Morgunblaðið - 16.02.1999, Side 55

Morgunblaðið - 16.02.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 55 FRÉTTIR Fræðslufundur SÁÁ Ætlað foreldr- um ungs fólks í vímuefna- vanda SÁA efnii- til fræðslufundar fyrú’ foreldra ungs fólks í vímuefnavanda í dag kl. 19.30 í göngudeild SÁÁ, Síðu- múla 3-5. I fréttatilkynningu frá SÁA segir að á fundinum verði rætt um þá meðferð, sem ungu fólki í vímuefna- vanda er veitt, hvaða hugsun búi að baki henni og hvernig unga fólkið bregðist við. Foreldrum verðui' einnig boðið að taka til máls á fund- inum og fá nánari skýringar. Frummælendur verða Þórarinn Tyi'fmgsson, yfírlæknir á sjúkrahús- inu Vogi, Hjalti Bjömsson, dag- skrái-stjóri göngudeildar SÁÁ og Halldóra Jónasdóttir, ráðgjafí. Flækjufræði í sagnfræði AXEL Kristinsson sagnfræðingur flytur fyrirlestur í boði Sagnfræð- ingafélags íslands á 2. hæð í Þjóðar- bókhlöðunni í dag, þriðjudag, kl. 12.05-13. Fyrirlesturinn nefnir hann „Félagssögu og flækjufræði". Fyi-h'lesturinn er hluti af fyrir- lestraröð Sagnfræðingafélagsins sem nefnd hefur verið „Hvað er fé- lagssaga?“ í fréttatilkynningu segir að í fyrh'lestri sínum leggi Áxel mat á möguleika sagnfræðinga tO að nota svonefnd „flókin kerfi“ við gi'einingu á sagnfræðilegum vandamálum. Axel hefur á undanförnum árum unnið að rannsóknum á íslenski'i yfírstétt á miðöldum og er með doktorsritgerð í smíðum við Háskóla íslands. Axel hefur kennt við sagnfræðiskor há- skólans og er meðlimur Reykjavík- urakademíunnar. Ályktun Félags dönskukennara Segja vara- samt að stytta námstíma FÉLAG dönskukennara hélt á laug- ardag aðalfund og segir í fréttatil- kynningu að miklar umræður hafi verið um nýja námskrá og hugsan- legar breytingar á skipulagi kennslu með tilkynningu hennar. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: „I nýrri námskrá fyrir framhalds- skóla er gert ráð fyrir að kenndar séu 6 einingar í dönsku á náttúru- fræði- og félagsfræðibraut. Það mun því verða gerlegt að skipu- leggja námið þannig að dönskunámi á þessum brautum ljúki eftir fyrsta árið. Þetta skipulag telur fundurinn mjög varhugavert þar sem tungu- málanám sé flókið ferli og tíminn vinni með nemendum. Auk þess vill fundurinn benda á að þegar hefur verið ákveðið að þjappa kennslunni í grunnskóla á færri ár og heildar- námstíminn hefur þar með verið styttur." Eldri borgarar í Garðabæ Kirkjuhvoll opinn daglega SÓKNARNEFND Garðasóknar hefur í samvinnu við Félag eldri borgara í Garðabæ ákveðið að hafa safnaðarheimilið, Kirkjuhvol, opið fyrir starfsemi eldri borgara í bæjar- félaginu og bjóða jafnframt upp á margs konar afþreyingu. Þarna er um að ræða aðstöðu fyrir boccia-spil, pútt, brids, vist og lomber. Dagblöðin liggja frammi og heitt verður á könnunni. Opið er mánudaga til fóstudaga kl. 13-15. Ennfremur er sérstakur tími fyrir boccia-spil með leiðbeinanda alla fimmtudaga kl. 10-12. Umhverfisvefur opnaður GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfisráðherra hefur opnað um- hverfisvef sem ætlað er að verða upplýsingamiðstöð um umhverfis- mál á Netinu fyrir skólafólk og al- menning. Umhverfisvefurinn