Morgunblaðið - 16.02.1999, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Um
fjölmiðla
„Fréttatímar fyllast smám saman afsund-
urlausum samtíningi viðburða sem áhorf-
endur hafa litla eða enga möguleika á að
meta hvaða þýðingu hafa vegna þess að
þeir eru slitnir úr öllu samhengi. “
- Páll Skúlason, rektor Hí -
Páll Skúlason, rektor
Háskóla íslands,
gerði fjölmiðla að um-
fjöllunarefni sínu í
ræðu við brautskrán-
ingu kandídata 6. febrúar síðast-
liðinn. Sagði hann þá iðulega
starfa á þeim forsendum að fólk
hefði engan áhuga á því að kom-
ið væri fram við það sem hugs-
andi verur. Eins og fram kom í
frétt hér í Morgunblaðinu 7.
febrúar sagði Páll að hver hugs-
andi manneskja hlyti að spyrja
sig hver þau öfl og kerfl væru
sem hefðu áhrif á líf hennar og
hvernig hún sjálf gæti haft áhrif
á þau. Það væru margir kraftar
að verki sem við hefðum lítinn
skilning á og sömuleiðis væru til
voldug félags-
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
leg kerfi sem
settu lífi okkar
skorður og
stýrðu okkur
eftir brautum bæði leynt og
ljóst. Rektor sagði að svo virtist
sem fjölmiðlar hefðu ekki gert
sér grein fyrir þessu eða sæju
sér ekki hag í því að halda þess-
um sannindum á lofti, heldur
þvert á móti breiða yfir þau og
hylja. „Hér eiga fjölmiðiar með
sjónvarpsstöðvar í broddi fylk-
ingar stóran hlut að máli,“ sagði
hann. „Þeir virðast iðulega
starfa á þeim forsendum að fólk
hafi engan áhuga á því að komið
sé fram við það sem hugsandi
verur sem vilja skilja sjálfar sig
og aðstæður sínar, heldur ein-
ungis sem óvirka neytendur sem
gera engar kröfur um að mál séu
skýrð með skilmerkilegum hætti.
Bandaríska sjónvarpsstöðin
CNN er vafalaust eitt gleggsta
dæmið um slíkt. En evrópskar
sjónvarpsstöðvar virðast taka sér
vinnubrögð hennar til fyrirmynd-
ar. Fréttatímar fyllast smám
saman af sundurlausum samtín-
ingi viðburða sem áhorfendur
hafa litla eða enga möguleika á
að meta hvaða þýðingu hafa
vegna þess að þeir eru slitnir úr
öllu samhengi," sagði rektor.
Þetta eru athyglisverð orð, þó
ekki væri nema vegna þess
hversu sjaldgæft það er að menn
ræði áhrif og ábyrgð fjölmiðla
hér á landi. Páll er hins vegar
ekki fyrstur til að lýsa áhyggjum
af því hvemig fjölmiðlar taia við
fólk. Allt frá því að síminn var
fundinn upp á síðustu öld hafa
menn óttast ákveðna firringu.
Maður að nafni John Hobson
sagði tii dæmis í bók sinni, The
Psychology of Jingoism, sem
kom út árið 1901, að símskeyti
væru tilvalin til sefjunar og
stjórnunar á hugsun almennings.
Þegar kvikmyndinni fór að vaxa
fiskur um hrygg lýstu fleiri
áhyggjum af þessu en með kvik-
myndaglápi myndi heillaður al-
múginn læra að hugsa ekki sjálf-
ur, hann myndi læra að vera
andvaralaus og ógagnrýninn
þiggjandi. Útvarp en þó fyrst og
fremst sjónvarp hefur svo verið
álitið mesti skaðvaldurinn í þess-
um efnum.
