Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 55í AÐALS TEINN SVEINBJÖRN ÓSKARSSON + Aðalsteinn Sveinbjörn Oskarsson fæddist á Hverhóli í Skíðadal 16. ágúst 1916. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 13. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Snjólaug Aðal- steinsdóttir, f. 30. október 1893, d. 27. mars 1980, og Ósk- ar Kristinn Júlíus- son, f. 8. maí 1892, d. 14. janúar 1993. Aðalsteinn ólst upp hjá foreldrum sínum fyrst á Hverhóli og síðan á Kóngsstöð- um í Skíðadal. Hann var elstur þeirra barna en systkini hans eru Kristín, f. 16. september 1920, Valdemar, f. 25. október 1922, Friðrika Elísabet, f. 25. júní 1925, Ástdís Lilja, f. 21. jan- úar 1934, og Árni Reynir, f. 21. jan 1934. Hinn 9. september 1939 kvæntist Aðalsteinn Sigurlaugu Jóhannsdóttur frá Brekkukoti í Hjaltadal, f. 3 júní 1918, d. 4.júlí 1975. Bjuggu þau fyrst á hluta af Kóngsstöðum frá 1939-1941 en síðan á Ytri-Másstöðum til 1950 er þau fluttu til Dalvíkur og vann Aðalsteinn þar lengst af við verslunarstörf hjá Kaup- félagi Eyfirðinga á Dalvík. Árið 1976 fluttist hann til Akureyr- ar, þar sem hann vann fyrst hjá KEA, en siðan hjá dagblaðinu Degi. Aðalsteinn var oddviti Dalvíkurhrepps 1962-1966, meðlijálpari við Upsa- og Dalvíkur- kirkju í 18 ár og tók þess utan alla tíð virkan þátt í störf- um ijölmargra fé- laga. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Ásta Ingimaría, f. 20. júlí 1941, d. 12. maí 1994. Maki Haukur Haralds- son, f. 14. maí 1933. Þeirra börn eru Að- alsteinn f. 1959, Kristinn, f. 1962, Auður Elfa, f. 1964, Sigurlaug, f. 1975, og fris Dögg, f. 1982. 2) Snjólaug Ósk, f. 7. júlí 1946. Maki Þorsteinn Sigurjón Pét- ursson, f. 27. maí 1945. Þeirra synir eru Pétur Björgvin, f. 1967, Aðalsteinn Már, f. 1969, og Jóhann Hjaltal, f. 1972. 3) Karlotta Birgitta, f. 11. ágúst 1949. Maki Lárus Pétur Ragn- arson, f. 10. mars 1947. Þeirra synir eru Sigurbjörn Birkir, f. 1976, Jón Bjartmar, f. 1984, og sonur Lárusar, Ragnar Jóhann, f. 1970. Auk þess ólst upp hjá þeim Aðalsteini og Sigurlaugu í nokkur ár Eva Pétursdóttir frá Árskógssandi, nú búsett á Akranesi. Sambýliskona Aðal- steins frá 1979 er Sigrún Guð- brandsdóttir, f. 1. janúar 1917, áður húsfreyja á Áshóli í Grýtu- bakkahreppi. Utför Aðalsteins fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í dag verður jarðsunginn frá Dal- víkurkirkju tengdafaðir minn Aðal- steinn Óskarsson. Aðalsteinn var um margt sérstakur maður. Hann hlaut í vöggugjöf að vera vandvirk- ur og svo sannarlega bera verk hans þess merki. Leitun mun vera að manni sem hefur sýnt móður jörð aðra eins umhyggju og hann gerði og mættu margir í þessu landi taka hann sér til fyrirmyndar í allri umgengni við hana. í Skíðadalnum átti hann sína Paradís. Þar kom hann sér og sínum upp athvarfi sem hann sýndi einstaka natni og um- hyggju. Þar sinnti hann bændaþörf sinni og ófáar voru ferðirnar hans þangað árið um kring meðan heils- an entist og oft fór hann þangað í seinni tíð meira af vilja en mætti. Drottinn gaf og Drottinn tók. Lífshlaup Aðalsteins var ekki alltaf dans á rósum. Það varð hon- um þungur baggi að veikjast alvar- lega á miðjum aldri og búa við skert starfsþrek eftir það og ekki var það síður erfitt fyrir hann að missa sína góðu eiginkonu skömmu seinna. Þá