var settur upp að tilhlutan umhveifisfræðslu- ráðs, sem umhverfisráðherra setti á fót árið 1998 til að efla og sam- ræma starf að umhverfísfræðslu. Á vefnum er að fínna slóðir á alls 85 vefsíður, sem flokkaðar ein eft- ir efni í 32 flokka. Vefurinn er gagnvirkur að því leyti að notend- ur geta skráð nýjar síður á hann. Slóð umhverfisvefsins er http://www.umvefur.is og annað- ist Islenska menntanetið tækni- vinnu og uppsetningu hans. Vefur- inn byggist á íslenskun á erlendum hugbúnaði. Innskriftarmið- stöð stofnuð á Landspítala Búast við átta til tíu milljóna kr. sparnaði Á LANDSPÍTALANUM hefur ver- ið opnuð svonefnd innskriftannið- stöð fyrir sjúklinga, sem koma í fyr- irfram ákveðnar aðgerðir eða rann- sóknir. I fréttatilkynningu segir að tilgangurinn sé að bæta þjónustu við sjúklinga með því að stytta biðtíma eftir rannsóknum og viðtölum við lækna og sérfræðinga. Legudögum á sjúkrahúsinu muni fækka allnokkuð með tilkomu miðstöðvarinnar og gera megi ráð fyrir að vegna færri legudaga muni sparast milli átta og tíu milljónir króna á ári. Hjúkrunarfræðingar og svæfinga- læknar stai'fa við innskriftarmið- stöðina og er þeirra meginstarf að undirbúa og fræða sjúklinga um meðferð og hvers þeir megi vænta við innlögn á sjúkrahúsið. I tilkynn- ingunni segir að gera eigi aðdrag- anda innlagnar sjúklingum sem þægilegasta með því að tryggja þeim skilvirka þjónustu og sem skemmsta bið. Sjúklingar hafi iðulega þurft að bíða langtímum saman eftir viðtali við lækni og niðurstöðum rannsókna. Vitnað er til þess að athugun frá 1997 bendi til þess að um 2.400 sjúk- lingar, sem leituðu aðstoðar á Land- spítalanum, gætu nýtt sér þjónustu innskriftarmiðstöðvarinnar. Saman- lagt hafi þessir sjúklingar legið á sjúkrahúsinu samtals í um 3.500 daga fyrir aðgerð og áætlað hafi ver- ið að sex til sjö rúm hafi verið teppt vegna sjúklinga, sem biðu aðgerða og hefðu getað nýtt sér þjónustu inn- skriftarmiðstöðvarinnar. Segir að fyrstu vikurnar verði þjónusta miðstöðvarinnar ókeypis en frá miðju ári sé miðað við að inn- heimt verði gjald með sama hætti og á göngudeildum. * Arshátíð og málþing á af- mæli Orators ORATOR, félag laganema við Há- skóla Islands, fagnar 70 ára afmæli sínu um þessar mundir. Sérstök há- tíðarhöld verða á árshátíð félagsins í Perlunni í dag, þriðjudaginn 16. febrúar, en þann dag árið 1920 kvað Hæsth’éttur íslands upp sína fyrstu dóma. I tilefni afmælisins mun Orator einnig standa fyrir málþingi í Nor- ræna húsinu í dag, 16. febrúar, kl. 11. Málþingið er öllum opið. Yfir- skrift málþingsins er: Samspil lög- gjafarvalds og dómsvalds. Erindi flytja: Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra „Um löggjafar- valdið og stöðu þess gagnvart dóms- valdinu“. Sigurður Líndal, prófessor, „Hlutverk dómstóla við mótun rétt- arins". Valtýr Sigurðsson, héraðs- dómari, „Samspil löggjafai'- og dómsvalds út frá sjónarhóli dómara“ og Jón Steinar Gunnlaugsson hrl, „Setja dómstólar lög?