Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 53

Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 53Si GRÉTAR ÓLAFUR SIG URÐSSON + Grétar Ólafiir Sigiirðsson fæddist í Reykjavík 28. desember 1932. Hann lést á Sjúki-a- húsi Reykjavíkur 15. febniar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Magnús- son, f. 3.12. 1906, d. 1994, netagerðar- maður í Sandgerði, og kona hans Berta Soffía Steinþórsdótt- ir, verkakona í Sandgerði, f. 7.5. 1913. Grétar á eina systur, Ragnlieiði Steinu Sigurð- ardóttur, f. 27.7. 1948 í Sand- gerði, gift Sævari Péturssyni, f. 6.6.1948, og á hún tvo syni. Grét- ar var kvæntur Sigurveigu Sig- urjónsdóttur, f. 3.1. 1934 á Fáskrúðsfirði. Þau eiga sex börn. Þau eru þessi í aldursröð: 1) Sigríður Berta, f. 4.9. 1953, gift Matt- híasi Guðmundssyni. Eiga þau fímm börn og tvö barnaböm. 2) Gissur Þór, f. 24.9. 1956, giftur Salóme Guðmundsdóttur, eiga þau fjögur böm. 3) Ester, f. 4.10. 1957, gift Hirti Jóhannssyni, eiga þau þijú börn. 4) Sigurbjöm, f. 2.11. 1960, fráskilinn, á hann sex böm. 5) Jóhann Ingi, f. 5.7. 1962, giftur Margréti Ingiþórs- dóttur, eiga þau Ijögur böm. 6) Elvar, f. 12.11. 1967, í sambúð með Sigrúnu Guðjónsdóttur, eiga þau þrjú böm. Utför Grétars fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi, þá er komið að kveðjustundinni sem við vissum að væri í nánd en það var svo auðvelt að ýta henni frá sér þar sem þú varst alltaf svo léttur og kátur þó þú þyrft- ir að bera þann þunga sjúkdóm sem krabbamein er. Það er alveg aðdáun- arvert hvað þú náðir þér alltaf upp eftir erfið tímabil. Mig langar að skrifa nokkrar línur og læt hugann reika á Túngötuna, þar sem ég ásamt systkinum mínum fimm ólst upp við mikla ást og umhyggju ykkai’ mömmu. Það þurfti duglegan mann til að vinna fyrir sex börnum og það gerðir þú því ekki skorti okkur neitt. Alltaf söknuðum við þín þegar þú fórst á sfld norður í nokki-a mánuði í einu. Lengi varst þú á sjó, og um tíma áttir þú bát ásamt svila þínum og fékk ég að fara nokkrum sinnum með ykkur á færi og fékk þar minn fyrsta fisk sem var Maríufiskurinn og lést þú mig fara með hann til Hansa í Miðhúsum til að gefa honum því þú gafst honum þinn fyrsta fisk og var það montin níu ára stelpa sem labbaði með fiskinn upp bryggjuna. Eg verð líka að minnast á hvað þú varst góður við afa og ömmu alla ævi, og sérstaklega í þau átján ár sem afi átti við veikindi að stríða. Ekki liðu nema tvö ár frá láti afa þar til þú veiktist sjálfur og finnst mér það óréttlátt að þú skyldir ekki ná meiri tíma fyrir ykkur mömmu. Eg vildi að við hefðum getað farið fleiri ferðir eins og þegar við fórum í heimsókn til Rakelar á Húsavík, mikið var hlegið og ski-afað í þeirri ferð. Skrítin tilviljun var það að þú og vinur þinn Siggi Bjarna skylduð greinast með þennan sjúkdóm á sama tíma og varð það til að þið gáfuð hvor öðrum styrk og góðar stundir í göngutúrum og ykkar vikulegu ferðum til Grindavík- ur. Það var alltaf mikið hlegið og galsast yfir kaffibolla hjá mér og Sigrúnu, eitt og hálft ár er síðan Siggi kvaddi þennan heim en áfram hélst þú þínum vikulegu ferðum til mín og á ég eftir að sakna þeirra stunda sem við áttum saman á und- anförnum árum og á eftir að verða mikið tómarúm hjá mér. Ekki verður söknuðurinn minni hjá eiginmanni mínum og bömunum sem alltaf litu upp til ömmu sinnar og afa. Það er svo margs að minnast, þetta er bara smá brot, en allt geymi ég í minning- unni. Góði Guð, nú veit ég að þjáning- um pabba er lokið þar sem hann hvíl- ir í faðmi þínum og bið ég þig um að styrkja mömmu, ömmu og okkur öll í fjölskyldunni í sorg okkar. Drottinn vakir, drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðleg eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist aldrei hann í burtu fer, Drottinn elskar, drottinn vakir dagaognæturyfirþér. (S. Kr. Pétursson.) Sigríður