Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verulegar breytingar á þingstörfum Alþingis samkvæmt frumvarpi forsætisnefndar Ræðutími styttur og nefndum fækkað úr VERULEGAR breytingar eru boð- aðar á þingsköpum Alþingis í fmm- varpi um endurskoðun á þingskap- alögunum sem þingmenn forsætis- nefndar Alþingis hafa lagt fram á Alþingi. Frumvarpið er árangur starfs sem fram hefur farið á veg- um forsætisnefndar og formanna þingflokka. Meðal fjölmargi-a breytinga sem frumvarpið kveður á um er fækkun þingnefnda úr þrett- án í sjö og bætt er við nýrri nefnd, stjórnlaganefnd, sem á að styrkja eftirlitshlutverk þingsins, ræðutími þingmanna verður takmarkaður en þess í stað verður komið á því fyrir- komulagi að þingmenn og ráðherr- ar geti talað svo oft sem þeir vilja en ekki eins lengi og þeim sýnist. Þá verða fyrirspurnir þingmanna leyfðar í þinghléum skv. frumvarp- inu. Starfstími þingsins verði lengdur Gert er ráð fyrir að frumvarpið öðlist gildi sem lög við upphaf næsta Iqörtímabils, þ.e. á vorþingi að loknum þingkosningum í vor. í greinargerð segir að breytingarnar miði m.a. að því að gera þinginu betur kleift að rækja hlutverk sitt samkvæmt stjórnskipuninni, vanda sem mest löggjafarstörf þingsins og styrkja eftirlitshlutverk þess og forystu, gera skoðanaskipti í um- ræðum skarpari og tryggja betur skipulag þingstarfanna. „Samhliða þessum breytingum á þingsköpum Alþingis stefnir for- sætisnefnd að því að leggja fyrir þingflokkana nýjar tillögur um ýmsa starfshætti þingsins sem ekki hafa verið festir í þingsköp. Er þar veigamest annars vegar að draga úr kvöldfundum og almennt að reyna að stytta þingfundatímann frá því sem nú er og hins vegar að lengja raunverulegan starfstíma þingsins án þess þó að fjölga þing- fundadögum. Felst það í því að þingið komi eitthvað fyrr saman er nú er og standi að jafnaði fram til maíloka en þinghléum verði fjölgað. Byggt verði á því að þingið starfi í lotum þar sem skiptast á þing- fundavikur, nefndavikur og kjör- dæmavikur, auk jólahlés og lengra hlés en verið hefur í kringum páska,“ segir í greinargerð. Stytta umræðutíma Frumvarpið kveður á um all- miklar breytingar á ræðutíma þingmanna og ráðherra frá því sem nú er. Er markmiðið að gera umræður markvissari og fjörugri en nú er en draga úr löngum ræðum og jafn- framt stytta umræðu- tímann frá því sem ver- ið hefur, að þvf er segir í greinargerð. „Mark- miðið er ekki að setja takmarkanir á mál- frelsi þingmanna né hindra það að hver og einn þing- maður geti á eðlilegan hátt gert grein fyrir sjónarmiðum sínum við meðferð þingmála. Þannig verður meginreglan sú við 2. umræðu um lagafrumvörp að þingmenn og ráð- herrar mega tala eins oft og þeim þykir þurfa - í stað þess sem nú er, að tala eins lengi og þeim þykir hæfa, tvisvar sinnum,“ segir í greinargerð. Gert er ráð fyrir að flutningsmaður frumvarps megi tala í 30 mín. í fyrsta sinn við 1. umræðu um lagafrumvarp og í 15 mín. í annað sinn en í 5 mín. í önn- ur skipti og má þá taka til máls eins oft og hann vill. Ráðherra má tala í 15 mín. í fyrsta sinn, 10 mín. í annað sinn og 5 mín. í hvert skipti þar á eftir. Talsmaður þing- flokks má tala í 20 mín. í fyrsta sinn og 10 mín. í annað sinn og aðrir þingmenn í 15 mín. í fyrsta sinn og 5 mín. í annað sinn. Svipaðar takmarkanir eru settar við aðra umræðu en skv. nú- gildandi reglum er ræðutími þing- þing- 13 í 7 manna og ráðherra ótakmarkaður við aðra umræðu um frumvörp. Auk þessa eru settar nákvæmar reglur um ræðutíma og mismun- andi tímamörk vegna umræðna um önnur mál á þinginu. Skv. þessum breytingum geta þingmenn eða ráðherrar aldrei talað lengur en í 30 mín. í hvert sinn, en það er lengsti ræðutími sem heimilaður er skv. reglunum og þá aðeins við umræður um frumvörp og skýrsl- ur. Skv. frumvarpinu falla óafgreidd þingmál ekki niður við lok