Sumir hafa hins vegar bent á
að upplýsing hafi einmitt aldrei
verið meiri en nú á kvikmynda-
öld (sem er réttar nefnd upplýs-
ingaöld). Sömuleiðis hefur þeim
sem töldu að kvikmyndin myndi
hafa þau áhrif að fólk hætti að
nenna að lesa verið bent á að
læsi hefur aldrei verið meira í
heiminum en á þessari öld. I ljósi
þessa má endurskoða svolítið
gagnrýni eins og þá sem Páll og
fleiri hafa sett fram. Benda má á
að þeii' sem tala um að fjölmiðlar
komi fram við fólk sem óvirka
neytendur eru einmitt að tala
um fólk sem slíka, þeir eru með
öðrum orðum að gera ráð fyrir
því að fólk sé almennt óvirkt og
ólæst á fjölmiðla og umhverfi sitt
og sé því ekki fært um að sjá
samhengið í hlutunum, eins og
Páll lætur liggja að. En væri
ekki réttara að gera ráð fyrir því
að fólk sé almennt upplýst og
hugsandi og því fullfært um að
leita sér upplýsinga um þau mál
sem það heíúr áhuga á og mynda
sér skoðun á þeim? Möguleik-
arnir til upplýsingaöflunar eru jú
nánast óteljandi. Það sem þarf
hins vegar að hafa í huga er að
miðlarnir sem veita eða dreifa
upplýsingunum gera það á mis-
munandi hátt, enda eru þeir að
þjóna mismunandi hópum. Sum-
ir, eins og til dæmis CNN, sér-
hæfa sig í að koma miklum upp-
lýsingum, fréttum og skoðunum
á framfæri við neytendur sína í
knöppu formi. Aðrir fjölmiðlar,
eins og til dæmis vönduð dag-
blöð og tímarit, miða meir að því
að greina, túlka, vega og meta
þær upplýsingar sem þeir veita,
setja í samhengi eins og Páll tal-
ar um. Miðill á borð við Netið
gefur sennilega hvað mesta
möguleika í báðar þessar áttir.
Neytendur hafa því ýmsa mögu-
leika á að afla sér upplýsinga,
þeir eru ekki múlbundnir við
einn fjölmiðil heldur velja sér
miðil eftir áhuga og þörfum
hverju sinni. Hvort neitendur
eni virkir eða óvirkir er algjör-
lega undir þeim sjálfum komið.
En neytendur þurfa vitanlega
að vera sér meðvitandi um tak-
markanir fjölmiðla. Þótt neyt-
andinn geti til dæmis valið úr
mörgum fjölmiðlum þá geta fjöl-
miðlarnir valið úr enn fleiri at-
burðum að segja frá. Neytand-
inn verður því að hafa í huga að
myndin sem íjölmiðlarnir gefa af
heiminum er afar takmörkuð,
jafnvel þótt þeir myndu fylgjast
með öllum fjölmiðlum heims.
Með þessari takmörkuðu endur-
speglun á því sem gerist í heim-
inum má segja að fjölmiðlamir
skapi takmarkaða heimsmynd.
Hún hefur svo vafalaust áhrif á
heimsmynd fólks almennt. Og þó
að hún sé vart takmarkaðri en sú
heimsmynd sem fólk hafði al-
mennt fyrir hina svokölluðu fjöl-
miðlabyltingu þá þurfa neytend-
ur að gæta að þessu.
Fjölmiðlarnir sjálfir þurfa að
vera á verði gagnvart þessu.
Hættan felst í því að fjölmiðlar
éti of mikið hver upp eftir öðr-
um, að stærstu alþjóðlegu frétta-
stofurnar og stærstu fjölmiðlarn-
ir mati hina minni á fréttum og
öðru efni. Sjónarhornin verða þá
færri sem veldur því að heims-
mynd fjölmiðlanna verður eins-
leitari. Vegna þessa er til að
mynda afar mikilvægt að íslensk-
ir fjölmiðlar séu sjálfstæðir í
vinnubrögðum, láti til dæmis
ekki mata sig um of á fréttum ut-
an úr heimi heldur skoði og meti
atburði út frá eigin sjónarhorni.
Úttekt á þátttöku í 4. rammaáætlun ESB
Þátttaka Islend-
inga árang'ursrík
íslenzkir vísinda- og tæknimenn hafa tekið
virkan þátt í evrópskum samstarfsverkefn-
um innan fjórðu rammaáætlunar ESB.
Almennt hefur samstarfíð gengið vel,
bæði við undirbúning umsókna og síðar
við framkvæmd verkefna.