Berta Grétarsdóttir. Elsku pabbi minn. Það er sárt að setjast niður og kveðja þig, elsku pabbi minn, en ég veit að nú líður þér betur. Þú héfur barist eins og hetja í rúm þrjú ár við krabbameinið, sem sigraði að lokum. Aldrei heyrðum við þig kvarta, held- ur huggaðir þú okkur og hughreyst- ir þegar við vorum að bugast. Alltaf varst þú boðinn og búinn að hjálpa okkur systkinunum ef eitthvað vantaði. Þegar við Hjörtur byggðum okk- ar fyrsta hús á Vallargötunni, varst þú fyrstur til að hjálpa okkur að mála svo við gætum flutt inn fyrir jól, þó þú hafir staðið í beitningu all- an daginn, því Hjörtur var á sjó og ég ófrísk að okkar fyrsta barni. Mikið varstu hreykinn þegar þú fékkst fyrsta nafna þinn Grétar Olaf, sem var augasteinninn þinn, og fylgdist þú vel með honum og hvatt- ir áfram í fótboltanum og varst hreykinn af honum og saknar hann nú afa síns sárt eins og öll þín barnabörn, sem hændust að þér. Elsku pabbi, ég kveð þig og þakka þér fyrir allt sem við gerðum og átt- um saman. Elsku mamma og amma, þið hafið misst yndislegan eiginmann og son en minningin um hann mun lifa áfram í hjörtum okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, Ijúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Þín dóttir. Ester. Elsku pabbi minn, mér finnst það skrítið þegar ég hugsa til þess að ég myndi einhvern tíma eiga eftir að vona að þú myndir deyja. En þessi hugsun kom oft upp þegar þú barðist svo hetjulega við veikindin þín síðustu tvo sólarhringana. Ég var farinn að vona að þú myndir deyja svo að þessum kvölum myndi ljúka og þú fengir hvíld. Já, þær voru erfiðar stundirnar á spítalan- um því kvalirnar voru miklar en þú varst ekki auðunninn enda þvílíkt hraustmenni. Mér fannst alveg magnað hversu létt þú tókst á veik- indunum og hvernig þú snerir öllu upp í grín þegar þú sást að við vor- um döpur, já, þú varst ótrúlegur. Þær voru margar gleðistundirnar sem við áttum saman og ég á eftir að sakna þín mikið pabbi því við vorum ekki bara feðgar, við vorum svo miklir vinir. Ég kveð þig með söknuði pabbi minn og þú verður vel geymdur í hjarta mínu. Ég votta ömmu minni og systkin- um mínum, Ragnheiði systur þinni og hennar fjölskyldu og sérstaklega mömmu minni mína dýpstu samúð. Guð geymi ykkur öll. Elvar Grétarsson. Elsku besti afi minn, nú ertu far- inn frá okkur eftir erfiða baráttu, en það er erfitt að horfast í augu við það að þú sért farinn, afi minn. Ég á margar góðar minningar um þig, eins og t.d. þegar ég var lítil fannst mér og strákunum bræðrum mínum gaman að koma í heimsókn og skoða og reyna að telja alla demantana hjá þér og ömmu, alla demantana sem voru inni í stofu, það fannst mér alltaf svo gaman. Ég kom líka oft að skoða pennasafnið þitt, þú áttir svo mikið af flottum pennum. Ég skoðaði þá og reyndi að telja þá, en þeir voru svo margir að ég nennti ekki að telja þá alla og það var líka gaman að koma og gefa þér nýja penna, þá varstu mjög glaður. Ef það var einhver fótboltaleikur, bara einhver, þá sá maður alltaf þig afi minn, því þar varstu alltaf, en það fór að minnka eftir að þú veikt- ist, en þú lést svo lítið á því bera að þú værir veikur því þú varst svo rosalega sterkur, afi minn. Stundum þurftir þú að fara á sjúkrahús og ég og Hjördís frænka fórum einu sinni með ömmu til þín og það fannst okk- ur mjög gaman að koma til að heilsa upp á afa sinn. Þegar þú varst heima lást þú mest rúmfastur því þú hafðir voðalega lít- inn mátt en stundum komstu fram. Það var alltaf jafn gaman að koma og heimsækja þig því þú varst alltaf svo glaður. Ég og Hjördís komum stundum við á kvöldin til að skreppa á klósettið og stöldruðum alltaf aðeins við til að heilsa upp á afa og ömmu og alltaf fengum við eitthvert nammi, ég gat aldrei farið út fyrr en ég var búin að kyssa ykkur bæði bless. Nú ætla ég að kveðja þig, elsku afi minn, með nokkrum