Morgunblaðið - 16.02.1999, Síða 60

Morgunblaðið - 16.02.1999, Síða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndahátíðin Berlinale í 49. skipti MÓEIÐUR Júníusdóttir í Poppi í Reykjavík sem sýnd er á markaðnum í Berlín. SHAKESPEARE ástfanginn þykir sigurstrangleg í Berlín. Verða menn ástfangn ir af Shakespeare? Kvikmyndahátíðin í Berlín telst til mikilvægari atburða í kvikmynda- heiminum. Hún hófst á miðvikudag með heimsfrumsýningu þýsku myndarinnar Amieé og Jaguar undir leikstjórn Max Fárberböck. Rósa Erlingsdöttir, fréttaritari í Berlín, kynnti sér dagskrá hátíðarinnar. EDWARD Furlong og Edward Norton í American History X. ISÍÐASTA skipti er Berlinale- hátíðin, sem löngum hefur ver- ið hápunktur lista- og menn- ingarlífs Berlínar, haldin í miðborg gamla vesturhlutans. Árið 2000 heldur hátíðin upp á hálfrar aldar afmæli sitt, rúmum tíu árum eftir fall múrsins, í nýjum glæsileg- um kvikmyndahúsum á Potsdamer- Platz. Hátíðin í ár ber á þann hátt merki um þær pólitísku og menn- ingarlegu breytingar sem orðið hafa á síðastliðnum ái’atug sem sýnir jafnframt þróun Berlínar sem heimsborgar. Óhætt er að segja að hátíðin muni endurspegla þrjú meginsvið kvik- myndaframleiðslu í heiminum í dag; Evrópu, Suðaustur-Asíu og Banda- ríkin. Meira en helmingur mynd- anna sem keppa til verðlauna kem- ur að þessu sinni frá Evrópu eða er undir evrópskri leikstjóm. Flestar þeirra verða heimsfrumsýndar núna í Berlín og spanna verk óþekktra leikstjóra sem og verk gamalkunnra meistara. Hátíðin stendur yfir til 21. febrúar og tekur til sýningar á sjötta hundrað kvik- myndir frá öllum heimshornum. 25 myndir frá 13 löndum eru tilnefnd- ar í samkeppnisflokki og eiga mögu- leika á að hreppa Gullna björninn. Hugniyndafræðin er mannhyggja Sannur kvikmyndaunnandi myndi þó halda því fram að sjálfa paradís hátíðarinnar væri að finna í hinum flokkum hátíðarinnar, þ.e. Panorama og Forum. í Panorama- flokknum er leitast við að gefa yfir- sýn yfir alþjóðlega kvikmyndafram- leiðslu síðastliðins árs með tilliti til áhrifa á þróun evrópsks kvik- myndaiðnaðar og er sérstök áhersla lögð á að velja myndir sem fást við samfélagsleg málefni nútímans. Við lok hátíðarinnar eru einnig veitt verðlaun í Panorama, meðal annars fyrir bestu heimildamyndina sem og fyrir bestu kvikmynd ársins sem á einn eða annan tengist lífi samkyn- hneigðra. Takmark Forum-flokksins er annars vegar að kynna myndir ungra leikstjóra frá öllum heims- hornum og hins vegar að leiða at- hygli áhorfenda að listrænu sem og samfélagslegu gildi kvikmynda- framleiðslu. Forum-flokkurinn hef- ur verið rómaður fyrir pólitíska hugmyndafræði sem byggist á mannhyggju. Handan pólitískrar hagsmunabaráttu er leitast við að gefa óháðum kvikmyndum, jafnvel þeim sem búa við ritskoðun í heima- landi sínu, möguleika á alþjóða vett- vangi. Sem dæmi má nefna kvik- myndir frá Asíu, jafnvel N.