Morgunblaðið - 16.02.1999, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 47
hvor öðrum sögur og stríða Norð-
mönnum í bland.
Nú er lífshlaupið allt og Sigurð-
ur farinn að finna okkur sumarbú-
staðarlóð á annarri strönd. Ef eitt-
hvert réttlæti er til þá bíður hans
bæði góð heimkoma og góð lóð.
Eins og hann sjálfur sagði við mig:
„Það sem við eigum ógert saman í
þessu lífi verðum við bara að gera í
því næsta.“
Eg treysti á það.
Stríðið síðasta háði hann af
þeirri hetjulund sem honum var
eiginleg og í faðmi fjölskyldu sinn-
ar fékk hann hægt andlát.
Karí og dætrunum bið ég bless-
unai’ og þess að minning um góðan
dreng verði þeim styi-kur í sorg-
inni.
Stefán Friðfínnsson.
Nemendahópurinn, sem útskrif-
aðist úr Verzlunarskóla Islands
1951, hefur misst einn af sínum
beztu meðlimum og er það annað
slíkt áfall á einu ári. Alls hafa nú
fallið frá níu af þeim 59 ungmenn-
um, sem yfirgáfu áhyggjulítið
skólalífið á björtu vori fyrir tæpum
48 árum, og hófu lífsgönguna fyrir
alvöru.
Okkar árgangur var ábyggilega
mjög svipaður öði-um árgöngum,
sem brottskráðst hafa úr skólum
fyiT og síðar. Einstaklingar hans
bundust vináttuböndum, sem
mynduðust á þessum viðkvæmustu
árum ævinnar, og þau hafa enzt
allt lífið. Marir bekkjarfélaganna
hafa borið gæfu til geta haldið
áfram að umgangast, en öðrum
hafa forlögin stíað sundur. En vin-
áttuböndin hafa ekki brostið. Og
þegar bekkjarsystkin falla frá,
hvolfast minningamar yfir þá sem
eftir sitja.
Nú hefir einn litríkasti og jafn-
framt vinsælasti meðlimur bekkj-
arins okkar, Sigurður Asmunds-
son, dáið og yfirgefið okkur. Það
hefir heldur betur hrært upp í
huganum og framkallað feiknin öll
af alls kyns minningum. Við Siggi
áttum báðir heima í Hlíðunum og
löbbuðum saman í gamla Verzlun-
arskólann í fjóra vetur. Hann var
stundum þungur að vakna á
morgnana og þurfti að ýta við hon-
um. Hann skrifaði í skólaminn-
ingabókina mína 1951. „Vektu kon-
una þína ekki eins harkalega og
mig, því þá verður þú fjölkvænis-
maður!“
Sigurður var vel gefinn og hon-
um mart til lista lagt. Efiaust hefði
hann getað þróað persónu sína
meira og virkjað gáfurnar betur en
hann kaus, eins og svo margir aðr-
ir, að hverfa frá námi og demba sér
út í lífið. Hann fór sínar eigin leiðir
frekar en að berast með fjöldanum.
Hann var afburða hnittinn í tilsvör-
um og lá ekki á skoðunum sínum,
en lét þær í ljós þótt hann vissi, að
þær væru stundum ekki í samræmi
við það, sem aðrir vildu heyra.
T044um -od mww íjá ym
íflflíDflVflflJUfl
flÓTÍL flOfld
MiTflUMIIT • (flf£
Upplýsingar í s: 551 1247
Erfisdrykkjur
P E R L A N
Sími 562 0200
liiiiiiiiiiiiui
Við skólafélagar héldum hópinn
að námi loknu, þegar hver út af
fyrir sig byrjaði lífsstritið og hófst
handa um að stofna heimili og fjöl-
skyldu og búa henni sem beztar að-
stæðurnar. Siggi kvæntist elskunni
sinni, henni Kari Lund Hansen frá
Krakerö í Noregi. Reyndist hún
honum góður og tryggur lífsföru-
nautur og eignuðust þau fjórar
myndarlegar dætur. Voi-u þær arð-
ur lífs Sigurðar og gáfu honum og
Kari vexti og vaxtavexti í tengda-
sonum og börnum. Hefur fjölskyld-
an verið honum ómetanlegur
styrkur í veikindum hans.
Siggi var trúr og góður vinur,
sem alltaf mátti treysta á, í stríðu
sem blíðu. Samverustundum okkar
fækkaði eðlilega, þegar við hurfum
til hennar Ameríku, en alltaf urðu
fagnaðarfundir, þegar við komum
heim til Fróns í heimsóknir. Svo
voru símtöl og bréfaskriftir þar í
milli. Síðast sáumst við í fyrrasum-
ar í heittelskaða sumarbústaðnum
þeirra, á sunnudegi í hellirigningu.
En inni vai- hlýja og kátína: Kari
bauð upp á kræsingar og hellti upp
á könnuna, en Siggi dró fram vín-
flösku og fengu menn sér tár í glas.
Svo var skálað og húsbóndinn fékk
sér í pípu. Það kom þetta gamla
góða glimt í augað á honum, þegar
hann laumaði út úr sér bröndurun-
um og hláturinn glumdi. Svona
man ég bezt eftir honum.
En nú er hann farinn og hluti af
lífi okkar er horfinn með honum.
En minningarnar eru margar og
þær verðum við að láta okkur
nægja. Sigurður var góður dreng-
ur og nýtur borgari, en lifði lífi
sínu af sæmd, og æðraðist ekki,
þegar hann sá fram á endalokin,
heldur brást við með hugrekki og
virðuleik.