átti hann erfiðar stundir og ekki síð- ur þegar hann missti elstu dóttur sína, mjög skyndilega, úr sama sjúkdómi og konu sína. En alltaf gekk hann hnarreistur og bar sorg sína í hljóði. í tæpa tvo áratugi átti hann öruggt og gott skjól hjá eftir- lifandi sambýliskonu sinni, sem honum þótti afar vænt um. Sigrúnu Guðbrandsdóttur eru hér færðar þakkir fyrir góða umönnun hans í erfiðum veikindum. Lárus Ragnarsson. Finn ég þrátt mig þrýtur mátt, þrotin brátt er glima. Guð, mig láttu sofoa í sátt, sígur að háttatíma. (Pétur B Jónsson) Hinn þrettánda dag þessa mán- aðar var burtu kallaður frá þessu lífí tengdafaðii' minn, Aðalsteinn Sveinbjörn Óskarsson. Aðalsteinn var kominn tvö ár yfir áttrætt, orð- inn aldraður, hafði skilað löngum vinnudegi. Nú um nokkurn tíma hafði Aðalsteinn ekki gengið heill til skógar. Hann skynjaði að brátt mundi þessari glímu ljúka, máttur- inn var á þrotum. Aðalsteinn var sáttur við Guð og menn. Hans háttatími var kominn. Aðalsteinn var fæddur í Skíðadal og ólst þar upp. Hann unni dalnum öllu öðru fremur. Búfræðingur var hann frá Hólum í Hjaltadal. Þar lágu leiðir hans og Sigurlaugar Jó- hannsdóttur saman. Þau hófu síðan búskap á Ytri-Másstöðum í Skíða- dal. Þar byggðu þau upp bæði íbúð- arhús og fjárhús, en vegna heilsu- brests Sigurlaugar hættu þau bú- skap og fluttu til Dalvíkur. Er ég kynnist þeim hjónum bjuggu þau í Karlsrauðatorgi 10 á Dalvík, en þar höfðu þau byggt sér myndarlegt hús. Aðalsteinn var vinnusamur maður er sjaldan lét sér falla verk úr hendi. Hann hafði alla tíð unun af búskap og ræktunarstarf var honum hjart- ans mál. Hann unni dalnum sínum, dalnum þar sem angan gróðursins var honum sætur keimur. Þar sem hann sá undur lífsins vakna af veti'- ardvala vor hvert. Dalnum, þar sem tignarleg fjöll rísa og teygja sig til himins, dalnum þar sem jökullinn skríður fram í þröngum dalbotnin- um. Þar, já, einmitt í dalnum, þar sem berin verða blá á einni nóttu. Hann kunni nöfn jurtanna í dalnum betur en flestir, og ömefni í dalnum voru honum afar kær. Eitt af erind- um úr kvæðinu Bóndinn eftir Davíð Stefánsson hefur mér alltaf þótt til- heyra Aðalsteini. Pú fannst, að það er gæfa lýðs og lands að leita Guðs og rækta akra hans. I auðmýkt nauzt þú anda þeirra laga, sem öllum vildir skapa góða daga. I dagsverki og þökk hins þreytta manns, býr þjóðarinnar heill - og ævisaga. (DaviðStef.) Sumarbústaðurinn Birkimelur, ræktunin, áformin um viðbyggingu og viðhald girðinga, var hans hjart- ans mál. Þremur dögum fyrir and- látið fékk hann bréf um að heimilt væri að hefjast handa um viðbygg- ingu. Ákafi og gleði í rödd hans leyndu sér ekki. Hann var athafna- maður að eðlisfari. Við ræddum um framkvæmdina. Eg var hugfanginn af ákafa hans. Nú lyftir hann ekki hamri framar, hann hlúir ekki að gróðrinum né reisir við brotna grein. Skarexin hans og hefillinn voru þó nýbrýnd. Hann hafði undir- búið verkið, hann var tilbúinn að hefjast handa. En handbragð hans og plönturnar vitna um vinnandi kærleikshendur. Aðalsteinn og Sigurlaug voru hamingjusöm. Samtaka bjuggu þau fjölskyldunni gott heimili. Mér var tekið af kærleik. Tillitssemi og skilningur, jákvæði og hvatning varð veganesti mitt frá þeim. Það var mitt lífslán að fá að koma inn í slíka fjölskyldu. Sigurlaug var burtu kölluð á besta aldri. Frá árinu 1979 hefur Aðalsteinn verið í sam- búð með Sigi'únu Guðbrandsdóttur frá Áshóli. Hún bjó Aðalsteini gott heimili þar sem honum leið vel. Sig- rúnu votta ég samúð mína, jafn- framt sem ég þakka henni fyrir allt er hún var Aðalsteini. Aðalsteini þakka ég samfylgdina. Þorsteinn Pétursson, Akureyri. