Morgunblaðið - 16.02.1999, Qupperneq 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Eiginkona mín og dóttir, dóttir okkar, tengda-
dóttirog barnabarn, systir, mágkona, svilkona
og frænka,
SIGRÚN SVERRISDÓTTIR
og
HALLDÓRA SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR,
Aðalstræti 2,
Þingeyri,
léstust af slysförum í Önundarfirði 5. febrúar síðastiiðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Einlægar þakkir fyrir samúð og hluttekningu.
Ólafur Ragnar Jónsson,
Sigrún Magnúsdóttir, Sverrir P. Jónasson,
Halldóra Vagnsdóttir, Jón Þ. Sigurðsson,
systkini og fjölskyldur þeirra.
+
Ástkær faðir okkar og afi,
BJARNIJÓNSSON
læknir,
Gnitanesi 8,
Reykjavík,
er látinn.
Vilborg Bjarnadóttir, Jón Örn Bjarnason,
Þóra Gunnarsdóttir.
Ástkær móðir mín og amma,
HULDA ÞÓRÐARDÓTTIR KENTTA,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
fimmtudaginn 11. febrúar sl.
Minningarathöfn hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund.
Margaret E. Kentta og barnabörn.
+
Elskulegur eiginmaður minn og stjúpfaðir
okkar,
ÓLAFUR TRYGGVI FINNBOGASON
skipstjóri,
Kleppsvegi 62,
andaðist á Landspítalanum sunnudaginn
14. febrúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Unnur Jónsdóttir
og börn.
+
Systir okkar,
GUÐBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR
fyrrv. kennari,
frá Skógum á Fellsströnd,
verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn
17. febrúar kl. 13.30.
Systkini hinnar látnu.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
VIKTORÍA EGGERTSDÓTTIR,
Langholtsvegi 142,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mið-
vikudaginn 17. febrúar kl. 13.30.
Sigríður Unnur Konráðsdóttir, Ægir Vigfússon,
Guðlaug E. Konráðsdóttir
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
SIGRÍÐUR KRISTRÚN
GUÐJÓNSDÓTTIR
+ Sigríður Krist-
rún Guðjónsdótt-
ir fæddist í Bolung-
arvík 21. júní 1914.
Hún lést á heimiii
Ingunnar dóttur
sinnar í Hveragerði
31. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar Sig-
ríðar voru hjónin
Sigríður Krisfjáns-
dóttir, f. 12.8. 1876,
d. 23.8. 1961, ættuð
úr Múlasveit í A-
Barðastrandarsýslu,
og Guðjón Jensson
frá Dýrafirði, f. 5. 9.
1866, d. 23.8. 1946. Þau bjuggu
allan sinn búskap í Bolungarvík,
lengst af á Hafnargötu 90.
Systkini Sigríðar eru: Böðvar,
kenndur við Hnífsdal, f. 1905, d.
1961, Elísabet, f. 1907, Guðnin,
f. 1909, d. 1993, Steinþór, f.
1910, d. 1977, Karitas, f. 1915,
Ásgeir, f. 1918, d. 1930, Krist-
ján, f. 1924, dó sem barn. Sigríð-
ur átti einn hálfbróður, Ásgeir,
sem dó á fullorðinsárum. Ásgeir
var elsta barn Guðjóns.
Árið 1939 giftist Sigríður Krist-
jáni Jóni Guðjónssyni, f. í Kjar-
ansvík 19. nóv. 1897, d. 29. júlí
1960. Þeirra börn eru: 1) Svan-
Mig langar með örfáum orðum
að minnast tengdamóður minnar,
Sigríðat' Guðjónsdóttur eða Siggu
Gau eins og flestir kölluðu hana.
Foreldrar Siggu bjuggu í Bol-
ungarvík en tveggja ára gömul fór
hún í fóstur til afa síns og ömmu,
þeirra Sigríðar Guðmundsdóttur
og Kristjáns Sigfússonar í Svína-
nesseli í Kvígindisfirði. Ekki var
það vegna fátæktar, heldur fremur
af því að gömlu hjónunum hafi
fundist fremur dauflegt í Selinu og
þótt gott að fá líf í bæinn. Guðrún,
eldri systir Siggu, var einnig alin
upp í Selinu og var hún komin áð-
ur. Hjá þeim bjó Guðrún dóttir
þeirra, sem Sigga kallaði fóstru.
