Morgunblaðið - 16.02.1999, Side 41

Morgunblaðið - 16.02.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 41 UMRÆÐAN Fisk veiðistj órninni verður að breyta GALLAR kvótakerf- isins eru að koma æ ber- ar í ljós. Nauðsynlegt er að stjórna fískveiðum við Island og kvóti á fískteg- undir er sjálfsagt ein besta leiðin til þess. Reynslan af útfærslu þess er hins vegar með þeim hætti að ekki verð- ur undan vikist að grípa til gagngerra breytinga. Nýtt ríkidæmi Við höfum úthlutað veiðiheimildum á Is- landsmiðum til þeirra sem höfðu veiðireynslu á fáeinum árum, gróft tek- ið þeim sem veiðireynslu höfðu á nokkrum árum eftir 1980. Þessi kvóti gengur síðan kaupum og sölum. Ætla má að verðmæti sem við höfum þannig úthlutað nokkrum fyr- irtækjum og fjölskyldum sé um 8-400 þúsund milljóna virði. Menn sem úthlutað fengu kvóta eru sumir að hætta útgerð og ganga út, ekki með tuga milljóna hagnað af kvóta- sölu, heldur hundraða eða þúsunda milljóna gróða. A einni helstu versl- unargötu borgaiúnnar sögðu menn við mig fyrir jólin: „Hér er maður á ferðinni með 1.100 milljónir að kaupa verslunarhúsnæði. Hann var að selja kvóta.“ Ekkert er á móti því að menn græði á eigin verðleikum og vinnu, en úthlutun þúsunda milljóna með þessum hætti gengur ekki. Dæmin eru mörg. Gera má ráð fyrir að á næstu 15-20 árum dragi veru- legur hluti þehra sem nú eru í út- gerð sig út úr henni, menn eldast, erfingjar hafa í mörgum tilvikum ekki áhuga á útgerð. Á næstu ára- tugum munu þannig margir yfirgefa greinina og þiggja hundruð þúsunda milljóna fyrú- kvótann sem þeir fengu úthlutað vegna veiðireynslu fáeinna ára. Þjóðin mun kaupa þessi veiðirétt- indi dýru verði af þeim sem úthlutað fengu. Auðvitað er ekkert vit í þessu. Sjóðir fólksins munu greiða þetta, líf- eyrissjóðir fjárfesta í útgerð. Útgerðin mun á einhverjum árum taka þennan bagga á sig og við höfum þá búið til einhvers konar aðal sem býr um sig með þúsund- um milljóna fengnum fyrir úthlutun úr kerf- inu. Hlutirnir gerast hratt. Við erum að verða of sein að breyta þessu. Við verðum að virkja markaðsöflin þannig að arðurinn fari á sanngjarn- an hátt til þjóðarinnar. Fólkið situr eftir Þegar útgerðaraðilinn ákveður að selja kvótann situr byggðarlagið eft- Kvótinn Pjóðin, segir Guð- mundur G. Þórarins- son, mun kaupa veiði- réttindin dýru verði af þeim, sem úthlutað fengu. ir með sárt ennið. Menn hafa sett sig niður á þessum stað, mann fram af manni, kynslóð eftir kynslóð, vegna þess að fiskur veiðist úti fyrir ströndinni. Aðilinn sem hafði veiði- reynslu 1980-84 ákvað að hætta, hann selur. Fasteignir í plássinu verða verðlausar, fjölskyldurnai- hafa ekkert, fólk verður atvinnu- laust. Þetta er að gerast víða á land- inu. Fólkið sem býr á staðnum, hefur alltaf búið þar vegna fiskimiðanna, er réttlaust. Auðvitað gengur þetta ekki. Þessu verður að breyta. Byggðii'nar verða að fá veiðirétt. Brottkast Grein efth- grein í Morgunblaðinu segir frá því að gríðarlegu magni af fiski sé hent í sjóinn, sóunin sé gríð- arleg. Það eru kunnir aflaskipstjórar að segja frá þessu. Það sé svo dýrt að vera heiðarlegur í þessu kerfi að menn ráði ekki við það. Sumir nefna 100-200 þúsund tonn sem hent sé á ári. Fiskur virðist ekki deyja lengur í netum, smáfiskur veiðist ekki. Finna verður leið, t.d. að greiða mönnum eitthvert lágmarksverð fyi'ir slíkan afla, verð sem ekki felur í sér hagnað en gerir mönnum kleift að vera heið- arlegir. Askoran Stjórnmálamenn verða að gera fyrir kosningar skýra gi’ein fyrir úrbótum á þessu kerfi. Mál þetta verður sífellt fyi'irferðarmeira í hugum fólks og umræðu. Margir munu taka afstöðu í komandi kosn- ingum eftir stefnunni í fiskveiði- stjórnun. Umræður á vinnustöðum benda til að svo geti farið að upp rísi grasrótarhreyfíng sem geti knúið fram breytingar. Æskilegast er að