-Kóreu. Stjörnuskin í Berlín Stjörnur hátíðarinnar í ár eru meðal annarra Steven Spielberg með heimildamyndina The Last Days sem framleidd er af Shoah Foundation, Alan Rudolph kynnir nýjustu mynd sína Breakfast of Champions sem byggð er á met- sölubók Kurt Vonnegut Jr. með Bruce Willis og Nick Nolte í aðal- hlutverkum, en þeir eru báðir gest- ir hátíðarinnar. Myndin segir á gamansaman en gagnrýninn máta frá neysluhyggju nútímamannsins sem leiðir hann í tómhyggju og geðveiki. Mikla athygli vekur nýjasta mynd Toni Kaye og David McKenna, Ameiican History X, sem tekur á kynþáttafordómum og ofbeldisverkum „White-Power“- hreyfingarinnar í Suður-Kalíforníu. Edward Norton fer með aðalhlut- verkið og var tilnefndur til ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn fyrir fá- HEIMILDARMYNDIN „Non Stop“ eftir Ólaf Sveinsson var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín 11. febrúar og hefur feng- ið lofsamlegar umsagnir í blöð- unum Tageszeitung og Zitty. Myndin var valin til sýningar í þeim hluta hátíðarinnar, sem nefnist „Junges Forum“ og hefur verið vettvangur leikstjóra á borð við Aki Kaurismaki og Jim Jarmusch þegar þeir hafa viljað frumsýna myndir sínar. Myndin gerist á bensínstöð, sem er í hverfinu Moabit í Berlín og er opin allan sólarhringin. Þar safnast saman fólk úr öllum áttum og er leikstjórinn sjálfur meðal fastagesta þar. Christina Nord, kvikmynda- gagnrýnandi Tageszeitung, segir að út úr því að fylgjast með einum dögum. Sean Penn ásamt Nick Nolte, sem einnig er tilnefnd- ur til óskarsverðlauna, og öðrum stórstjörnum leikur í stríðsmynd- inni The Thin Red Line er einnig gestur hátíðarinnar. Myndin er í leikstjóm Terrence Malick en titill hennar skírskotar til bandarísks orðtaks er segir að að- eins örþunnur rauður þráðm’ skilji að heilbrigði og geðveilu í samfélagi mannkynsins. í túlkun Malicks á skáldsögu James Jones From Here to Eternity, sem lýsir sturlun stríðsins, verða fyrrnefnd skil að engu, en sögusviðið eru bardagar fastagestunum á bensínstöðinni, sem fremur séu að Ieita að fé- lagsskap og skemmtun en bens- íni, komi „hin dásamlega og mergjaða heimildarmynd „Non Stop“ og bætir við að hún gefi áhorfandanum kost á því að finna takt, Iffstilfinningu og lund- erni borgarinnar og íbúa hennar að tjaldabaki. Nord segir að Ólaf- ur leyfi hinu alræmda orðfæri hins kjaftfora Berlínarbúa að njóta sín og lýkur umsögninni á því að segja að það hvernig þrír menn tali hver í kross við annan á portúgölsku, rússnesku og þýsku megi teljast „með falleg- ustu samræðunum á kvikmynda- hátíðinni í Berlín þetta árið“. í tímaritinu Zitty, sem er dag- skrárblað fyrir Berlín, er bensín- stöðinni líkt við tóbaksbúð Bandaríkjamanna og Japana árið 1942. Shakespeare verðlaunaður? Einn helsti gullmoli hátíðarinnar telst vera stórmynd Johns Madden Shakespcare ástfanginn sem er til- nefnd til 13 óskarsverðlauna. Hún segir á gamansaman hátt frá því hvernig hin raunverulega eina sanna ást verður innblástur unga leikritahöfundarins Shakespeares, sem áður þjáðist af ritteppu, og hjálpar honum að ljúka leikritinu Rómeó og Júlíu. Arið er 1593 og samkeppnin hörð í leikhúslífi Lund- Augies Wrens í myndinni „Smoke“. „Islenski leikstjórinn [Ólafur] Sveinsson hefur fundið hina sönnu Berlín á bensínstöð sem er opin 24 tíma sólarhrings í hverfinu þar sem hann býr,“ seg- ir í dómnum. „Maður horfir á myndina fullur af hrolli og