Þau voru miklir aðventistar og var
Sigga skráð í aðventistasöfnuðinn
og var hún virkur aðventisti á
yngri árum. Selið var lítið kot, þar
var búið með 12 kindur, 3 geitur og
fríður, f. 26. maí
1939, maki Páll ís-
leifur Vilhjálmsson,
d. 5. febrúar 1968.
Sonur þeirra er
Kristján Heiðar
Pálsson. 2) Ingunn,
f. 28. mars 1944,
maki Jóhann
Ágústsson. Synir
þeirra eru Sigurður
og Ágúst, sambýlis-
kona Ágústs er
Signý Óskarsdóttir
og dóttir þeirra
Kara. 3) Ásgeir
Guðjón, f. 11. ágúst
1946, maki Bergljót V. Jónsdótt-
ir, þeirra börn: 1) Dagbjört, f.
29. sept.. 1970, maki hennar Karl
Steinar Óskarsson, börn þeirra
Lovísa Kristín og Guðjón ðskar.
2) Páll Guðmundur Ásgeirsson,
f. 25. júlí 1976. 3) Sigríður Þóra
Ásgeirsdóttir, f. 18. okt. 1977.
Dóttir Ásgeirs og Jónínu M.
Snorradóttur er Þórhildur, f. 7.
mars 1969, maki hennar Óskar
Jónsson. Þeirra börn eru Mar-
grét Hlíf og Stefán Örn.
Sigríður verður jarðsungin
frá Hólskirkju í Bolungarvík í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
einn hest. Bærinn var torfbær með
hlóðaeldhúsi. Þau fengu fiskmeti
sent fá Bolungarvík inn í Isa-
fjarðarjúp. Fór Kristján fótgang-
andi eftir því yfir fjöllin. Þá var
tæknin ekki eins og nú og biðin eft-
ir að hann kæmist heill heim gat
verið löng. Tólf ára gömul fór
Sigga aftur heim til foreldra sinna
og gekk tvö ár í barnaskóla í Bol-
ungarvík. Það var öll hennar skóla-
ganga.
Sigga og Kristján bjuggu allan
sinn búskap í Bolungarvík. Þau
hófu búskap inni á Grundum en
bjuggu lengst af á Hafnargötu 90.
Þau keyptu húsið eftir að Guðjón,
faðir Siggu, lést. Bjó Sigríður,
móðir hennar, hjá þeim þar til hún
lést. Síðustu æviárin var hún blind.
Nutu börnin þess að hafa ömmu
hjá sér. Oft litu þau til með henni
og lásu fyrir hana. Arið 1959 flutti
ARIGUÐJON
JÓHANNESSON
+ Ari Guðjón Jó-
hannesson
fæddist á fsafirði 4.
desember 1911.
Hann lést 4. febrúar
siðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jóhannes Þorsteins-
son og Jóhanna Pét-
ursdóttir og missti
hann móður sina
sex ára gamall.
Hinn 18. desember
1937 kvæntist hann
Önnu Ingunni
Björnsdóttur, f. 2.7.
1913, ættaðri úr
Húnavatnssýslu. Sonur Ara er
Viggó Guðjón Jóhannesson, f.
22.6. 1933 og eignaðist hann
Qögur börn.
Utför Ara fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku Ari minn, núna ertu far-
inn frá okkur. Það er svo margt
sem mann langar að segja en
erfitt að koma orðum á blað. Þeg-
ar ég hugsa til baka minnist ég
allra heimsóknanna til ykkar
Önnu frænku í Bólstaðarhlíðina
og síðar í Jökulgrunn
með honum Birni afa
mínum, sem voru nú
ófáar og skemmtilegar
því að alltaf tókstu svo
vel á móti manni
hvenær sem maður
kom í heimsókn. Mikl-
ar kræsingar voru á
borðum og skemmti-
legar sögur sagðar og
er ég honum afa mín-
um mjög þakklát fyrir
að hafa kynnt mig fyrir
svona yndislegum
manni.
Ari minn, það eru
forréttindi að hafa kynnst svona
manni eins og þér.
Hver minning dýrmæt peria að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Anna mín, ég votta þér
mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Þín
Lovísa.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
fjölskyldan í nýbyggt hús á Skóla-
stíg 24 en ári síðar lést Kristján.
Sigga var heimavinnandi þar til
maður hennar lést en þá fór hún
þrjú sumur á síld. Eftir það vann
hún við fiskvinnu hjá fyrirtæki
Einars Guðfinnssonar eða þar til
hún hætti störfum 78 ára gömul.
