Morgunblaðið - 20.02.1999, Page 1

Morgunblaðið - 20.02.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913 42. TBL. 87. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Milosevic býður NATO birginn á elleftu stundu Belgrad, Rambouillet, Washington. Reuters. Reuters JACQUES Chirac, forseti Frakklands, er í opinberri heimsókn hjá Bill Clinton Bandaríkjaforseta. Þeir ræddu m.a. um stöðuna í Kosovo-við- ræðunum á fundi í Hvíta húsinu í gær. HVERFANDI líkur virtust til þess í gærkvöldi að samkomulag næðist á milli stjómvalda í Belgrad og leið- toga Kosovo-Albana um frið í Kosovo-héraði áður en fresturinn sem Tengslahópm- stórveldanna gaf samningamönnum rennur út klukk- an ellefu fyrir hádegi í dag. Slobod- an Milosevic, forseti Júgóslavíu, bauð stórveldunum birginn og sagð- ist í gær mundu hvergi hvika í af- stöðu sinni til samkomulagsins sem Tengslahópurinn hefur lagt fyrir í Rambouillet og heldur þola loft- árásir NATO. Chris Hill, aðalsamn- ingamaður Bandaríkjastjómar í Kosovo-viðræðunum, fór erindis- leysu til Belgrad að reyna að ná tali af forseta Serba í gær. Náist ekki samkomulag í Rambouillet-kastala vegna þvergirðings Serba mun NATO hefja loftárásir á skotmörk í Júgóslavíu umsvifalaust. Forsetar Frakklands og Banda- í'íkjanna, þeir Jacques Chirae og Bill Clinton, áttu fund í Hvíta hús- inu í gær þar sem m.a. var rætt um Kosovo-deiluna. „Ef samkomulag næst ekki mun það hafa mjög alvar- legar afleiðingar fyrir þá sem ekki vilja semja,“ sagði Chirac á sameig- inlegum fréttamannafundi forset- anna. „Það ríki algjör eining um þá ákvörðun að beita valdi gangi Serb- ar ekki að því friðarsamkomulagi sem fyrir liggur," sagði Bill Clinton við sama tækifæri. Albright með á lokasprettinuin Madeleine Albright, utanríkisráð- hema Bandaríkjanna, og starfs- bræður hennar frá Bretlandi og Frakklandi, Robin Cook og Hubert Vedrine, voru væntanleg til Ram- bouillet-kastala í morgun að leggj- ast á árarnar með samninganefnd- um Serba og Kosovo-Albana. „Eg vil að menn velkist ekki í vafa um að fresturinn rennur út klukkan ell- efu,“ sagði Albright við fréttamenn í Washington í gær. Robin Cook hvatti stjómvöld í Belgrad til þess að leggja sig fram um að ná sam- komulagi: „Stjómvöld í Belgrad verða að hitta okkur á miðri leið.“ Forseti Júgóslavíu neitaði að hitta Chris Hill, einn aðalsamninga- mann Tengslahópsins, að máli í Belgrad í gær, en Albright hafði gert Hill út af örkinni til þess að taka af öll tvímæli við forsetann um nauðsyn þess að ná samkomulagi fyrir hádegi í dag. Var það talið benda til þess að Milosevic ætlaði sér ekki að ræða við aðra en Madel- eine Albright eða starfsbræður hennar frá Bretlandi og Frakklandi. Slobodan Milosevic, forseti Júgó- slavíu, sagðist í gær frekar mundu þola loftárásir Atlantshafsbanda- lagsins en láta Kosovo-hérað af hendi. „Við látum Kosovo ekki af hendi, jafnvel þótt gerðar verði loft- árásir," sagði Milosevic að því er Tanjug fréttastofan greindi frá. „Við munum ekki leyfa erlent her- námslið í landinu og það tjóir ekki að hóta loftárásum. Þetta er viðvör- un til allra er unna friði og frelsi," sagði forsetinn enn fremur. NATO í viðbragðsstöðu Herafli NATO er í viðbragðs- stöðu. 430 orrastuþotur og herflug- vélar eru til taks ef nauðsyn krefur. Haft var eftir heimildarmanni í vamarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna að líklega yrði fyrst gerð árás með Tomahawk-stýriflaugum en beðið með að senda herþotur á loft. I höfuðstöðvum NATO í Brussel sögðu heimildarmenn að loftvama- kerfi Júgóslavíu væri aðalskotmark NATO-herjanna. Með stýriflauga- árás væri hægt að valda miklum skemmdum á radarstöðvum, sam- skiptabúnaði, flaugum og flugvélum á jörðu niðri. Yfirmaður serbheska flughersins sagði sveitir sínar reiðu- búnar að verja Júgóslavíu gegn loft- árásum NATO. Fulltrúar í öryggisráði Samein- uðu þjóðanna era reiðubúnir að ganga til fundar um stöðuna í Kosovo þegar nauðsyn krefur. En búist er við að fulltrúar Rússlands og Kína kalli til fundar í ráðinu ráð- ist NATO til atlögu. Stjóm Rúss- lands hefur lýst eindreginni and- stöðu við loftárásir NATO. Frétta- skýrendur telja nokkrar líkur til þess að Slobodan Milosevic vilji láta reyna á hótun Tengslahópsins um loftárásir, til þess að sanna fyrir þegnum sínum að hann hviki hvergi gegn hótunum stórveldanna fyrr en á hólminn er komið. Reuters SOYUZ-geimfarinu komið fyrir á skotpalli í Kasakstan. Síðasta ferðin í Mír- geimstöðina Moskvu. Reuters. FLEST bendir til þess að síðasta geimferðin í Mír-geimstöðina rúss- nesku verði