Morgunblaðið - 16.02.1999, Síða 44

Morgunblaðið - 16.02.1999, Síða 44
>44 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN PRÓFKJÖR Sam- fylkingarinnar í Reykjavík er staðfest- ing á því að tekist hef- ur að mynda nýtt stjórnmálaafl, nýjan stórflokk á vinstri væng stjórnmálanna. Þetta er mikið fagnað- arefni allra þeirra sem borið hafa þennan draum í brjósti í ára- tugi og varið afskipt- um sínum af stjóm- málum með þetta að takmarki. Ég hef fylgst nokkuð náið með stjórnmálum síðustu 60 árin en bein afskipti mín af þeim hófust þegar Þjóðvarnaflokkurinn var stofnaður 1953. Hann hafði talsverð áhrif þann skamma tíma sem hann lifði. I kosningunum 1971 kemur svo fram nýtt afl, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem hafði að meginverkefni að sameina félags- * hyggjufólk í ein samtök. Ég var einn af stofnendum þessa nýja flokks og síðar í stjórn hans. Þessi flokkur náði miklum árangri í þess- um kosningum og varð þátttakandi í ríkisstjóm. En utan þeirrar stjórnar var Alþýðuflokkurinn, sem þá hafði á annan áratug verið í stjómarsamvinnu með Sjálfstæðis- flokknum. Það hlutverk Samtak- anna að sameina A-flokkana var því næsta ómögulegt undir þessum kringumstæðum og annar aðalfor- ingj þeirra gekk svo til liðs við Alþýðuflokkinn 1974. Þá var und- anhald Samtakanna óumflýjanlegt, sem síðan var undirstrikað í kosn- ingunum 1978. í kosningunum 1995 skipaði ég sæti á lista Alþýðu- bandalagsins og óháðra, en óháði armurinn sem ég tilheyrði hafði það hlutverk að útvíkka Alþýðu- bandalagið með það íyrir augum að ná breiðri samstöðu. Um allar þessar tilraunir má segja að þær hafi verið eins konar vaxtarverkir, sem nú hafa leitt til þess að vinstrimenn hafa náð saman að stærstum hluta, stórt afl er orðið til þótt það hafi tekið langan tíma. Prófkjörið á dögunum sýnir svart á hvítu að það eru sameiningar- sinnamir sem hafa uppskorið fyrir sitt erfiði. Nú eiga menn að gera sér grein fyrir því að partamir sem allir höfðu sama mark- mið félagshyggju og velferðar hafa rannið saman í eitt og heyra sögunni til. Menn eiga að einhenda sér í það verkefni sem er stærra nú en verið hefur um Stjórnmál Prófkjörið á dögunum sýnir svart á hvítu, seg- ir Kári Arnórsson, að það eru sameiningar- sinnarnir sem hafa upp- skorið fyrir sitt erfíði. langa hríð að vinna gegn einokun fjármálaaflanna í íslensku þjóðfélagi sem því miður er aðals- merki núverandi valdhafa, taum- laus auðhyggja og gegndarlaus græðgi. Erfið fæðing Þessi fæðing hefur verið erfið og margir þurft að taka á honum stóra sínum. Ég vil þar sérstaklega minnast á tvo einstaklinga. Fyrst er það Margrét Frímannsdóttir, sem alltaf stóð óbuguð í sinni for- ystu eftir að fiokkur hennar hafði samþykkt á landsfundi að þetta skref skyldi stigið. Að henni var þó sótt óvægilega og margir menn úr hennar þingflokki kusu aðrar leið- ir. Þetta var ekki létt verk en hún hélt óhikað áfram og fólkið fylgdi henni. Þátttaka þeirra sem áður kusu Alþýðubandalagið var betri í þessu prófkjöri en var fyrir borg- arstjórnarkosningarnar síðustu. Þetta era skilaboð sem bera það ótvírætt með sér að staða þessa hóps er góð í Reykjavík. Það hefur nefnilega alltaf sýnt sig að þetta fólk skilar sér sem kjósendur á kjördegi. Vilji menn endilega flokka fram- bjóðendur eftir gömlum flokkaheit- um sem ekki era lengur til er sann- gjarnt að skipta þeim á fjóra flokka. Alþýðuflokkur tveir (annar fyrir stuttu kominn úr Alþýðu- bandalaginu og hinn úr Framsókn), Alþýðubandalagið tveir, Þjóðvaki tveir (annar hafði lengst af verið í Alþýðuflokknum