Morgunblaðið - 16.02.1999, Page 43

Morgunblaðið - 16.02.1999, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 43v í I 1 I UMRÆÐAN Yatnsgæði í Reykja- vík og nágrenni í FRÉTTUM undanfarið hefur verið gi’eint frá milljarðatjóni vegna mistaka við byggingu nýja alþjóða- flugvallarins _ á Gardermoen við Ósló. Frostþoka, frostrign- ing, ísing og snjókoma hefur reynst tíðari á Gardermoen en ráð var fyrir gert og efni til afísunar á fiug- brautum hafa mengað grunnvatnið. Framtíð- arvatnsból Óslóar eru í húfi enda mengunin frá þessum efnum varasöm. Það hefur þótt nokkuð sjálfgefið á höfuðborgarsvæðinu hér á landi að hægt sé að ganga að kalda vatninu sem vísu. Skilyrði fyrir góðu náttúrulegu drykkjarvatni eru afar hagstæð á vatnstökusvæðum Vatnsveitu Reykjavíkur og umhverfismengun er minni hér á landi en víða erlend- is. Eigi að síður ei*u vatnstökusvæði höfuðborgarsvæðisins í Heiðmörk viðkvæm og áríðandi að fólk sé sér meðvitandi um mikilvægi varfærn- islegrar umgengni um svæðið. Vatnsveita Reykjavíkur Vatnsveita Reykjavíkur sér Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnar- nesi og Mosfellsbæ fyrir vatni, en rekur einungis dreifikerfi í Reykja- vík. Ibúafjöldinn á þessu svæði nálgast nú 140 þúsund manns. Það gefur auga leið, að öryggi og eftirlit hljóta að vera í fyrirrúmi hjá Vatns- veitu Reykjavíkur. Ef varasöm efni kæmust í vatnið gæti það haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar. I dag eru vatnsveitur landsins skilgreindar sem matvælafyrirtæki eftir að reglugerð um matvælaeftirht og holl- ustuhætti við fram- leiðslu og dreifingu mat- væla tók gildi árið 1994. Vatnsveita Reykjavíkur er því stærsta matvæla- fyrirtæki landsins hvað framleiðni og fjölda neytenda varðar og er vatnið rannsakað reglu- lega af Heilbrigðiseftir; liti Reykjavíkur. í reglugerðinni er gerð krafa um svokallaða GAMES kerfisgreiningu og innra eftirlit, sem er kerfisbundið eftirlit byggt á grein- ingu áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða. Á árinu 1997 var lokið við að koma upp virku innra eftirlitskerfi skv. GAMES gi’einingu hjá VR og fékk fyrirtækið viðurkenningu Heil- brigðisefth’hts Reykjavíkur þai’ að lútandi. Fljótlega fylgdu nokkrar aðrar vatnsveitur á landinu í kjölfarið og hlutu þessa viðurkenningu. V atns verndars væðið Frá Heiðmörk og Bláfjöllum kemur di’ykkjai’vatn Reykjavíkur og nágrennis. Þessi verndarsvæði vatnsbólanna eru ákaflega viðkvæm fyrir hvers kyns mengun. Efni frá ökutækjum, áburður og úrgangur getur auðveldlega borist gegnum jarðveginn í vatnsbólin og þaðan til neytenda. Vatnsból Vatnsveitu Reykjavíkur eru í Heiðmörk, nánar tiltekið á svæðunum við Gvendarbrunna, Jað- ar, Myllulæk og í Vatnsendakrika. Ái’ið 1997 var gengið frá „Samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma Mosfellsbæjar, Reykjavíkur, Seltjarnarneskaup- staðar, Kópavogs, Garðabæjar, Bessastaðahrepps og Hafnarfjarð- Neysluvatn Vatnsveitur landsins, segir Loftur R. Gissur- arson, eru skilgreindar sem matvælafyrirtæki. ar“. Markmið samþykktarinnar er að stuðla að hámarkshollustu neysluvatns á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar með því að koma í veg fyrir óæskileg áhrif af völdum ýmissar starfsemi og umsvifa á vatnsverndarsvæðum vatnsbóla á svæðinu. Þar kemur fram m.a. að í nágrenni vatnsbólanna er geymsla á olíu, bensíni eða varasömum efnum óheimil nema á vegum vatnsveitna, verklegar