vorþings eins og verið hefur. „Staða hvers þingmáls er þá óbreytt eins og við það var skilist að vori, hafi almenn- ar kosningai- til Alþingis ekki farið fram í millitíðinni. Þingmál, sem lögð voru fram, þarf þá ekki að end- urflytja, og - svo dæmi sé tekið - hafi 2. umræðu lokið að vori um lagafrumvarp þarf á næsta þingi aðeins að ljúka 3. umræðu til þess að frumvarpið hljóti lokaaf- greiðslu," segir í skýringum með ákvæðum frumvarpsins. Verði frumvarpið að lögum tekur gildi sú breyting á fyrirkomulagi stefnuræðu forsætisráðherra að hún verði framvegis flutt á þing- setningarfundi en umræða um stefnuræðuna í'ari fram á næsta þingfundi á eftir. Þá er gerð sú breyting að fellt er úr lögunum ákvæði um „vítur“ sem forseti skal beita ef þingmenn bera ráðherra eða þingmenn brigslyi’ð- um eða tala óvirðulega um forseta Islands. Þess í stað er sett inn nýtt ákvæði um að forseti megi áminna þingmann. Meðal annarra breytinga er að heimilað verði að þingmál gangi beint til þingnefndar áður en um- ræða fer fram, ný ákvæði eru sett um meðferð íýrirspurna og skýrslna, forseti þingsins og vara- forsetai' verða kjörnir íyrir allt kjörtímabilið, þingflokkar fá aukið hlutverk en til að teljast þingflokk- ur þarf hann að vera skipaður þremur þingmönnum hið fæsta í stað tveggja eins og nú er og breyt- ingar verða á útvarpi umræðna, skv. frumvarpinu. Kristín Halldórsdóttir Kaflanum um Kvenna- lista lokið KRISTÍN Halldórsdóttir sagði við upphaf þingfundai- á Alþingi í gær að þingflokkur Kvennalistans hefði nú verið lagður niður eftir 16 ára starf á Alþingi með stofnun þing- flokks Samfylkingarinnar en Guð- ný Guðbjömsdóttir hefur gengið til liðs við hinn nýstofnaða þingflokk. Kiástín sagði að þar með væru brostnar forsendur fyrir samstai'fí í þingflokki Kvennalistans. „I upphafí þess kjörtímabils sem nú er senn á enda vorum við þrjár þingkonur í þingfiokki Kvennalist- ans, síðan tvær og nú stend ég hér ein og get ekki annað, eins og frægui' maður sagði forðum. Það er ljóst að ein get ég ekki verið þing- flokkur Kvennalistans en það hefur nú þegar sannast, sem annar fræg- ur sagði forðum, að alltaf má fá annað skip og annað fömneyti. Þannig lýkur þessum kafla í sögu íslenskra stjórnmála, kaflanum um Kvennalistann, sem sérstaks stjómmálafls á Alþingi,“ sagði Kristín. Stofnun þingflokks Samfylkingar mikið heillaskref Kom til nokkurra orðaskipta á milli Kristínar og Guðnýjar Guð- bjömsdóttur, sem kom í ræðustól og sagði að Kristín hefði gengið úr Samtökum um kvennalista fyrir nokkm til liðs við annan stjóm- málaflokk. „Það var auðvitað illþol- andi fyrir samtökin að formaður þingflokksins væri ekki lengur í samtökunum og því var það mikið heillaskref sem tekið var í gær að stofna þingflokk Samfylkingarinn- ar, sem ég taldi langeðlilegustu leiðina fyrir mig, sem einu eftir sitjandi þingkonu Kvennalistans, þar sem Kvennalistinn hefur ákveðið að ganga til liðs við Sam- fylkinguna," sagði hún. Kristín kom aftur í ræðustól og sagði að þegar hún hefði upplýst um þá ákvörðun sína að standa að stofnun nýs stjórnmálaflokks, hefði orðið að samkomulagi á milli sín og Guðnýjar að þær sætu saman í þingflokki Kvennalistans út þetta kjörtímabil. „Það hefur nú bragðist og því em kaflaskipti í sögu Kvennalistans,“ sagði Kristín. Forsætisráð- herra flytji stefnuræðu við þing- setningu Deilt um svar fj ármálaráðherra ÖGMUNDUR Jónasson gagnrýndi Geir H. Haarde fjármálaráðherra á Alþingi í gær fyrir að hafa ekki veitt umbeðnar upplýsingar í skrif- legu svari við fyrirspum Ögmund- ar, sem dreift var á þinginu í gær. I fyrirspuminni fór þingmaðurinn fram á að fá upplýsingar um hvaða verkefnum VSÓ-verkfræðistofan hefði sinnt fyrir opinberar stofnan- ir frá 1991 og um upphæðir greiðslna fyrir verkin. I svari fjár- málaráðherra er vitnað til ákvæða upplýsingalaga um upplýsingar