og hinn í Alþýðu- bandalaginu) og Kvennalistinn tveir. Menn geta því með nokkram sanni sagt að af þessum átta efstu mönnum séu fjórir gamlir Allaball- ar, tveir frá Kvennalista, einn frá Krötum og einn frá Framsókn. En þetta er þankagangur sem á ekki heima lengur. Þetta er allt Sam- fylkingarfólk. Hinn stjómmálamað- urinn sem ég vil minnast á í þessu samfylkingarferii er Svavar Gests- son. Hann tók fullan þátt í Sam- fylkingunni af framsýni þess manns sem gerði sér grein fyrir hvert stefndi í íslensku samfélagi. Hann skynjaði nauðsyn þess að til þess að stöðva þá óheillaþróun sem tak- markalaus auðhyggja hefði í för með sér yrði að ná höndum saman. En hann gerði annað sem kannski er einstætt í íslenskri pólitík. Hann vék sjálfur til hliðar til að gefa yngra fólki, eða kannski bara nýju fólki, færi á að koma inn í þessa mótun. Svavar gerði þetta þrátt fyrir að eiga öraggt þingsæti á Samfylldngarlista. Hann er ekki að hverfa út úr stjómmálum með þessari ákvörðun heldur víkja til hliðar hafandi verið máttarstólpi eins þeirra gömlu flokka sem nú hverfa. Slíkt era mikil heilindi við mótun þessa nýja afls. Betra væri að fleiri stjómmálamenn hefðu þennan pólitíska þroska og þá ein- urð sem þar kemur fram. Én nú er kosningabaráttan hafin og henni fylgir mikil tilhlökkun. Höfundur er fv. skólastjóri. Samfylkingin - "glæsileg byrjun Kári Arnórsson Burt með orðskrípið „ellilífeyrisþ egi “ ,ÁR nefhist ágæt grein, sem Anna Snorradóttir skrif- ar í Morgunblaðið fóstu- daginn 29. jan. sl. Gerir hún þar að umtalsefni sínu leiðindaorðið „elli- lífeyrisþegi" og bendir á annað orð þess í stað. Þó ég sé enn ekki komin í tölu aldraðra, hefur þetta langa sam- setta orð farið skelfi- lega í taugarnai- á mér og alveg víst um marga fleiri, þegar um hefur verið rætt. Anna sundurliðai- orðið í þrennt: elli - líf- eyrir-þegi, og rökstyð- ur þessa neikvæðu samsetningu vel. Reyndar • má bæta um betur og Aldraðir Orðið aldurslaun, sem ég tefli hér fram, segir Þórunn Sólveig Olafs- dóttir, fínnst mér víðfeðmara og að það grípi þéttar utan um hugtakið. greina orðið í femt. EIli er sem betur fer orð á undanhaldi í ræðu og riti og í stað elliheimila er nú miklu frekar talað um hjúkrunarheimili. I síma- skrám er einungis Elli- og hjúki'unar- heimilið Grund skrásett á þann hátt. Nýrri heimili fyrir aldraða bera nær öll nafnið hjúkrunarheimili sbr. Hjúkrunarheimilið Eir eða Hjúkrun- arheimilið Skjól o.s.frv. Víst fer glím- an við Elli kerlingu einhvem tíma fram - bæði hjá mér og þér - en bara ekki fyrr en keppandinn gengur á völl. Líf og eyrir eru í raun tvö orð og ekki batnar skrípið. Orðið lífeyrir eitt og sér hljómar eins og með herkjum sé hægt að draga fram lífið á ein- hverjum smáaurum, sem því miður er oft í reynd. Síðasti liður orðsins, þegi, er skylt sögninni að þiggja (sem Anna bendir líka á í sinni grein) og er heldur bet- ur neikvætt. Hér áður fyrr voru þung þau spor, sem fátækir gengu, til að þiggja af sveit sinni. Það fólk, sem hefur byggt upp eitt mesta velferðarríki veraldar, ætti ekki fyrir sakir elli að þurfa að þiggja aura til að hanga á lífí. Anna vill innleiða orðin: eftirlaunakona - eftirlaunamaðm- og að öll verðum við eftir- launafólk. Tillaga mín er hins vegar orðið: aidurslaun. Aldurslaunakona - ald- urslaunamaður og að öll verðum við aldurslaunafólk. Vil ég rökstyðja það nánar. Hugtakið og orðið eftirlaun er ekki nýtt í málinu og man ég sem unglingur vel eftir, að skólastjórar, kennarar og fleiri opinberir starfs- menn færu á eftirlaun. Var hugsunin frekar