framkvæmdir eru háðar leyfi heilbrigðisnefndar og óheimilt er að flytja úrgang inn á svæðið til geymslu eða förgunar. Ljóst er að ábyi’gðin á umgengni um vatnsvemdarsvæði Reykjavíkur og nágrennis er ekki einungis í hönd- um eftirlitsaðila. íbúar svæðisins Loftur R. Gissurarson Onotum svarað , GREIN Jakobs F. Ásgeirssonar í Viðhorfspistli í Mbl. 4. febrúar verður mér til- efni til andsvara. Þar fáum við Sveri’ir Her- mannsson til tevatnsins og okkur ekki vandaðar kveðjur. Þótt minn hlut- ur í þessum aðfinnslum sé ekki stór þykir mér nægilega nærri mér höggvið til að grípa til vama. Lesendum Mbl. er kunnugt, að ég hef undanfarin misseri skrifað allmikið í blaðið um fiskveiðistjórn. Viðfangsefnið hef ég ekki nálgast eins og stjórnmálamaður, sem ég ekki er, jafnvel þótt viðfangsefnið sé stærsta óleysta, pólitíska viðfangsefni sam- timans í landinu. Ég hef heldur ekki nálgast efnið eins og Þjóðviljarit- stjóri, þótt JFÁ láti sér sæma að væna mig um það. Ég hef beitt að- ferðum þess atvinnumanns í stjóm- un, sem ég hef verið næstum fjóra áratugi á ýmsum vígstöðvum. Aðferðafræðin fæst við að finna, hvar í viðfangsefninu vandamál þess eru, greina hver þau eru og rökrænt samhengi þeirra. Þar hef ég að leið- arljósi vel þekkta bandaríska ívitn- un: Sé vandamál nægilega vel skil- greint er lausnin aldrei langt undan. Með þessum hætti hef ég greint, að höfuðvandamál fiskveiðistjómarinnar liggi ekki í þeim hluta hennar, sem vai’ðar kvótasetningu, heldui’ hinum, sem snýr að kvótaúthlutun, og hef ég greint fimm höfuðágalla hennar: Brottkast á fiski nefni ég fyrst. JFÁ teiur sig hafa efni á að sletta í góm yfir þessu. Ekki er þó lítilræðið minna en svo, að verðmæti brotb kastsins gæti verið hvar sem er á bil- inu frá 3 milljörðum króna á ári í þorskinum einum, upp fyrir 10 millj- ai-ða, eftir því á hvem er hlustað. Þótt miðað sé við lægstu tölur er þessi sóun kerfisins geigvænleg, þegai’ þess er gætt, að þorskverðmæti upp úr sjó er varla meira en 25 milljarðar á ári um þess- ar mundir. Sóunin er þeim mun skelfilegri sem hún er nettótala. Búið er að kosta öllu til að afla þessa fisks, en honum er fleygt við aðstæður, sem kerfið býr til. Alvarlegt er ekki síður, að vegna þessa vita fiskifræðingar ekki hversu mikið af fiski er raunverulega drepið og þekking þeúra verður að sama skapi lakari. Næst hef ég gi’eint forréttindastöðu stóru útgerðanna með mikinn gjafakvóta gagnvart smáútvegsmönnum og þar með tilveru sjávarbyggða víðs vegar um land. Þessi er ástæða þess, að sjávarplássum er að blæða út, bein- línis vegna kerfisins. Rannsóknir, sem ekki verða raktar hér, styðja Fiskveiðistjórnun Eg hef beitt aðferðum atvinnumanns í stjórn- un, segir Jón Sigurðs- son í viðbrögðum við skrifum Jakobs F. ______________________________ Asgeirssonar. þessa greiningu. Sams konar sam- keppnismismunun ríkir milli fisk- vinnslu, sem útgerðir eiga, og fisk- vinnslu án útgerðar. Kvótaúthlutunin lokar fyi-ir nýliðun í gi-eininni. Svo rammt kveð- ur að þessu, að ungir dugnaðarsjó- menn eru í stórum stíl hættir að sjá ástæðu til að sækja stýrimannaskól- ann. Þeir kunna ekkert að meta þá endastöð, sem skipstjórum býðst núna, að sigla úr höfn með bein fyr- irmæli um hvaða afla þeir eiga að koma með að landi og þar með óbein fyrirmæli um að fleygja öllu öðru, sem á skip kemur. Svo eru þeir send- h- í land á miðjum aldri, eigandi enga möguleika til að komast í útgerð, en mega