að í máli Vatneyrar BA séu
skipstjóri og útgerðarmaður refsiá-
byrgir en minnir á að það sé dóm-
stóla að kveða upp um slíkt. Hann
segist ekki minnast þess að áður
hafi komið upp mál þar sem liggi
fyrir klár ásetningur til að fara á sjó
án þess að nægilegar veiðiheimildir
séu íýi'ir hendi.
Ái-ni Múli segir Fiskistofu hafa
vitneskju um afla þann sem Vatn-
eyri BÁ landaði í gám í síðustu viku
án þess að eiga fyrir honum afla-
heimildir. Fiskistofa hafi ekki haft
tök á að grípa til aðgerða vegna
þess en við því verði að sjálfsögðu
bragðist með viðeigandi hætti.
Fáir sem hafa selt
frá sér veiðiheimildir
Við úthlutun aflaheimilda fyrir yf-
irstandandi fiskveiðiár vora samtals
134 aflamarksskip án aflaheimilda
með veiðileyfi. Það gefur hinsvegar
ekki góða mynd af þeim fjölda út-
gerða sem treysta nær eingöngu á
kvótaleigumarkaðinn, því um er að
ræða fjölda smábáta og jafnvel tog-
ara og stærri skip. Þegar úthlutun
til einstakra skipa er skoðuð eru að-
eins sárafá skip á stærðarbilinu frá
30 tonnum upp í 100 tonn sem fengu
úthlutað 50 þorskígildistonnum eða
minna. Jón Ái-nason, formaður
Landssambands útgerða kvótalítilla
skipa, segir hinsvegar að í samtök-
unum séu nú skráðir hátt í 100 fé-
lagsmenn. Umbjóðendumir séu
hinsvegar nokkuð fleiri og síðustu
vikur hafi margir sett sig í samband
við samtökin og því geti fjöldi um-
bjóðenda nú verið hátt í 300. Þar sé
um að ræða báta sem hafa þurft að
meira eða minna leyti að fá afla-
heimildir af leigumarkaðnum. Hann
BJÖRN Kristjánsson, skipstjóri á Vatneyri BA.
segir að ekki séu sett viðmið eða há-
markskvótaeign til að útgerðir telj-
ist gjaldgengar í samtökin. Miðað sé
við að ekki sé mögulegt að fram-
fleyta útgerðinni á þeim kvóta sem
hún á, án þess að leita þurfi á leigu-
markaðinn. Innan samtakanna sé
nú einkum um að ræða útgerðir sem
leigja meira en helming þess afla
sem skip þeirra koma með að landi.
Jón segir að erfitt sé að setja ákveð-
in viðmið í þessu sambandi. Það sé
misjafnt eftir bátum hve mikinn
kvóta þarf til að hægt sé að reka út-
gerðina svo vel sé. Þannig sé til
dæmis 10 tonna bátur með 100
tonna kvóta þokkalega vel settur en
100 tonna bátur með 100 tonna
kvóta illa settur. Hann segir stærsta
hluta þeirra báta sem leitað hafi til
samtakanna vera á stærðarbilinu 30
til 100 tonn, eða sem í daglegu tali
era nefndir vertíðarbátar. Einkum
sé um að ræða menn sem nýlega
hafa byrjað í útgerð en einnig séu
dæmi um menn sem selt hafi frá sér
aflaheimildir. Jón þvertekur hins-
vegar fyrir að útgerðarmenn innan
raða LÚKS hafi selt frá sér afla-
heimildir í stóram stíl fyrir háar
fjárhæðir. „I einhverjum tilfellum
kann að vera um að ræða aðila sem
hafa átt örfá tonn en verið þvingaðir
af lánastofnunum til að láta þau af
hendi til að geta haldið útgerðinni
áfram. En langflestir okkar félags-
manna era nýir í greininni, kvótalitl-
ir eða kvótalausir en gátu framfleytt
sinni útgerð með leigu aflaheimilda
áður en yfirvöld fóra að þrengja að
þeim. Þar má fýrst nefna afnám
línutvöföldunar, tilurð Kvótaþings
og 50% veiðiskyldu sem hefur dreg-
ið mjög úr framboði á leigukvóta-
markaðnum."
Sáralítið til skiptanna
Jón tekur dæmi af útgerðarmanni
sem leigir kvóta á 90 krónur og fær
140-150 krónur fyrir aflann. Þannig
séu aðeins 50-60 krónur til skipt-
anna þegar búið er að borga leiguna
fyi’fr kvótann og þá muni mikið um
10 krónur. Þess vegna séu 100 krón-
ur of hátt verð. „Það þarf að borga
ýmis gjöld af þessum 50-60 krónum.