stjórnmálaflokkarnir takist á við þetta verkefni og leysi það. Sýni sig að þeir séu ekki færir um það neyðast menn til að leita annarra leiða. Því er skorað á þá sem berj- ast fyrir þingsæti nú að lýsa af- stöðu sinni til þessa mikilvæga máls. Höfundur er verkfræðingvr. Guðmundur G. Þórarinsson Þarf ég að slaka á? JÁ. Svarið er einfalt. Þú þarft að slaka á. Allir þurfa að slaka á. Það er manneskjunni nauðsyn- legt að slaka á milli átaka og líf okkar er stöðug átök, líkamleg og/eða andleg. Streita er andlegt áreiti. Viðbrögð mannsins~við þessu and- lega áreiti koma fram í líkamanum með ýmsum hætti. Algengustu við- brögðin eru aukin spenna í vöðvum, hækk- aður blóðþrýstingur og hraðari öndun. Þau við- brögð eru líkamanum eðlileg og ékkert illt um þau að segja verði þau ekki langvarandi. Þessi aukna spenna getur t.d. hjálpað okkur til að klára ákveðið verk í tíma og hrist af okkur slen. Nái líkaminn hvíld aftur þar sem þessi viðbrögð ganga til baka gerist ekkert slæmt. Ef við bú- um hins vegar við langvarandi streituástand þar sem engin hvíld næst á milli fara líkamleg einkenni að gera vart við sig. Þreyta, höfuð- verkur, vöðvabólga, magasár, há- þrýstingur; allt eru þetta dæmi um viðbrögð líkamans við langvarandi streituái-eiti. Margir telja að yfirmenn séu í mestri hættu hvað streitu varðar en rannsóknir sýna að millistjórnendur eru í meiri hættu. Allir lenda í streitu, jafnt hinir hæstu sem lægstu í samfélaginu. Heimavinn- andi fólk, námsmenn, verka- og skrifstofufólk, allir eru undir sama hatt settir. Streitan er kannski lúm- skust hjá þeim sem telja sig alls ekki geta verið stress- aða af því að þeir eru t.d. „bara heima“ og finni þeir streituein- kenni eru þau útskýrð með öðrum hætti. Frummaðurinn átti mun auðveldara með að vinna úr streitunni en nútímamaðurinn. Yrði hann fyrir áreiti, t.d. af villidýri í nágrenninu, voru viðbrögð hans lík- amleg, flótti eða barátta. Streituáreiti nútímans eru með öðrum hætti. Til dæmis rautt ljós á gatnamótum þegar við- komandi er orðinn allt of seinn. Hnúarnh' eru krepptir um stýrið og fætinum stigið fastai' á bensíngjöfina en streitan Streita Mikilvægt er að þekkja mörkin hvenær spenn- an er hæfileg, segir --------------7------- Ragnheiður Yr Grét- arsdóttir, og hvenær hún er orðin of mikil. fær ekki útrás við það. Hún kraum- ai' áfram í líkamanum. Streitu er stundum skipt upp í stig eftir alvarleika. Fyrsta stigið kallast „í kappi við tímann". Við- komandi er alltaf aðeins of seinn og í stöðugu streituáreiti en nær kannski Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir að slaka á á milli þannig að einkenn- in eru ekki orðin alvarleg. Á öðru stigi er viðkomandi kominn með lík- amleg einkenni sem áður er lýst. Á þriðja stigi fara að koma fram svefn- truflanir, svimi og svo áfram koll af kolli; verkkvíði, mai'ti'aðir, stöðugt svitakóf og loks endapunkturinn þai' sem viðkomandi er algerlega óvinnu- fær. Streitu má iíkja við vatn í potti á eldavél. Spennugjafarnir eru platan undir. Séu þeir of margir eða of sterkir fer vatnið að krauma. Hvað er til ráða? Við getum lyft lokinu af, leyft streitunni að fá útrás, t.d. með líkamsrækt og slökun, eða við getum sett lok á pottinn, jafnvel með fargi ofan á, kosið að vita ekkert af þessu vatni, leyft því að krauma að vild og valda þeim usla sem það getur. Við getum einnig lækkað strauminn und- ir pottinum með því að fækka streituvöldum í lífi okkai'. Það er hægt að gera með betri skipulagninu eða hugarfarsbreytingu. Réttu viðbrögðin við streitu eru að þekkja streituviðbrögð líkamans og nýta sér þau til góðs. Ef við lifum við enga spennu er hætta á að við fyll- umst sleni og komum litlu í verk. Hæfilegt magn spennu er jákvætt og getur verið drifkraftui' okkar í hinu daglega lífi. Mikilvægt er að þekkja mörkin hvenær spennan