þakka fyrir einhverja verka- mannavinnu. Ungir, dugandi menn eru fljótir að skynja þróunina. Allir landsmenn, sem komnir eru til vits, þekkja sögur af. giíðai’legu útfalli fjármagns úr útgerð, þegar menn selja sig frá henni. Þetta útfall fjármuna er alvarlegt, því að það er að búa til efnahagslegan aðal, ótil- unnið, af því tagi, sem ekki hefur áð- ur þekkst í þessu samfélagi. Mínar greiningar leiða í ljós enn alvarlegri hlið þessa máls, sem eru byrðarnar á útgerðinni, sem þetta útfali skilur eftir sig. Lokaþáttur í greiningu minni á ágöllum kerfisins felst í þeirri fram- tíðarþróun, sem við blasir, þegar nógu margir þeirra, sem kvótann fá gefins, hafa selt hann og útgerðin kiknar undan byrðunum, sem á hana hafa verið lagðar með þessum kaup- um. Ekkert af þessu er pólitísk um- ræða, hvað þá „ólýðræðisleg" (orða- lag JFÁ), heldur isköld röksemda- færsla leidd af því, sem hefur verið og er að gerast og við blasir að óbreyttri stefnu. Þessari greiningu hef ég miðlað til lesenda Mbl, e.t.v. með misskýrum hætti, en sjaldnast með stórum orðum. Greiningai’ mín- ar hafa leitt mig til vel grundaðrar pólitískrar skoðunar um, að gildandi fyrirkomulag í þessum efnum sé þjóðhagslega stórhættulegt, fyrh’ út- gerðina og þar með þjóðarhag, fyrir sjávarbyggðirnar, sem er ógnað með landauðn, og fyrir þéttbýlisbúana, sem þyrftu að fjárfesta að nýju í öll- um þeim samfélagsfjárfestingum, sem eftir verða í auðum sjávar- byggðum. JFÁ getur valið því hvaða óþveiTaorð, sem honum sýnist, þeg- ai- sæmilega hugsandi maður úti í Jón Sigurðsson sem og gesth’ sem leið eiga um Heið- merkursvæðið eru ábyrgir fyrh’ því að engin mengun komist í grunn- vatnið. Vatnsveita Reykjavíkur og Skógræktarfélag Reykjavíkui’ gengu frá leiðbeiningum fyrir ökumenn og göngugarpa sem leið eiga um Heiðmörk og átak var gert í að bæta allai’ merkingar umhvei-fis vatnsból- in. Skógræktarfélagið kom upplýs- ingaskiltum fyrir við göngu- og akst- ursleiðir og eru umgengnisreglurnar fyrir Heiðmörk efth’farandi: Ökum ekki utan vega. Hlífum gróðri. Hirðum rusl og úrgang. Tjöldum á merktu svæði. Kveikjum ekki elda. Sleppum hestum ekki iausum. Umferð vélsleða og torfærutækja er óheimil. Meðferð skotvopna er óleyfileg. Hundar mega ekki vera lausir. Vegna jarðfræði Heiðmerkur er svæðið viðkvæmt fyrir mengun. Spilliefni frá ökutækjum og úrgang- ur frá dýrum getur borist gegnum jarðveginn í vatnsbólin og þaðan til neytenda. Skaðleg efni sem komast í snertingu við jarðveginn geta vald- ið varanlegum skaða. Öll meðferð spilliefna er því óleyfileg og úrgangi frá dýrum ber að halda í lágmarki. Sýnataka og mælingar Ljóst er að sumar gi’ynnri borhol- ur Vatnsveitunnai’ era viðkvæmai’ fyrh’ örveruskotum í miklum rigning- um, hláku og leysingum. Jarðvegs- gerlar virðast þá geta náð að komast gegnum jarðveginn niður í grunn- vatnið og þaðan út í neysluvatnskerf- ið. Vatnsveita Reykjavíkur hefur því hætt að nota grynnstu borholumar yfii’ mestu rigningarmánuðina en í staðinn dælt vatni fyrst og fremst úr þeim holum sem liggja dýpra og frá þeim svæðum sem ekki eru viðkvæm fyrir hláku og leysingum. í seinni tíð með auknu eftirliti og bættum aðgerðum hefur Vatnsveita Reykjavíkur getað sýnt frám á ágætis árangur. Á áranum 1997 og 1998 stóðust yfir 99% vatnssýna ör- verafræðilegar kröfur neysluvatns- reglugerðar og mega borgarbúar vel við una þótt ætíð sé hægt að gera betur. Heilbrigðiseftirlit