Það hefur alltaf verið litið á 88 krón-
ur sem hámark leiguverðsins. Hins-
vegar hefur þótt mögulegt að borga
90 krónur vegna þess að afurðaverð
hefur hækkað og þar af leiðandi
verð á mörkuðunum verið hærra.
Nú er hinsvegar ekkert framboð af
leiguheimildum og þess vegna
hækkar verðið skiljanlega. Það er
mjög slæmt því nú fer netavertíðin
að hefjast. Þegar hún
verður komin á fullt
þyrftu helst að fara 500-
1.000 tonn af þorski um
Kvótaþing á dag. Á næstu
vikum ræðst það hvort
þessi útgerðarhópur þrífst
í þessu kerfi eða ekki. Fjölmargir
stóla á vetrarvertíðina og ef ekki
fæst kvóti til leigu þýðir það hrein-
lega endalokin fyrir marga. Hráefni
af þessum bátum er eftirsótt fyrir
saltfiskvinnslurnar í landi, enda í
hæsta gæðaflokki."
Jón segir kvótalitla útgerðar-
menn gera þá einu kröfu að þeim
verði gert kleift að lifa af útgerðinni,
eins og þeim hafi tekist fram að
þessu. „Helst vildum við róttækar
breytingar á úthlutunarreglum
kvótans. Hvað eigum við að stunda
sjóinn lengi áður en við lifum við-
miðunarár, líkt og árin 1980-1983?
Þá er ég ekki að tala um að við fáum
kvóta til eignar, heldur viljum við
aðeins veiða fiskinn, ekki eiga
hann,“ segir Jón.
Lögin um Kvótaþing illa samin
Einar Oddur Kristjánsson, sem
sæti á í sjávarútvegsnefnd Alþingis,
segir lögin um Kvótaþing einfald-
lega illa samin. Þingið sé í raun
óþarft og þjóni aðeins þeim tilgangi
að hefta eðlileg viðskipti með afla-
heimildir. Ennfremur leiði íýrir-
komulag viðskipta á Kvótaþingi ein-
ungis til hækkunar á leiguverði.
Einar segir sjávarútvegsnefnd Al-
þingis hafa reynt að laga framvarp
um Kvótaþing þannig að viðskipti
gætu orðið með eðlilegum hætti á
þinginu. Innan nefndarinnar hafi
hinsvegar ekki fengist samþykki
fyiir breytingunum. „Ég greiddi
þess vegna atkvæði gegn framvarp-
inu á þinginu, enda var hægt að sjá
þessa þróun fyrir. Þeir sem leigja til
sín heimildir geta gert út ódýrt og
hagkvæmt og það er rangt að hafa
slíkar hömlur á viðskiptum með
leigukvóta, enda er Kvótaþing hins-
vegar að eyðileggja rekstargrund-
völl þessara skipa. Það þarf því að
afnema þessi lög,“ segir Éinar.
Vissu hvað blasti við
Sævai- Gunnarsson, formaður Sjó-
mannasambands Islands, segir út-
gerðarmönnum kvótalítilla skipa
hafa mátt vera vel ljóst hvaða starfs-
umhverfi blasti við þeim þegar þeir
seldu kvóta frá sér eða keyptu kvóta-
lítil skip og sé þeim því engin vor-
kunn. Hann segir kvóta-
lausum eða kvótalitlum út-
gerðum mega skipta í þrjá
hópa. Stór hluti þeirra séu
útgerðir smábáta sem selt
hafi frá sér veiðiheimildir
og vilji fá úthlutað kvóta á
ný. Þá séu í þessum hópi útgerðar-
menn sem keypt hafi báta með kvóta
en selt hann frá sér. I þriðja lagi sé
um að ræða báta sem aðrar útgerðir
hafi flutt veiðiheimildir frá vegna
hagræðis og síðan selt bátana kvóta-
lausa. „Þeir sem hafa leigt kvóta á
Kvótaþingi eða sín á milli fyi-ir daga
þingsins, hafa langflestir látið sjó-
mennina taka þátt í kvótakaupunum.
Kvótaþing er ekki komið til að undir-
lagi sjómanna, heldur varð það til hjá
nefnd sjávarútvegsráðherra fýrir um
ári síðan og var inni í þeim pakka
sem sjómönnum var boðinn til að
leysa verkfallið. Sjómannasamtökin
litu þannig á að Kvótaþing væri enn
„Viljum að-
eins veiða
fiskinn, ekki
eiga hann“
ein tilraunin til að ná utan um verð-
myndunarvandann. Ég held reyndar
að Kvótaþing geti verið til bóta en
það getur líka verið skaðlegt, ekki
síst þegar margir útvegsmenn vinna
leynt og ljóst að því að eyðileggja
það með því að svelta það eins og nú
hefur komið á daginn,“ segir Sævar.