orðum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Þín sonardóttir. Elín Björg. Elsku afi. Það er erfitt að setjast hér niður og ætla að skrifa nokkur orð um hann Grétar afa minn en með þess- um fáu orðum ætla ég að minnast hans. Nú eru veikindi þín liðin og þú far- inn frá okkur, farinn í betri heim þar sem þín heíúr beðið stærra hlutverk. Þótt þú hafir verið mikwþ veikur varstu alltaf svo sterkur. Ég man þegar mamma og pabbi fóru til útlanda og ég átti að vera í pössun hjá þér og ömmu og ég vildi sofa í afabóli og þá svafst þú alltaf í sófanum í litla herberginu, og alltaf þegar hjólið mitt bilaði og hjá systldnum mínum þá lagaðir þú það, þú varst alltaf tilbúinn til þess elsku afi minn. Það eru miklu flem minningar sem koma upp í huga mér á þessari stundu, en afi, þótt þú sért dáinn muntu alltaf vera með okk- ur, ég veit líka að Bangsi minn hefur tekið á móti þér með bandið sitt og núna líður þér vel, uppi hjá Guði, elsku afi minn. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd og bind um sárin, kom, dögg og svala sálu nú, kom, sól og þerra tárin, kom, hjartans heilsu lind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós og lýstu mér, kom, líf er ævin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem.) Elsku amma, langamma, mamma, Berta, Þór, Sibbi, Elvar, Jóhann og Ragnheiður. Megi góður Guð styrkja ykkur í þessari sáru sorg. Blessuð sé minning þín, elsku afi minn. Þín dótturdóttir. Hjördís Ýr. Elsku afi. Það er eifitt að horfast 1 augu við þá staðreynd að þú sért farinn frá okkur. En þær eru margar hlýjar og góðar minningar sem ég á um þig, elsku afi minn. Eins og þegar ég var lítil og vildi fara að varalita mig þá bauðst þú til að hjálpa mér og varalitaðir mig langt út á kinnar þannig að ég var eins og trúður en mér fannst ég samt voða fín. Alltaf var ég hjá ykkur ömmu á kvöldin enda varst þú alltaf í upp- áhaldi hjá mér, og ert enn enda var ég líka svo mikil afastelpa, afastelp- an þín afi minn. Amma poppaði alltaf og sat ég hjá ykkur á gólfinu að borða popp og horfa á sjónvarpið og alltaf vildir þú bara „eina lúku af poppi“ og þegar amma fór í bingó vildi ég aldrei að þú yrðir einn heima og kom til þín og horfði með þér á sjónvarpið og svo spjölluðum við um daginn og veginn. Alltaf gat ég treyst á þig þegar hjólið mitt bilaði, þá var bara farið til afa og hann reddaði málinu. Síðan kom sá dagur að þú greind- ist með krabbamein. Frá og með þeim degi varst þú alltaf svo hraust- ur og duglegur og leist svo vel út all- an tímann alveg fram á síðustu stundu. Ég er mjög stolt af þér, elsku afi minn. Ég man þegar ég kom til þín og ömmu um daginn og við vorum að spjalla saman, þá sagðir þú við mig að þú værir svo ánægður yfir því að ég væri flutt aftur heim til mömmu og pabba og einnig þegar við fórum að tala um dansinn og ég sagði að ég væri að spá í að byrja aftur, þá brostir þú og sagðir að það litist þér vel á. En elsku afi, þá er loksins þessum erfiðu veikindum lokið og þú búinn að fá hvíldina eftir mikil veikindi og miklar kvalir og ég veit að nú líður þér vel og pabbi þinn og Bangsi minn taka á móti þér og verða með þér. Nú kveð ég þig, elsku afi minn, með miklum söknuði. Ég á eftir að sakna þín mikið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ,virztmigaðþértaka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Blessuð sé minning þín. Elsku amma, langamma, mamma, Berta, Þór, Sigurbjörn, Jóhann, El- var og Ragnheiður, megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Þín afastelpa, alltaf. Hildur Rós. Elsku afi okkar. Nú ert þú farinn til Guðs, afi, og núna ertu ekki veikur lengur. Okkur þykir svo vænt um þig, afi. Drottinn er minn hirðir, migmunekkertbresta. A grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (23. Davíðs sálmur.) Asdís, Guðjón Óskar og Andri Már Elvarsbörn. Elsku bróðir, nú ert þú farinn frá okkur og kominn til Guðs, eftir langvarandi veikindi. Mig langar að kveðja þig með söknuði, með þessu ljóði. Elsku mamma, Veiga og fjöl- skylda, ég votta ykkur samúð mína. Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgimar hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra foma hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Eg man þig og mun þér aldrei gleyma, minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni ogjörðu. Brosin þín mig að betri manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stef.) Ragnheiður Sigurðardóttir. Nú er Grétar, vinur minn og mág- ur, búinn að kveðja þennan heim eft- ir langvarandi veikindi, sem að lok- um náðu yfirhöndinni. Ég kynntist Grétari fyrir nokkrum árum í jóla- boði, sem hann hélt fyidr fjölskyld- una. Var þar oft glatt á hjalla og veittu Grétar og Veiga vel bæði börnum og fullorðnum. Grétar var sjómaður á sínum yngri árum, en síðustu árin sem hann vann var hann við beitningar fyrir báta. Það var oft erfitt hjá Grétari vegna þess að jafnframt því að vinna sína vinnu helgaði hann sig því að annast og aðstoðá^' föður sinn, sem var búinn að vera lamaður í mörg ár. Þeir voru tengdir órjúfanlegum böndum. Mjög stuttur tími leið frá því faðir hans lést og þar til Grétar greind- ist með ólæknandi sjúkdóm, sem hann barðist hetjulega á móti þar til hann varð að láta undan. Grétar átti marga og góða vini sem heimsóttu hann bæði á Sjúkrahús Reykjavíkur og einnig er hann var heima. Grétar átti samheldna fjölskyldu sem hlúði að honum, og má þar sér- staklega nefna eiginkonu hans, sem síðustu árin hjúkraði honum og annaðist hann af stakri prýði. Einnig má þar nefna Bertu döttur þeirra hjóna sem var þeim oft stoð og stytta í veikindum Grétars. Ég vil sérstaklega þakka Eiríki lækni, sem annaðist Grétar í veikindum hans, fyrir alveg frábæra aðstoð, sem hann veitti Grétari alveg til hinstu stundar. Einnig vil ég þakka starfsfólki á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mjög góða hjúkrun. Móðir Grétars, Berta Steinþórsdóttir, dvelur nú á Sjúkrahúsi Suðurnesja. Grétar minn, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég og Ragnheiður áttum með þér og þinni r _ fjölskyldu. Nú kveð ég þig vinur og mágur því nú veit ég að þér líður vel. Ég votta tengdamömmu, Veigu og fjölskyldu samúð mína. Sævar Pétursson. Mig langar í fáeinum orðum að minnast Grétars Sigurðssonar frá Sandgerði og þakka allajaá vinsemd sem hann sýndi mér. Ég kynntist Grétari fyrir rúmum 20 árum þegar ég flutti aftur til Sandgerðis og tengdust þau kynni föður mínum* Vilhjálmi Asmundssyni. Grétar hafði verið með föður mín- um til sjós og voru þeir síðast saman á Rafnkeli 1959, fór Grétar í land um áramótin til að beita á bátnum, Rafnkell fórst með allri áhöfn 4. janúar 1960. Ég kynntist aldrei föður mínum, því ég var aðeins 6 mánaða þegar hann drukknaði. Grétar gaf mér því mikið með frásögnum sínum af pabba og það gladdi mig þegar hann sagði að við værum líkir. Þegar ég heimsótti Grétar rædd- um við um sjómennskuna, verkalýðsmál og pólitík og heyrðist þá oft hressilega í okkur. í mínum huga var Grétar hreystimennþ í ^, störfum sínum til sjós og lands. Ég dáðist ekki síður að æðruleysi hans í veikindum hans, aldrei kvartaði hann í mín eyru, dró heldur úr van- líðan sinni og sneri umræðunni á léttari nótur, annað hvort voru það frásagnir frá fyrri tíð, eða þau mál, sem efst voru á baugi í landsmálum Ég á Grétari mikið að þakka, góð- ar minningar sem hann gaf mér um föður minn og allar ánægjustundir sem við áttum, þegar tími gafst til , frá dagsins önn. Ég og fjölskylda mín sendum fjöl- skyldu hans okkar innilegustu ; samúðarkveðjur og biðjum góðan | guð að styrkja þau. Blessuð sé minning um góðan vin. ^ Axel Vilhjálmsson. i Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.