Reykjavík-*"^ ur sér um þessa lögbundnu sýnatöku og tekin eru vatnssýni í hverri viku. Jarðvegsgeriar era að öllu jöfnu hættulausir í litlu magni en vatnssýni eru m.a. metin gölluð eða ónothæf sem innihalda þessa gerla fyrir ofan tiltekin mörk. Ýmsar ástæðui’ geta verið fyrir því að sýni mælist gölluð. Ein ástæða er að örveramagn hafi í tiltekið skipti raunveralega verið hærra í vatni VR en viðmiðunarmörk tilgi’eina. Önnur ástæða getur verið að eitthvað hafi komið fyrir mælitæk- in sem notuð voru við sýnatökuná t.d. að sýnatökubi’úsamh' hafi verið óhreinir eða að orsakavaldinn megi rekja til sjálfrar rannsóknarstofunn- ar. Þegar sýni gi-einist ónothæft er farið aftur á vettvang til að sann- reyna mælinguna, en jafnvel það get- ur reynst ei’fiðleikum bundið því aðstæður eins og veðurfar geta breyst töluvert frá degi til dags. Fyrirtæki eins og Vatnsveita Reykjavíkur á ekki kost á að kalla inn gallaða vöru/vatn. Slíkt fyrir- tæki hlýtur sífellt að miða að því að bæta eigið kerfi þannig að mark- visst sé unnið að fyi’irbyggjandi eft- irliti, vöktun og forvörnum til að draga úr líkum á gallaðri vöra. Hlákuáætlun, markviss bilanaleit og tilkynningar um þörf á viðgerð- um og úrbótum eftir því sem við á eru dæmi um slíkar aðgerðir. Niðurlag Hreint og gott neysluvatn í nánd við byggð er ómetanleg auðlind sem ber að vemda með öllum tiltækum ráðum. I því sambandi erum við öll ábyrg og getum lagt okkar af mörk- unum til að svo geti orðið. Höfundur er gæðastjórí Vatnsveitu Reykjavíkur. þjóðfélaginu hefur áhyggjur af svo mikilvægum þjóðmálum og segh’ frá því opinberlega. Frá því er skemmst að segja, að ég hef ekki orðið var við nokkurn stjórnmálamann annan en Sverri Hermannsson, sem hefur verið nægilega burðugur til að horfast í augu við, að það er skelfilegur sann- leikur í þessum úttektum mínum og óskað eftir að fá að nýta sér þær. Þannig hefur mínai’ úttektir borið af síðum Mbl. inn í herbúðir Sverris í bai’áttu hans fyrir mikilvægum mál- stað. Vilji einhverjh’ aðrir stjóra- málamenn nýta þetta efni væri það auðsótt, en verkefnið hæfir engum heybrókum. Hins vegar hefur hringt og á ýmsan annan hátt gert vart við sig grúi af venjulegum þegnum þjóðfélagsins, sem hafa betur kunnað að meta skrifin mín en JFÁ. Honum til almennrar upplýsingar skal þess getið, að framan af voru skrif mín birt í þeirri barnalegu trú, að það gæti hjálpað Sjálfstæðis- flokknum að komast til vits í þessum efnum, en fyrir alllöngu hef ég sann- færst um, að það er borin von. Ekki skal ég deila við JFÁ um ágæti breska tímaritsins Economist. Og mikilsvert er allt, sem það þekkir th og skrifar um. Ég hygg, að það rit þekki lítið til á Þingeyri, svo tekið sé dæmi af ís- lenskri sjávarbyggð í þröng. Þar hangir atvinnulíf á þeim bláþræði, sem er vinnsla aðkomumanna á frystum Rússaþorski, sem fluttur er 6-7 daga siglingu norðan úr höfum með ærnum tilkostnaði, meðan Þingeyringum er fyrirmunað að veiða og vinna þorskinn, sem fjörð- urinn iðar af. Ætli það sé ólýðræðis- legt og af Þjóðviljakyni að nefna slíka örðu á hvítílibbanum, sem Economist lýsir. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjórí. Alvöru flotefni • Rakaheld án próteina • Níðsterk • Hraðþornandi • Dælanleg eða handílögð • Hentug undir dúka, parket og til ílagna ABS147 ABS154 ABS316 Efni frá: Smiðjuvegur 72,200 Kópavogur Slmi: 364 1740, Fax: 5S41769

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.