er hæfileg og hvenær hún er orðin of mikil. Verði spennan of mikil eða of langvarandi veldur hún streitu sem er hinn mesti skaðvaldur og hættu- leg heilsu manna. Streita er andlegt áreiti sem binst í líkamanum. Gott ráð til að losna við hana er að hreyfa sig reglulega og skiptir þá ekki máli hvaða hreyfing er stunduð. Aðalatriðið er að hún sé skemmtileg og ekki stunduð í stressi! Einnig er mikilvægt að kunna slökun og nýta sér hana. Slök- un er andstæða streitu og má segja að hugur og líkami endurnærist í góðri slökun. Höfundur er sjúkraþjálfari. Próventan ÞAD VAR fyrir margt löngu að fjöl- skrúðug stúlka í Ögur- víkinni velti því fyrir sér í litla eldhúsinu á Svalbarði hvert halda skyldi út í hinn stóra heim. Stóð hugur henn- ar helzt til Reykjavíkur eða Flateyrar. Skyndi- lega Ijómaði andlit hennar af sælu full- vissunnar. Hún sneri sér á tánum í hring og æpti: Flateyri skal fá mig! Þetta þótti Salóme á Svalbarði léttúðarfullt og fyrirhyggjulítið. En reyndin varð sú að Flateyri fékk stúlkuna - í bili. Þessi stúlka hét Margrét. Á dögunum henti það að skoðana- könnun fleytti Samfylkingunni, svokölluðu, upp að hlið Sjálfstæðis- flokksins í fylgi. Forystukonan Margrét Frímannsdóttir mætti í sjónvai-pi af því tilefni. Hún stóð líka á tánum af tilhlökkun, augun stráðu stjörnum og andlitið ljómaði af fullsælu. Og hún lýsti yfir: Fram- sókn skal fá mig! Margrét var sem sagt sannfærð um að nú væri svo komið að fylgi Samfylkingar nægði til að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokkn- um að kosningum loknum. Og fagn- andi breiddi hún út faðminn án þess að huga að heimanmundinum. Völdin eru greinilega fyrir öllu og ekki spurt um kaup-* mála. Þessvegna getur formaður Framsóknar- flokksins varpað önd- inni léttar. Hann á allra kosta völ. Þarf ekki að gera sér áhyggjur út af utanrík- isstefnu Samfylkingar, sem greinilega er fram sett til að blekkja ein- hverja gamla sérvitr- inga Alþýðubandalags- ins sáluga. Hann veitir því líka feginsamlega athygli að ekki munu verða fettir fingur út í fískveiðimál. Halldór þarf því ekkert að ótt- ast um hag fyrirtækis síns á Hornafirði, en á hinn bóginn ekki Samfylkingin Völdin eru greinilega fyrir öllu, segir Sverrir Hermannsson, og ekki spurt um kaupmála. við öllu séð þótt ein og ein Breið- dalsvík leggi upp laupana. Margrét Frímannsdóttir hefði boðið honum próventu sína og Samfylkingarinn- ar kvaðalaust. Höfundur er forniaður Frjálslynda flokksins Sverrir Hermannsson -/elincv Eftirfarandi viðskiptanúmer voru vinningsaðilar íTalló nr. 2 423 533 654 753 831 939 1025 1119 1202 429 534 658 755 835 940 1027 1129 1205 432 535 659 756 836 946 1028 1131 1207 434 536 661 757 839 947 1029 1132 1212 440 537 669 758 842 950 1030 1134 1221 446 540 673 761 845 951 1031 1135 1222 447 547 678 762 846 952 1032 1144 1223 448 549 682 763 847 957 1034 1145 1224 449 550 683 767 852 958 1035 1148 1231 452 555 684 777 854 963 1041 1151 1232 457 556 688 778 859 964 1042 1152 1237 460 566 689 784 861 965 1043 1153 1238 463 567 698 785 862 966 1053 1154 1239 464 570 706 787 869 967 1054 1156 1241 465 580 707 788 875 973 1055 1157 1242 469 586 715 791 881 975 1056 1161 1243 476 587 718 793 883 979 1060 1163 1244 478 594 719 801 893 983 1064 1166 1245 479 600 723 803 894 985 1072 1168 1246 481 602 725 805 896 990 1078 1171 1247 482 607 727 814 901 993 1081 1174 1249 486 610 734 815 904 995 1082 1175 1250 494 611 735 818 905 998 1084 1181 1254 499 614 743 820 914 1001 1088 1183 1257 506 617 744 824 915 1007 1094 1189 1258 515 621 745 825 918 1011 1097 1194 1262 519 622 747 826 921 1016 1099 1195 1267 522 629 748 827 923 1019 1103 1197 530 648 750 828 924 1022 1110 1200 532 650 752 830 934 1024 1117 1201 Næsti Tallólisti kemur út í mars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.