Sigga hélt hfcimili með Svanfríði,
dóttur sinni, og Kristjáni, syni
hennar, frá 1968 eftir að Páll,
tengdasonur hennar, fórst í miklu
mannskaðaveðri með Heiðrúnu 2.
Sigga hafði mjög gaman af fé-
lagsmálum og gekk ung í kvenfé-
lagið Brautina. Hún var mikil
kvenfélagskona og virkur félagi
fram til síðasta dags. Hún hafði
alltaf eitthvað til málanna að leggja
á fundum og fylgdist vel með starf-
inu þótt hún væri farin að eldast.
Síðustu árin var hún heiðursfélagi.
Það má segja að hún hafi verið
kvenfélagskona af lífi og sál.
Sigga tók virkan þátt í félags-
starfi aldraðra og var mjög þakklát
fyrir allt það sem gert er fyrir
gamla fólkið nú til dags. Hún tók
virkan þátt í handavinnunni sem
þar er boðið upp á og gerði marga
fallega muni, sem hún gaf sínum
nánustu. Hún var einnig heiðursfé-
lagi í Drymlu, sem er félag hand-
verksmanna í Bolungarvík.
Sigga var einstaklega dugleg að
fara út á meðal fólks. Hún hafði
gaman af því að ferðast og fór m.a.
í mörg ferðalög með kvenfélaginu
og eldri borgurum. Eftir að ný
sundlaug var byggð í Bolungarvík
fór Sigga á sundnámskeið og fór
reglulega í sund. Oft fór hún með
vinkonu sinni, Línu Dairós, á með-
an henni entist heilsa til. Svanfríð-
ur, dóttir hennar, var einstaklega
natin við hana og dugleg að íylgja
henni síðustu árin svo hún gæti
áfram íylgst með, farið í sund, sótt
félagslíf og farið út á meðal fólks.
Sigga var miklum mannkostum bú-
in. Hún var afskaplega traust og
bóngóð manneskja. Hún rétti þeim
gjarnan hjálparhönd sem minna
máttu sín og áttu fáa að, enda sjálf
af alþýðufólki komin.
Ég kynntist Siggu fyrir þrjátíu
árum þegar við Guðjón vorum að
draga okkur saman. Á þau kynni
hefur aldrei fallið skuggi, aldrei
hefur okkur orðið sundurorða. Það
var einstakt hve fordómalaus hún
var. Hún átti erfitt með að trúa
nokkru misjöfnu um fólk og leitaði
líklegra skýringa ef á fólk var hall-
að. Sigga var mjög glaðvær kona,
ég minnist þess varla að hafa séð
hana skipta skapi. Hún sagði að sér
hafi einu sinni á ævinni leiðst. Það
var þegar hún var ung í vist í
Reykjavík, ekki líkaði henni borg-
arlífið og var farin að spyrja eftir
vorskipinu í febrúar.
Sigga hafði einstakt lag á að
sýna vanþóknun sína án þess að
vera með ólund. Þá svaraði hún
fólki eldsnöggt að bragði og lét
skoðun sína í ljós í örfáum orðum
og með nokkrum þjósti, þar með
var málið útrætt. Það var einstakt
hvað hún var æðrulaus, hún tók því
sem að höndum bar og á hana var
lagt án þess að fást um það á
nokkum hátt. Mér fannst þetta al-
veg sérstakt og tengdi það við upp-
eldi og lífsskoðun hennar.
Það er mikilvægt að eiga góða
að. Alltaf var bamabörnunum tekið
opnum örmum hvernig sem á stóð
og þótti þeim gott að skreppa til
Siggu ömmu. Þar fengu þau oft
heitar pönnukökur eða vöfflur sem
voru vel þegnar. Sigga amma átti
alltaf eitthvað hlýtt á hendur eða
fætur í skúffunni sinni. Það kenndi
ýmissa grasa þegar jólapakkarnir
vora opnaðir. Þar vora gjarnan
handunnir munir eftir hana sjálfa
eða sem hún hafði keypt. Jólatrén
frá henni Siggu ömmu era geymd
eins og dýrgripir en hún gerði jóla-
tré fyrir börnin og barnabörnin.
Sigga mín, nú er komið að leiðar-
lokum. Þú hefur kennt mér svo
margt sem ekki verður lært af bók-
um. Ég þakka þér fyrir það sem þú
hefur verið mér og mínum.
Þín tengdadóttir
Bergljót V. Jónsdóttir.