ÍSLENZKIR vísinda- og tækni-
menn hafa tekið virkan þátt í evr-
ópskum samstarfsverkefnum innan
fjórðu rammaáætlunar ESB um
rannsókna- og tækniþróun, og hef-
ur þátttakan skilað sér m.a. í auk-
inni hæfni starfsfólks og nánari
tengslum við skóla og fyrirtæki í
Evrópu. Þetta er meðal helztu nið-
urstaðna nýútkominnar úttektar á
áhrifum þátttöku Islands í 4.
rammaáætluninni, sem mennta-
málaráðherra lét vinna.
Evrópusambandið (ESB) hefur
um árabil staðið fyrir umfangs-
miklu samstarfi á sviði rannsókn-
ar- og tækniþróunar í Evrópu og
rekið í þeim tilgangi heildaráætlan-
ir sem kallaðar eru rammaáætlan-
ir. Með gildistöku EES-samnings-
ins árið 1994 varð ísland fullgildur
aðili að þessu samstarfi og hefur
tekið þátt í því síðan.
A þessum tímamótum ákvað
Björn Bjamason menntamálaráð-
herra að lata gera úttekt á áhrifum
þátttöku Islands í 4. rammaáætlun
skólar/námskeið
ESB um rannsókna- og tækniþró-
un. Hinn 28. maí 1998 skipaði
menntamálaráðherra nefnd til að
annast úttektina. Nefndina skipa:
Haukur Ingibergsson, skrifstofu-
stjóri, Hellen M. Gunnarsdóttir,
deildarsérfræðingur, og Þorsteinn
I. Sigfússon, prófessor. Með nefnd-
inni starfaði Oddfríður Halla Þor-
steinsdóttir. Niðurstöður hafa ver-
ið birtar í skýrslu sem gefin er út
af menntamálaráðuneytinu og ber
heitið: „Ahrif á Islandi. Fjórða
rammaáætlun ESB 1994-1998“.
Arangurinn
misvel sýnilegur
I niðurstöðum skýrslunnar kem-
ur fram að íslenzkir vísinda- og
tæknimenn hafa tekið virkan þátt í
evrópskum samstarfsverkefnum
innan Ijórðu rammaáætlunar ESB.
Almennt hefur samstarfið gengið
vel, bæði við undirbúning umsókna
og síðar við framkvæmd verkefna.
Ái-angur birtist aðallega í aukinni
hæfni starfsfólks og nánari tengsl-
um við skóla og fyrirtæki í Evrópu.
Hins vegar hefur samstarfið ekki
skilað sýnilegum árangri í þróun
nýrra aðferða eða afurða en enn er
unnið að mörgum verkefnanna.
Fram kemur að kynningu á
tækifæium til samstarfs vegna
rammaáætlana ESB þarf að efla.
Sérstaklega sé mikilvægt að sníða
hana að þörfum ólíkra hópa s.s.
fyrirtækja, háskóla og rannsókna-
stofnana. Byggja þurfi upp gagna-
grunn um íslenzk samstarfsverk-
efni og halda upplýsingum betur til
haga og gera þær aðgengilegar
fyrir greiningu og úttektir.
Vinna þarf að markvissari
nýtingu niðurstaðna
Ljóst er að með aðgangi að
rammaáætlunum ESB hefur verið
opnaður nýr markaður fyrir hug-
myndir og hugvit þar sem íslend-
ingar geta látið að sér kveða í al-
þjóðlegu rannsóknarsamstarfi.
Reynslan af 4. rammaáætluninni
sýnir jafnframt að vinna þarf með
markvissari hætti að því að nýta
niðurstöður rannsókna Islendinga
sem best í hagnýtum tilgangi, eftir
því sem fram kemur í niðurstöðum
skýrslunnar.
Úttektarskýrsluna „Áhrif á ís-
landi. Fjórða rammaáætlun ESB
1994-1998“ er að finna á heimasíðu
menntamálaráðuneytisins undir
flokknum upplýsingar - útgefið
efni og er veffangið:
www.mrn.stjr.is.
Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál
____________nudd______________
■ Kennsla í ungbarnanuddi
fyrir foreldra bama á aldr-
inum 1-10 mánaða.
Næsta námskeið byijar
fimmtudaginn 18. feb.
Ungbamanudd er gott
fyrir öll börn og hefur
reynst gagnlegt m.a. við
magakrampa, lofti í þörmum og óróleika.
Hafa nýlegar rannsóknir sýnt að nudd af
hendi foreldra hraðar almennt tauga- og
heilaþroska, líkamsvexti og hormóna- og
fmmustarfi ungbama.
