Morgunblaðið - 16.02.1999, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 59
FÓLK í FRÉTTUM
MYNDBÖND
Þríleikurinn
mikli um
Indiana
Jones
Ránið á týndu örkinni
(Raiders of the Lost Ark)_
Ævintýri/hasar
★★★★
Framleiðsla: Frank Marshall. Leik-
stjórn: Steven Spielberg. Handrit:
Lawrence Kasdan. Tónlist: John
Williams. Aðalhlutverk: Harrison
Ford og Karen Allen. 101 mín.
Bandarísk. CIC myndbönd, janúar
1999. Aldurstakmark: 12 ár
„Raiders of the Lost Ark“ mark-
aði djúp og varanleg spor í kvik-
myndasöguna þegar hún kom út ár-
ið 1981. Hún sló aðsóknarmet hvar
sem hún var sýnd
og unglingar jafnt
sem eldri spennu-
myndafíklar um
víða veröld stóðu ó
öndinni meðan þeir
gláptu og fóru síð-
an beint í röðina
aftur þegar myndin
var búin. Þetta er
einfaldlega skot-
held hasannynd
með stöðugri, út-
hugsaðri, og
dæmalaust
skemmtilegri
keyrslu frá fyrstu
mínútu til þeirrar
síðustu. Persónu-
sköpun skarar
fram úr flestu sem
komið hefur fram í
geiranum og
tæknibrellumar
voru svo magnaðar
að hárin stóðu út í
loftið, og standa
þar enn átján árum
síðar. Handrit
Lawrence Kasdans eftir sögu
meistaranna Georges Lucas og
Philips Kaufman er óviðjafnanlegt
og sérstakir leikstjórnarhæfileikar
Spielbergs njóta sín betur en í
nokkurri annarri mynd eftir hann.
Það er heiður að fá að segja auð-
mjúkt álit sitt á þessu meistara-
stykki.
Indiana Jones og hof dauðans
(Indiana Jones and the Temple of
Doom)______________________
Ævintvri/hasar
★V4
Framleiðsla: Robert Watts. Leik-
stjdrn: Steven Spielbcrg. Handrit:
Willard Huyck og Gloria Katz. Tón-
list: John Williams. Aðalhlutverk:
Harrison Ford og Kate Capshaw.
1984 mín. Bandarísk. CIC myndbönd,
janúar 1999 Aldurstakmark: 12 ár
Svo kom franihaldið og vonbrigð-
in leyndu sér ekki. Væntingarnar
voru gríðarlegar og þegar í ljós kom
að myndin stóð hvergi undir þeim
féll hún langar leiðir í áliti. Einhver
hefur reiknað út velgengnisformúl-
una fyrir fyrri myndinni og gert það
vitlaust, því í stað þess að hrífa
mann með sér í bamslegri ánægju
vekur myndin stöðugan og illþol-
andi pirring út í gegn. Ekkert er til
sparað í peningaaustri varðandi
Eigur Simpsons á uppboði
sviðsmyndir, stórfengleg áhættuat-
riði og tæknibrellur. En hér sannast
að handritið er hjarta hverrar kvik-
myndar og handrit myndar númer
tvö um hetjuna miklu er einfaldlega
handónýtt.
Síðasta krossferðin
(The Last Crusade)___________
Ævintýri/hasar
★★★V4
Framleiðsla: George Lucas og Frank
Marshall. Leiksljórn: Steven Spiel-
berg. Handrit: Jeffrey Boam. Tónlist:
John Williams. Aðalhlutverk: Harri-
son Ford, Sean Connery og Allison
Doody. 119 mín. Bandarísk. CIC
myndbönd, janúar 1999. Aldurstak-
mark: 12 ár
Hver hefði svo trúað að eftir rass-
skellinn í annarri mynd veitti sú
þriðja fulla uppreisn æru? Nú er
upprunalegi andinn aftur svífandi yf-
ir vötnum og sagan hn'fur. Ný per-
sóna er kynnt til sögunnar, Dr. Jo-
nes eldri, og er samband feðganna í
brennidepli alla myndina. Sennilega
hefði enginn getað gert þessu hlut-
verki betri skil en erkisjarmörinn
Sean Connery. Kvenhetjan bjargai-
því sem bjargað verður eftir hroða-
lega persónusköpun forvera hennar
og nú er aftur komið verðugt verk-
efni fyrir hetjuna sem fann Sátt-
málsörkina, því nú leitar hann
gralsins, hins heilaga bikars Krists.
Hjarta myndarinnar slær öruggum
og öflugum slögum því handritið er
með allra besta móti. Eina ástæðan
íyrir að „Síðasta krossferðin" fær
ekki fullt hús er að þegar allt kemur
til alls þá er hún stæling á hinni
einu sönnu stórmynd um Indiana
Jones.
Guðmundur Ásgeirsson..
►HEISMAN verðlaunagripur O.J.
Simpsons frá árinu 1968 verður
seldur á uppboði í Butterfíeld
uppboðshúsinu í Los Angeles 16.
febrúar næstkomandi.
Er salan liður í uppboði
á eigum Simpsons, en
honum var gert að
greiða rúmlega 38 millj-
ónir dollara [um 2,4
milljarða króna] í einka-
réttarhöldum sem fjöl-
skylda Nicole Brown
Simpson höfðaði gegn
honum eftir að hann hlaut sýknu
hæstaréttar í morðmáli Nicole og
ástmanns hennar, Ron Goldman.
Auk verðlaunagripsins eru til
sölu fótboltabolir, sex golfsett og
að sögn uppboðshaldara eru allir
gripirnir í góðu ásigkomulagi.
Væntanlega væru gripirnir til
sölu á venjulegum flóamarkaði ef
ekki kæmi til orðspor eigandans,
en talið er að fótbolta-
peysurnar geti selst á
yfir 700 þúsund króna.
Sljórnandi uppboðs-
hússins segir að verð-
launagripurinn frá 1968
muni seljast fyrir a.m.k.
7 milljónir króna. „Óháð
því hvað fólki finnst um
Simpson hefur enginn
Heisman-verðlaunagripur verið
seldur fyrr á uppboði og ég býst
við að boðið verði grimmt í grip-
inn.“ Netverjum býðst að taka þátt
og er það í fyrsta skipti sem stórt
uppboð er sett samtímis á Netið.
HEISMAN-verðlaun
Simpsons frá 1968.
MORGAN
Kringlunni 4-6, sími 533 1720.
Nýjar
vorvörur