Við Erla og Unna Maja og fjöl-
skylda vottum Kari og fjölskyldu
hennar allri okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Sigga As.
Þórir S. Gröndal.
VILMUNDUR
KRISTINN JÓNSSON
+ Vilmundur Kristinn Jónsson
fæddist á Bæjum á
Snæfjallaströnd 2. ágúst 1925.
Hann lést í Sjúkrahúsi Akra-
ness 6. febrúar síðastliðinn og
fór útför hans fram frá Akra-
neskirkju 15. febrúar.
Kær frændi minn hefur kvatt
þessa jarðvist. Ég trúi því að nú
hafi hann hitt móður mína, systk-
inakærleikur þeirra var hreinn og
sterkur og í anda þess kærleika ól-
umst við systkinin upp. Það varð
okkar veganesti. Við skynjuðum þá
gagnkvæmu virðingu og hlýju sem
ríkti á milli systkinanna alla tíð.
Þau voru sístarfandi, iðjuleysi var
óþekkt hugtak. Samgangur var
mikill á milli fjölskyldnanna
tveggja í barnæsku minni og
bræðra minna og elskuðum við og
dáðum Villa frænda sökum gæsku
hans og gjafmildi.
Villi var móður sinni stoð og
stytta, en hún varð ung ekkja með
stóran barnahóp, móður mína
yngsta aðeins þriggja ára. Villi
frændi var unglingur þá og axlaði
þá ábyrgð ásamt Jónu elstu systur-
inni og ömmu Steindóru að vinna
hörðum höndum til að sjá fjöl-
skyldunni farborða. Þetta tókst
þeim svo sómi var að. Skyldu ekki
þessi sterku fjölskyldubönd mynd-
ast einmitt við aðstæður sem þess-
ar? Það varð gæfa frænda míns að
kynnast Matthildi sem varð eigin-
kona hans og lífsforunautur í blíðu
og stríðu. Þau börðust hetjulega
við erfiðan sjúkdóm hans áratug-
um saman án þess að bugast.
Barnalán þeirra voru dæturnar
Svandís og Kristný og Ingvar son-
ur Matthildar. Þau og fjölskyldur
þeirra hafa sýnt aðdáunarverðan
styrk og þol í langvarandi veik-
indum Villa frænda. Ég og fjöl-
skylda mín erum öll fjarri heima-
högum núna, en ég vil tileinka
elsku frænda mínum lítið erindi
sem amma mín Steindóra kenndi
okkur:
Vaktu, minn Jesú,
vaktu í mér.
Vaka láttu mig
eins í þér.
Sálin vakir
þá sofnar líf.
Sé hún ætíð
í þinni hlíf.
Elsku Matthildur, böm og fjöl-
skyldur. Innilegar samúðarkveðjur
heim til ykkar og Guð gefi ykkur
styrk á sorgarstundu.
Helga Ólöf Oliversdóttir.
LEGSTEINAR
15 - 30% afsláttur
ef pantað er
í febrúar.
15% afsláttur
af letri og skrauti.
úrzmít 1
Helluhraun 14 Hafnarfjörður
Sími: 565 2707
A TILBOÐI
+
1 ,
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, I f
stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,
VILMUNDUR JÓNSSON i 17 i'í U, :% f 'Jy
netagerðarmeistari, . Æ
Ljósheimum 2, % J
Reykjavík, á'...
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 13. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fjóla Ragnarsdóttir,
Örn Vilmundarson, Ingibjörg Eyjólfsdóttir,
Vilborg Vilmundardóttir, Böðvar Hrólfsson,
Guðjóna Vilmundardóttir, Jón Torfi Þorvaldsson,
Georg Þorvaldsson, Ingveldur Jónsdóttir,
Eyvindur Gauti Vilmundarson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR HELGASON
húsgagnasmiður
Leirutanga 41 a,
Mosfellsbæ,
lést á Landakotsspítala laugardaginn
13. febrúar.
Elsa Guðmundsdóttir,
Arnar Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir,
Ásgeir Guðmundsson, Erla Hallbjörnsdóttir,
Anna Kristín Einarsdóttir, Guðmundur Helgi Guðmundsson,
Kristján Pétur Einarsson, Þóra Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR INGVI THORSTENSEN
flugumferðarstjóri,
Ekrusmára 27,
Kópavogi,
andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans,
11E, sunnudaginn 14. febrúar.
Guðríður Vestmann Guðjónsdóttir,
Anna Margrét Sigurðardóttir, Ágúst Gunnarsson,
Tryggvi Daníel Sigurðsson,
Kristín S. Thorstensen, Vilhelm Gunnarsson
og barnabörn.
t
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
AÐALSTEINN SVEINBJÖRN ÓSKARSSON,
Víðilundi 24,
Akureyri,
andaðist á heimili sínu laugardaginn
13. febrúar.
Sigrún Guðbrandsdóttir,
Haukur Haraldsson.
Snjólaug Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Pétursson,
Karlotta Aðalsteinsdóttir, Lárus Ragnarsson,
barnabörn og barnabarnaborn.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður
og ömmu,
GEIRU HELGADÓTTUR,
Hafraholti 8,
ísafirði.
Guðmundur S. Gunnarsson,
Gunnar H. Guðmundsson, Hrefna Bjarnadóttir,
Rögnvaldur Guðmundsson, Deborah Robinson,
Katrín Guðmundsdóttir, Guðmundur Baldursson
og barnabörn.