Fagmenntaður kennari. Uppl. og innrit-
un á Heilsusetri Þórgunnu í síma
562 4745,552 1850 og 896 9653.
■ Nám í svæðameðferð
í Svæðameðferðarskóla Þórgunnu byijar
mánudaginn 1. mars nk. Örfá pláss laus.
Uppl. og innritun í símum 562 4745,
552 1850 og 896 9653.
ýmlslegt
Kynning á námi í hómópatíu.
^eée °f/> Fm er að ræða 4ra ára
■° — nám, sem byrjar í maf
"o nk. Mæting 10 helgar
a á ári. David Howell,
skólastjóri, kynnir.
Stjómunarskólinn,
/*»oeopa'V Sogavegi 69.
Lau. 20/2 kl. 18.00.
Upplýsingar gefur Martin í s. 567 4991.
■ Tréskurðarnámskeið
Örfá pláss í mars og apríl.
Hannes Flosason, sími 554 0123.
Skólavörðustíg 35,
sími 552 3621.
Y angaveltur
á vefsetri
Stúdentaskipti
Stúdentar sem
stunda nám við há-
skóla á Islandi eiga
möguleika á að taka
hluta af námi sínu
við háskóla í Evr-
ópu á vegum SÓKRATES/ERASM-
US áætlunarinnar, að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Umsóknar-
frestur um SOKRATES/ERASM-
US stúdentaskipti fyrir háskólaárið
1999-2000 er til 15. mars nk. Nánari
upplýsingar eru veittar á Alþjóða-
skrifstofu háskólastigsins, Neshaga
16, sími 525 4311 og 5255851.
Styrkir til doktorsnáms
£ U R £ S,
Styrkir til dokt-
orsnáms fyrir fólk
með masterspróf í
tölvuverkfræði /
upplýsingatækni við
Chalmers í Gauta-
borg. Ums. frestur
til 25. febrúar. Nánari upplýsingar
hjá EES-vinnumiðlun, s. 588 2580
Gerð kennslugagna
og námsefnis
Dagana 26.-27.
febrúar 1999 verður
haldin í Reykjavík
ráðstefna á vegum
Leonardo da Vinci,
starfsmenntaáætl-
unar Evrópusambandsins. Yfir-
skrift ráðstefnunnar er „Developing
Self-esteem and Entrepreneurial
Spirit“. Skipuleggjendur ráðstefn-
unnar eru Landsskrifstofa Leonar-
dó á íslandi og stjórnardeild
menntamála hjá Evrópusamband-
progre m H
LEONA RDO
OA vj ÍFCI
inu. Evrópsk verkefni um gerð
kennslugagna og námsefnis sem
ætlað er að stuðla að eflingu sjálfs-
trausts og frumkvæðis, sérstaklega
meðal ungs fólks, verða kynnt. Nán-
ari upplýsingar í síma 525 4900,
vefslóð: www.rthj.hi.is/amrek99.
Erlendar fyrirspurnir
Einn þáttur í
þjónustu Euro Info
skrifstofunnar er að
koma erlendum fyr-
irspurnum á fram-
færi við íslensk fyr-
irtæki. Á vef Útflutningsráðs ís-
lands er að finna síðu sem ber yfir-
skriftina viðskiptasambönd og þar
má finna lista yfir fyi'irtæki sem
óska eftir samstarfsaðilum og við-
skiptum við íslensk fyi-irtæki. Nán-
ari upplýsingar: www.icetrade.is
EES-vefsetrið
Hver verður
næsti forseti fram-
kvæmdastjómar
Evrópusambands-
ins? Hver eru
næstu skrefin í
samrunaþróun
Evrópun'kjanna?
Vangaveltur um þetta og margt
fleira geta menn lesið í fyrirlestrum
á EES-vefsetrinu http:www.ees.is,
en það er fullkomnasta vefsetrið
sem fjallar um EES-mál. Auðvelt er
að fletta upp í hinni íslensku þýð-
ingu EES-samningsins og gerðum
hans og hægt er að fá upplýsingar
um nýjustu viðbætur við samning-
inn. Einnig er þar að finna yfirlit yf-
ir fríverslunarsamninga Islands við
önnur ríki.