sú, að fyrirtæki það eða stofn- un, sem viðkomandi hafði unnið hjá, greiddi laun eftir ákveðinn starfsald- ur. Orðið aldurslaun, sem ég tefli hér fram, finnst mér víðfeðmara og að það grípi þéttar utan um hugtakið. Við einfaldlega það að ná ákveðnum aldri fær maður eða kona greidd laun - hversu mikið viðkomandi fær frá ríkinu og/eða eftirlaunasjóði kemur okkur og málinu ekkert við. Við tölum um fermingaraldur - giftingaraldur - miðjan aldur og nú í seinni tíð „að komast á aldur“. Einmitt við þau tímamót fáum við aldurslaun. I daglegu tali notum við líka orðin daglaun - vikulaun - mánaðarlaun - árslaun - heildarlaun og ekki má gleyma orðinu heiðurs- laun. Flest eru þau samsett úr tveim nafnorðum, þar sem fyiTÍ liður er í eignarfalli - rétt eins og nýja orðið, aldurslaun. Vörpum orðskrípinu „ellilífeyris- þegi“ fyrir róða og notum ár aldraðra til að verða seinna aldurs- launakonur - aldurslaunamenn og öll samanlagt aldurslaunafólk. Höfundur er húsmóðir. Klóaki má breyta í urvals áburð FRAMAN af öldinni tóku kamr- arnir við nær öllum saur og hlandi, sem Reykvíkingar létu frá sér. Úr- gangur úr þeim var notaður svika- laust sem áburður í matjurtagarða og tún bæjarbúa. Engin holræsi voru í bænum. Á sama tíma var drykkjarvatn sótt í brunna innan bæjarmarkanna. Ástand þetta leiddi til aukinnar tíðni ýmissa smitsjúk- dóma. Með lögn vatnsveitu snar- batnaði ástandið. Þá hófst líka bylt- ing í klósettmálum. Vatnssalerni — tóku að ryðja sér til ráms í Reykja- vík þegar á millistríðsárunum. Vatnssalernið vai’ mikil bylting, það ilmaði betur og með aðstoð rennandi vatns hvarf úrgangurinn úr augsýn á augabragði. Lítt var spáð í, hvar hann endaði. Með fjölgun bæjarbúa varð með tímanum til nýtt vandamál: Mengaðar fjörur og sóttkveikjur í sælöðrinu. Úrbætur í frárennslismálum Nýlega er lokið skrefi til úrbóta á þessu vandamáli. Útrásir hol- v' ræsanna hafa verið sameinaðar í eina eða tvær rásir og aðskotaefni eins og plast hreinsuð úr. Ennþá fer hinn lífræni hluti úrgangsins í sjóinn, en það stendur til bóta: Frá og með 1. janúar árið 2001 verður skv. nýrri tilskipun Evrópubandalagsins nauð- synlegt að hreinsa einnig hann úr skólpinu. Reyndar telja ráðamenn *ríkis og borgar að íslendingar geti sloppið við slíka hreinsun, af því að hafið í kringum okkur sé svo stórt, en við svo smá. Hins vegar var hug- myndin að baki hinni nýju tilskipun ekki síst sú, að margt smátt geri eitt stórt og að hafið taki ekki lengur við. Einnig má búast við, að fiskútflytj- endur óttist um markaði sína, ef ís- lendingar verða dæmdir til að leysa þessi mál á ábyrgan hátt eins og aðr- ar Evrópuþjóðir. Þar sem fiskútflytj- endur eru áhrifamiklir aðilar, má því gera ráð fyrir, að mál þessi komist í lag innan allt of margra ára. Hinar sameinuðu útrásir borgar- innar auðvelda eftirleikinn, þ.e. út- fellingu hinna lífrænu efna. Hins vegar er ekki skynsamlegt að fram- lengja rásirnar nokkra kílómetra út í sjó. Betra væri, að gera strax land- fyllingu við Akurey og þar aðstöðu til að fella út efni þessi úr klóakinu. Skattpeningar, sem notaðir verða til að framlengja rörin út undir Gróttu væru betur komnir í lausn til fram- búðar. Segja má, að skv. gildandi áætlunum ætli borgin að notast við 20 ára gamlar aðferðir frá Evrópu og N-Ameríku - aðferðir, sem verða bannaðar eftir tæplega tvö ár! Nýting úrgangsins Þegar orðinn er til sá úrgangur, sem af slíkri hreinsun hlýst (seyra), vaknar áhugi okkar, sem viljum rækta upp hið hrjóstruga umhverfi borgarbúa, því seyran er úrvalsá- burður: Helstu áburðarefnin í henni era köfnunarefni og fosfat, en þetta eru einmitt þau efni, sem helst skort- ir í íslenskan jarðveg. Hvert á svo að aka áburðinum? Hann mætti t.d. nota til að rækta upp hrjóstrin á Mosfellsheiði og ná- grenni. Þarna bjóða sig fram þús- undir ha af hraklendi, sem breyta má í yndislega skóga. Skortur á landiými ætti ekki að hamla. Þurrefnisinnihald úrvatnaðrar Frárennslismál Seyran, segír Sigvaldi Ásgeirsson, er úrvalsáburður seyru er u.