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur og afi, ANDRÉS ÓLAFSSON, Laugabóli, lést á heimili sínu miðvikudaginn 17. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður Valgeirsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, KRISTJÁNS JÓNSSONAR forstjóra, Þingvallastræti 20, Akureyri. Fjölskyldan þakkar starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir alla þeirra alúð og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Kristín Kristjánsdóttir, Símon Magnússon, Anna María Kristjánsdóttir, Ágúst Már Ármann, Jón Kristján Kristjánsson, Heiðrún Jónsdóttir, Helga Kristjánsdóttir, Helgi Magnús Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNLAUGUR H.G.ÞORLÁKSSON bifreiðarstjóri, Kleppsvegi 118, Reykjavík, lést á Landakotsspítala miðvikudaginn 17. febr- úar. Útför Gunnlaugs verður frá Fossvogs- kapellu miðvikudaginn 24. febrúar kl. 10.30. Sigríður Dóra Jónsdóttir, Jón Þórir Gunnlaugsson, Halldór Gunnlaugsson, Bára Fjóla Friðfinnsdóttir, Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, Einar Þórir Dagbjartsson, Sigurður Ingi Gunnlaugsson, Þóra Geirsdóttir, Hrafnkell Gunnlaugsson, Þráinn Gunnlaugsson, Gunnlaugur Einarsson, Sigurdór Halldórsson, Skarphéðinn Halldórsson, Geir Ingi Sigurðsson, Jón Örn Sigurðsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ARNÓR VALGARÐUR JÓNSSON frá Mýrarlóni, fyrrum bifreiðastjóri ísafirði, lést að morgni fimmtudagsins 18. febrúar si. á Landspítalanum. Jarðarför auglýst síðar. Inga J. Arnórsdóttir, Jón Viðar Arnórsson, Steinunn K. Arnórsdóttir, Sigurður Jónas Arnórsson, Bjargey Á. Arnórsdóttir, Þórður Arnórsson, Laufey Ósk Arnórsdóttir, Sigmundur A. Arnórsson, Sóley Guðfinna Arnórsdóttir, Þorlákur Ragnarsson, Herdís Skarphéðinsdóttir, Gunnar S. Gunnarsson og barnabörn. Sigrún Briem, Svanur Auðunsson, Unna Guðmundsdóttir, Guðmundur Gunnarson, Sigríður Guðmundsdóttir, t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURÞÓRA SIGURÞÓRSDÓTTIR, Rauðafelli 1, Austur-Eyjafjöllum, andaðist á heimili sínu að morgni fimmtudagsins 18. febrúar. Ástþór Tryggvason, Bergþóra Ástþórsdóttir, Ólafur Steinar Björnsson, Kristín Ástþórsdóttir, Gísli Valdimarsson, Tryggvi Ástþórsson, Ragnheiður Högnadóttir, Sigurþór Ástþórsson og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET SIGURÐARDÓTTIR, andaðist á heimili sínu, Grandavegi 47, fimmtudaginn 18. febrúar. Páll Þorgeirsson, Hekla Pálsdóttir, Þorgeir Pálsson, Björgvin Schram, Anna Snjólaug Haraldsdóttir, Brynjóifur Páll Schram, Sigrún Þorgeirsdóttir, Arnaldur Geir Schram, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Elísabet Þorgeirsdóttir. + Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns míns, stjúpsonar, föður, tengdaföður, afa og langafa, BIRGIS GUÐMUNDSSONAR, Hjaltabakka 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Sigrúnar Reykdal og deild- ar 11F, Landspítalanum. Helena Svavarsdóttir, Sigurbjörn Ólafsson, börn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.