unaði - og gælir við þá hugmynd að líta við á næstunni á bensínstöð- inni í Paulstrafie, fá sér kaffi, kaupa dagblað og hlusta á dá- góðan skammt af lífspeki." Mynd Ólafs var frumsýnd á sjónvarpsstöðinni 3sat í Sviss, Austurríki og Þýskalandi 31. júlí 1998. í umsögn, sem Barbara Sichtermann skrifaði þá í viku- blaðið Die Zeit, sagði að Ólafur brygði „upp mynd af þessum jaðri í Berlín af einstökum næm- leika“. únaborgar, sem auk þess er ógnað af pestinni. Með aðalhlutverk fara Joseph Fiennes, Geoffrey Rush og Gwyneth Paltrow sem á þessu ári vann Golden-Globe verðlaunin. Fleiri bandarískar stórmyndir teljast sigurstranglegar en helst ber að nefna One True Thing í leik- stjórn Carl Franklin með Meryl Streep, Renee Zellweger og Willi- am Hurt í aðalhlutverkum og mynd- ina 8 mm en henni leikstýrir Joel Schumacher og Nicolas Cage leikur aðalhlutverkið. Ný dogma-mynd Dana Danska dogma-myndin Mifunes sidste Sang eftir hinn þekkta leik- stjóra Soren Kragh-Jacobsen er eini fulltrúi Norðurlandanna i Sam- keppnisflokknum en Valdís Óskars- dóttir er klippari myndarinnar eins og annarrar dogma-myndar Veisi- unnar. Af þeim 13 evrópsku mynd- um sem að þessu sinni keppa til verðlauna telst spænska myndin Entre Las Piernas, eða A milli fót- leggjanna, eiga mesta möguleika á viðurkenningu. Leikstjórinn Manu- el Gómez Pereira segir sögu pars sem sjúkt er í kynlíf sem ekki er nýtt þema í spænskri kvikmynda- gerðarlist. Óvanalegt er hinsvegar að Pereira virðist sannfærður um að hægt sé að stunda of mikið kyn- líf, og unga parið leitar á náðir stuðningshóps til að ráða niðurlög- um vanda síns. Söguþráðurinn tek- ur á sig ýmsar myndir og sameinar íróníu, magnaðar ástríður, fallegar kynlífssenur og tekur í lokin óvænta stefnu. Myndin var frumsýnd á fimmtudag og hefur hlotið mikið lof gagni’ýnenda. íslenskar kvikmyndir Engin íslensk kvikmynd verður sýnd í hefðbundnum flokkum á há- tíðinni í ár. A evrópska markaðinum verður Island með þrjár myndir eða Popp í Rcykjavík, Dansinn og Spor- laust. Kvikmyndasjóður Islands er þátttakandi í verkefni í samvinnu við European Film Promotion sem kallast Shooting Stars eða Stjörnur á uppleið. Verkefnið felst í því að kynna leikara sem aflað hafa sér góðs orðstírs heima fyrir og koma þeim á framfæri á alþjóða vett- vangi. Upprennandi leikarar frá 18 Evi’ópulöndum taka að þessu sinni þátt og munu halda fundi með leik- stjórum, handritshöfundum og blaðamönnum á Berlinale-hátíðinni. Verkefnið var reynt í fyrsta sinn í fyrra og þótti takast með eindæm- um vel en það er undir verndar- væng leikarans Bens Kingsley sem margir muna eftir úr hlutverki Gandhis í samnefdri kvikmynd. Nú í ár mun Ingvar Sigurðsson taka þátt, fyrstur íslenskra leikara. Verkefnið og leikararnir verða kynnt á blaðamannafundi nú um helgina. Ben Kingsley var viðstadd- ur opnunarhátíðina og lét þau orð falla að evrópskur kvikmyndaiðnað- ur væri kraftmesti og fjölbreyttasti miðillinn á heimsmarkaðinum í dag. „Non Stop“ eftir Ólaf Sveinsson valin til sýninga á kvikmyndahátíðinni í Berlín „Horfir á myndina fullur af hrolli og unaðiu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.