“. Efth' framsöguerindi verða um- ræður. Fundarstjóri er Davíð Þór Björgvinsson, prófessor. LEIÐRÉTT Nafn leikara vantaði í UMFJÖLLUN um sýningu á þremur leikþáttum eftir Bertold Brecht í Skemmtihúsinu í blaðinu á sunnudaginn var láðist að nefna einn leikarann sem fram kemur í sýning- unni. Það er Guðlaug María Bjarna- dóttir sem fer með stórt hlutverk í þættinum Gyðingakonunni. Beðist er velvirðingar á þessu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nýir eigendur að Genghis Khan NÝIR eigendur hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Genghis Khan við Grensásveg 7.1 fréttatil- kynningu segir að nýju eigendurn- ir, Arna Rún Guðmundsdóttir og Anna Karen Ingibjargardóttir, leggi áherslu á góða þjónustu, hreinlæti og gott hráefni. Arna Rún og Anna Karen eru hér í veit- ingasal Genghis Khan ásamt kokkinum Lee. Eitt banaslys í umferðinni Reykjavík helgina 12. til 15. febrúar 1999. UM HELGINA, frá fóstudags- morgni til mánudagsmorguns, urðu 55 umferðaróhöpp þar sem eignatjón varð, 16 vora granaðir um ölvun við akstur, 33 um of hraðan akstur, átta sinntu ekki stöðvunarskyldu og jafnmargir óku gegn rauðu umferðarljósi. Lögreglan hefur undanfarna daga kannað sérstaklega hvort menn notuðu öryggisbelti og annan slíkan búnað í bifreiðum. Um kl. eitt aðfaranótt sunnu- dags var bifreið ekið á ljósastaur á Bústaðavegi/Sogavegi. Öku- maður reyndist látinn við komu á slysadeild. Ymislegt bendir til að skyndileg veikindi ökumanns hafi valdið árekstrinum. Farþegi fékk skurð á hnakka og heila- hristing og var einnig fluttur á slysadeild. Á 103 km hraða með 11 ára farþega án beltis Á sunnudag var bifreið stöðv- uð sem ekið var á 103 km hraða á Suðurlandsvegi. I bifreiðinni var einum farþega of mikið og 11 ára farþegi var ekki í belti. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hvað slíkt háttalag er víta- vert. Á fóstudagsmorgun var til- kynnt um innbrot í fiskbúð í Vogunum. Smávegis af fiski var stolið og gamalli myndavél. Upp úr hádeginu hafði piltur komið inn í fyrirtæki í austurborginni til að sækja um vinnu og hafði fengið að fara inn á salerni. Þar nálægt vora fót starfsmanna og hurfu úr þeim peningar, ávís- anahefti og greiðslukort. Um svipað leyti komu tveir piltar inn í annað fyrirtæki á sömu slóðum og þóttust vera að sækja um vinnu. Þeir fóra í yfírhafnir starfsmanna og stálu lyklakippu og síðan bifreið af bílastæði. Það fréttist af piltunum á bifreiðinni í Hveragerði en á laugardag vora tveir piltar handteknir í Reykjavík granaðir um þessa þjófnaði og bifreiðin fannst nokkra síðar. Þá var brotist inn í spilakassa á BSI og stolið tals- verðu af peningum. Rán í 11-11 verslun Tilkynnt var á föstudagskvöld klukkan 22 að grímuklæddur maður með stóran hníf í hendi hafi komið inn í 11-11 verslunina við Norðurbrún, ógnað starfs- fólki og krafist peninga. Hann fékk um 100.000 kr. í peningum og gekk á brott. Strax var hafín víðtæk leit sem lauk með því að grunaður maður var handtekinn í íbúð í nágrenninu og þar fundust peningarnir og munir sem tengdu hann við ránið. A fostudagskvöld voru tvær ungar stúlkur á göngu á Skóla- vörðustíg og skemmdu þai' nokkrar bifreiðir. Stúlkurnar voru handteknar. Mikill erili vegna ölvunar á laugardagskvöld Mikil