sem takmarkaður aðgangur er að og til 5. greinar sömu laga varðandi einka- og fjárhagsmálefni einstak- linga og fyrirtækja og segir í svar- inu að því telji ráðneytið ekki rétt að afhenda Alþingi umbeðnar upp- lýsingar sundurgreindar á einstaka aðila. I svarinu era birtar upplýsingar um heildarkostnað ríkisins vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu frá 1991-1997. Á árinu 1995 nam kostnaðurinn um 2.801 millj. kr., 1996 2.947 millj. kr. og 1997 3.264 millj. kr. í svarinu segir að ríkis- stjómin hafí stefnt að því að færa ALÞINGI ýmsa þjónustu sem til þessa hafi verið unnin af ríkinu yfir til einka- aðila með útboðum. Hafí það skilað ríkissjóði umtalsverðum spamaði. I gær var einnig birt efnislega samhljóða svar fjármálaráðherra við fyrirspum Guðmundar Hall- varðssonar sem óskað hafði eftir upplýsingum um hvaða verkfræði- stofur hefðu unnið fyrir opinberar stofnanir frá 1991 og hvernig þær fjárhæðir skiptast á milli verk- fræðistofa. Forsætisnefnd fjalli um málið Ögmundur gagnrýndi harðlega að fá ekki sundurgreindar upplýs- ingar eins og beðið hefði verið um og beindi því til forsætisnefndar þingsins að hún fjalli um málið og greini Alþingi frá því í upphafí næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, Mar- grét Frímannsdóttir, Rannveig Guðmundsdóttir og Kristín Hall- dórsdóttir tóku undir gagnrýni Ögmundar, lögðu áherslu á upp- lýsingarétt Alþingis og sögðu að hér væri stóralvarlegt mál á ferð- inni. Geir H. Haarde sagði að eftir mjög ítarlega lögfræðilega athug- un í fjármálaráðuneytinu, hefði niðurstaðan orðið sú að ekki væri heimilt skv. ákvæðum upplýsinga- laganna að veita þessar upplýs- ingar um þá einkahagsmuni sem um ræðir. „Ég geri mér grein fyr- ir því að þetta er ekki óumdeild túlkun en þetta er sú niðurstaða sem við komumst að, að þraut- skoðuðu máli. Við værum komnir út á mjög hálar brautir að fara að veita í svöram til Alþingis upplýs- ingar um viðskipti einstakra fyrir- tækja við hið opinbera," sagði Geir. Lætur af störfum sem yflrmaður Námsráðgj afar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Háskóla Islands: „Ásta Kr. Ragnarsdóttir, sem starfað hefur sem yfínnaður Námsráðgjafar Háskóla íslands síðastliðin 18 ár, hefur ákveðið að láta af störfum við skólann og starfrækja eigið fyrirtæki á sviði ráðgjafar fyrir náms- og vinnu- markað. Ásta var fyrsti námsráðgjafínn sem ráðinn var við Háskólann. Hún vann sem upphafsmaður Námsráðgjafar Háskóla íslands brautryðjendastarf við skólann og starfaði þar sem eini námsráðgjaf- inn fyrstu sex árin. Ásta tók virkan þátt í mótun náms í námsráðgjöf innan félagsvísindadeildar og lagði grunninn að nánu sambandi Náms- ráðgjafar við námsbrautina, ekki síst með starfsþjálfun nemenda við Námsráðgjöf HI. Auk þess að efla starfsemi Námsráðgjafar HÍ vann Ásta um langt árabil að kynningarmálum Háskólans m.a. með því að skipu- leggja Opið hús Háskóla íslands, en því starfí tengdust síðan aðrir skólar. Málefni fatlaðra stúdenta hafa verið á verksviði Námsráð- gjafai' en þeim hefur fjölgað mjög hin síðari ár. Þar hefur Ásta unnið ötullega að þróun stuðningskerfis þeim til handa og lagt mikið af mörkum til að auka skilning á sér- þöi-fum og möguleikum þessa vax- andi námsmannahóps. Á sínum tíma tók Ásta þátt í að þýða og þróa hina kunnu áhuga- sviðskönnun Strong Interest In- ventory, sem þúsundir nemenda hafa notfært sér á undanförnum áram. Ásta hefur frá upphafi borið ábyrgð á rekstri könnunarinnar fyrir hönd Háskólans. Hún mun áfram hafa yfíramsjón með áhuga- sviðskönnuninni gagnvart erlenda rétthafanum og annast þjónustu við framhaldsskóla og almenning. Háskóli íslands færir Ástu Kr. Ragnarsdóttur þakkir fyrir vel unnin störf síðastliðin 18 ár og væntir góðs samstarfs við hana á nýjum vettvangi."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.