farin í dag á þrettánda afmælisdegi stöðvarinnar en skjóta átti Soyuz-geimfari með þriggja manna áhöfn á loft frá Kasakstan snemma í morgun. Yfirmenn Geimferðastofnunar Rússlands hafa að undanförnu leitað allra leiða til þess að fjármagna starfsemi Mír-stöðvarinnar, en út- haldið í geimnum kostar drjúgan skilding og hefur ekki verið áfalla- laust. Skemmst er að minnast áreksturs Mír við geimbirgðaskip árið 1997. í áhöfninni era tveir útlendingar, Slóvaki og Frakki, sem koma ekki tómhentir til fararinnar. Slóvakía hefur fellt niður rússneskar skuldir, andvirði um eins og hálfs milljarðs íslenskra króna, til þess að koma Slóvakanum út í geiminn og Geim- ferðastofnun Evrópu greiddi svipaða upphæð fyrir franska vísindamann- inn í áhöfninni. Búist til brottfarar Pristina. Reuters. HAFINN er brottflutningur starfsmanna erlendra sendiráða og alþjóðlegra stofnana í Júgó- slavíu vegna yfirvofandi loft- árása Atlantshafsbandalagsins. Konurnar á myndinni voru meðal starfsmanna kanadíska sendiráðsins í Belgrad sem tygjuðu sig til brottferðar í gærdag. Urður Gunnarsdóttir, blaða- fulltiiii í höfúðstöðvum eftirlits- manna Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, ÖSE, í Prist- ina í Kosovo-héraði, sagði í við- tali við Morgunblaðið í gær að menn þar væru við öllu búnir: „Það hefur engin ákvörðun ver- ið tekin ennþá um brottflutn- ing, en menn fylgjast vandlega með ástandinu og bíða ákvörð- unar Knut Vollebæk, utanríkis- ráðherra Noregs, er fer nú með formennsku í ÖSE, um það hvort af brottflutningi til Skopje í Makedómu verður og þá hvenær. Maður finnur að fólk fylgist vel með en hið dag- Reuters lega líf heldur áfram. Það er allt með kyrrum kjörum í borg- inni og tiltölulega rólegt utan hennar. Eitthvað er um að her- inn sé að flytja til skriðdreka og menn víða um Iandið og nokkur hreyflng greinileg á sveitum júgóslavneska hersins." Urður sagðist sjálf ekki vera farin að hafa áhyggjur af ástandinu þótt vissulega væri hún við öllu búin og búin að pakka niður farangri sínum, líkt og samlandi hennar Guð- björg Sveinsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, sem einnig starfar á vegum ÖSE í Kosovo. Dregur úr mótmælum Kúrda vegna handtöku Öcalans Hlakkar í Tyrkjum vegna vandræða Grikkja Ankara, Bagdad, Aþenu. Reuters. TYRKNESKAR hersveitir héldu í gær áfram aðgerðum sínum gegn skæruliðum Kúrda langt innan norð- urlandamæra Iraks. Lýstu íraskir stjórnarerindrekar mikilli óánægju með það sem þeir kölluðu „innrás Tyrkja í írak“. Mótmæli stuðnings- manna Kúrdaleiðtogans Abdullahs Öcalans, sem Tyrkir handsömuðu fyrr í vikunni í Kenýa, héldu áfram í nokkrum löndum og lést einn Kúrdi í átökum við tyrkneskar öryggis- sveitir í suðausturhluta Tyrklands. Einnig hreiðraði hópur Kúrda um sig í höfuðstöðvum Mennta- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í París en mót- mælin í gær voru þó mun minni en undanfama daga. Tyrknesk dagblöð réðu sér vart fyrir kæti í gær vegna þeirra vand- ræða sem handtaka Öcalans hefur valdið grísku stjóminni en Costas Simitis, forsætisráðherra Grikk- lands, rak á fimmtudag þrjá ráð- herra úr ríkisstjóm sinni, þeirra á meðal Theodoros Pangalos utanrík- isráðherra. Yfirmaður grísku leyniþjónustunn- ar neyddist líka til að segja af sér vegna málsins í gær. Grískir stjómmála- skýrendur spá því að stjóm Simitis muni ekki bera sitt barr eftir þessa orrahríð en heima fyrir þykir það mikill álitshnekkir fyrir Simitis og stjórn hans að hafa látið Tyrid handsama Öcalan fyrir framan nefið á sér, en Grikkir höfðu skotið skjólshúsi yfir Kúrda- leiðtogann í gríska sendiráðinu í Nairobi í Kenýa. Erlendis hefur hins vegar borið meira á gagnrýni í garð Grikkja fyrir að aðstoða Öcalan leynilega með þess- um hætti. Bæði Simitis og nýr utanríMsráð- herra, George Papandreou, viður- kenndu í gær að Grikk- ir hefðu gert alvarleg mistök í málinu. Simitis lagði hins vegar áherslu á samábyrgð annarra Evrópuþjóða sem höfðu neitað Ocalan um að- stoð og í raun þvegið hendur sínar af honum af ótta við óeirðir heima fyrir. Að mati Simitis hefði það allra síst átt að lenda á herðum Grikkja að skipta sér af málum Öcalans, vegna stormasamra sam- sMpta þehna við Tyrid. Þeir hefðu hins vegar verið nauðbeygðir til að aðstoða Öcalan með þeim hætti sem þeir gerðu þar sem hann hafði laumast inn í Grikkland án þess að stjórnvöld vissu af. ■ Erum sárþjáðir/26 ■ Staða Kúrda/26 GEORGE Papandr- eou er sonur Andre- as heitins Papandr- eou, fyrrv. forsætis- ráðherra Grikkja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.