þ.b. 25%. Líklega væri hæfilegt að dreifa 100 tonnum á hvern hektara fyrir gróðursetningu. Úr borgarbúum ganga daglega að jafnaði 70 grömm af þurrefni á mann eða samtals liðlega 10 tonn á dag. Þetta gera tæplega 4 þúsund tonn á ári eða 16 þúsund tonn af úrvatnaðri seyru. Hún dygði því á 160 hektara lands. I þetta landssvæði þyrfti að gróðursetja tæplega hálfa milljón plantna á ári, sem er heldur minna en um skeið hefur verið gróðursett árlega í grennd við höfuðborgar- svæðið. I næsta nágrenni við borgina era víðáttumikil hrjóstur. Fyrir bragðið mun okkur nýt- ast til góðra verka úr- gangur, sem í þéttbýlli löndum er vandamál að losna við með góðu móti. Mengunarhætta? Aðeins má dreifa seyru á ófrosna jörð, öðrum kosti getur hún mengað út frá sér. Landið yrði rippað eða plægt, eftir dreifingu. Síðan væri það látið „taka“ sig yfir næsta vetur. Þá eru sótt- kveilqur löngu dauðar og hægt að meðhöndla landið, rétt eins og þarna hefði verið notað sauðatað, en ekki mannaskítur. Nú kunna einhverjir að spyrja: En hvað með grunnvatnsmengun? Því er til að svara, að erlendis hafa þessi mál verið rækilega skoðuð á undan- fómum 15-20 árum, t.d. bæði í Bret- landi og í Bandaríkjunum. Niður- staða þeirra rannsókna hefur verið sú, að sé borið á hæfilegt magn og á réttum tíma, er ekki hætta á grann- vatnsmengun. Jafnframt er alþekkt, að eldfjallajarðvegurinn á Islandi hefur miklu meiri bindigetu en jarð- vegur í grannlöndunum. Eflaust vilja menn sannreyna þetta og fleira þessu viðkomandi hér á landi. Því þyrftu sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu að knýja á um, að rannsókn- ir verði hafnar á þessum málum í grennd við borgina hið fyrsta. Áskorun til stjórnenda ríkis og borgar! Eins og áður segir, virðast yfir- völd ekki ætla að taka við sér fyrr en þau fá áminningu frá Brussel. Sama mun eiga við um fleiri framfaramál. Er það miður, að helstu rök fyrir því að sameinast hinu nýja evrópska stórveldi skuli vera þau, að íslenska stjórnmálamenn skorti framtíðarsýn. Hér eru þó ekki allir undir sömu sökina seldir. Sum minni sveitarfé- lögin hafa farið fram úr evrópskum „stöðl- um“ í umgengni við landið. Þannig hefur Hvolhreppur nú um nokkurra ára skeið veitt frárennsli sínu í rotþró. Seyr- an úr þessari rotþró hefur í veru- legum mæli verið notuð til upp- græðslu, m.a. í samstarfi við Rann- sóknastöðina á Mógilsá. Vonandi taka sveitarstjórnir á Höfuðborgarsvæðinu sig á í frá- rennslismálum. Jafnframt þarf rík- isvaldið að marka sveitarfélögum tekjustofn, svo þau öðlist bolmagn til að uppfylla nútíma kröfur í um- gengni við hafið. Islendingar, sem lifa mest af fisksölu, hafa ekki efni á að skorast undan skyldum sínum í þessu efni. Geri þeir það gæti Is- land orðið óhreinasta land Evrópu upp úr aldamótum. Slíkt væri úr takt við málefnasamning ríkis- stjórnarinnar, þar sem segir, að Island skuli verða hreinasta land í Evrópu árið 2000. Yfirvöld Reykja- víkurborgar hafa einnig sett sér háleit umhverfismarkmið. Látið nú verkin tala! Höfundur er skógfræðingur. Sigvaldi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.