ölvun var í miðborginni eftir miðnættið aðfaranótt sunnudags og mikill erill hjá lög- reglu þegar flest fólk var þar en það var mest á aldrinum 16-25 ára og einnig var nokkuð af börnum undir 16 ái'a aldri. Sex manns voru fluttir í fangamót- töku og fímm á slysadeild eftir átök milli manna. Nokkur ung- menni vora flutt í athvarf og höfð afskipti af öðram sem vora með áfengi og undir þeim aldri. Um þrjúleytið kom leigubif- reiðarstjóri á lögreglustöðina og vildi losna við farþega úr bifreið sinni. Á meðan stal farþeginn bifreiðinni, ók á bifreið á Snorra- braut og síðan útaf á Bústaða- vegi við Valsheimilið þar sem hann var handtekinn. Áður en þetta gerðist hafði sami maður ráðist á annan mann á veitinga- stað. Sá síðarnefndi fór úr axlar- lið og var fluttur á slysadeild. Um svipað leyti var tilkynnt um innbrot í veitingastað í austur- borginni en þar var stolið pen- ingum og vindlingum. Réðst á vin sinn og lögreglumenn Ölvaður maður ærðist í heima- húsi við Grensásveg. Hann réðst á vin sinn gestkomandi og eftir að vinurinn fór gekk sá ölvaði berserksgang og braut og braml- aði í íbúðinni. Hann réðst einnig á lögreglumenn sem komu á staðinn og fékk eftir það gistingu í fangageymslu. Um morguninn var tilkynnt um innbrot í bifreið í Seljahverfi. Stolið var hljóm- tækjum, geisladiskum og radar- vara. Þá var einnig tilkynnt um innbrot í bílskúr við Bergstaða- stræti þar sem stolið var tals- verðu af verkfæram. Bifreið valt á Bláfjallavegi um morguninn en enginn meiddist. Um hádegið var tilkynnt um innbrot í bifreið í Seljahverfi þar sem stolið var hljómtækjum og radarvara. Þá var farið inn í ólæsta bifreið í vesturbænum og stolið útvarpi og fleira. Um hádegisbilið þurfti ökumaður að hemla snögglega á Reykjanesbraut við Staldrið vegna bifreiðar sem ekið var í veg fyrir hann. Næstu bifreið íyrh’ aftan tókst ekki að stöðva og lenti hún aftan á þeirri fyrri. Þriðju bifreiðina tókst að stöðva en ekki næstu tvær og varð þar þriggja bíla árekstur. Nokkuð var af fólki í rniðborg- inni eftir að veitingastaðir lok- uðu aðfaranótt sunnudags og flest á aldrinum 18-25 ára. Ölv- un var miðlungi mikil en börn undir 16 ára ekki áberandi og þurfti ekki að hafa afskipti af neinu þeirra. Handtaka þuifti 6 manns vegna ölvunar eða óspekta og einn var fluttur á slysadeild. Pissaði út um bílglugga Aðfaranótt sunnudags hafði lögreglan afskipti af farþegum í bifreið á Kringlumýrarbraut en einn þeirra var hálfur út um gluggann að kasta af sér vatni. Farþegamir tóku illa afskiptum lögreglu og var þeim öllum vísað út úr bifreiðinni að beiðni öku- manns. Lögreglan þurfti að hafa afskipti af fleiri mönnum þessa nótt er þeir köstuðu af sér vatni annars staðar en á salernum. Tilkynnt var um þjófnað á verð- mætum tölvubúnaði úr íbúð í Fellahverfi um morguninn. Gestkomandi eru granaðir um þjófnaðinn. Eftir hádegið var bifreið stolið í Hátúni. Ókumað- ur var að afferma bifreiðina og hafði skilið kveikjuláslyklana eftir í bifreiðinni. Um kvöldið var tilkynnt um þjófnað á skart- gripum úr íbúð í Grafarvogi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.