Sævar leggur þó áherslu á að
meðal kvótalítilla útgerða megi
vissulega finna heiðarlega menn
sem hafí ekki gert sér grein fyrir
aðstæðum og sitji nú í súpunni. „En
það era örfá dæmi og allflestir þess-
arra manna era að svína á okkar
umbjóðendum í verðmyndum á fiski
með því að láta þá taka þátt í verð-
myndun á fiski,“ segir Sævar.
Menn áttu að vita um
afleiðingar Kvótaþings
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, segh- Kvótaþing og aukna
veiðiskyldu vissulega hafa takmark-
að framboð á leigukvóta. Hinsvegar
hafi verið óhjákvæmilegt að leysa
kjaradeilu sjómanna en hún hafi
einkum snúist um að takmarka
möguleika skipa sem vora að leigja
til sín kvóta og láta sjómenn taka
þátt í kaupum á aflaheimildum. Þær
takmarkanir sem gripið var tU á síð-
asta vetri hafi hinsvegar verið nauð-
synlegar til að ná friði við sjómenn
og menn verði að finna aðrar leiðfr til
að leysa þau mál áður en gerðar
verða breytingar á þeirri skipan sem
þá var ákveðin. Menn hafi mátt gera
sér ljóst hvaða afleiðingar lagasetn-
ingin myndi hafa fýrir þá sem byggja
útgerð á því að leigja til sín aflaheim-
ildir. „Menn verða einfaldlega að
gera það upp við sig hvort þeir vilja
stríð við sjómannasamtökin eða ekki.
Þó gUd rök séu fýrir því að rýmka
frekar reglur um framsal og gera
viðskipti auðveldari þá verða menn
að huga að því að það leiði ekki til
nýrra átaka við sjómenn. Ég tel að
það sé skynsamlegast að hafa sem
minnstar takmarkanir á viðskiptum
með aflaheimUdir. Það leiðir tU
mests hagræðis eðhlegrar verð-
myndunar," segir Þorsteinn.
Þorsteinn segir ljóst að þeir sem
keypt hafi skip með litlum eða eng-
um kvóta geti ekki sakast um það
við neinn annan en sjálfan sig. Það
sama eigi við um þá sem selt hafa
frá sér aflaheimildirnar. „Við rekum
sjávarátveginn á grandvelli mark-
aðshagkerfis þar sem útgerðarmenn
bera sjálfir ábyrgð á sínum fjárfest-
ingum. Stjórnvöld bera ekki ábyrgð
á fjárfestingum í sjávarútvegi frek-
ar en öðram atvinnugreinum. Hver
og einn verður að axla þá ábyrgð.“
Sjálfskapaður vandi
Eiríkur Tómasson, varaformaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, segir margar kvótalausar
eða kvótalitlar útgerðir umbjóðend-
ur LIU. Vandi þessara útgerða sé
hinsvegar í mörgum tilfellum sjálf-
skapaður. Flest skipin séu kvótalaus
vegna þess að menn hafi keypt þau
kvótalaus eða selt af þeim kvótann
einhverra hluta vegna. „Þeir sem
eiga skip án kvóta vissu í hvaða
stöðu þeir voru. Einnig hefur verið
reynt að koma í veg fýrir að leigu-
markaðurinn virkaði sem skyldi en
leiga á aflaheimildum hefur verið
sérstakur þyrnir í augum sjómanna-
samtakanna.“
Eiríkur segir leiguverð alltof
hátt, einkum vegna minnkandi
framboðs á leigukvóta. Minna
framboð sé meðal annars vegna
færri verkefna fyrir fiskiskipaflot-
ann, og hann bendir í því sambandi
á samdrátt í rækjuveiðum og minni
úthafsveiðar. „Staðreyndin er ein-
faldlega sú að flotinn er alltof stór
miðað við það sem hann má veiða.
Við voram komnir áleiðis með að ná
tökum á þessu en það starf var gert
að engu með dómi Hæstaréttar og
kostaði útgerðina gríðarlega mikla
fjármuni sem varið var í úrelding-
arkostnað. Ef færa á til kvóta til
handa þeim sem era kvótalitlir eða
kvótalausir þýðir það aðeins að þá
verða aðrir kvótaminni og mögu-
leikar þeirra sömuleiðis," segir Ei-
ríkur.
UtKerðarmenn kvótalítilla skipa segja framtíð sína ráðast á næstu vikum
V andinn
að margra
mati sjálf-
skapaður
Vandi útgerða með lítinn eða engan kvóta